Tíminn - 20.10.1960, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, fimmtudaginn 20. október 196(
Þessl mynd var tekin í hinum nýju húsakynnum skóverxlunarinnar í gær-
dag, (Ljósm. TÍMINN, KM).
Lárus G. Lúðvigsson
í nýjum húsakynnum
Árekstrar
(Framh, af l. síðu).
andi að undanförnu, er það hve
mikið er um það, að bilum sé ekið
á næsta bíl á undan. Sagði Guð-
mundur Hermamisson lögreglu-
maður, að í flestum tilfellum væri
þar engu öðru um að kenna en því,
hve þétt er ekið. Sumir árekstr-
arnir voru vegna lélegra hemla,
og enn nokkrir vegna skyndiiegra
bilana á hemlum. Kl. 7 í gær-
kvöldi voru t. d. komnir fjórir
árekstrar hér í bænum, þar af
tveir þar sem ekið var aftan á.
(Sjá for'síðumynd). í september-
mánuði hafði slysa- og árekstra-
deild með 129 árekstra að gera,
þar af 36 aftanákeyrslur og þó
nokkrum sinnum fleiri en tveir
bílar, þá mest fjórir bílar í einum
árekstri, en sá var á Laugavegin-
'Um. Það eru ca 30%. Að áliti deild
arinnar stafa þessir árekstrar mest
af því, að ekið er of nærii bílnum
á undan, og því ekki ráðrúm til
þess að stöðva í tæka tíð, ef með
þarf. Hlutfallstalan er svipuð það
sem af er þessum mánuði, að með-
altali 2 og 3 aftanákeyrslur á dag,
eða 4. hver árekstur. Þetta er enn
furðulegra, af því að akstursskil-
yrði hafa verið mjög góð í sumar
og haust, yfirleitt bjart og aldrei
vottur af há'Iku.
Vannotkun stefnuljósa
Þá er önnur tegund slysa, sem
mjög hefur verið áberandi upp á
síðkastið, en það eru ár'ekstrar
milli hjólreiðamanna og bifreiða.
Aðallega eða eingöngu eru strákar
á hjólunum, og mun þessi skyndi-
lega aukning vera af því, að þeim
hefur fjölgað mikið síðan sveita-
dvöl ungmenna lauk. Þá eru aðrir
árekstrar vegna þess að aðalbr'aut-
arréttur er ekki virtur, umferða-
réttur ekki virtur, o.f. Þá er tals-
vert af árekstrum í sambandi við
vannotkun eða misnotkun stefnu-
Ijósa, þannig að þau eru ekki
gefin, eða ekki fyrr en um leið og
beygt er, en þá er það að sjálf-
sögðu allt of seint.
10 árekstrar á dag
í fyrradag var fast að því met-
dagur I áreksarum, en þá voru 10
árekstrar á einum degi. Daginn
þar áður voru 6, og þannig mætti
lengi telja. Er hér með þeir’ri á-
skorun beint til bifreiðarstjóra,
að þeir gæti þbss að virða ökuregl
ur, til þess að stofna ekki lífum
og verðmætum í voða að óþörfu.
Heimilishjálp
Tek gardínur og dúka í
strekningu Upplýsingai í
síma 17045
Ein elzta verzlun landsins,
skóverzlun Lárusar G. LúS-
vígssonar, tók í gær til starfa
í endurbættum húsakynnum í
Bankastræti 5. Ér verzlunin
nú aðeins í eystri hluta þess
húsnæðis sem hún hafði, en
um engan samdrátt er þó að
ræða í ver/luninni, þar eð við
hina nýju innréttingu minnk-
ar gólfpláss lítið sem ekkert
og sami f jöldi skópara verður
hafður frammi og áður
Fréttamönnum var boðið að-
skoða hin endurbættu húsakynni
í fyrrakvöld. Eru þau öll til fyrir-
myndar og nýtízkuleg.
í upphafi skósmíðastofa
í Þjóðólfi 15. ncv. 1877 til-
kynnti Lárus G. Lúðvígsson „bæj-
arfólki til vitundar, svo og öllum
öðrum útífrá, að ég hef setzt að
sem skósmiður í húsi Pjeturs Bier
ings hér í bænum. Ég hefi nægi-
iegt efni til handiðnaðarinnar og
r un gera við skófatnað sem sauma
að nýju, hvort tveggja fyrir svo
sanngjarnt verð og svo fljótt sem
rnér er unnt.“
Síðan hefur fyrirtækið vaxið og
b’ómgazt. í húsinu við Banka-
scræti hefur verzlunin verið í 31
ár. Var það í byrjun mátulega
stórt en ekkert þar fram yfir.
Tímarnir hafa hins vegar breytzt,
lieildsala fyrirtækisins dróst sam-
an og rýmra varð í húsinu.
Verzlunarsparisjóðurinn hefur
íiú tekið hálft húsið á leigu undir
væntanlega bankastarfsemi þar.
Mun sparisjóðurinn eiga að breyta
um nafn og heita Verzlunarbank-
inn, eftir að flutt verður.
Breytingar á skóverzluninni eru
einkum þær að henni hefur verið
skipt í tvennt og einni deild bætt
við. Kjartan Sigurösson arkitekt
teiknaði skipulag, húsgögn og inn-
réttingu smiðaði Óskar Ágústsson,
stiga smíðaði Landssrmiðjan, tré-
vcrk annaðist Össur Sigurvinsson,
raflagnir Guðni Helgason, pípu-
lögn Sigurjón Sigurjónsson, máln-
ingu Óskar Ólason og blómskreyt-
ingu Áge Foged. — Verzlunar-
stjóii er Lárus G. Jónsson.
-----------i.Tt • ‘■
>u. 'i
Áiengissalan 3.
ársf jórSnng 1960
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi um áfengissöluna þriðja árs-
flórðung 1960 (1. júli til 30. sept.)
frá áfengisvarnaráð)
I. Heildarsala:
Selt í og fiá Rvík kr. 40.429.619
Akureyri — 5.513.775
Isafirði — 1.560.797
SeySirf. — 1.697.518
Sigluf. — 2.509.387
Samtals kr. 51.711.096
II. Sala í pósti til héraðsbanns-
svæðis frá aðalskrifstofu
í Reykjavík:
V'estmannaeyjar kr. 692.320
III. Áfengi selt frá aðalskrifstofu
til vínveithúsa kr. 767.985
Á sama tíma 1959 var salan eins
og hér segir:
Iíeykjavík kr. 37.607.686
Akureyri — 5.209.260
ísafjörður — 1.459.274
Seyðisfjörður — 1.411.039
S.glufjörður — 2.379.305
Kr. 48 084.564
Frá 1. jan. til 30 sept 1960
nemur áfengissalan alls:
Kr 132.844.026
Á sama tímabili ’59 — 124 49Ö.874
Allmikil verðhækkun varð á á-
fengum drykkjum síðara hluta
vetrar.
Salan til vínveitingahúsa fer að-
e ns að nokkru leyti fram um bæk-
t-r aðalskrifstofunnar ‘ Gefur
skýrsla þessi þtr mjög óljósa hug-
mynd um áfengiskaup vínveitinga
húsanna.
Framsóknarvist á Akureyri
Framsóknarvist (þriggfa kvölda keppni) hefst á Hótel
KEA næstkomandi föstudag kl. 8,3C SpilaÖ verður um
þrenn aSalverðlaun og kvöldverðlaun. Verð miða er
40 kr og 100 kr. Miðasala á fimmtudag og föstudag
eftir hádegi í skrifstofu Framsóknarflokksins og við
innganginn.
I
SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS
Hafnarstræti 95
Akureyri
Opin daglaca í vetur kl 13.30—19, nema mánu
daga, lokað allan daginn og laugardaga,
opið kl. 10—12.
I
■
.1
i
ast kveðið að orði
á bindindisvikunni
Eitt af því m.a., sem hefst upp
úr bindináisvfkunni eru ýmsar
ágætis ræður, sem vafalaust verð
ur hægt að koma betur til þjóð-
arinnar á ýmsan hátt, t.d. blöð-
um og útvarpi. Ræðu dóms- og
kirkjumálaráðherrans, hr. Bjarna
Benediktssonar, hefur þegar ver-
ið útvarpað, og ræðum læknanna
Esra Péturssonar og Baldurs
Johnsen, verður eflaust komið á
framfæri á cinhvern hátt.
Þar var sá fróðleikur fluttur,
sem almenningur þarf að kynnast.
Ræða Stefáns Sigurðssonar, kenn-
ara, sem hann flutti í Hallgríms-
kirkju, þaif að komast til fleiri
manna en þar voru, þótt kirkjan
væri þéttsetin sem bezt mát'ti
verða. Séra Jakob Jónsson kvað
fast að orði í sinni ræðu um nauð-
syn þess að vekja samvizku þjóð-
arinnar varðandk áfengisbölið.
Hann brá upp ýmsum myndum,
Vín flutí inn
í einkabíl!
Blaðið hefur fregnað, að ný-
lega hafi fundizt nokkurt
magn af áfengi í bifreið, sem
allháttsettur borgari flutti á
skipi til iandsins.
Mun " maður þessi hafa verið
með bifreið sína í ferðalagi er-
lendis og sent hana síðan heim
með skipi, en fór ekki sjálfur með
því. Þegar hingað kom fundust
nokkrir tugir af vínflöskum í bif-
reiðinni, en maður'inn mun ekki
enn hafa gert grein fyrir þeim.
Mun mál því ekki hafa verið höfð-
að út af þessu enn eða úr skugga
gengið um það, hvort hér er um
tilraun til smygls að ræða.
Það er þó hins vegar alveg
ólöglegt að flytja vín þannig til
landsins, eins og alilr vita og telst
raunar allt slíkt smygl, hvort sem
farið er í felur með það eða ekki.
Mun málið vera í athugun.
Tilraun til ráns
(Framh af 16 síðu).
Auðvitað fannst engum grunsam-
icgt um komu hans þangað og
Jonson skipti um frakka og hélt
út á gö'tuna að nýju, þar sem lög-
íeglan var komin á vettvang.
Jc-nson mun hafa alitið, að hann
hofði ekki þekkzt í bankanum og
spurði mannsöfnuðinn hvað á
gengi. En hann fékk það svar eitt,
að lögreglan handtók hann og
SEkaði um tilraun tll ráns. Eftir
nokkra stund játaði svo Jonson
ífbrot sitt.
Vel þekkfur
Jonson er sem fyrr getur vel
þekktur kvikmyndatökumaður og
hefur framieitt margar myndir.
flann var í Englandi á styrjaldar-
árunum og hefur gert margar
mvndir um baráttu norskra frelsis
v:na í stríðinu. Síðustu mynd sína
tJl þessa tók hann í Færeyjum
og heitir hún Selstúlkan Sú mynd
hefufr' þó ekki reynzt svo sem
.-kyldi og orðið á henni mikið tap.
E t.v. má rekja peningaþarfir
Jonson að einhverju leyti til þess.
sem réttlæta engan svefn né sinnu
leysi í þessum efnum. í ávarpi
smu sló Skúli Þorsteinsson, kenn-
ari, á sama streng. Og þá mun
t.iiheyrendum séra Eiríks J. Eiríks
sonar, í Templarahúsinu þriðju-
dagskvöldið, hafa fundizt hann
kveða fast að orði. Fleira mætti
hér nefna. Ýmsu því, sem fram
hefur farið á þessum samkomum,
auk fyrirlestranna, hefur verið
vel fagnða, svo sem söng, hljóð-
íæraslætti, upplestri barna, kvik-
nyndasýningu, fallegum þjóðdöns
im o. fl.
Vikan er nú aðeins hálfnuð, eftir
cru þá kvöld kvennánna í húsi
KFUM, Slysavarnafélagsins og
Bindindisfélags ökumanna í húsi
SAsavarnafélagsins á Grandagarði,
og svo^ síðast kvöld Alþýðusam-
bands íslands og Áfengisvarnaráð
ríkisins. Til dagskrár er vandað
611 þessi kvóld.
Frá Alþingi
(Framhald af 7. síðu).
bættum verkfræðilegum atrið
um ásamt öflugri kynningar-
starfsemi, því að það er stað-
reynd, að hér er nýting ibúða
stórum lakari en erlendis og
litill gaumur gefin bættri
tækni og verkfræðilegum und
irbúningi. Þvi er nauðsynlegt
aö afla rannsóknastarfsem-
inni fjármagns til rannsókna
til lækkunar á byggingar-
kostnaði.
Þjóíarnau'ðsyn
í lögum um húsnæðismála-
stofnun o.fl. frá 1957 er þeirri
stofnun m.a. falið að gangast
fyrir tæknirannsóknum og
kynningu á nýjungum í bygg
ingariðnaði. Þó hefur ekki ver
ið talið eðlilegt, að Húsnæðis
málastofnun ríkisins komi
upp rannsóknastofum, enda
er kjarni að slíkri starfsemi
fyrir í landinu, þar sem eru
byggingarefnarannsóknir iðn
aðardeildar atvinnudeildar há
skólans. Þetta hefur húsnæðis
málastjórn viðurkennt og mun
hafa ákveðið að veita 200 þús.
kr. á ári til rannsókna hjá
þessari stofnun. Þetta fjár-
magn hrekkur þó hvergi til,
enda afar lítið í Ijósi þeirra
staðreynda, að hér á landi er
árlega byggt fyrir meira en
1000 millj. ísl. kr. Til greina
koma ýmsar leiðir til öflunar
slíks fjármagns. Erlendis tíð
kast það t.d. að lágt gjald sé
lagt á byggingarvörur, sem
renni til byggingarannsókna.
Það telst ekki æskileg leið hér
á landi, þar sem byggingar-
vörur eru þegar skattlagðar
mjög hátt, og mundi þetta á-
lag að öllu færast yfir á byggj
andann. Því er sú leið valin
af flutningsmönnum þessa
frumvarps, að leggja þessa
greiðsluskyldu á ríkissjóð,
enda er augljós þjóðarnauðsyn
að lækka byggingarkostnað-
inn í landinu og lækka á þann
hátt þann hluta þjóðartekn-
anna, sem að undanförnu hef
ur þurft til byggingar íbúðar-
húsa.