Tíminn - 18.12.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.12.1960, Blaðsíða 1
Uppi á Þjóðminjasafni verður nú á næstunni til sýnis merkliegur og fagur gripur. Er það altaristafla, sem lengst af hefur átt samastað í Ögurkirkiu við ísaf jarðar- djúp en barst Þjóðminjasafninu árið 1890. Er taflan frá því seint á 15 old og þvf um 500 ára gðmul. Sennilegt er talið, að Bjorn Guðnason hinn ríki f Ögri hafi gefið kirkjunni þennan kjörgrip. Frank Ponii, listfræðingur, hefur unnið að því að undanförnu að hreinsa málverkin og töfluna og innt það vandaverk mjög vel af hendi. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og aðstoðarmenn hans eru nú að leggja síðustu hönd að því að koma töflunni fyrir til sýnis þeim, sem þess óska. Er vart að efa að margir leggi leið sína upp á Þjóðminjasafn næstu daga til þess að sjá þennan forna helgigrip. Sú ferð borgar SÍg vel. (Framhald á 2. síðu). Fyrir Alþingi liggur frumvarp un Bruggun á áfengu öli Ef þaí verður samþykkt, verður leyftS bruggun og sala á bjór meí 3,5% vínamda Á fundi Alþingis í gær, flutti Pétur Sigurðsson alþing- ismaður tillögu um breytingu á áfengislogum frá 1954, þess efnis, að leyfð skuli bruggun og sala á áfengu öli. Frum- varpi þessu fylgir iöng og ýt- arleg greinargerð, og segir þar m. a.: „Flutníngsmaður telur, að í áfengislöggjöfinni verði að vera samræmi, eins og í öðr- um lögum. Hann telur, að bað sé meira en lítið misræmi í því að leyfa sölu á eldsterku brennivíni, en banna sölu á veiku öli — á þeirri forsendu, að verið sé að vinna gegn áfengisbölinu." Verði frumvarp þetta sam- þykkt, verður leyfð bruggun öls og sala á því innanlands og til útflutnings, og má það öl innihalda 3,5% vínanda. Einnig er heimilt að brugga sterkara öl til sölu handa varnarliði, sem dvelst á land- inu og til útflutnings. Gunnar Thor kveinkar sér undan upplýsingum um sparifjárinnlögin Þriðja umræða um stjórnar- frumvarpið um breyting á efnahagslögunum fór fram í neðri deild í fyrrakvöld. Gunnar Thoroddsen talaði um þær upplýsingar um sparifé, sem Skúli Guðmundsson birti í nefndaráliti sínu Kom sam- anburðurinn, sem þar var gerður illa við ráðherrann. Ráðheri'ann fann að því, að Skúli hafði lagt saman spariinnlán og ihnlán á hlaupareikningi. Einn ig viidi ráðherrann ekki láta sam- anburðinn ná yfir heilt ár, heldur aðeins 8 mánuði, þ. e. tímabilið síðan efnahagslögin voru sett. Skúli benti á, að til þess að fá rétta mynd af hreyfingum spari- fjárins þyrfti að taka hvorutveggja (Framhald á 2. síðu). Til lesenda Lesendur TÍMANS — þó eink- um þeir, sem safnað hafa jóia blaöinu undanfarin ár — eru beSnlr aS athuga, aS jólablaS TÍMANS kemur aS þessu sinni ekki út í sama formi og áSur. í staS þess koma fimm aukablöS, sem merkt eru jólablað TÍMANS, og er hið fjórða í röSinni meS blaðinu í dag. Fimmfa og síðasta blaSið kemur í miðri næstu viku. Sparnaöur í orði en enginn á borði SparnatSartilíaga fyrirfinnst engin Við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið fyrir 1961 bar meirihluti fjárveitinganefndar enn frambreytingatillögur.Margir kynnu að ætla að það hefðu veríð sparnaðartillögur, þær myndu loks sjá dagsins ljós. Morgunblaðið og fjármálaráðherrann hafa gumað svo af „sparnaðinum“, að ekki var ólíklegt að ætla að hann hlyti að koma áþreifanlega fram, þótt seint værí við fjár- lagaafgreiðsluna. — Svo varð þó ekki. Meirihluti fjárveitinga- nefndar bar ekki fram eina einustu tillögu til sparnaðar — ekki eina einustu. Hins vegar kom fram fjöldi hækkunartillagna frá nefndinni. Það er sparnaður í orði, en eyðsla á borði. Það gengur erfiðlega að skera niður „óhófið og sukkið" í ríkis- rekstrinum, sem Eysteinn Jónsson kom á í fjármálaráðherratíð sinni! Eftir öll stóryrðin og fyrirheitin um sparnað í „ríkisbákninu“ er ekki ástæða til að ætla annað en mjög góður vilji hafi verið hjá núverandi fjármálaráðherra og stjórnarflokkum að draga úr eyðslunni. Þeim hefur ekki tekizt það, heldur þvert á móti orðið að stórauka „eyðsluna“. Ekkert sýnir betur en þetta, hve Ey- steinn Jónsson hefur haldið ráðdeildarsamlega á fjármunum ríkissjóðs í ráðherratíð sinni og haldið útgjöldum í lágmarki. Þá má ekki gleyma því, að í tíð Eysteins Jónssonar fór stórum meiri hluti ríkisútgjaldanna til framkvæmda og uppbyggingar í landinu. Það er eini þáttur ríksútgjaldanna, sem núverandi stjórnarflokkar draga úr. xm&j&'m&TZMwammism Jólasveinamir eru á bls. 3 í dag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.