Tíminn - 18.12.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.12.1960, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 18. desember 1960. Fagra land Birgir Kjaran: Fagra land. 288 bls. auk mynda. Bók- fellsútgáfan 1960. Þegar ég fékk bók þessa í hendur, varö mér fyrst hugsað á þá leið, að Birgir Kjaran væri ekki aðeins útgefandi bóka, held ur og bókavinur, sem hefði yndi af að færa þær í fagran og smekklegan búning. Þessari bók sinni hefur hann t. d. valið dá- lítið óvenjulegt en geðfellt brot; svipmyndir eru bæði á aukatitil- blöðum og yfir kaflafyrirsögnum, og hefur Atli Már teiknað, flest- ar mjög smekklegar. Utan um hverja örk er lagður tvíblöðung- ur úr góðum pappír með Ijós- myndum, sem höf. hefur flestar tekið sjálfur. Þær falla vel að efni bókarinnar. Þar er fátt af hrikafjöllum, en hins vegar drengur með veiðibjölluunga, himbrimi á hreiðri, æðarhjón, rofbað og myndarlegt arnarhöf- uð, svo eitthvað sé nefnt sem dæmi. Anda og efni bókarinnar lýsir höf. bezt sjálfur í inngangsorð- um, á þessa leið: „Greinarkorn þessi-----■— bera í mínum aug um svipmót hvítu fiðrildanna, sem hún amma mín sagði fljúga fyrir utan gluggann. Hún kenndi mér vísu um þau, rauða hestinn hans afa og fagr an fisk í sjó“. Og enn segir hann: „1 leit að fjarlægri Para dís gleymum við oft að líta til næsta leitis. Við höfum star- blint svo i fjarlægðina, sem ger ir fjöllin blá, að við höfum gert augun óskyggn á það smáfagra og nálæga . Þetta sjónarmið höf. minnir raunar á ummæli sænska jarð- fræðingsins, Paijkull’s, sem ferð aðist víða hér á landi sumarið 1865. Hann segir í ferðabók sinni, að vissulega gangi það ævintýri næst að ferðast um tsland, en til þess að kunna að meta íslenzka náttúru, verði menn að hafa opin augun fyrir leyndardómum hennar, — ella kynnu sandauðnir, vatnaflaum- ur, fjöll og sífelldar torfærur að verða þreytandi til lengdar. Paijkull var maður vitur, vel að sér og hófsamur í orðum. Fagra land skiptist í 7 aðal- kafla, ýmist um viðmót nátt- úrunnar gagnvart höfundi eða viðtöl við fólk, sem á vegi hans verður. Mjög skemmtilegur er þátturinn um heimsókn til Vil- hjálms á Narfeyri, þessa ein- búa meðal íslenzkra fræði- manna. Hið sama má segja um „Svipazt um á Suðurnesjum" og „Veiöimannalíf", en þar segir frá hvalföngurum í Hvalfirði og þá einkum Agnari kapteini og hvalaskyttu og góðhundinum Rex. Öll er frásögn Birgis fjörleg og óþvinguð. Hann ræður yfir persónulegum frásagnarmáta, sem fellur vel að efninu. Gaml- ar ferðasögur og brot úr brög- um virðast honum jafnan til- tæk, þar sem við á. Þeir, sem vita hversu mörg störf B. K. hefur með höndum hversdagslegaj hljóta að undr- ast afköst hans, elju og fjöl- hæíni, sem þessi bók vitnar um. Margir ferðast sér til skemmt- unar sem sunnudagstúristar, en fæstir bæta á sig þeirri fyrir- höfn að færa slíkt í letur, — og svo er alveg undir hælinn lagt, hvort þeir hafa ferðazt með opin augun, eins og Paijkull sagði, en það gerir höfundur þessarar bókar vissulega. STRAUJÁRN GUFUSTRAUJÁRN BRAUÐRISTAR VÖFFLUJÁRN VATN SHITAR AR RAFMAGNSOFNAi. HÁRÞURRKUR RAKVÉLAR KAFFIKVARNIR HRÆRIVÉLAR STRAUVÉLAR ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR ALUMINIUMPAPPÍR UTAN UM JÓLAMATINN JÓLALJÓS í GARÐINN! Vandaðar útiljósa-samstæður T H E R M O S hitakönnn'- STRAUBORÐ Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 - Símar: 1-3IS4 og 1-722’ aS vömrnar frá Faíaverksmi8junni HEKLU, Akureyri, eru vandaðar vörur. GóSar jólagjafir. M u n i ð Kaupfélag Austur Skagfirðinga Hofsósi Að öllu samanlögðu er óhætt að óska Birgi Kjaran til ham- ingju með verk sitt, bæði sem höfundi og forleggjara. Og þeirri ósk má hiklaust bæta við, aö sem flestir ferðamenn til- einki sér þá náttúruskoðun, sem bókin túlkar. — Þótt hún sé engin kennslubók, er hún á viss an hátt handbók i ferðamenn- ingu. Slíkra bóka er vissulega þörf. Móðír mín, Guðbjörg Loftsdóttir, Öldugötu 45, andaðist föstudaginn 16. desember að sjúkrahúsinu Sólheimum. F. h. aðstandenda. Inglbjörg Árnadóttir. Jón Eyþórsson. GJAFIR I EINN aðfangadag berst vlnl þinum smekk- legt gjafakort fró þér — sfðan berst honum eltt heftl í hverjum mánuði, og minnir hann á hugul- tsemina, sem þú sýndlr honum um iólln. Og þar að auki nýtur hann mánaðarlega þess fjölbreytta, skemmtilega og fróðlega efnis, sem ritið ; flytur I orðum og mynd- um; frásagna af öllu því furðulega, sem sífellt er að gerast á sviði tækninnar. Þér sparast fé, þegar þú kaupir vinum þínum þessa jólagjöf — þú færð ekkl neina jafnglæsilega og gagnlega jólagjöf og þó kostar hún þig ekki nema 150 krónurl Það tekur þig ekki svip- stund <sð ganga frá þess- ari iólagjöf — þú þarft ekk' annars viÖ sn a8 fylla út seðilinn og leggja hann í póst — og þar með er ollum áhyggj- um í övi sambandi af þér létt til næstu jóla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.