Tíminn - 29.09.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.09.1960, Blaðsíða 7
T í MIN N, fimmtudaginn 29. september 1960. 7 Stofnfundur Sameinuðu þjóð- anna hófst um sumarmál 1945, í borg hins heilaga Fransiskusar við Kyrrahaf. Nokkrar ráðagerðir voru víst um það hér, að íslend- ingar skyldi þegar gera menn vest- ui þangað og vera með frá upphafi að stofna h;ð eilífa ríki friðar og réttlætis og frelsis um alla jörð. En þó varð ekki úr förinni þá að sinni. Þá var yndislegt veður á íslandi. Þá kvað Skúli Guðmunds- son: Við lifum i glansi og geislum gullfagra landsins — þó verðum af dansi og veizlum vestur í Fransiskó Kviðlingurinn sýnir, að í skáld- inu hefur verið lítill ferðahugur. En síðar geröu fslendingar einnig menn til heimboðsins. Og er ekki þess að dyljast, að fyi'ir það og síðan höfum vér einnig verið taldir með þjóðum. Hinn háttsetti ráðsmaður Sam- einuðu þjóðanna er í háska stadd- ur, því að trylling hefur gripið hina svörtu sauði í hjörð hans, en heimilismenn í Austurbænum á búi Sameinuðu þjóðanna gera heldur að trylla sauðina meira, en að víkja þeim til haga fyrir fjár- iranninn, svo sem þó er venja, þar sem góður er bæjarbragur. Frá því er að segja, að mér veitt- íst það af hendingu, fátækum ís- lendingi, að sitja sem meinlaus á- heyrandi í höfuðsal Sameinuðu þjóðanna og horfa þar á og hlýða til, þegar Tryggvi Lie, hinn þel- dckki, hausmikli, stórvaxni Norð- maður og fyrsti ráðsmaður Sam- einuðu þjóðanna gekk niður úr valdastóli sínum, fyrir sjö árum, saddur sinna setudaga, að því er ætlað var, og mjög bakbitinn af þeim í eystri bænum. En upp á pallskörina steig hin nýja vonar- stjarna þjóðanna, Dagur Hammar- skjöld hinn sænski. Hammarskjöld er af mikilli mannvirðinga-ætt og valda-ætt í sinu föðurlandi, snotur maður, bæði í fornri og í nýrii merkingu, látlaus maður í allri gerð og framgöngu. Það eitt varp- aði sjálfkrafa sínum glæsileik yfir þennan prúða og hófsamlega Norð- urmann, að allir vissu að þarna gekk fram ágætur íþróttamaður, mikill fjallagarpur, því að annars gat vel átt vio hann vísa Páls Ól- afssonar um landshöfðingjann: ,,Enginn maður á honum sér, að hann geti meira en ég“. Er það einhver gletta meinlegra örlaga, eða er það eitthvert miðs- vetrarpróf hárrar og hulinnar skólastjórnar á sína úrvalsnem- endur, að sænskur bróðir vor, há- borinn sonur norrænnar karl- mennsku, aríi hins sænska auðs og hins sænska ríkilætis, sænskrar íyrirmennsku og hins hárbeitta rænska stáls — að hann stendur nú á því fárlega leiksviði þjóð- anna sem svartir og píndir og mjög fákunnandi Afríkumenn hafa tætt frá öll leiktjöldin og hverja tíulu, svo að alþjóðaeymdin blasir við nakin og rúin. Gamansemin er lausn mannsins fiá oflátungshættinum, og' eina Iikn hans gegn kvöl hégómans. Það er annar víðkunnur Svíi, skáldið Fröding, sem hefur kveðið að orði eitthvað á þessa leið. Það gat annars ekki hjá því fsrið, að íslendingur sem sá ráðs- mannaskiptin þar á Manhattan við Austurá, í þann tíð, að honum yiði mest um það í huga sér, að horfa n tvo Norðurmenn skipta þar sessi á þessum bápalli þjóðanna. Ég veik viljandi til hliðar allri vitn- e:kju um hagsýni eða pólitísk klókindi hinna háu herra, sem hafa stórþjóðirnar að baki sér. Nú hefur sótt nokkuð á mig káí- le? minning, meinlítil mynd úr eirti kunnasta blaði í föðurlandi II?” —\arskj01ds. — Svíar eru s'—--amastir allra Norðurlanda- í í beim skilningi, að þeir hal ’ á almannafæri reglu og manr.aiiðum með hörðustum aga. ísle.ndirrar hafa engan sa» v.ujm- Helgi Hjörvar við hljóðnemann. KÓNGÓ- — Ur erindi Helga Hjörvars um daginn og veginn Erindi Helga Hiörvar, rithöfundar, um daginn og veginn í útvarpinu fyrir hálfri annarri viku, þar sem hann ræddi aðallega um Kóngó og starf Sameinuðu þjóðanna þar, vakti allmikla athygli, ekki sízt fyrir þá sök hve frábærlega vel það var samið að máli og líkingum. Tím- inn birtir hér meginkafla erindis þessa tiS yfirlestrar í næði. ugt er. Aðrir Norðurmenn eru þar í milli. Nú var það fyrir nær hálfri ö?d að Svíum þót-ti nauðsyn að efla aga í sveitaþorpum, sem voru að vaxa upp úr gömlu fámenni og sveitabrag. Því að drykkjudólgar tóku að vaða þar uppi um allar helgar, en hálfvaxnir og hálffullir slrákar drógust í sollinn. í sveita- þorpum höfðu lengi verið lögreglu- rnenn, einkermisbúnir, en óvopn- aðir og pokalausir, einn í hverju þerpi eða svo. Þeir voru sveita- menn og héldu áfram að vera það í embætti sínu og kóngsins múnd- eringu. Nú samþykkti hið sænska öryggisráð einróma,, að þessa menn skyldi vopna sverði, til þess að virðingu valdstjórnarinnar væri betur borgið, einnig í dreifbýlinu. Þá gerði Engström eina af sínum eiskulegu þjóðlífsmyndum í Strix. Það er kátt á laugardagskvöldið á Gili — eða í einhverjum Gaul- verjabæ þar í landi — og verða mikil áflog. Sá gamli, nývopnaði vorður faguna siða reynir af góð- mennsku sinni að spekja dólgana, nieð blíðu og friði og fortölum, eins og Sameinuðu þjóðirnar verða að gera. Hann stóð í þeirra spor- um, löngu áður en þær þjóðir urðu tii. Sverðið var biturt og glæsilegt, en fullkomin fígúra, marklaust tákn mjög fjarverandi valds. Nú verður það háskalegt, dólgarnir loysa það í góðsemi frá gyltu belti kunningja síns, en áflogin snúast í nýja stórhátið og æðisgenginn hroðafögnuð. Lagavörðurinn stend- ui hokinn álengdar og baðar hönd- um og kallar: Þið getið meitt ykk- ur á sverðinu, drengir, það er hár- beitt! Hvorki þarf mikla gamans-emi né bcina mannvonzku til þess að draga nokkra líkingu frá þessari niynd Engströms að standi og stöðu hins nafnkunna landa hans nú í Skeiöaréttum Kóngó.-negr- anna. Ekki svo meint, að Dagur hinn sænski hafi iiia staðizt sitt próf um v;tsmuni og manndóm vors nor- ræna kyns. En hann er settur á siórt leiksvið hryggilega lítilla Vitsmuna. Margir kokkar eru að þessari liraklegu grautargerð. Þar e: sem fyrr, að enginn einn og engir tveir megna að gera gott, er hver einn fyrir sig megnar að gera öllum hinum allt illt. Nær ágreiningslaust virðist það eitt, að Belgar hafi í flestu illa gert, og því i m verst við skilist. Þó hafa Belg- ar smíðað Kongónegrum beztu byssur í lieimi, útmetnar til að skjóta í bakið á hinum hvítu yfir- herrum, um ieið og þeir loks ggnga út um hliðið. En íslenzkur sveitamaður spyr um eitt: Til hvers er allt bákn Sameinuðu þjóðanna og allir þeirra hávitru herrar? Áttu þeir ekki að vita, og máttu þeir ekki v;ta, voru þeir ekki umfram alla aðra skyldugir til að vita hvernig þessi blóðheita, hrausta og grimma svarta þjóð væri undir það búin, að hverfa úr þúsund alda myrkri frumskóganna, hverfa frá óum- ræðilegri kúgun og örbirgð og van- þekkingu, hverfa frá mannáti allt fram á þennan dag, að ætla má — cg íklæðast á einu missiri hinni silkifögru, hólkvíðu frelsiskápu Sameinuðu þjóðanna. Verða á einum degi jafnoki þeirra sem sömdu svo haglega mannréttinda- skrána. Hveriir áttu að vita þetta, eí ekki herrar Sameinuðu þjóð- arma? Og ef þcir ekki vissu þetta, ef þeir létu sig þetta engu varða fyrir frelsisdaginn, — frelsisdag Lúmúmba, hvað skal þá rekast í því í ótíma, hvernig Lúmúmba, hinn svarti Spartakus vorra tíma. reynir að friða land sitt og stjórna því. Hvað er frelsi? — hjóm og þvaður, björinn þinn nema sigur vinni. Þrælahjörð þér veröldin verður, verk þíns sjálfs nema geri þig frjálsan------------------------- verk þ fns sjálfs nema geri þig frjálsan. Þetta mun hin treglæsa Kóngó- þjóð — öllu heldur þjóðernislausir og fjandsamlegir ættflokkar á þessu landsvæði — fá sárlega að reyna, en allra helzt stjórnendur Kóngólanda, hverjir sem þeir verða. Ekki má krefjast þess að herrar Sameinuðu þjóðanna hafi numið eða skilið lærdóm Matthíasar. En það ætla ég, að postuli og líknar- maður hinna svörtu Afríkumanna, Albert Sweitzer, hafi ritað á heims- rnáli á þá leið, fleirum en einu, — að hvað sem landsstjórn líður, hvað sem líður trú og hærri menn- ing, þá vanL svartar þjóðir enn margar kynslóðir ofurlítið mennt- aðra verkamanna, velkunnandi handiðnaðarmanna, kaupmanna, kennara, lækna — margar kyn- slóðir, tvær aldir? Og því spyr íslenzkur sveitamað- ur: Hverjir valda því, að svo ægi- legum eldi er sleppt lausum og stjórnlausum með öllu, eins og nú hefur verið gert í Afríku? — Belgar munu vera frá dæmdir ábyrgð. Trúnaðurinn við þá í upp- hafi var enginn, pólitískar refjar af verstu gerð. Trúnaður sjálfra þeirra þar eftir. Þeir eru líkir þeim kennara, sem stal lærisveinum sín- um í þrælavinnu langan vetur, tók peningana, bað nemendur að snauta, en fór sjálfur suður á “Maj- orka á sumaimálum. En hvar eru allir námstjórarnir? Hvar eru þeirra pióf? Belgar eru félags- menn- Sameinuðu þjóðanna og mættu formlega svara til ábyrgðar r.ú fyrir þeirra dómi. En hver er aö bæítari með slíkri ábyrgð í skuldabréfum, sem enginn vill við gangast? Axel Oxenstjerna, hægri hönd og eftirmaður Gústafs Adolf, ætl- aði að senda son sinn fyrir sig og land sitt á fur.d stjórnarherra suð- ur í Mið-Evrópu. Ungi maðurinn veigraði sér við að vera seltur í hóp slíþra manna. — Hann fékk svarið: Það sér á, drengur minn, að þú veizt ekki enn, hvað lítið vit það er, sem stjórnar heiminum. Dagur Hammarskjöld mætti hafa minnzt þessara sænsku orða á fífl- pallinum í Kóngó. Hann hefur kennt þetta á sjálfum sér. Taflinu hsllar mjög á hvítan, allra helzt í Afríku. Hvítur skal nú horfast þar í augu við það, að verða étinn af svörtum, þegar ekki þarf meira af honum að læra. Enda eiga svartir menn Afríku og hún þá. — Og mundi ekki Kóngó fullkomna spádóminn, grun þjóð- anna, sprengja skurnið á þjóðaegg- inu stóra og ískyggilega á klöppun- um á Manhattan við Austurá? En tveir alvaxnir gammar taka flugið? Og hví skyldi það ekki verða tímans lausn? Og bví skyldi það kosta tortíming jarðar vorrar? Allir vilja liía sjálfir. Sameinuðu þjóðirnar yrði áfram höfuðvígi vesturmanna. Austurmenn mundu gera sér nýtt samyrkjubú með æði- mörgum hjúum Eitthvað yrði rið- ið á landamerki, og einhverjir þrætupartar áfram, eins og gerist um stórjarðir. — Fyrsta makk Bandaríkjanna og Sovétmanna •— í hljóði bak við gardínu — yrði um það, að halda sinni hendi hvor í þæfilinn á Kinverjanum, að hann geri ekki alla Asíu að Kóngó. Og einkum að stilla svo til, að -hann sieli ekki skoðunum og kennisetn- irgum til óþurftar, en allra sízt auðugum námum. Og meðan þeir Trausti Einars- scn og Þorbjörn Sigurgeirsson tclja ódeili atómkjarna og þenja mælivað um vetrarbrautirnar, kynni lítið fljúgandi far að lenda á okkar hrjáðu jarðkringlu og bera einhver boð um það, að í sólnanna b.eimi sé fleira en járntjaldið og Kóngó. Mjög þyrfti mannkindin r.ú að fá einhver boð frá betri stöðum-------— — 19.9 1960. BÆKUR OG HÖFUNDAR Stjórnskipun Islands eftir prófessor Óiaf Jóhannesson Fyrir skömmu kom út ný bók j eftir prófessor Ólaf Jóhannesson, er nefnist Stjórnskipun íslands. í formála fyrir ritinu segir höf- undur, að yfii’litsrit þetta um stjórnskipun íslands sé fyrst og fremst ætlað til afnota fyrir lög- fræðinema. En jafnframt ætti það þó að geta orðið að gagni fyrir lögfræðinga og alla þá hina mörgu, sem vinna við einhvers konar op inbera sýslu. Þá er það von höf- undar, að þeir, sem við þjóðmál fást, igeti haft nokkur not af bók- inni, þar sem hún fjallar um efni, sem mjög varða alla stjórnmála- starfsemi, og eru raunar undir- staða hennar’. Stjórnskipun ríkisins er málefni, sem snertir alla þjóð- félagsþegna, og þeir ættu að kynna sér. Þessi atriði hafa verið höfð í huga við samningu bókar- innar, að svo miklu leyti, sem samrýmanlegt er aðaltilgangi hennar. Höfundur byggir bókina að mestu á fyrirlestrum um sfjórn- lagafræði, sem hann hefur flutt i lagadeild Háskóla íslands á undan förnum árum. Yfirlitsrit þetta um stjórnskipun íslands skiptist í sjö þætti, og gefa fyrirsagnir þeirra nokkra hugmynd um þau fræði, sem ritið fjallar um. Þættirnir eru þessir: 1. þáttur: íslenzka ríkið og stjórn- skipun þess. 2. þáttur: Yfirlit um stjórnskip- unarsögu íslands. Þetta stutta og greinargóða yfirlit gefur óvenju glögga heildaryfirsýn um megindrætti í sögu stjórnskipunar íslands frá setningu Úlfljóts- laga og stofnun Alþing- ÓLAFUR JÓHANNESSON prófessor is til gildistöku lýðveld- isstjórnarskrárinnar á Þingvöllum árið 1944. 3. þáttur: Land og þjóð. 4. þáttur: Aðaldrættir og grund- völlur íslenzkrar stjórn- skipunar. 5. þáttur: Handhafar ríkisvalds- ins. 6. þáttur: Ríkisvaldið. 7. þáttur: Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Bókin er 304 blaðsíður í átta blaða broti. Að mínum dómi er mikill feng- ur að þessu ýtarlega verki um stjórnskipun íslands. Ekki aðeins það, að höfundur hennar er einn merkasti lögfræðingur þjóðarinn- ar-, heldur einnig snjall rithöfund- (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.