Tíminn - 01.11.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.11.1960, Blaðsíða 3
TÍMINN, þriðjudaginn 1. nóvember 1960. 3 Útför Gísla Jónssonar Útför Gísla Jónssonar hrepp- stjóra á Stóni-Reykjum var gerð frá Hraungerðiskirkju s.l. laugar- dag að viðstöddu mjög miklu fjöl- nenni. Rúmaði kirkjan hvergi rærri alla viðstadda og var komið fyrir gjallarhornum til þess að ]:eir, sem utan dyra voru, gætu fyigzt með athöfninni. Sr. Sveinbjörn Högnason flutti minningarræðu í kirkju en sr. Lárus Halidórsson húskveðju og jarðsöng. Kirkjukór Hraungerðis- kirkju annaðist söng. Sveitungar Gísla báni hann úr kirkju en stjórn Kaupfélags Arnesinga úr kirkju og í kirkjugarð. Að jarðar- förinni lokinni fór fram erfis- drykkja í Þingborg. Kaupfélag Ár- nesinga kostaði útförina, sem var cins og fyrr segir ákaflega fjöl- menn. Farah ól íranskeis ara ríkiserfingja Drottning írans, Farah Diba, hefur eignazf son. Þessi tíðindi voru gerð opinber í íran í gærmorgun. Hleypt var af 43 fallbyssuskotum til heið urs ríkisarfanum og gífurleg- ur fögnuður ríkír nú meðal landsmanna. Hafa þeir hópazt saman á götum úti og dýrum hefur verið slátrað hinum unga sveini til dýrðar. íranskeisara hefur gengið illa að eignast rikisarfa. Hann hefur verið giftur tvisvar áð- ur. Pyrsta kona hans ól hon- um dóttur og skildi hann við hana, því sveinbarn þurfti hann að fá. Önnur kona keis- arans reyndist vera óbyrja — gat ekki eignast börn. Það var Soraya, sem margir munu mmnast af fréttum. Keisar- inn neyddist því til þess að skilja við hana. Þriðja kona keisarans er svo Farah Diba, sem áður er nefnd. Hún hefur átt von á sér hvern daginn sem var eftir 20. f.m. og mikil eftir vænting hefur ríkt meðal Persa, hvort þeir nú loksins fengju ríkisarfa. Og nú hefur það orðið. Fán ar blakta um gervallt landið, keisarinn er frá sér numinn af fögnuði og þegnar hans halda hátíð um gervallt land ið eftir að hafa beðið til Allah um að fá ríkisarfa dögum og jafnvel vikum saman. S3 H r hafa svikið í landhelgismálinu? Minnt á ummæli Morgunblaísins ! vor* „ís- lendingar semja ekki vrð Breta“ semja við Breta um takmiirkuirii wrgulegra réttinda í'.KKl At> j tWv W.H. y*i V tí*» y tír ttðv *.» lrVUd.tr ry^ ViUvfjvlt \mtf ; *.,« • Stórfyrirsögn í Mbl. 26. apríl í vor. Ríkisstjórnin hefur að und- anförnu staðið í samningum við Breta í landhelgismálinu og Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur látið svo sem það væri í samræmi við fyrri yfirlýsta stefnu fiokksins i málinu. Bjarni Benediktsson dómsmála- ráðherra lýsti því yfir á Alþingi fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, í s.l. viku, að samningarnir við Breta snerusf um það „að veita tcjög tímabundna heimild til fjsk- veiða innan 12 mílna gegn því að við fáum ótvíræð hlunnindi þar á móti“. Bjarni minnti einnig á 10 ára sögulega réttinn og sagði siðan: „Verið er að kanna, hvort bægt er að semja um miklu skemmri tíma.“ Það fer því ekki milli mála, hvað það er, sem íslenzka ríkis- stjórnin vill semja um við Breta. Iiltt er annað mál hvort það er í samræmi við þá stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður lýst yfir. Það þarf ekki annað en í’etta upp i Morgunblaðinu síðustu dagana í apiíl á þessu sama herr- ans ári 1960. 26. apríl I vor er t.d. sagt með scórfyrirsögnum á forsíðu Mbl. frá Genfarráðstefnumni, sem þá var að ljúka. Fyrirsögnin er þessi: „islendingar semja ekki við Breta um takmörkun sögulegra rétt- inda“. Og í greininni er haft eftir utanríkisráðherra: „Tók ráðherr- ann skýrt fram, að íslandingar senija ekkert við Bieta um tak- mörkun sögulegra réttinda." Daginn eftir 27. apríl er svo sagt frá úrslitum á Genfarráð- stefnunni, og er þversíðufyrirsögn- in: „Féll á atkvæði íslands — Hin uir. sögulega órétti bægt frá.“ Það v«r þá talinn mikill sigur að bægja ..sögulega óréttinum" frá. Og í sérs'tökum þakkarorðum fil ís- lenzku sendinefndarinnar á sömu s!ðu segir: „Má segja, að sendi- nefnd okkar hafi haft forystu um sndstöðuna við liinn sögulega ó- rétt, sem Bretar scttu alit sitt tiaust á.“ En nú lýsir Bjarni Benedik'tsson, sem „hafði forystuna um andstöð- una við hinn sögulega óréft“ í apríl í vor, eins og Mbl. segir, því yiir á Alþingi, að hann sé ein- mitt að semja á grundvelli lians við Breta, og hann þveitist til fandarhalda um landið í því skyni að afla slíkum samnmgum fylgis. Það ætti að vera sæmileg kross gáta fyrir Sjálfstæðismenn um allt Iand að bera þessi ummæli frá í vor og þau sein nú hafa fallið og svara um leið þeirri spurningn, hverjir það eru, sem svikið hafa stefnu sína í land- helgisniálinu. Bræótng»UlliM)u Kfton rfa og Bandftrikjúnna á atkvæði IsIiKnds (finum sttgulega ttrétti hægt frá Þversiðufyrirsögn í Mbl. 27. apríl í vor. Eldur í reykofni Um klakkan níu i gærkvöldi var Slökkviliðið í Reykjavik kvatt að Shúisi Sláituirfélags Suðurlands við Lindargötu. Hafði kviknað þar i reykofni, þar sem verið var að reykja bjúgu. Var töluvert bál, þeg- ar slökkviliðið kom á vettvang og ofsahiti í ofninum. Slökkvistarfið gekk vel, en talsverðar skemmdir urðu. Talið er, að kviknað hafi í feiti, sem rann úr bjúgunum. „Ég heimta Iögreglu!“ Um helgina bar svo við í húsi einu á Snorrabrautinni, að kona, sem þar á heima, kom niður í kjallara húss- ins. Þar rakst hún á augafullan mann, sem var að þvælast þar, og þar sem hún sá ekki að hann ætti neitt erindi, bað hún manninn að hypja sig burt. Hann bjóst þegar til farar, en er hann var að fara út, tók konan eftir tösku, sem stóð í ganginum, hélt að maðurinn ætti hana og sagði honum að hirða hana. Hann vildi ekkert við hana kann- ast, og fór án hennar. Konan fór þá að gægjast í töskuna, og reyndist hún þá full af fatnaði, sem fólkið í húsinu átti og geymdi í kjallaran- um Konan gerði eigendunum aðvart, og skutu íbúar hússins á fundi um málið. Er hann stóð sem hæst, var hringt dyrabjöllunni. Þar var kjall- arafullur kominn á ný, og heimtaði nú að fá að tala við lögregluna. Var það mál auðsótt — og maðurinn fluttur í lögreglustöðina. Hvern vantar jóla- skrauti'S sitt? Aðfaranótt sunnudagsins tók lög- reglan eftir því að dauðadrukkinn rnaður ráfaði niður Austurstræti með fangið fullt af jólaskrauti. Gaf hún sig á tal’ við manninn, og gat hann þó enga skýringu gefið á því, hvemig skrautið var komið í fang hans. Hann kvaðst hafa verið á dans- leik í Vetrargarðmum, en síðan mundi hann ekki söguna meir. — Ef einhver skyldi sakna jólaskrautsins síns, jólatésseríunnar með, er hann beðinn að gefa sig fram við lögregl- una. Tveilnur bílum stolic$ Aðfaranótt sunnudagsins var tveimur bílum stolið, öðrum hér í bænum og hinum í Kópavogi. Fyrtri bílnum var stolið á bárugötunni, Chevrolet fólksbíl, og hann keyrður töluvert og það þjösnalega, þvi suð- ur á Borgarholtsbraut í Kópavogi losnaði undan honum hjlóðdunkur- inn. Þá þorðu ökuþórarnir ekki að fara íeng.ra á honum, vegna hávað- ans sem hann olli, og skildu hann þar eftir. Svo sem 10 metrum þaðan „fundu“ þeir leigubíl, og tóku hann traustataki. Ilann fannst á sunnu- da-gsmorguninn hjá ráðherrabústaðn um, og hafði þá verið keyrður svo gassalega, að rafkerfið hafði brunn- ið yfir. Féll af vörubilspalli KI. 14.40 í gær var sjúkraliðið kvatt að vörugeymslu Eimskipafé- lagsins í Borgarskála, en þar hafði maður nokkur, Skúli Marteinsson, Blástíg 5 í Ilveragerði, fallið af bíl- palli. Hann var fluttur á Sl'ysavarð- stofuna, og reyndist vera nefbrotinn 'og hruflaður í framan. FótbrotnaíJi Um níuleytið á sunnudagskvöldið varð það slys á Silungapolli, að Bryndís Davíðsdóttir datt fyrir utan húsið og brotnaði ofan við ökla á hægra fæti. Hún var flutt í Slysa- varðstofuna og þaðan á Landsspítal- ann. Harður árekstur á laugardaginn Þá varð mjög harður árekstur á gatnamótum Skeggjagötu og Gunn arsbrautar. Lítill Fiat kom eftir Gunnarsbr'autinni og varð fyrir stórum fólksbíl, sem kom Skeggja götuna. Ökumaður Fíatsins kast- aðist út við áreksturinn, hruflað- ist og marðist. Kona hns, sem fram í sat, marðist á fótum, og lítið fcarn, sem hún hélt á, hlaut á- verka á höfði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.