Tíminn - 20.10.1960, Blaðsíða 4
4
T f IVIIN N, fimmtudaginn 20. októbe-r 1960.
Eiga þau á hættu a3 missa börnin sín?
ötrýmir svarthakuriiín
æðarvarpi og Baxveiði?
Undanfarinn áratug hefur
Evartbak fjölgað svo gífúrlega
að stórhætta er fyrir dyrum,
að hann gjöreyðileggi æðar-
varp og dúntekju landsmanna,
einnig er lax- og silungsveiði í
stór hættu af hans völdum.
Hverjar eru ástæðurnar til að
svartbak hefur fjölgað svo
mikið?
1. Nú eru ekki tök á því vegna
fólkseklu að leita að eggjum
hans og lóga ungunum eins
og gert var áður, 2. Það var
heimilt samkvæmt lögum að
eitra fyrir hann, en nú er
það bannað. 3. Með tilkomu
frystihúsa og fiskvinnslu-
stöðva í flestum kauptúnum
landsins hefur Svartbakurinn
fengið hreinar uppeldistöðv-
ar. Nytjar af Svartbak eru
engar nema eggin, séu þau
óunguð, en til að safna þeim
þarf mikinn vinnukraft. Og
meðan eyjar voru slegnar
þótti hann rækta vel, en nú
eru slík not af eyjum að mestu
úr sögunni.
Allir þeir, sem þekkja til
í varplöndum og hirða um
æðarvörp horfa á það með
skelfingu að Svartbakurinn
drepur meiri part allra æðar
unga sem koma úr eggi, á
sumum stöðum er það allt að
80—90%. Það geta allir séð,
að enginn stofn þolir slíka
eyðingu. Æðardúnn er dýr-
asta vara sem íslenzkur
landbúnaður framleiðir, og
fyrir hann er ótakmark-
aður markaður utanlands
og innan. í mörgum eyjum á
Breiðafirði er æðardúnn nú
ekki nema 10% af því. sem
hann var fyrir 40—50 árum.
Við flesta árósa liggur Svart
bakurinn og týýnir upp laxa-
og silungssíli auk þess sem
hefur auga með hrigningar-
stöðum og étur hrognin. Á
leirunum fyrir framan Laxá
í Leirársveit hefur Svartbak
uinn leikið sé að því undan-
farin sumur, að sögn kunn-
ugra, að ráðast á fullorðna
laxa og stinga úr þeim aug-
un, festa í þá klærnar og
stýra þeim upp á grinningar
og setjast svo að krásinni. Er
nú, ekki kominn tími til að
okkar 60 alþin-gismenn setji
löggjöf um eyðingu Sivart-
baks. Með útrýmingu hans
má auðveldlega tlfalda æðar
varpið og stórauka lax og
silungsgengd í ám og vötnum.
Það á að veita verðlaun
fyrir hvern Svartbak sem
felldur er, h'áfih“Stýggur
og veðu því ékkf ^.elfð^'uiteð
skotvopnum einum saman,
en með eggjatökunni, sem
væri að einhverju leyti styrkt
af því opinbera, mætti halda
fjölguninni niðri.
Svartbaksgildrur er mjög
auðvelt að setja upp. Þær
eru þannig: Lítill blettur er
girtur meö þéttu vírneti tvær
til þrjár mannhæðir, fiskúr-
gangur eða síld er sett á botn
inn, fuglinn steypir sér niöur
og nær ekki flugtaki upp og
er þá auðvelt að lóga honum.
Ef til vill þykir þetta ekki fín
aðferð, en Svartbakurinn er
nú ekkqrt klökkur, þegar
(Framhald á 13 síðu)
Kostakjör
Ódýra bóksalan býður yður hér úrval skemmti-
bóka á gamla lága verðinu. Bækur þessar fást
yfirleitt ekki í bókaverzlunum og sumar þeirra
á þrotum hjá forlaginu. Sendið pöntun sem fyrst.
Borg örlaganna. Stórbrotin ástarsaga e. L. Brom-
field, 202 bls. ób. kr. 23.00.
Nótt í Bombay, e. sama höf. Frábærlega spenn-
andi saga frá Indlandi, 390 bls. ób. kr. 36.00.
Ævintýri í ókunnu landi. Sönn frásaga með
mörgum myndum. 202 bls. lb. kr. 28.00
Njósnari Cicerós. Heimsfræg og sannsöguleg
njósnarasaga úr síðustu heimsstyrjöld, 144 bls.,
ib. kr. 33.00.
Á valdi Rómverja. Afar spennandi saga um bar-
daga og hetjudáðir. 138 bls. ib. kr. 25.00.
Leyndarmál Grantleys, e. A. Rovland. Hrífandi,
rómantísk ástarsaga, 252 bls. ób. kr. 25.00.
Ástin sigrar allt, e. H. Greville. Ástarsaga, sem
öllum verður ógleymanleg. 226 bls. ób. kr. 20.00.
Kafbátastöð N. Q. Njósnarasaga, viðburðarík og
spennandi. 140 bls. ób. kr. 13.00.
Hringur drottningarinnar af Saba. e. R. Haggard,
höf. Náma Salómons og Allans Quatermains.
Dularfull og sérkennileg saga, 330. bls. ób. kr.
25.00..
Hallarleyndarmálið, e. G. Wilder. 122 bls. ób. kr.
12.00.
Farós egypzki. Óvenjuleg saga um múmíu og dul-
arfull fyrirbrigði. 382 bls. ób. kr. 20 00.
Jesús Barrabas. Skáldsaga e. Hjalmar Söderberg.
110 bls. ób. kr. 10.00.
Dularfulla vítisvélin. Æsandi leynilögregiusaga.
56 bls. ób. kr. 10.00.
Hann misskildi mágkonuna. Ásta- og sakamálasaga.
44 bl. ób. kr. 10 00.
Leyndardómur skógarins. Spennandi ástarsaga. 48
bls. kr. 10.00
Tekið í hönd dauðans. Viðburðarík sakamálasaga.
48 bls. ób. kr. 10.00.
Morð í kvennahópi. Spennandi saga með óvæntum
endi. 42 bls. ób. kr. 10.00.
Smyglaravegurinn. Leynilögreglusaga. 72 bls. ób.
kr. 10.00.
Græna maban. Leynilögreglusaga 56 bls. ób kr.
10.00.
Huldi fjársjóðurinn. Leynilögreglusaga. 86 bls. ób.
kr. 10.00.
Morð Óskars Brodkins. Sakamálasaga. 64 bls kr.
10.00.
Maðurinn í ganginum. Leynilögreglusaga. 60 bls.
kr. 10.00.
Loginn helgi e. Selmu Lagerlöf 64 bls. ób kr.
10.00
Njósnari Lincolns. Spennandi saga úr þrælastríð-
inu. 144 bls. ib kr. 35.00.
Kviksettur. Spennandi sakamálasaga > stóru broti.
124 bls. kr. 15.00.
Sagan af Maggie Lane. Ástarsaga. 192 bls kr.
15.00.
Mig langar til þín. Ástarsaga. 124 bls. kr. 12.00.
Látfu hjartað ráða Ástarsaga. 182 bls. kr. 15.00
Hverflynd er veröldin. Ástarsaga. 182 bls. kr.
15.00.
Smásögur 1—3 96 bls. kr. 10.00.
Völundarhús ástarinnar. 10 ástarsögur. 138. bls.
kr 15:00.
Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merkið x við
þær bækur, er þér óskið að fá sendar gegn póst-
kröfu. Merkið og skrifið nafn og heimilisfang
greinilega.
NAFN .......................................
*
Odýra bóksalan Box 196, Reykjavík