Tíminn - 18.12.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.12.1960, Blaðsíða 9
rfMIN’N, sunnudaginn 18. desember 1960. 9 imt? Az/plna____________ivm Á&épwæ (S. I. sunnudag birtist upphaf þessarar greinar. Hér kemur niSur iagið). Hér á eftir fer kafli úr endur- minningum Önnu Grigorjevnu, sem birtust nokkru eftir andlát hennar. „Áttundi nóvember 1866 er ein hver örlagaríkasti dagur ævi minnar. Þótt nú sé hálf öld liðin, stendur þessi dagur mér enn fyr- ir hugarsjónum, eins og atburð irnir hefðu gerzt í gær. Það var sólbjartur vetrarmorg- un. Eg héit af stað til fundar við Fjodor Mikáilovitsj fótgangandi og kom því hálfum tíma of seint. Það leyndi sér ekki að hann hafði beðið mín með óbreyju, því að hann kom strax á móti mér út í fordyrið. „Loksins komuð þér þó!“ hrópaði hann og færði mig úr yfirhöfninni. Við gengum sam an inn í skrifstofuna. Þar var glaðhjart inni, og ég veitti Fjodor Mikháilovitsj eftirtekt undrandi. Honum virtist einkenni lega skap'étt. Andlitið var full’t af lífi, næstum eldmóði. Hann var eins og ungur maður ásýnd- um. „Eg er feginn, að þér komuð“, sagði hann. „Ég var smeykur um að þér hefðuð glleymt loforði. yðar.“ „Því þá? Ég er vön að efna það, sem ég lofa.“ „Já, auðvitað, afsakið. Ég veit þér standið við ioforð vðar. En ég er svo glaður að sjá yður aftur.“ „Það er ég líka, Fjodor Mikháilovitsj, ekki sízt að hitta yður í svo góðu skapi. Hefur yð- ur borið eifthvað gleðilegt að höndum?" „Ekki er því að neita Mig dreymdi undursamlegan draum í nótt.“ „Er það allt og sumt.“ Og ég get ekki stillt mig um að hlæja. „Þér hlæið að þessu. Þér ætt- uð ekki að gera það. Ég tek mik- ið mark á draumum. Þeir eru mér nálega alltaf fyrir einhverju. Þegar mig til dæmis dreymir bróðir minn heitinn, og þó eink- um föður minn, þá veit ég upp á hár, að það boðar einhver ó- höpp eða örðugleika." „Segið mér drauminn yðar,“ bað ég. „Sjáið þér stóru kistuna þarna í horninu? Hún er úr sandels- viði. Vinur minn einn í Síberíu gaf mér þessa kistu, og hún er mér harla dýrmæt. Mig dreymdi að ég sat og var að raða í kist- una handritum, bréfum og ýms- um minjagripum. Allt í einu sá ég glitra á eitthvað milli blað- anna líkt og ofurlítil stjarna væri. Meðan ég blaðaði í hand- ritunum, sá ég öðru hverju glampa á stjörnuna, svo hvarf hún jafnharðan. Loka ýtti ég blöðunum varlega til hliðar. Þá fann ég milli þeirra agnarsmáan, en undursamlega litskæran dem- ant.“ „Jæja, — og hvað gerðuð þér af honum?“ „Já, það er nú það dapurlega. Ég get ekkert munað um það. Mig dreymdi margt fleira, en ég get ekkert frekar munað um demanfinn. — En góður draumur var nú þetta eigi að síður.“ „Eru menn ekkj vanir að leggja gagnstæða merkingu í drauma?“ sagði ég, en iðraðist samstundis orða minna, því að svipur Fjodor Mikháilovitsj (breytitist og það var eins og skuggi færðist yfir andlit hans. „Þér haldið þá, að draumur- inn boði mér enga gæfu — aðeins vonbrigði?“ sagði hann „Ó, ég kann ekkj drauma að ráða — legg yfirleit* engan trún að á þá,“ svaraði ég. En mér féll illa, að glaðværð hans virtist horfin og reyndi nú að endurvekja hana. Þegar hann spurði eftir draumum mínum, sagði ég því eins hressilega og ég gat: „Oftast dreymir mig forstöðu- konuna í skólanum mínum Það er tiguleg kona með slöngulokka — og hún er alla tíð að snupra mig. En stundum dreymir mig köttinn heima. Hann stökk einu sinni ofan á axlimar á mér af garðriðinum heima og gerði mig ofsahrædaa.* „En hvað þér eruð mikið barn — stórt barn,“ endurtók hann hvað eftir annað og horfði á mig brosandi og innilega. „Og hefur nokkur maður heyrt aðra eins drauma! En meðal annarra orða, hvernig skemmtuð þér yður á afmæli ömmu yðar?“ „Ágætlega. Þegar borðhaldinu var lokið, fór eidra fólkið að spila, en við unglingarnir sett- umst inn í einkastofu húsbónd- söguhetjunnar. Ég sá fyrir mér hvernig hann hafði elzt fyrir ald- ur fram, að hann var sjúkur, tor- trygginn og myrkur í skapi, en þó í innsta eðli hjartahlýr en áítj örðugt með að tjá tilfinning- ar sínar. Gáfaður listamaður, en óheillafugi. sem aldrei megnaði að gera draum sinn að veruleika. Þegar ég þóttist í engum vafa lengur um fyrirmyndina, gat ég ekki stillt mig um að spyrja: „Hvers vegna lýsið þér sögu- hetjunni yðar svona skugga- lega?“ „Já, ég þykist finna, að yður geðjist ekki að honum?“ svaraði hann. „Þvert á móti. Mér finnst hann einmitt mjög aðlaðandi. Hann hefur gott og göfugt hjartalag. Hann hefur að vísu ratað í þung- ar raunir, með hvílíkri þolgæði hefur hann borið þær. Flestir Mynd Önju var með allt öðrum blæ en mynd sjálfrar söguhetj- unnar. Hann lýsti henni sem ungri, lífsglaðri stúlku, sem var blíð í lund, og gædd ríkri hátt- prýði. Á pessum árum var kven- leg fegurð mjög eftirsóknarverð og þýðingarmikil í augum mín- um, og gat ég því ekki stillt mig um að spyija: „Er hún falleg stúlka, sögu- hetjan yðar?“ „Hún er engin fegurðardís i venjulegum skilningi, en ljúf og aðlaðandi — og mér er andlit hennar kært." Nú fannst mér Fjodor Mikháil ovitsj hafa opinberað hug sinn, og mér varð þungt um hjarta- ræturnar. „Þér fegrið hana án efa í huga yðar, Fjodor Mikháilovitsj," sagði ég ósjálfrátt. „Er hún þannig í raun og veru?“ fjarstæða? Ef þessi Anja er eng- in daðurdrós, heldur fín, næm- geðja kona, eins og iþér lýsið henni, því skyldi þá ekki lista- maðurinn yðar geta orðið henni kær? Er það aðeins ytra útlit manns og eigur hans, sem kona sækist eftir? Ef henni þætti vænt um hann, þá hlyti sú tilfinning að veita henni hamingju og í liverju lægi þá fórnin?" Ég hafði talað í ákefð. Fjodor Mikháilovitsj horfði á mig hrærð ur. „Og þér trúið því í alvöru, að svo yrði alla hennar ævi?“ Hann þagnaði, hikandi og ruglaður á svip. Svo hélt hann áfram, en honum skalf röddin: „Setjið yðui eitt andartak í hennar spor. Gerið yður í hugar iund, að ég væri þessi listamað- ur, að ég hefði játað yður ást mína og beðið um hönd yðar. Segið mér: Hverju munduð þér hafa svarað?“ Andlit hans var afmyndað af geðshrænngu, og á samri stundu skildist mér, að samtal okkar átti ekkert skylt við bókmenntir. Ég skildi, að það yrði reiðarslag fyi-ir stolt hans og sjálfsvirð- ingu, ef ég gæfi ekki ákveðið svar. Ég leit iast á Fjodor Mikháil- ovitsj — á andlit hans, sem var spyrjandi og kvíðafullt, þetta and lit sem mér var orðið hjartfólg- ið, — og svaraði fast og rólega. Síðar, þegar ég stóð ferðbúin í anddyrinu, stöðvaði hann mig og sagði: „Anna Girigorjevna, nú veit ég, hvað varð af litla gimstein- inum.“ „Eruð þér enn að hugsa um drauminn yðar?“ sagði ég „Nei, ekki um drauminn — en um gimsteininn. Nú hef ég fundið hann, og ég mun geyma hann við hjarta mér alla ævi.“ „Yður skjátlast, Fjodor Mikháilovitsj. Þetta er enginn gimsteinn, sem þér hafið fundið, heldur ósköp venjulegur kísil- steinn,“ sagði ég hlæjandi. „Nei, ég er sannfærður, og í þetta sinn mun mér ekki skjátl ast,“ sagði hann um leið og hann kvaddi mig. í persónuleika Önnu Grigorj- evnu birtast eiginleikar, sem ein kenna vissa tegund rússneskra kvenna, en það er óþrotleg s-tarfs orka og allt að því öfgafull fórn fýsi og holiusta við hugsjónina. Anna Grigorjevna leit á líf sitt sem helga skyldu, og þá skyldu leitaðist hún við a_ð uppfylla á hetjulegan hátt. Á ungmeyjar- dögunum hafði hún sökkt sér niður í náttúruvísindi, jafnvel kynnt sér læknisfræði og lært hraðritun til þess að verða ekki fjölskyldu sinni bvrði. Sem eigin kona Dostojevskij gekk hún með lífi og sál að þeirri köllun að þjóna hinu mikla skáldi, sem örlögin höfðu fært henni að lífs- förunaut, og efla sköpunarmátt hans. Meginið af ritverkum Dostojevskij — eða allt frá Fjárhættuspilaranum til Bræðr- anna Karamazov, varð til á þeim fjórtán árum, sem þeim auðnað ist að lifa saman. Hin fullkomna tækni hennar í hraðritun varð harla giftudrjúg fyrir sköpunar- staif Dostojevskij. Anna Grigorj- evna var alger andstæða manns síns í öliu því er laut að hag- sýni og fjármálum, en þetta varð mjög heillaríkt fyrir samlíf þeirra. Hann hafði oft verið grátt leikinn af ósvífnum fjárbröskur um, sem notfærðu sér trúgirni hans og umkomuleysi í fjármál- um. Nú varð hún hvað eftir ann- að að skerast í leikinn. Síðar tók hún upp markvsisa baráttu gegn skuldheimtumönnum hans og bar þar sigur af hólmi. (Framhald á 12. síðu). Grein um samstarf Dostojevskij og einka- ritara hans eftir danska rithöfundinn Ejnar Thomassen. Arnheiður Sigurðard. þýddi. ans. Það voru nokkrir snotrir og íjörugir stúdentar með.“ Aftur færðist skuggi yfir and- lit Fjodor Mikháilovitsj. Mig furð aði á hinum öru skapbrigðum hans. Þá þekkti ég ekki, hvernig flogaveikisköst fóru að. svo að ég velti því fyrir mér, hvort geðs hræring hans boðaði eitthvað því- líkt, og það fór hrollur um mig. Ég flýtti mér að spyrja hann, hvað hann hefði starfað undan- farna daga. Þá sagðj hann mér, að hann hefði gert frumdrög að nýrri skáldsögu. „Nei, er bað satt! Verður þetta merkileg saga?“ spurði ég. „Fyrir sjálían mig verður hún það — óumræðilega. — En mér er ekki ljóst, hvernig hún á að enda. Það er innræti ungrar stúlku, sem allt veltur á. Væri ég í Moskvu, þá mundi ég ráðfæia mig við frænku mína, Sonju. En nú verð ég að biðja yður að hjálpa mér.*’ Ég bjóst þegar við að verða við ósk hans, hreykin yfir að mega „hjálpa“ svo frægum rit- höfundi. „Hver er söguhetjan í skáld- sögunni yðar?“ spurði ég. „Það er listamaður — ekki ung ur lengur — svona á aldur við mig.“ Ég bað hann áköf að segja mér meira. Hann varð við þeirri ósk, og nú varð ég áheyrandi að hríf- andi frásögn. Aldrei fyrr eða síð- ar heyrði ég Fjodor Mikháilovitsj segja frá af' slíkri andagift. En því lengur sem á írásögnina leið, því ljósara varð mér, að nú var skáldið að segja mér sína eigin sögu, aðeins lítið eitt breytta í einstökum atriðum. Hi'öð, yfir- gripsmikil frásögn hans opinber- aði mér meðal annars, hvernig sambúð hans við hina látnu eigin konu sína hafði verið. Söguhetj- an hafði líkt og hann sjálfur átt erfiða æsku, strítt við sjúk- dóm, mælt þungum örðugleikum á listamannsbrautinni. Einnig hér var eins konar afturhvarf til lífsins, kona sem hann hafði unn að og þjást vegna, ástvinamissir. sár örhirgð og auðmýkingar. Andlegu ástandi söguhetjunn- ar, einstæðingsskap hans, von- brigðum hans yfir kunningjum sínum, lifsþorsta hans — öllu þessu lýst; Fjodor Mikháilovitsj svo lifandi og skarplega, að ég sannfætrðist um eitt, — þetta hlaut hann sjálfur að hafa reynt. Þetta var ekker! hugaríóstur seip skáldgáfa hans hafði töfrað fram. Hann sparaði ekkj dökku lit- brigðin í myndina, sem hann brá upp fyrir mér af innra manni hefðu orðið beiskir og harðlynd ir í sporum hans. En söguhetjan yðar ber kærleika til þeirra, sem á vegi hans verða og reynir að hjálpa þeim. Nei, þér eruð ósann gjarn gagnvart honum.“ „Það er satt, að hann er mað- ur hjartahlýr. Það gleður mig, að þér hafið skilið hann rétt. — Og sjáið nú til —“. Hann tók aftur við við frásögnina. „Á ör- lagastund í lífi sínu mætir lista- maðurinn okkar ungri stúlku — við getum kallað hana Önju — það er þægilegra. Og Auja er fagurt nafn.‘ Orð hans styrktu grun minn. Ég þóttist viss um, að með þess- ari persónu hafði hann í huga fyrrverandi unnustu sína. Önnu Krukovskaju. Á þessari stundu hvarflaði það ekki að mér. sjálf hét ég líka Anja. Ég minntist þess, að hann hafði nýlega feng ið bréf frá þessari konu, sem bjó erlendis. Nú hugði ég, að bréfið væri með einhverjum hætti til- efni hinnar nýju skáldsögu. „Já, vissulega er hún það. Ég hef skyggnzt djúípt, og nú þekki ég hana til hlítar. Listamaður- inn hittir Önju í hópi félaga sinna,“ hélt hann áfram. „og því oftar sem hann hittir hana, því sannfærðari verður hann um það, að með henni einni verður honum gæfu auðið. ,En sú hug- sýn er draumur, sem hann finn- ur að á ekkei't skylt við veru- leikann. Því hvað getur hann boð ið þessar íungu, lífsglöðu stúlku, roskinn maður heilsulaus og skuldum vafinn. Mundi hún ekki færa honum alltof þunga fórn, ef hann bæri um ást hennar, mundi hún ekki síðar iðrast þess að hafa bundizt honum? Er yfir leitt hugsanlegt, að ung stúlka svo gerólík að skapferli gæti fellt hug til söguhetjunnar okkar? Væri það ekki fjarstæða <rá sál- fræðilegu sjónarmiði? Um þe'tta atriði þætti mér fróðlegt að heyra yðar álit, Anna Grigorj evna.“ „Því skyldi það vera einhver

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.