Tíminn - 18.12.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.12.1960, Blaðsíða 11
TÍMINN, sunnudaginn 18. desember 1960. 11 Þokuhúsfö (Framhald af 8. síðu). Hann horfðist í augu vi5 Flanagan. — Hef ég ekki rétt fyrir mér? Nú, hvemig væri að leysa frá skjóðunni? Læknirinn var vingjarnleg ur en ákveðinn í fasi. — Það myndi hjálpa yður og létta á hjarta yðar. Flanagan hikaði: — Það er næstum ómögulegt, sagði hann. Að lokum sagði hann þó allt af létta. — Þetta virðist furðuleg lygasaga, sagði hann svo. — Furðuleg að vísu, eagði læknirinn, en það þarf ekki að vera lygasaga. Eins og ég sagði áða» hef ég reynt ýmis legt. Hann þagnaði augnablik og dreypti á glasinu. — Úr því þér hafið sýnt mér fullan trúnað, ekal ég í staðinn segja yður einkenni lega sögu. Einn af heztu vin um mínum, herforingi á víg stöðvunum, ekki mjög ung- ur en vellríkur, — gifti sig nýlega ungri stúlku, sem því miður reyndist heldur ómerki leg og munaðarfull, algerlega mannkostalaus. Meðan hann barðist fyrir ættlandið, krækti hún sér í elskhuga og eftir nokkurn tíma urðu þau ásátt um að hlaupast á brott. Á einn eða annan hátt komst maður hennar að því, þar sem hann barðist í Frakk- ' landi. Hann fékk orlof og komst heim á réttu augna- bliki. — Til þess að losa «ig við hana, skaut Flangan inn í. — Sennilega, sagði læknir inn, — en hann hafði bara á- kveðið að vera laus við hana um alla eilífð. Læknirinn hélt áfram lág um rómi: — Hann komst að því að þau áttu stefnumót í húsl sem hann átti — húsi sem ekki var búið í. — Konan komst inn í húsið með lykli og skildi dymar eftir opn- ar í hálfa gátt trvo elskhuginn gæti komist inn. Hún upp- götvaði að dauðinn beið henn ar. Af einhverjum ástæðum varð elskhugi hennar of seinn, sennilega vegna þok- unnar. Eg býst við að veðrið hafi verið eins og það er í dag. —• Elskhugi hennar, hvísL aði Flanagan, eigið þér við að elskhugi hennar hafi ekki komið. — Það KOM einhver mað- ur í raun og veru, sagði lækn irinn, en lýsingin á honum passaði ekki við það sem her- foringnn hafði fengið. Ber- sýnilega hefur það verið ein hver ókunnugur sem leitaði hælis undan þokunni .. alveg eins og þér 1 dag. Flanagan stóð skyndilega á fætur. — Nú verð ég að fara, sagði hann stuttlega og muldraði einhver þakkarorð. Læknirinn reyndi ekki að aftra honum en reis einnig á fætur og fylgdi honum til dyra. — Þér getið ekki farið svona út í þokuna, sagði hann, I —þér hafið engan hatt. Hér. Þér getið fengið lánaðan einn af mínum. Hann rétti sig eftir hatti, sem hékk á einum snaganum. Flanagan setti hattinn á höf uðið án þess að gæta að ton- um nánar. Hann tók nki í framrétta hönd læknisins, sennilega hefur hann ekki komið auga á hana. Hann gekk út á götuna. Þokunni hafði létt. Hann fann neðanjarðarlestarstöð- ina sína án mikilla erfiðleika. Þegar hann var seztur inn í upplýstan klefann tók hann hattinn ofan og virti hann fyrir sér. Það var hans eigin hattur. ÚRVAL HEIMILISTÆKJA Ryksugur Strauvélar Kæliskápar Þvottavélar Frystikistur Vatnshitarar Uppþvottavélar Í'ítii /hh í úerjluH ticra Ua^HarAtrati 23 — tibpalti til jclaqjafa — Straujárn Brauðristar Kaffikönnur Gufustraujárn Hraðsuðukatlar Hraðsuðukönnur HEKLUPEYSURNAR eru fallegar, vanda'Sai sterkar og hlýjar. ☆ Heklupeysurnar eru gó’ÍS og hagkvæm jólagjöf fyrir alla. ☆ Klæðist Heklupeysum. ☆ Heklupevsurnar fást hjá okkur. Kaupfélagið FRAM Norðfirði FAX I Út er komið jólablað FAXA í Keflavík, 72 síður að stær’ð. Með þessu myndarlega jólablaði minn- ist útgefandi merkra tímamóta í útgáfustarfi' Faxa, þar sem blaðið er nú réttra 20 ára. Fyrsta tölublað þess kom út á jólunum 1940 og hefur blaðið starfað óslitið síðan. FAXI er ópólitízkt mánaðarrit, sem helgar sig eingöngu málefnum suðurnesja, — sögulegum fróðleik, framfaramálum héraðsins og ýmsu léttu efni til fróðleiks og skemmtunar. Að þessu sinni flytur Faxi m. a. þetta efni: Jólahuglelðing eftir sr. Björn Jónsson. — Minnlngar frá Kefla- vík eftir frú Mörtu Valgerði Jóns- dóttur. — Tuttugu á.ra útgáfustarf eftir ritstjórann, Hallgrím Th. Björnsson. — Á vængjum söngs- ins, viðtal við frú Mar’íu Markan Östlund. — Sjúkrahúsmál eftir Valtý Guðjónsson. — Afmælisi- kveðja til blaðsins Faxa, kvæði eft- ir Guðmund Finnbogason. — Sveitarstjórinn í Sandgerði, Björn Dúason, spurðuir frétta. — Til sjós á Suðurnesjum fyrir 52 ár- um eftir Helga Jónsson. — Árnl Pálsson í Narfakoti eftir Ársæl Árnason. — Verkstjóm í vaxandi bæ, rabbað við Árna Þorsteinsson ver'kstjóra. — Kvæði um margvís- leg efni eftir Kristin Reyr Péturs- son og Gunnar Dal. — Loft og lög- ur eftir Gunnar M. Magnúss. — íþróttaspjall, gamanþættir, annál- ar og margvíslegt fleira efni er í þessu jóla- og afmælisblaði, sem pr'entað er á góðan pappír, prýtt fjölda mynda og í alla staði hið vandaðasta. Núverandi blaðstjórn er þann- ig skipuð: Hallgrímur Th. Björns- son formaður, Margeir Jónsson varaformaður og Kriistinn Reyr Pétursson ritari. Ritstjóri Faxa er Hallgrímur Th. Björnsson. GuÖrún Á Símonar Framhald af 5. síðu. Minsk, auk þess sem hún söng oft í útvarp og sjónvarp. Svo skeði það, að sovétlistamenn sem hingað komu haustið 1957, voru viðstaddir flutning óperunnar Tosca í Þjóðleikhúsinu, en þar fór Guðrún með titilhlutverkið. Far- arstjóri þessa sovézka listamanna- hóps var leikhússtjórinn fyrir rikis leikhúsinu „Sjevstjenko" í Kiev, Gondar að nafni. Þegar eftir óperu- sýninguna fór hann þess á leit við Guðrúnu, að hún kæmi á næsta ári austur til Kiev og færi þar með aðalhlutverk í þremur óperum, þar á meðal Toseu í samnefndri óperu. Síðast liðin tvö ár hefur Guðrún dvalizt vestan hafs og sungið víða á konsertum í Bandaríkjunum og Kanada, ennfremur í útvarp og sjónvarp við góðan orðstír. Var hún t. d. fyrsti íslendingurinn, sem kjörinn var heiðui'sborgari Winni- pegborgar, og margs konar öðrum heiðri hefur hún verið sæmd í Bandaríkjunum og Kanada. Var Guðrún og fyrsti íslendingurinn, sem söng í Kanadíska útvarpið þannig, að söng hennar var útvarp- að um allt Kanada, frá Atlantshafs- strönd til Kyrrahafsstrandar, einn- ig var sjónvarpað í Winnipeg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.