Tíminn - 16.11.1960, Qupperneq 5
T f MIN N, miðvikudaginn 16. nóvember 1960.
Útgetandl' FRAM5ÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastióri Tómas Amason Rit-
stjórar Þórannn Þórannsson (áb ). Andrés
Kristjánsson Fréttastjóri- Tómas Karlsson
Auglýsmgasti Egill Bjarnason Skriistofur
i Edduhúsmu — Símar- 18300 18305.
Auglýsingasiml: 19523 Afgreiðslusimi:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f
Látum undan!
Fyrstu umræðu í efri deild um landhelgisfrumvarpið
lauk í fyrradag og hafð; hún þá staðíð í marga daga Um-
ræður þessar voru á ýmsan hátt sögulegar og að einu
leyti munu þær tvímælaiaust hafa venð furðulegustu um-
ræður, sem farið hafa fram á Alþingi.
Það, sem hér er átt við, er það, að hvorki dómsmála-
láðherra eða utanríkisraðherra gátu dulið takmarkalaus-
an ákafa sinn varðandi það, að látið yrði undan Bretum
og samið við þá um meiri eða minm raunverulega inn-
færslu fiskveiðilandhelginnar. Allur málflutningur þeirra
hneig að því beint og óbeint að rétr.jæta slíka samninga-
gerð.
í stuttu máli má segja, að ræður þeirra hafi verið
fiuttar undir kjörorðunum: Látum undan! Latum undan!
Á vissan hátt minntu ráðherrarnir á eldfjall, sem
lengi hefur barizt við að gjósa, en hefur ekki getað það,
því að björg voru í vegmum. Það gýs því með því meira
krafti, þegar björgunum hefur verið rutt burtu.
Það eru staðreyndir. sem allir konnugir vita, að það
hefur alltaf verið takmark forráðamanna Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins að víkja frá tólf mílunum.
Því neitaði Sjálfstæðisflokkurinn að standa að útgáfu
reglugerðarinnar um tóif mílurnar, er hún var gefin út í
mqií 1959. Því reyndi hann eftir öllum mætti að hindra
að hún kæmi til framkvæmda 1. sept. 1958. Alþýðuflokk-
urinn var sama sinnis. pótt hann drattaðist með vegna
stjórnarþátttökunnar. Vegna þessarar hálfvelgju þeirra
hófu Bretar ofbeldið á íslandsmiðum. Bretar töldu þmð-
ina klofna og því yrði látið undan, ef hún yrði beitt hörðu.
Bersýnilegt er nú, að Bretar hafa reiknað þetta dæmi
rétt, að öðru leyti en þvi að stjórnartlokkarmr gátu ekki
látið undan strax. Það vuru björg í veginum Kjördæma-
bylting og tvennar þingkosningar. Á meðan þau voru í
veginum varð að segja bjóðinni, að ekki yrð) hvikað frá
12 mílunum. Nú eru þessi björg ekki lengur til hindrur.ar.
Nú getur löngunin, sem hefur verið svo lengi lokuð inni,
brotizt út. Því minna dómsmálaráðherra og utanríkisráð-
herra helzt á gjósandi eidfjöll, er þeir hrópa: Látum und-
an! Látum undan!
Svo mikili er ákafi þeirra að þeir gæta bess ekki, að
þeir eiga enn í samningum við Breta og að Bretar munu
ekki linast neitt í samningagerðinni við að sjá þennan
undanhaldsákafa ráðherranna.
Þess vegna var framkoma þeirra dómsmálaráðherra
og utanríkisráðherra emhver sú furðulegasta og ömur-
legasta, er átt hefur sér stað á Alþingi.
„Viðreisnm,, strönduð
Fátt sýnir betur-hið algera strand hinnar svokölluðu
,.viðreisnar“ ríkisstjórnarinnar en hagur útgerðarinnar
um þessar mundir.
„Viðreisnin" átti að verða í þágu útgerðarinnar fvrst
og fremst. Ef hún hefð' borið tilæf.aðan árangur, ætti
útgerðin nú að standa með blóma Útkoman er sú að
hagur hennar hefur ekk' verið lakar um langt skeið. Ný
,.viðreisn“ er því óhjákvæmileg ef hún á ekki að stöðvast.
Þó er þetta ekki nema eitt dæmi þess. hvernig hin
beimskulega og afturhajdssama stefna stjórnarinnar hef-
ur misheppnazt.
" leistikow skrifar frá New York:
Hammarskjöld og Dayal eru and-
stæðir dvöl Belgíumanna í Kongó
Belgíumenn og Bandaríkjamenn gagnrýna skýrslu Dayals
New York í nóvember
1960. — Það er athyglisvert
við þróunina í Kongó und-
anfarið að Belgar snúa nú
þangað aftur í æ ríkara
mæli. Ailar flugvélar koma
fullsetriar til Leopoldvile,
ekki færri en 500 manns
koma þangað vikulega.Eftir
hermdarverkin í sumar
fækkaði hvítum íbúum Leo
poldville úr 30.000 í 4.500.
Nú eru þeir um 7000 tals-
ins og fer fjölgandi eins og
annars staðar í landinu
Mörg rök liggja að þessari
þróun. í fyrsta lagi var óvinn-
andi vegur að útvega atvinnu
handa ölíum þeim, sem heim
snéru í sumar, en á hinn bóginn
er stöðug og vaxandi þörf fyrir
vinnuafl þeirra í Kongó. Sam-
einuðu þjóðirnar hafa engan
veginn verið færar um að út-
vega tæknimenntaða menn til
starfa í Kongó, er þeirra er
þörf á öllum sviðum. Og Belgir
eru að mörgu leyti bezt hæfir
til starfa þar; franska er enn
opinbert mál í Kongó og erfitt
um vik fyrir þá, sem ekki tala
frönsku, og þess utan hafa
Belgir alla reynslu af störfum
í landinu umfram þá, sem stiga
í fyrsta skipti á afríkanska jörð.
Rík áhrif Belga
Belgir urðu líka fyrstir til að
skilja að Evrópumenn eru ekki
lengur í beinni lífshættu í
Kongó. Nú orðið bitna hermdar
verk hinna óstýrilátu hermanna
landsins fyrst og fremst á svört-
um mönnum af andstæðum
ættflokkum, en Belgum, sem
snúa aftur til Kongó, er tekið
vel af mörgum. Kmigóbúum
virðist orðið ljóst að þeir kom-
ast vart af án starfs hvítra
manna í landinu. Og svo mikið
er víst að allir þeir flokkar og'
fylkingar, sem bítast um yfir-
ráðin í Kongó, hafa sér við
hönd belgiska ráðunauta og
sérfræðinga.
Af þessu leiðir að sjálfsögðu
að Belgir hafa býsna mikil
áhrif í hinu unga og veikburða
ríki. Ríki þau, sem standa að
liði S.Þ. í landinu, líta þessi
áhrif eins og vænta mátti, óblíð
um augum, og þá einkum riki
eins og Ghana og Guinea, sem
. í upphafi vildu sjálf beita sér
fyrir því að hrekja Belgi úr
landi. En sama gildir í raun-
inni um öll önnur Afríku- og
Asíuríki, sem eitthvað koma
nálægt Kongómálinu og hafa
enda sjálf áður verið nýlendur.
Oll líta þau nýlenduveldið
Belgíu óhýru auga og telja að-
ger’ðir Belga í Kongó allar miða
að því að komast þar aftur til
valda.
Þessi afstaða til Belga birt-
ist greinilega í skýrslu þeirri,
sem Indverjinn Radeshwar Day-
al, persónulegur fulltrúi Hamm
arskjölds í Kongó, sendi honum
2. nóvember s.l. og sem Hamrn-
Dag Hammarskjöld
ar'skjöld lagði síðan fyrir Alls-
herjarþingið án frekari skýr-
inga.
Skýrsla Dayals
Skýrsla Dayals er harla ömur-
leg aflestrar. Meginefni henn-
ar virðist þetta: Við höfum gert
okkar bezta og hindrað að allt
færi á versta veg. Enginn
þeirra, sem berjast um völdin,
virðist nógu öflugur til að taka
við stjórninni, og enginn getur
haldið uppi aga í hernum og
hindrað hermennina í að ræna
og herja að vild. Og svo er
þetta allt Belgum að kenna.
Þótt sjálfsagt sé margur mis-
jafn sauður meðal þeirra Belga,
sem snúið hafa aftur til Kongó,
virðist Dayal þó ganga of langt
þegar hann hvað eftir annað
ásakar Belgi fyrir að „sækjast
eftir yfirráðum í stjórn lands-
ins“ , fyrir að „vinna gegn
starfi Sameinuðu þjóðanna" og
fyrir að reyna að hindra sendi-
nefnd IACO (alþjóðlegu loft-
ferðastofnunina) í störfum.
Dayal virðist ekki sízt gramur
yfir því að Belgar séu á hvei'ju
strái í Katanga, en hann nefnir
ekki einu orði að Katanga er
eini hluti Kongó þar sem ekki
ræður öngþveiti og stjórnleysi,
og þess vegna hafa Belgar aldr-
ei flúið þaðan í stórum stíl.
Þar ríkir sátt og samlyndi milli
Belga og hinna nýju lands-
drottna.
Afstaða Hammarskjölds
En Dayal er ekki einn um að
vera andvígur starfi Belga í
Katanga. Einnig Hammarskjöld
telur að það geri ástandið í
Kongó ótryggara og hefur kraf-
izt þess að Tshombe, forseti
fylkisins, reki Belgi úr landi,
ekki aðeins hernaðarráðunauta,
heldur einnig aðra starfsmenn.
Tshombe hefur vísað þessum
kröfum á bug, telur Belgina
fullkomlega trygga réttum yfir-
völdum landsins og fjarstætt að
þarvist þeiira geti valdið erfið-
leikum. Starf þeirra sé þvert á
móti nauðsynlegt til að halda
uppi stjórn í Katanga og sé þess
vegna í þágu friðar en ekki
ófriðar.
Skýrsla Dayals hefur vakið
skelfingu í Bandaríkjunum, og
blöðin hafa einróma snúizt gegn
honum og Hammai'skjöld. Og
Bandaríkjastjórn — sem ætlazt
er til að greiði helming alls
kostnaðar S.Þ. í Kongó — hefur
gengið svo langt, að taka opin-
berlega afstöðu gegn skýrsl-
unni. Stjórnin kveðst „telja að
mögulegt sé fyrir Belgi og S.Þ.
að starfa saman í Kongó öllum
aðilum til góðs. Viðvberum fullt
traust til Belgíu og vilja Belga
til að hjálpa til í Kongó“.
Óráðin framtíð
Á þessu stigi er næsta erfitt
að dæma um það, hver fram-
vindan verður í Kongó. Allar
líkur benda til þess, að megin-
þorri Asíu- og Afríkuríkjanna
fylki sér um þá stefnu Hammar
skjölds og Dayals, að Belgíu-
menn verði látnir fara frá
Kongó. Kommúnistaríkin munu
að sjálfsögðu styðja þá stefnu.
Samanlagt munu þessi ríki að
líkindum hafa einfaldan meiri-
hluta á allsherjarþinginu. Ef
Bandaríkin beita sér á móti,
geta þau ef til vill fengið meira
en ^riðjung atkvæða með sér
til að hindra allar ályktanir,
sem þau telja andstæðar sér.
En slíkt gæti kostað þau að
lenda bæði í andstöðu við
Hammarskjöld og Asíu- og
Afríkuríkin. Sþkt væri vitan-
lega allt annað en æskilegt fyrir
þau.
Mál Kongó verða ekki heldur
leyst með því einu að hrekja
Belgíumenn þaðan í burtu. Það
þarf aðra sérmenntaða menn i
staðinn, ef atvinnulífið á ekki
að falla saman. Hverjir fást
þangað í staðinn? Ólíklegt er,
að menn, sem geta valið um
góð störf, fýsi nú að fara til
Kongó.
•V.V-X.N..V VV. V VV.V."
ísafoldarprentsmiðja hefur!
sent frá ser í tveim bindum |
aðra útgáfu af Prestasögum
Öscars Clausen, aukna og
breytta.
Prestasögur Clausens þóttu á
sínum tíma hinar skemmtilegustu,
enda mun fyrri útgáfan hafa selzt
upp á tiltölulega skömmum tíma.
• •
Onnur útgáfa af prestasögum
OSCARS CLAUSENS
Nú hefur höfundur ráðizt í að auka
útgáfuna og senda frá sér að nýju.
Flestar eru sögur þessar stuttar,
og bregða í senn ljósi yfir mann-
gerðir og tíðaranda, svo og þjóð-
hagi og aldarfar. Hvort bindi er
nær tvö hundruð blaðsíður að
stærð, og fylgir þeim engin sér-
stök greinargerð af hálfu höfund-
ar, enda er þess lítil þörf.
Það eru einkum prestar frá þrem
síðustu öldum, sem Oscar segir frá.