Tíminn - 01.11.1960, Blaðsíða 13
13
T í M I N N, þriðjudaginn 1. nóverabcr 1960.
Vi8 íslenzku skákmennirnir
erum nú komnir í eldinn,
komnir íi! orustu við beztu
skákmenn annarra þjóða og
höfum nú þegar brennt okkur
og aðra, banvænum skeytum,
skotið og fellt, faMið.og risið
upp. Hið skemmtilegasta við
baráttuna er ekki sigurgleðin,
þótt hún sé mikil, þegar vel
gengur, heldur hitt að fá að
reyna kraftana og vopnin, þótt
fátækleg séu og falla eða
standa við hnígandi menn'á
báða bóga, menn úr tré og
menn með taugum.
Við búum á hótel Astoría, bezta
gisti'húsi borgarinnar, og slík eru
þægindin, að ef við ýtum á takka
á símaborðunum í herbergjum
okkar, þá hljóma um það fagrir
tónar fr'á radíó Leipzig, næsti
takki opnar fyrir aðra flóðgátt,
fréttir frá Austur-B.erlín, sá þriðji
skilar sömu fréttum á öðru máli
— Moskva talar’. Fieiri takkar eru
ekki.
Sýningarhúsið hið stóra, þar sem
við teflum, er ekkert venjulegt
hús, það tæki dag að lýsa því, les-
tapaði fyrir 25 ára gömlum ind-
verskum bankamanni, Aaron í 55
leikjum. Hitt þótti líka tíðindum
sæta, að Bobby Fisher skyldi vinna
fyrstaborðsmann Rúmena í aðeins
14 leikjum, en þar var reyndar um
mjög grófa yfir’sjón að ræða.
Úrslit fyrstu umferðar í þriðja
riðli:
Tunis — Danmörk 4 —0
1 Grikkland — ísland 1 —3
Mongólía — Tékkóslóvak IV2—IV2
Svíþjóð — England 2 —2
Bolívía — Ungverjaland 0 —4
j 2. umferð 18. okfóber
Að þessu sinni voru andstæðing-
| ar okkar gulir á hör’und, en þótt
guli kynstofninn hafi lítt fengist
við keppnisskák á síðustu öldum,
a. m. k. með því sniði, sem við
þekkjum hana, þá vissum við þó,
að rangt væri að meta Mongóla
veika, hjá þeim hefur skáklistin
átt skjótauknu fylgi að fagna síð-
ustu árin og útkoma þeirra gegn
Tékkóslóvakíu í fyrstu umferð gaf
vísbendingu um aukna framför.
Mongólar eru fæstir bókfróðir um
byrjanir, en eru þeim mun skæðari
í klækjum miðtaflsins. Þannig lék
einn. efnilegasti skákmaður Mong-
óla, Njagmarsuren,_ sem tefldi á
fjórða borði gegn Ólafi Magnúss.,
byrjunina andstætt kennisetning-
um skákfræðinnar, og hefði Ólafur
átt að" geta notfær't sér það og
unnið mann fyrir tvö peð, en hann
fór aðra leið og brátt snerist skák-
in Mongólanum í hag. Á meðan
hafði Freysteinn byggt upp yfir-
burðaaðstöðu gegn Namshil á
fyrsta borði. Helmingur gula hers-
ins var króaður inni á drottningar
væng, þegar hvíta liðið ruddist
■til sóknar að kóngi Mongólans.
Riddara var fórnað, og kóngsvirkið
hrundi í fáum leikjum. Skömmu
seinna gafst Ólafur upp, staðan var
jöfn 1:1. Gunnar átti skemmtilega
sóknarskák gegn Tschalohasuren á
þr'iðja borði og leit jafnvel út um
tíma svo sem gula virkið væri að
hrynja, en Mongólanum tókst að
koma skákinni í bið með peði
undir. Á öðru borði átti Arinbjörn
í höggi við Momo, sem tefldi vel,
og mátti ekki á milli sjá alla fyrstu
setuna, hver biði hærra hlut. Mong
ólinn hafði að vísu peði meira í
biðstöðunni, en íslendingurinn
átti hr'ók í herbúðum andstæðings
ins. Er biðskákir voru tefldar fann
Momo beztu leiðina, og Arinbjörn
varð að sætta sig við jafntefli, en
Gunnar vann sína skák örugglega,
svo að ísland hafði aftur sigrað.
Af óvæntum úrslitum í annarri
umfer’ð má nefna tap Fishers gegn
Munoz frá Ekvador. Dr. Euwe tap-
aði aftur, en að þessu sinni var
andstæðingurinn Najdorf. Noreg-
ur vann Möltu með 4:0. Malta er
eina landið, sem hefur konu meðal
keppenda sinna. Svíþjóð tapaði
öllum skákum sínum fyrir Tékk-
um. Stahlberg sat hjá í þeir’ri
keppni.
Úrslit annarrar umferðar í
þriðja riðli:
Danm. — Ungverjal. 1%—2V2
England — Bolivía 4 —0
Tékkóslóvakía — Svíþj. 4 —0
ísland — Mongólía 2 Vi—1%
Túnis — Grikkland 2V2—IV2
3. umferð 19 október
Það kom sér illa, að Arinbjörn
var óheill í auga og þurfti að leita
læknis, Ólafur fékk einnig hvíld,
varamennirnir komu því báðir inn
gegn Svíum. Með tapi var reiknað
fyrirfram, en við gerðum okkur
vonir um einn vinning. Þetta fór
þó á annan veg. Fljótt seig á ógæfu
hliðina hjá Kára gegn M. Johans-
son og Guðmundi á móti Nilsson,
töpuðu þeir báðir í fremur fáum
leikjum. Freysteinn fékk erfiða
stöðu gegn Stahlberg og eyddi
miklum umhugsunartíma. Gunnar
átti í þófi við Lundin. Freysteinn
fórnaði peði til að bæta stööu sína
og nokkru síðar var Stahlber'g
nokkuð bráðlátur að reyna að ná
(Framhald ó 15. síðu).
andi goður, en sliku nenni ég ekki
að sinni, hugsaðu þér einungis að
þú sért kominn í paradís, paradís
skákmannsins og paradís hins list-
elskandi manns, sem nýtur þess
að skoða sögu einnar listgreinar' í
myndum og munum, bókum og
blöðum, frá ýmsum tímum og álf-
um, eins og hún er hér smekklega
upp sett af meisturum skipulagn-
ingarinnar. Þú stendur í einum af
sölum sýningarinnar, dýrlegir mun
ir, fomir og nýir, blasa við í skáp-
um úr gleri. Á gólfi leika drengir
Tgfl með mönnum, sem ná þeim
í hné, umhverfis fjöldi, og áhuginn
er það mikill, að kóngurinn týnist
og gleymist í valnum, en herinn
heldur áfram höfuðlaus, unz einn
áhorfenda gerir athugasemd, og
dr'engimir roðna.
Fjörutíu þjóðir frá fjórum
heimsálfum búa hér sem ein fjöl-
skylda. Það skiptir ekki máli hvort
þú talar við náungann á ensku eða
þýzku, sænsku eða rússnesku, á-
hugamál eiga allir eitt og raunar
fleiri ef vel er að gáð. Gamlir
kunningjar frá Filippseyjum eða
Bretlandi, Bandaríkjunum eða
Rússlandi, Júgóslavíu eða Argen-
tínu rabba við þig um daginn og
veginn, og maðurinn, sem borðar
með þér morgunverð, spyr um
persónulega hagi þína, þótt hann
hafi ýmsum hnöppum að hneppa
— heimsmeistarinn í skák. Hann
segir þér líka fréttir af sjálfum
sér, er nú kvongaður og á sjö daga
gamlan son, því er konan ekki
með. Hann gat ekki komið í upp-
hafi mótsins, lá í sjúkrahúsi eftir
meiðsli í bílslysi, kom fyrst í gær.
— Hafa verið tefldar nokkrar góð-
ar skákir hér ennþá, — spyT hann
þig. —- Einhverjar, held ég, en
þær ver’ða fleiri, þegar þú ert
kominn, — svarar þú. Það hnuss-
ar í Tal, eins og hann sé ekki viss
um það. — Eg kom hingað til þess
að tefla við vin minn Campomanes
— segir hann, og þú minnist Fil-
ippseyingsins fjöruga, sem þú
kynntist í sjóferð á Adríahafinu
hér um árið, og samdægurs, þegar
þú rekst á Campomanes, segir þú
honum fr'á orðum heimsmeistar-
ans. Campomanes hlær og túlkar
fyrir kapteininn sinn, og þeir stilla
þannig til, að að kvöldi teflir Cam
pomanes ,á fyrsta borði við Rúss-
land, svo að Tal fari ekki að erind
isleysu til Leipzig, og eftir stendur
ein falleg skák, fórnir og fléttur',
en mát að lokum:
Hvítt: Tal. Svart: Campomanes.
(Teflt í fjórðu umferð).
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5
Rfd7 5. e6 fxe6 6. Bd3 Rf6 7. Rf3
g6 8. h4 c5 9. dxc5 Rc6 10. De2
Bg7 11. Bd2 Dc7 12. 0—0—0 e5
Heimsmeistarinn Thal, til hægri, teflir vi5 Campomanes frá Fillipseyjum.
Skákbréf frá Freysteini Þorbergssyni:
Bobby Fischer vann fyrsta borðs
mann Rúmena íaöeins 14 leikjum
13. Bg5 Be6 14. Rb5 Db8 15. h5
gxh5 16. Rfd4 Bg4 17. f3 e4 18.
fxg4 Rxd4 19. Rxd4 exd4 20. Hxd3
Re4 21. Rf5 De5 22. Rxg7 Dxg7 23.
Hxd5 Rxg5 24. Db5 Kf7 25. Hfl
Kg6 26. Dd3 Kh6 27. Hhl.........
Annars stóðu Filippseyingar sig
vel gegn Rússum, fengu tvö jafn-
tefli, og Borja átti jafnvel unnið á
móti Korchnoj, en það er önnur
saga, við skulum heldur byrja á
upphafinu.
Mótið var sett hinn 16. október"
við hátíðlega athöfn, þar sem ræð-
ur fluttu ýmsir málsmetandi menn
Leipzigborgar, þýzka skáksambands
ins og alþjóðaskáksambandsins
F.I.D.E. Lögðu þeir allir áherzlu
á þann anda vináttu og bræðralags,
sem einkennt hefur Olympíumótin
frá upphafi. Fimm menn af mis-
munandi þjóðer'num voru fengnir
til að lesa olympíueiðinn á móður-
máli sínu og kórsöngur, hljómlist
og blóm settu einnig sinn svip á
opnunina. Síðdegis sama dag hitt-
ust kapteinar hinna fjörutíu þjóða
sem komnar voru til leiks og rað-
aði hver um sig öllum þjóðunum
niður eftir áætluðum styrkleika.
Síðan var tekið meðaltal af út-
komu allra kapteinanna og löndun
um r’aðað í riðla eftir styrkleika,
þannig að riðlarnir væru sem jafn
astir. fsland lenti í þriðja riðli.
Eftir að dregið hafði verið um
númeraröð kom í ljós, að ísland
átti að tefla við'Grikkland í fyrstu
umferð, en keppnisnúmer voru
annarsþessi.
Við íslendingarnir vorum ánægð
ir með okkar riðil, töldum ekki að
við hefðum haft meiri vonir um
að ná upp í B-úrslit í öðrum riðl
um.
1. umferð 17. október
Þegar við íslendingarnir géng-
um inn fyrir böndin, sem aðgreina
keppendur frá áhorfendum í hin-
um glæsilegu húsakynnum í Ring-
Messehaus, þar sem teflt er á
■ tveim hæðum, var ekki laust við
að um okkur færi dálítill glírnu-
skjálfti. Fyrstaborðsmaðurinn hafði
áður aðeins teflt á neðri borðun-
um, fj'órða borði í Moskva 1956 og
þriðja borði í Munchen 1958, ann-
arborðsmaðurinn, Arinbjörn, hafði
áður aðeins verið vaiamaður, í
Moskvu og Munchen og hinir voru
nýliðar. Við settumst í sætin gegn
andstæðingum okkar, sem raunar
voru ekki betur á sig komnir, sum
ir virtust skjálfa mestalla skákina,
en það fyrsta, sem einkum vakti
athygli okkar var hinn eindæma
góði undirbúningur þýzka skák-
sambandsins fyrir keppnina og út-
búnaður allur.
Borðin, sem við sátum við, höfðu
verið teiknuð sérstaklega fyrir
mótið og smíðuð með öllum hugs-
anlegum þægindum skákmannsins.
Sérstök hólf voru fyrir kaffibolla
og kökur, öskubakka og annað
smáræði, sem skákmaðurinn kann
að vilja hafa við hendina þær fimm
stundir, sem baráttan stendur yfir.
Sérstakur aðstoðarmaður' skák-
stjóra hafði púlt sitt og pjönkur
á svæði því, þar sem keppni
tveggja landa fór fram á fjórum
borðum. Slíkir aðstoðarmenn hafa
því eigi verið færr'i en tuttugu
talsins, því að hér sátu 160 skák-
menn að tafli frá fjörutíu þjóðum
og léku 2560 mönnum á 5120 reit-
um. Sérstakt lag er jafnan spilað
fyrir keppnina og hringing gefur
til kynna, þegar klukkurnar skulu
settar í gang eða skáktími er lið-
inn. Yfir hverju landi er fáni þess
og þar eru úrslitin einnig sett upp,
jafnskjótt og skák er lokið. Á borð
unum eru einnig fánar og nöfn
keppenda með þaim titli, sem þeir
bera; meistari, alþjóðlegur meist-
ari, eða alþjóðlegur stórmeistari.
Utan við kaðlana eru sæti fyrir
áhorfendur, en síðan svæði fyrir
þá, sem vilja ganga meðfram kepp
endasvæðinu frá landi til lands, og
utan við þetta allt saman í veggj-
unum eru skápar, þar sem stillt
hefur verið út ýmsum munum, sem
eru á skáksýningunni miklu, sem
annars hafði marga sérstaka sali
til umráða.
Folke Rogard, formaður alþjóða-
skák'sambandsins, lék fyrsta leikn-
um á öðru borði hjá þeirri þjóð,
sem hér var gestgjafinn og þar
með var 14. Ólympíuskákmótið
komið í fullan gang.
í keppninni Grikkland — ísland
dró fyrst til tíðinda á þriðja borði
í skák Gunnars við Papapostolou.
Hafði Gunnar' beitt Sikileyjarvörn
og þegar andstæðingurinn sýndi
of hægfara taflmennsku tók Gunn
ar frumkvæðið í sínar hendur, opn
aði taflið sér í hag, vann peð og
mann að lokum með máthótunum.
Um svipað leyti samdi Ólafur jafn
tefli við Paidoussis eftir sviplitla
skák, og Arinbjörn við Angos, eft-
ir að hafa haft betra tafl mestallan
tímann, en misst af beztu leiðinni
á einum stað. Staðan var orðin 2:1,
ísland gat ekki tapað. Fyrstaborðs
maðurinn íslenzki var í mikilli
tímaþröng. Það hafði verið þung
byrjun, sem ekki gaf miklar vonir,
en á kostnað tímans byggði hann
smám saman upp góða stöðu og
svo fór að í tímaþröng íslendings-
ins var það Grikkinn, sem lék veik
ar, þótt hann hefði nægan tíma.
íslendingui'inn vann peð, en varð
nú að leika sex eða sjö leikjum á
síðustu mínútunni. Grikkinn hafði
ennþá jafnteflislíkur, en lék slæm
um leik og tapaði loks sjálfur á
tíma í vonlausri stöðu. Þannig
hafði ísland unnið sinn fyrsta leik
með 3:1.
Af óvæntum úrslitum í fyrstu
umferð má nefna sigur Túnis yfir
Dönum með 4:0. Danir hafa hér
aðeins einn reyndan skákmann,
Aksel Nilsen og fimm nýliða, en
þeir voiu jafnframt mjög óheppn-
ir, einn Daninn lék af sér drottn-
ingunni, annar manni og þriðji
féll á tíma í betri stöðu. Það var
aðeins Axel sjálfur, sem var lagður
listilega með snoturri drottningai1-
fórn. Norðmenn unnu Frakkland
með 4:0 og Rússar Monaco með
sömu tölum. Er þetta í fyrsta sinn
sem Monaco og Malta taka þátt í
Olympíuskákmótum.
Mjög kom það á óvart, er fyrr-
verandi heimsmeistari, Dr. Euwe,