Tíminn - 20.10.1960, Síða 9
^TÍ M I N N, fimmtudaginn 20. október 1960,
9
„Síðasti bóndinn í Þjóðgaróinum"
Haustið 1934 braut þáverandi
forsætisráðherra Dana, Stauning,
odd af oflæti sínu og steig í fyrsta
s’ripti fæti sínum inn í herbúðir
ands'tæðinga sinna, sali danska
stórblaðsins Berlinske Tidende í
Kaupmannahöfn. Tilefni þessarar
heimsóknar var málverkasýning
ungs fslendings, Eggerts Guð-
n.undssonar, sem hið danska stór-
biað hafði boðið að halda í sölum
sínum. Sýning þessi vakti mikla
íthygli, og einn frægasti listgagn-
rýnandi Dana O.V. Borch fór um
hana viðurkenningarorðum. Hér
b’rtust í hinum framandi sýningar-
sölum rammíslenzkar þjóðlífs-
myndir, kynjamyndir íslenzkra
þjóðsagna, hvítfyssandi brimlend-
ing við hafnlausa strönd, bruna-
candar, hraun og eldbor'gir, hrika-
fegurð íslenzkrar náttúru, töfra-
bjarmi og seiður sumarnæturinnar
á ströndinni við yzta haf. Þetta var
háíslenzk sýning og Danir mátu
hana að verðleikum. B.T. getur
þess, að „sýningin hafi verið mjög
mikið sótt af stórhrifnum áhorf-
cndum“.
Eggert Guðmundsson er fæddur
í Stapakoti í Njarðvúkum 30. des.
ácið 1906, en fluttisl í bernsku til
Reykjavíkur og óx þar upp. í æsku
sinni fékk Eggert tilsögn í teikn-
ingu hjá Ríkarði Jónssyni og í
mótun mynda hjá Einari Jónssyni.
Keð þetta veganesti sigldi Eggert
tvítugur til Þýzkalands, en þá var
í Múnchen einn fremsti listahá-
skóli í heimi. 140 listmenn þreyttu
þá inn'tökupróf og var Eggert í
tölu þeirra 30 sem stóðust prófið.
Eftir fjögur námsár í Múnchen
og eitt á Ítalíu var Eggert Guð-
nvundsson kominn í fremstu röð ís-
lenzkra málara og sýning hans í
sölum B.T. í Kaupmannahöfn varð
upphaf eins hins mesta gengis sem
nokkur íslenzkur málari hefur átt
að fagna erlendis. Strax árið eftir
var Eggert boðið að halda sjálf-
stæða málverkasýningu i London
og vísað þar til öndvegis í „All
I eoples Association“ sem þá var
cinn frægasti listsýningarstaður
heimsborgarinnar. Slíkur heiður
hlotnaðist aðeins útvöldum lista-
mönnum. Stórblaðið „The Times“
iofar landslagsmyndir Eggerts og
segir um þær m. a. „í „Nótt á
Þingvöllum ‘ og „Almannagjá“ er
hyggingarstíll náttúrunnar ekki
ar.d: „Nevvs Chronicle": ,.Ég geng
um þrjú stór herbergi; þau eru
full af góðmennsku andl'tum, mál-
uðuni í olíu, sem mig iangar ekki
til að sjá aftur .. Mér fannst
skemmtilegt að koma frá þessum
óJiósu andlitum inn á sýningu
Eggerts Guðmundssonar á Foyles
Art Gallery. Með rauðum og svört-
um litum hcfur hann málað sterk
isienzk andlit, svipmikil og tígu
Ieg. Margir „f þessum veðurbörðu
sjómönnum og bændum eru ó-
gleymanlegir. f einveru sinni og
bardaga við öfl náttúrunnar hafa
þeir tíma til að hugsa mikið og
alvarlega. Það skín út úr andlít-
unum“.
Þessum frægðarferli Eggerts
Guðmunds-sonar í Bretlandi lauk
með því, að hann kom fram fyrstur
Norðurlandabúa í brezka sjónvarp
inu, sem þá var nýtekið til notkun
ar, og voru þar sýnd málverk lista-
mannsins.
Nú skyldu menn ætla að þessi
væringi sneri heim sigurvegari úr
vikLngaferð smni og yrði vel fagn-
að af löndum sínum og búin hin
beztu skilyrði til að iðka lisf sína.
Því var þó ekki að heilsa. Þessi
litla þjóð, sem einkennist öðru
fremur af minnimáttarkennd, sem
kemur fram í óvild gagnvart skáld-
um og listamönnum, hefur alltaf
baft sérstakt lag á að refsa mönn-
um fyrir góða frammistöðu. —
Beitarhús
cinungis tekinn föstum tökum
heldur mótaður af áhrifamiklum
samstilíum“ — og „The Times“
endar gagnrýni sína með því að
kalla teikningar og svartlistar-
myndir Eggerts stórvel gerðar.
Excellent er orðið. sem blaðið
rotar.
Hinn ungi listamaður sýndi eftir
þetta í nokkrum brezkum borgum
cg loks aftur í Lundúnum í „Foyl-
es Art Gallery". Myndir hans seld-
ust nær allar og hann fékk góða
dóma í mörgum helztu blöðum í
Bretlandi.
Um sýningu Eggerts í „Foyles
Art Gallery ‘ segir t. d. gagnrýn-
Þegar Eggert kom heim hófst mót-
íakan á þvi að honum var meinað
að taka þátt í sýningu íslenzkra
málara í Miðbæjarbarnaskóianum!!
— Málverk hans endursend — tal-
ín ósýningarhæf. Síðan hefur Egg-
crt raunar alltaf verið í ónáð hjá
þeim mönnum, sem völdin hafa í
málum listamanna og skapa með
aðstöðu sinni og ýmsum vafasöm-
um aðferðum álit listsnobbanna og
aimennings að nokkru leyti. Samt
hefur Eggert átt stóran vinahóp,
enda vinfastur og drengur hinn
bezti. — Eggert hefur haldið sínu
siriki, haldið sig við að skapa þjóð-
iega list, málað íslenzka náttúru,
þjóðlífsmyndir úr atvinnulífinu og
íslenzkri sögu og sögnum Eggert
befur verið niadur manna mest af
ýmsum „lisífræðmgum“ upplausn-
araflanna, sem nalda að mönnum
þeirri speki „að öll pjóðleg list sé
siæm lisrt en öll góð list verði þjóð-
leg“. Með því eiga þeir við að hin
,,góða list“ — klessumálverk og
ítskræmingar — eigi eftir að
verða þjóðlcg list!: Þrátt fyrir
þetta hefur bjóðin kunnað að meta
myndir Eggerts og bæði listamað-
urinn og mvndir han-, mur.u halda
velli, meðan Islendingar hafa ekki
að fullu týnt sjálfum sér.
Síðustu göngur
Gunnai Dal.
I
1
!
I
s
Kveð/umd/ úr Vestri
i
I
■-
i
I'
|
.J
1
1
s
I
H
(Jósep Húnfjör;ð)
i
I
I
1
|
I
i
1
8
1
|
1
I
1
|
1
1
Ú
n
8
1
m
Heill og sæll í sali draumsins!
Syngdu ljóðin fjalla slyngu
íslendingur, arfi braga
óðs þíns málmur bjartur hjálmur.
Ljóða-fákur! lýðsins yndi!
léttstígur með skeiðasprettum.
Þýðar raddir rómi snjöllum,
reisa vörðu og áfram geisa.
Stefnufastar fornar glóðir
fólust þér í hjarta og ólust.
Handa-band þitt yfir álinn
ættar vinur, fjalla hlynur!
Réttir mér í rími snjöllu
rúnir óðs úr þingi Húna.
Þangað varma í vorsins þeynum
varpar klökk mín ljóða harpa.
Norræn drenglund nam sér virki
naust í lundu fram að hausti.
Hjartanu jafnan heilög skylda,
hóflega glæða þjóðar elda.
Stefna fast að fjærstu ósum
við fossanið með andans blossa
hraustlega toga ár mót öldum.
Gegn öiðugleikum hörðu beita.
Far þú heill um huldar slóðir,
hjarta glaður, nóttin bjarta
lýsir eins og árdags röðull
yfir þessum skapa stigum.
Bjarma tún og óma öldur,
Óðin geymir heima þjóðin.
Gullkorn sem að gafstu Freyju
glitra á heiðum braga vitar.
Kveð ég þig með klökkum huga,
þin kynning endurglæddi minning
föður míns af æskuárum,
er unduð þig á gleðistundum.
Bikar tryggðar barmafullan
barst þú mér og drengur var,stu.
Um Húnvetninga héruð stafar
heiðum bjarma af þínu leiði.
Franklin Johnson
n
i
1
I
1
i
I
|
I
1
I
§
1
i
I
I
1
I
1
I
I
I
V
I
I
1
1
8
|
1
i
I
i
I
i
Athugasemd
Jósep Húnfjörð og faðir minn, Guðmundur Magnús Jónsson,
voru leikbræður á unglingsárum í Húnavatnssýslu fyrir’ aldamót.
Fyrir tæpum tveimur árum sendi Jósep mér kvæði og „Hlíðin
mín“ — aðra ljóðabók sína. Sökum vanrækslu varð eigi að því
að ég svaraði. Svo dó Jósep í fyrravetur og þess vegna varð
þetta kvæði til. F. J.
Bindindisvikan
i fulium gangi
Bindindisvika Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu,
hófst með samkomu í hátíða
sal Háskólans á sunnudags-
kvöldið kl. 20.30. Pétur Sigurðs
son, ritstjóri, formaður sam-
bandsins, setti samkomuna og
bauð gesti velkomna.
Ræðumenn voru Bjarni
Benediktsson, dóms- og kirkju
málaráðherra og Ezra Péturs-
son læknir. Fluttu þeir báðir
stórmerkar ræður, sem sýndu
glögglega hve mikið vanda-
mál ofnautn áfengis er og
hve áríðandi það er að hver
þjóðfélagsþegn gefi því máli
gaum og vinni að því að finna
orsök þeirrar meinsemdar og
útrýma henni.
Á mánudagskvöldið var kom
ið saman í Hallgrímskirkju, en
um dagskrá þeirrar kvöldvöku
sá Prestafélag íslands, Lands-
samband framhaldsskólakenn
ara og Samband íslenzkra
barnaskólakennara.
í fyrrakv. var samkoma í
Góðtemplarahúsinu á vegum
ÍSÍ og UMFÍ. Þar voru fluttar
ræður og ávörp, Þjóðdansa-
félag Reykjavíkur sýndi, og
sýndar voru kvikmyndir. í
gærkvöldi var komið saman í
KFUM-húsinu og hófst sam
koman kl. 8,30. — Kvenna-
samtökin í Landssamband-
inu gegn áfengisbölinu sáu
um dagskrá.