Tíminn - 01.11.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.11.1960, Blaðsíða 1
EBBBmsBnBVBRjnaraoa Ásk>-iftarsíminn er 1 2 323 246. tbl. — 44. árgangur. ppvn, ,rjy5*»vw»E'i-^í-WSJLUU J««UÍI«*1 Eisenhower skerst i leikinn, bis. 5. Þriðjudagur 1. nóvember 1960. TalsmaSor ríkisstjórnarmnar lýsir afstöðunni til fjárfestingarsjóðanna: BÆNDUR EIGA AD TAKA Á SIG GENGISÁHÆTTUNA r Þorkell Jókannesson látinn ! Dr. Þorkell Jóhannesson, háskólarektor, lézt 1 gær. Veiktist hann í fyrrakvöld en var þó ekki þungt haldinn, er hann var fluttur í sjúkrahús í gærmorgun. En hann lézt skömmu eftir komuna þangaS. Dr. Þorkell Jóhannesson. hefði orðið 65 ára hinn 6. des. n. k. Eftirlifandi kona hans er Hrefna Bergsdóttir. Dr. Þorkels verður nánar mmnzt hér í blaðinu síðar. Merkilegt menn ingarstarf Undanfarin tvö sumur hef- ur verið unnið að merkilegri kvikmyndagerð austur í Ása- hreppi í Rangárvallasýslu. Tekin hefur verið kvikmynd af öllum býlum í hreppnum ásamt öllum íbúum hains og er myndin gerð að tilhlutan Guðjóns Jónssonar í Ási, en hana tók Svavar Jóhannsson. Síðast liðirtn sunnudag var (Framhald á 2. síðu). Vi'SskiptamálarátJherra sagtSi á Alþingi í gær, aS þatS væru mestu fjármálaafglöp sitSustu áratuga, atS bændur skyldu ekki hafa verií Iátnir taka á sig gengisáhættuna og skuldir þeírra við fjár- festingarsjóíi landbúnatJarins hæk.ka'ðir til sam- ræmis við gengisfallið. Við 1. umr í efri deild um frumvarp þingmanna Fram- sóknarfloRksins um að ríkis- sjóður taki á sig greiðslu á erlendum tánum. sem hvíla á Ræktunarsjóði og Byggingar- sjóði sveitabæja skýrði Gylfi Þ. Gíslason stefnu ríkisstj. gagnvart fjárfestingarsjóðum landbúnaðarins. Taldi ráðherr ann það mestu fjármálaafglöp síðustu áratuga, að bændur skyldu ekki hafa verið látnir faka á sig gengísáhættu við lántökur trá Ræktunarsjóði og Byggingarsjóði og skuldir bænda við sjóðina hækkaðar sem gengisfalli næmi. Gylfi sagði að bessir sjóðir yrðu að standa undir sér sjálfir, þ.e. að vextir pessara sjóða skyldu vera jáfnháir almennum út- lánsvöxtum auk þess sem bændur tækju á sig gengisá- hættu. Eins og kunnugt er hafa þessir sjóðir lánað út með meira en helm ingi lægri vöxtum en gilda á hin- um almenna lánamarkaði Sjóð- irnir hafa orðið að taka lán til starfsemi smnar með hærri vöxt- um en þeir hafa lánað út með iéð. Að sjálfsögðu gengur því á höfuðstól sjóðanna. Þessir sjóðir (Framhald á 2. siðu). Vestur-þýzkur þingmaður handtekinn fyrir njósnir Veitti kommúnistum upplýsingar um herstyrk Einn þingmanna á vestur- þýzka sambandsþinginu. jafn- aðarmaðunnn Alfred Frenzel, sem er m.a. í landvarnanefnd þingsins, hefur verið hand- tekinn fyrir njósnir og hefur hann þegar játað sekt sína. Frenzel hefur m.a. látið uppi leynisamning NATO um ráðagerð- ir í Vestur-Evrópu, þar sem er rætt um varnarmátt, flugstöðva- kerfi og flutningakerfi svo eitt- hvað sé nefnt. Þá hefur Frenzel og látið uppi ráðagerðir um víg- búnað Vestur-Þýzkalands m.a. í sambandi við eldflaugar. Hand- taka Frenzel hefur komið sem reiðarslag yfir stjórnvöld Vestur- Þýzkalands. Frenzel hefur haft að- gang að flestum mikilvægum skjölum varðandi varnir landsins og njósnir1 hans geta haft hinar al- varlegustu afleiðingar. Langt samband Alfred Frenzel er rúmlega sex- tugur að aldri og hefur um all- mörg undanfafin ár njósnað fyrir upplýsingaþjónustu Tékka. Ekki vita menn hvað fengið hefur hann til þess arna, en hanp flúði á sín- um tíma eða 1938 undan nazistum og hafnaði í Lundúnum þá. Eftir því sem menn gerzt vita hefur hann verið í sambandi við Tékk- ana allt frá þessum tíma. Dóttir hans ein er gift í Tékkóslóvakíu. Að styrjaldarlokum hélt Frenzel frá Lundúnum aftur til Þýzka- lands, og gerðist þá meðlimur Jafnaðarmannaflokks Vestur- Þýzkalands. Frenzel fékk skjótan frama inn- an flokksins, varð varaformaður flokksins í Bayern og þingmaður 1953. Njósnir hans komust upp fyrir fáeinum dögum, er einn af samverkamönnum hans var hand- tekinn, er hann var að afhenda upplýsingar í hendur tékkneskum aðilum. Þegar lögreglan fór að rannsaka þessar upplýsingar, komst hún fljótt að raun um að þær voru komnar írá Frenzel. Nokkrir af samstarfsmönnum hans með aðsetur í Munchen voru fyrst handteknir og svo Frenzel sjálfur s.l. föstudag. Þennan dag hafði Frenzel haldið mikla ræðu þar sem hann vegsam- aði Konrad Adenauer kanzlara og kvað hann hafa endurvakið virð- ingu Vestur-Þýzkalands. Mikilvæga’f upplýsingar Upplýsingarnar um njósnir Frenzel voru fær’ðar í hendur hin- um opinbera saksóknara Vestur- Þýzkalands, Max Giide, sem svo ráðfærði sig við varaforseta þings- ins og fékk samþykki fyrir hand- töku Frenzel. (Framhald á 2. síðu). ALFRED FRENZEL Hverjir hafa svikið í landheigismálinu - bls. 3 mmmmmmmmmmmmmmmiummmmmmmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.