Tíminn - 29.09.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.09.1960, Blaðsíða 9
T í MIN N, funmtudaginn 29.. september 1960. 9 Matthíasarsafn í húsi skálds- ins á Sigurhæðum á Akureyri Matthíasarfélagið vantar enn nokkra nmni í búsló'ð skáldsins. Safnið opnað 11 nóv- ember næstkomandi. í litlum, friSsælum hvammi á brekkubrúninni skammt fyr- ir ofan TortunefiS á Akureyri stendur hvítmálaS timburhús meS rauSu þaki. Þetta er hús skáldsins, SigurhæSir Matthí- asar Jochumssonar, sem átti heima á Akureyri síSustu þrjá áratugi æví sinnar og reisti þetta hús er hann þjónaSi Ak- jreyrarprestakalli. ir aðilar þar gott starf, m. a. frú Laufey Pálsdóttir á Ak- ureyri, Steindór Steindórsson menntaskólakennari og Hauk ur Snorrason ritstjóri. Það var þó ekki fyrr en árið 1958 að verulegur skriður komst á málið og var það fyrst og fremst fyrir forgöngu Mar- teins Sigurðssonar, fyrrver. framfærslufulltrúa á Akur- eyri. Ekki verður annað sagt en að Akureyringar hafi kunnað að meta Sr. Matthías og sýndu þeir það á margan hátt. Á 85 ára afmælinu var hann kjörinn heiðursborgari Akureyrar á aukafundi bæjar stjórnar 9. nóv. 1920, en nokkrum árum áður var skáld inu reistur veglegur minnis- varði í Lystigarði bæjarins og var það fátítt að mönnum hlotnaðist slíkur heiður í lif- anda lífi. Nokkru eftir lát Sr. Matt- híasar fóru ýmsir menn að vekja máls á því, að bærinn eignaðist hús skáldsins og kæmi þar upp safni til minn- ingar um hið ástsæla þjóð- skáld. M. a. hreyfði Jónas Jónsson frá Hriflu oftlega þessu máli og lagði hann einn ig til, að hin fagra kirkja skammt frá Sigurhæðum væri heitin eftir honum og nefnd Matthíasarkirkja. Munum safnað Fyrir nokkrum árum var hafizt handa um söfnun muna, sem höfðu verið í eigu Sr. Matthíasar og unnu marg Félagið stotnað Þann 5. maí 1958 komu nokkrir áhugamenn saman í kirkjukapellunni á Akureyri og stofnuðu félag, sem nefnt RITHÖND SR. MATTHÍASAR — nokkur handrit hans hafa verið ljósprentuð og verða geymd á Sigurhæðum. var Matthíasarfélagið, en tak mark þess var að heiðra minn ingu Sr. Matthíasar með því að festa kaup á öðru hvoru þeirra húsa er Sr. Matthías bjó í á Akureyri og geyma þar sem flesta muni hans er minntu á starf hans og rit- verk. Formaður Matthíasar- félagsins var kjörinn Mar- teinn Sigurðsson og gaf hann fréttamanrú blaðsins eftirfar andi upplýsingar er hann ræddi við hann á Akureyri fyrir skömmu: Fljótt kom j ljós, að áhuga- menn um mál þetta töldu Sigurhæðir á allan hátt heppi legri og glæsilegri minnis- varða um skáldð heldur en litla húsið við Aðalstræti 50 og það varð úr, að félagið festi kaup á aðalhæð hússins. Við kaup þessi hefur félagið not ið góðrar aðstoðar ríkis og bæjar, Kaupfélags Eyfirðinga og fjölmargra einstaklinga heima og erlendis. Opnað í nóvember Söfnun ýmissa muna hefur síðan félagið var stofnað, ver ið í fullum gangi og eru en^ að berast munir. Málið er þvl nú komið á þann rekspöl, að áætlað er að opna safnið 11. nóvember n.k. á 125 ára af- mæli skáldsins. Ætlun for- ráðamanna félagsins er að reyna að gera safnið þannig úr garði, að Sigurhæðir líkist sem mest því sem var á dög um skáldsins og hefur m.a. tekizt að ná í skrifborð Sr. Matthíasar, skatthol sem sótt var til Kaupmannahafnar, tvö sófasett, borðstofuhús- gögn, stól og púlt skáldsins, sem áður var í eigu Baldvins Einarssonar. Mikið af þessum munum hefur félagið fengið að gjöf frá ættingjum skálds ins, sem stutt hafa það með ráðum og dáð. Útilokað er þó að ná í allt innbú skálds- ins frá þeim tíma og verður ýmsu bætt inn í, t.d. ljósatækj i um eins og þau tíðkuðust á þeim tíma. Handrit Ijósprentuð Ennfremur hefur verið safn að öllu því sem hægt hefur verið að ná í af bókum skálds 1 ins. Félagið hefur einnig lát | ið ljósprenta nokkur bréf Sr. Matthíasar og sum handrit hans, m.a. af þjóðsöngnum. 180 manns, aðallega á Ak- ureyri og í Reykjavík, eru nú félagar í Matthiasarfélaginu, en stjórn þess skipa: Mar- teinn Sigurðsson, Steindór Steindórsson, Kristján Rögn valdsson, Hannes J. Magnús- son og Eyþór Tómasson. Vara stjórn skipa Kristján Róberts son, Guðmundur Guðlaugsson og Jónas G. Rafnar. Formaður félagsins bað blaðið fyrir þau tilmæli til allra þeirra er eitthvað vissu um muni úr eigu Matthíasar Jochumssonar, að þeir láti forráðamenn félagsins vita. Kemur blaðið þessum tilmæl- um hér á framfæri. Matthí- asarfélagið hefur þegar unn ið mjög gott starf — og von- andi láta þeir sem enn geta lagt málinu lið ekki sitt eftir liggja. h.h. NORÐAN I Minni byggingarfram- kvæmdir en í fyrra Byrjaíf á 19 íbúbarhúsum nú en 50 í fyrra „Frá byrjun ársins 1960 till 15. sept. er hafin bygging 19 | íbúðarhúsa á Akureyri. í þess: um húsum eru alls 28 íbúðir. Auk þess eru enn, frá fyrra ári, 84 íbúðarhús í smíðum með samtals 118 íbúðum. Hús þau, sem byrjað var á fyrir s.l. áramót, voru mjög mislangt á veg komin, er úti- vinna við byggingar hófst á þessu ári, þannig að búast má við að íbúðarhús með 52 íbúð um verði gerð fokheld fyrir, veturinn, þar eru 26 hús með í 37 íbúðum, sem byrjað var á fyrir s.l. áramót. Breytingar og viðbygging- ar við eldri hús eru 7. Þann 15. sept. s.l. voru því í byggingu hér á Akureyri samtals 103 íbúðarhús með 146 íbúðum. Auk framangreindra íbúð- arhúsa er unnið við byggingu allmargra annarra húsa, og ber nú mun meira á byggingu stærri húsa, en gert hefur undanfarin ár. Má t.d. nefna að hafin er bygging elliheim ilis ofan Þórunnarstrætis, norðan . Golfvallarins. Við Glerárgötu norðanverða eru í byggingu hús fyrir Valbjörk h.f., Tómas Björnsson h.f. og Byggingarvöruverzlun Akur- eyrar h.f., Kaupfélag Eyfirð inga reisir útibú í Glerár- hverfi og Niðursuðuverksm. K. Jónsson & Co. hefur byggt nýja niðursuðuverksmðiju og . endurbætt eldra húsnæði j verksmiðjunnar. Unnið er jafnframt við Flugstöðvarbygginguna, ris- hæð á Slökkvistöð bæjarins er í smíðum, Amaro h.f. bygg (Fra.niiaid á 13. sí&a). I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.