Tíminn - 05.11.1960, Side 5

Tíminn - 05.11.1960, Side 5
5 TÍMINN, laugardaginn 5. nóvember 196». útgetandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. FramKvæmdastjón Tómas Araason Kit> stjórar Þórarinn Þórarmsson láb i, Andrés Knstjánsson Préttastjón: Tómas Karlsson Augiýsmgast,i Egili Bjaraason Sknfstoiur í Edduhúsinu — Símar 18300 18305 Augiýsingasimi 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmíðjan Edda b.f „Vegna dýrtíðar ’ ’ „Á nokkrum stöðum hafa verið oyggð Otihús, og þó ekki eins víða og áætlað var vegna nýrtíðar og annarra erfiðleika. Bændur kvarta mikið um að buin oeri sio ekki, og ekki er vafi á þvi. að fjöldinn at búum okkar Skag- firðinga er of lítill miðað við það verðlag, jem fæst nú fyrir búvöruna" Þessi orð getur að líta í Morgunblaðinu í eær í frétta- bréfi frá kunnum búhc'di og sjálfstæðisbónda i austan verðum Skagafirði. Og í fréttabréfi úr Myvatnssveit segir svo í Tímanu'm í gær, eftir að getið hefur verið nokkurra byggingaframkvæmda í sveitinni: „Fleiri munu hafa ætiað að hefja byggingar í vor. en hafa slegið því á frest“ Og litlu síðar í bréfinu segir: „Jarðabætur voru mjög miklar hér á árinu 1959 og var í íyrrahaust sáð í óvenjumikið land. Gaf það nýræktarland ágætan töðufeng í sumar Nú í ár eru jarðabætur miklu minni“. Þessar glefsur úr tveim blöðum í gær eru engm ný- lunda. Flesta daga berast fregnir um þrengmgarnar og samdráttinn í atvinnuhfmu, ekki sízt landbúnaðinum. Mönnum hefur verið settur stóllinn fyrir dyrnar Á síð- ustu árum hefur verið bvggt og ræktað í sveitum landsins í allstórum stíl og í samræmi við það hafa búin farið stækkandi og nálgazt það æ meir að geta veitt sæmilega afkomu. En á þessu ári er ekki byggt „eins víða og áætlað var vegna dýrtíðar og annarra erfiðiÞika“ eins og hmn kunni sjálfstæðisbóndi í Skagafirði segir Morgunbiaðmu í fréttum. í fyrra var mikið ræktað og sáð ' land í Mý- vatnssveit, en „nú í ár eru ]arðabætur miklu minni1, eins og bréfritarinn segir í Timanum. Nýrækt þessa árs gefur lítinn arð á næsta ári. Þetta er sama sagan úr öllum sveitum landsins — menn hafa blátt áfram ekki haft aðrar fréttir að færa þaðan um ræktun og byggingar. Það er stöðvun framfara, allt stendur í stað síðan hefst samdi’átturinn. minnkun búskapar og í kjölfar hans vonleysi, uppgjöf og flótti. Ofan á þetta ætlast «vo núverand? ríkisstiórn til. að búskapurinn og bændur taki á sig gengistap af erlendum lánum, sem ríkisvaldið hefur aflað stcfnsjóðum landbún- aðarins og telur það fiármálaafglöp, að svo skuh ekki hafa verið búið um hnúta. að þetta væri tryggt Ef slíkt hefði verið lögfest í „viðreisninni" fyrra. hefði ríkis- stjórnin auðvitað náð marki sínu miKlu fyrr, því að þá hefði búskapurinn verið lagður að velli í einu höggi. Og í umræðum á Alþingi þessa daga harmar ríkisstjórnin það sáran að þetta skyldi ekki hafa verið gert. Henni þykir víst heldur seint ganga. En fregnir um samdrátt og kjaraskerðingu berast ekki frá landbúnaðinum einum Haraldur Böðvarsson og fleiri hafa sagt sögu sjávarútvegsins og verkamenn og aðrir launþegar munu ekki telja sinn hlut betri en annarra Það er hin tilbúna kreppa ríkisvaldsins, sem nú lamar iífs- björg allrar þjóðarinnar Ómennska Bjarni Benediktsson hefur lýst yíir á Alþingi. að samningarnir við Breta snúist um það ,að veita mjög timabundna heimild til fiskveiða innan 12 mílna gegn því að við fáum ákveðin ótviráð hlunnindi þar á móti." Fyrir allmörgum árum færðu íslendingar fiskveiði landhelgi sína í 4 mílifr Bretar settu þá á okkur lönd- unarbann, sem olli geysimiklum viðskiptavandræðum Enginn íslendingur fyrirfannst þá svo iitiln.ótlegui, að hann leggði til að slá afl fjórum mílunum tií þess að fá löndunarbanninu aflétt Nú ræður ríkisstjórn, sem vill slá af gegn „ótvíræðum hlunnindum.“ Fréttapistill frá New York: - ádómarnir eru Kennedy í vil Fylgismenn hans hafa þó beig í sambandi við trúmáiin New Vork 2. des. AÐEINS sex daga: eru nú eftir til forsetakosnmganna i Bandaríkjunum. Ef marka má spádóma blaðanna undanfarið ætti Kennedy að vera nokkurn veginn cruggur um sigur. í gær komu út þrju útbreiddustu vikurit Bandaríkjanna, Time, Newsweek og U. S. News, og spáðu þau öl) sigri Kennedys. miðað vic sérstakar ithuganir er þau letu gera öllum ríkjum Bandaríkjanna um semustu helgi. í stuttu máli eru spá dómar þeirra á þessa leið: U. S. News telur Kennedy líklegan til ac' fá 282 Kjörmenn, Nixon líkiegan tii að tá 205 og ríki með 50 kjörmenn séu óráð- in. Til þess að ná kosningu þarf 269 kjörmenn. Newsweek telur Kennedy iík- legan til þess að fá 278 kjör- menn, Nixon líklegan ti) þess að fá 159 kjörmenn og ríki með 100 kjörmenn séu enn óráðin. Time telur Kennedy liklegan til þess að fá 307 tiörmenn, Nixon líklegan tii þess að fá 148 kjörmenn og 82 kjörmenn séu enn oráðnir í morgun kom svo „Daily News“ New York sem er stuðningsblað Nixuns. með enn nýja spá sem er á bá leið. að Kennedy mun: fá 396 Kjörmenn og Nixon 141. Öll hara biöðin að sjálfsögðu þann fyrirvara, að þetta sé mið- að við viðhorf kjösenda eins og það virtist vera um seinustu helgi. Vitanlega geti sittfcvað gerzt frarr að kosningunum. er geti breyt þessu og yfirleitt sé hópur hinna óráðnu kjósenda svo stór að hann geti ráðið úr- slitum, ef hann legðist að mestu á aðra sveifina TIL ÞESS að breyta pessum niðurstöðum, þarf ekki heldur meira en að nokkur breyting verði á fylginu í stærstu ríkjun um eða þeim, sem hafa flesta kjörmenn Forsetakosningarnar fara þannig fram að hvert ríki hefur ákveðna tölu kjörmanna eða jafnmarga og fulltrúar þess eru í báðum þingdeildum Bandaríkjanna. Það íorsetaefn ið, sem fær flest atkvæði , við- komandi ríki, fær alla kjör- mennina þaðan. Eí Nixon tæk- ist að íétta hlut sinn > 4—5 stærstu ríkjunum, bótt hann bætti ekki neitt við sig annars staðar, væri hann líklegur til að ná kosningu. Af þessum ástæðum hafa for- setaefnin nær eingöngu snúið sér að stóru ríkjunum seinustu dagana og munu aðallega gera það þá daga, sem eftir eru. í dag er Kennedy í Kaliforníu, en Nixon er hér í New York, ásamt Eisenhower EINS og framangreindar spár sýna, eru sigurhorfur Kennedys taldar mun betri. eins og sakir standa Republik- anar viðurkenna þetta lika, en segja, að hann hafi náð hámark- inu fyrir nokkrum dögum síðan og nú sé hiutur beirra að batna aftur. Ai þeim ástæðum verði úrslitin ákaflega tvísvn, en sig urinn muni þó að líkindum falla þeim í skaut ef nógu ve) sé unnið seinustu dagana. Þá muni afskipti Eisenhowers hafa mikil áhrif á úrslitin. Eisen- hower er nú mjög teflt fram og mun m. a mæta á fundunum ■með Nixon hér í New York í Nixon veifar til fylgismanna dag. Eisenhower var fenginn til að koma , því að ella var ótt- azt, að aðsóknin, sem Nixon fengi, yrði svo miklu minni en hún var hjá Kennedy í seinustu viku. Vel má vera, aö það geti ráð- ið talsverðu hve mjög Eisen- hower gengur nú fram fyrir skjöldu, en þó virðist þess enn ekki gæta þannig, að það dragi úr sigurgöngu Kennedys Að- sóknin að fundum hans heldur áfram að vaxa og hann er hvar- vetna hylltur í sívaxandi mæli, þar sem hann sýnir sig opin- berlega, seinast í Los Angeles í gær. Sú skoðun virðist fá sí- aukinn byr, að Kennedy sé vax- andi maður er harðni við hverja raun, en hann stendur sig óneitaniega mun betur nú en hann gerði, þegar kosninga- baráttan hófst þótt hann stæði sig þá engan veginn neitt illa. Truman, sem hefur verið feng- inn til að vera í New York með- an þeir Eisenhower og Nixon eru þar, sagði lika í gær, að sér líkaði betur við Kennedy eftir því, sem hann sæi og heyrði meira til hans, en upphaflega var hann andvígur framboði Kennedys. Nú berst nann fyrir kosningu hans af miklum eld- móði og er harður í horn að taka eins og fyrr, þótt hann sé orðinn 76 ára En það er ekki aðeins Truman, sem hefur þetta álit á Kennedy, heldur virðist það vaxandi meðal kjósenda og jafnvel ekkert síður meðal and- stæðinga hans. Þess vegna horfir ekki vel hjá Nixon, þótt vissulega berjist hann af mikl- um dugnaði og geri sitt til að færa rök að því, a£ Kennedy sé óhæft forsetaerni Það hefur tvimælalaust hjálp- að Kennedy meira en nokkuð annað, að hann hefur frá upp- hafi fylgt markvissri stefnu og hörfaði ekki neitt frá henni, þegar svo horfði i apphafi kosn- ingabaráttunnar. að hún myndi ekki hljóta byr Nixon hefur hins vegar haft grautarlega Kennedy flytur ræðu. stefnu, sem hefur átt að miðast við það að ná fylgi bæði frá hægri og vinstn Niðurstaðan hefur orðið sú, ac hann hefur fundið minni hijómgrann en Kennedy og áróðurshæiileikar hans tæpast notið sír, til fulls. ENN eru það trúmálin sem valda mestri óvissu i sambandi við kosningaúrsiitin Veruleg brögð arðu ekki að bví á sunnudaginn. sem var sérstakur hátíðisdagur mótmælenda að það tækifæri væri notað til að hefja áróður fyrir Kennedy opinberlega. Allmikið ber þó á trúaráróðri gegn honum og ýmsir blaðamerin recublikana halda því mjög á loft að hann fái mikið fylgi meðal katóiskra Kjósenda ug mun' hað senni- íega tryggja honum sigurinn. ef hann verður kosinn Bersýni- lega er þessi áróður miðaður við það að fæla mótmælendur frá honum Ef Kerinedy bíður ósigur, er ekki ósennilegt, að þessi áróður hafi ráðið mestu um það. Heldur þykir ólrklegt að einhverri ,,kosningabombu“ verði varpað fran eftir þetta, enda vafasamt, hvort bað hefði ekki öfug áhrif »ið tilganginn. Lítið nýtt kemur orðið fram í áróðri forsetaefnanna og flokk- anna, enda er kosningabaráttan búin .að standa < tvo mánuði. Mest gætir því enaurtekniriga í málflutningnum seinustu dag- ana, en athyglisvert er. að hann virðist nú beinast í vaxandi mæli að innanríkismálum. Kennedy hefur tekizt að beina svo mikið athyglinni að þeim undanfarið, að Nixon telur sig orðið þurfa að ræða bau meira en áður. Kennedy hefur hamrað á því, að Bandarikin gætu því aðeins verið sterk út á við, að þau væru sterk og heilbrigð inn á við. Hann hefur fengið byrinn með sér ekki sízt af þeiiri ástæðu, að honum hetur tekizt að færa baráttuna yfir á þenn- an vettvang. Þ. Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.