Tíminn - 18.12.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.12.1960, Blaðsíða 12
12 TÍMINN, sunnudaginn 18. desember 1960. ivrr? KONUMYND (Framhald aJ 9 síðu) En fyrstu hjúsicaparárin voru enginn dans á rosurr fyrir hana. Skáldið, aem hún hafðí dáð svo mjög, reyndist erfiður í sambúð. Það var orðugt hlutverk ungri konu að vera leiðarstjarna hans. í dagbókum hennar frá fyrstu hjúskaparáiunum má sjá mörg dæmi um pa oturast, sem Dostoj- evskij bar til hinnar ungu konu sinnar en engu færri um til- efnislausa og allt að því spaugi- lega afbrýði hans. Strax á fyrstu hjúskaparmán- uðunum urðu þau fyrir ýmsu mótlæti. Fjölskylda bróður Dostojevskij, sam hann hafði fram til þess séð fyrir, sá hags- munum sínum ógnað og hóf nú illkvitnislega áreitni við konu hans. Sjálfur var hann farinn á heilsu eftir lagnvarandi of- reynslu. En þyngstir í skauti voru þó skuldheimtumennirnir. Nokkrum mánuðum eftir brúð- kaupið tóku þau þá ákvörðun að fara ta útlanda, í von um að Dostojevskij mundi þar fá næði til ritstarfa. Þau veðsettu allt, sem þau áttu handbært og héldu til Þýzkalands. Það var draumur Dostojevskij að fá næði ta ritstarfa erlendis. „Aðeíns eins árs raunverulegur starfsfriður fyrir skuldheimtu- mönnunum, og þá skal mér verða le&ur einn að ljúka skuldun- um,“ skrifar hann einum vina sinna. En draumurinn rættist ekki, og skáldinu fannst hann brátt í útlegð. Hann þjáðist af heimþrá, fann hvergi ró né innri hvatn- ingu til að skapa. Hann varð yfir kominn af tahugsuninni um þann þrældóm, sem hann átti fyrtr höndum fjarri ættjörðinni. Hann varð sjúkur á sál og lík- ama. Þau höfðu setzt að í Dresden. Það var þar, sem Dostojevskij varð heltekinn af spilaástríð- unni. Hann sá stöðugt fyr'ir sér á „græna borðinu“ hina miklu upphæð, sem mundi frelsa hann frá skuldaánauðinni og gei'a honum fært að hverfa heim til ættjajrðariinnar. Skáldið Stefan Zveig hefur með nær ofurmann legu innsæi lýst hinni fyrstu för Dostojevskij til spilavítisins í Hamburg, en með þairri för hófst ömurlegur þáttur í harm- sögulegum æviferli Dostojevskij. Hann var ofurseldur spilafýsn- inni. Vonin um að vinna að lok- um krafðist nýrra og nýrra fórna. Allt nema fötin, sem þau stóðu í, var veðsett, jafnvel gift- ingarhringur eiginkonu hans. Utanförin, sem í fyrstu var hugsuð sem hálfs árs hvíld og næði til ritstarfa, breyttist í fjögurra ára hvíldarlausa útlegð, engu minni kvöl en þrælkunar- vist í Síberíu. í sárustu fátækt flakkar þessi mesti rithöfundur Rússlands fr'á einu landi til ann- ars, meðan flogaveikin geisar í taugum hans. Víxlar og skuldir þröngva honum stöðugt til að skrifa. Fátækleg loftherbergi, þar sem loftið er mettað af ör- birgð, eru hæli þeirra hjónanna. í þessari löngu útlegð kynnist hann engum, á ekkert samtal eða samverustund með nokkr- um starfsbræðra sinna, hvorki í Þýzkalandi, Frakklandi eða á ftallu. Aðeins í bönkunum þekkja menn hann og glotta hæðnislega, þegar hann birtist þar fölur og óstyrkur og spyr eftir ávísun frá Rússlandi. Á þessum árum samdi Dosto- jevskij þrátt fyrir allt tvö merkileg skáldverk, Fávitann og Hina óðu. Voru þau þegar talin meðal höfuðverka í samtíðarbók menntunum. Ekkert gefur ljósari mynd af og konu hans á fyrstu hjúskapar örðuglekium þeirra Dostojevskij árunum en dagbækur Önnu Gril gorjevnu. Þar lýsir hún daglegu lífi þeiirra í útlegðinni, hinni miskunnarlausu örbirgð og vol- æði, en einnig ást þeirra, sem erfldist við hverja raun. f end- urminningum sínum fimmtíu ár- um síðar, gerir hún rólega og yfirvegaða grein fyrir viðhorfi sínu til spilaástríðu manns síns og þeirra hörmunga, sem hún leiddi yfir þau. Hún segir svo meðal annars: „Ég verð að játa, að ég bar þetta i'eiðarslag með furðuköldu blóði. Eftir fyrsta tapið og geðs hræringuna, sem það olli, sann- færðist ég um eitt — að Fjodor Mikháilovitsj mundi aldrei vinna í spilum. Hann kynni að vísu að græða nokkra fjárupphæð, en mundi óðar tapa henni aftur. Ég fann líka, að allar bænir og að- varanir mundu koma fyrir ekki. Mér virtist í fyrstu svo undar- legt, að Fjodor Mikháilovitsj, sem ætíð hafði borið þjáninguna með karlmennsku, skyldi ekki eiga skapstyrk til að hætta, þegar tapið hafði náð vissu marki, heldur fórnaði ætíð sín- um síðasta eyri. Það var mér þung raun, að horfast í augu við þessa veilu í skapgerð hans, sem ég þó dáði og virti. En mér skildist brátt, að þetta var engin venjuleg skapgerðar- veila, heldur eitthvað sem lá miklu dýpra í eðli hans — ástríða sem hefði oi’ðið sterkari manni ofurefli. Þetta var eitt af því, sem maður varð að taka — sætta sig við. Það var eins og sjúkdómur, sem ekkert lyf er til við. Ég álasaði manninum mínum aldrei, þótt hann tapaði í spil- inu. Þetta varð okkur aldrei að sundurþykki. Möglunar’laust fékk ég honum okkar síðasta eyri, þótt ég vissi að veð væri fallið og við hlytum að glata munum, sem ég hafði veðsett og húsráðandinn eða aðrir mundu ganga að okkur. En það olli mér sárri kvöl, þegar Fjodor Mikhá- ilovitsj kom heim náfölur og niðui’brotinn og bað aftur um peninga, hvarf burt og kom á ný í enn hræðilegra ástandi og enn til að sækja peninga. Þannig var stundum haldið áfram, unz allt var þrotið, sem við höfðum haft handa milli. Og svo þegar ekkert var lengur eftir, varð Fjo dor Mikháilovitsj stundum svo örvinglaður, að hann féll á kné frammi fyrir mér, grét og bað um fyrirgefningu mína. Það kostaði mikla áreynslu og for- tölur að sefa hann og sýna hon- um fram á, að kringumstæður okkar væru ekki vonlausar, enn gæti rætzt úr öllu — og i’eyna að leiða athygli hans að öðru. Auk þess óttaðist ég mjög, að þess- ar ferðir kynnu að orsaka tvö- föld flogaköst. En þau tóku ákaf lega á hann. Var hann þá stund- um lamaður marga daga á eftir og þarfnaðist nákvæmrar hjúkr- unar, en þá hlaut ég að vanrækja barnið okkar.“ Án efa átíi þetta viðhorf eigin konu Dostojevskij drýgstan þátt í, að honum tókst að sigrast á spilaástríðunni. Óeigingirni henn ar og heilbrigð skynsemi urðu áhrifaríkari en álasanir og ör- vilnan. Loks kom sá dagur, að hann heldur heim til hennar frá Wiesbaden — alheill á sinni. Þakklæti hans og ást kemur átak anlega fram í bréfi, sem hann ritaði konu sinni, áður en hann hvarf þaðan. Um síðir rann upp hiin lang- þráða stund, og þau stóðu aftur á rússneskri grund. Vinix beggja greiddu götu þeirra eftir föng- um. Dostojevskij tók að sér rit- stjórn á stóru tímariti í Péturs- borg, er síðar varð frægt af rit- verkum hans. En fjárhagurinn bágborinn svo sem fyrr, og skuld heimtumennirnir létu ekki á sér standa. Enn var honum hótað skuldafangelsi. En nú tók kona hans að sér að finna bjargráð. Eitt þeirra og hið áhrifaríkasta var það, að hún leyfði skuld- heimtumanni ekki að koma manni sínum fyrir augu. Hún tók að sér fjárráðin, neitaði að verða við samvizkulausum kröfum. Tókst henni jafnan að fá frest eða finna einhver önnur úrræði, þeg ar í harðbakka sló. En hún lét ekki þar við sitja. Þegar skáldsagan Hinir óðu, hafði komið út í tímariti, ákvað hún að gefa hana út á eigin kostnað. í endur minningum sín- um lýsir hún þessu glæfr’alega fyrirtæki. Hún átti ekkert fé til að leggja í það, enga tryggingu, ef illa tækist. En tilraunin heppn aðist og áður en hálft ár var liðið, var upplagið selt. Eftir það hélt hún þessari útgáfustarf- semi áfram og allt blessaðist í höndum hennar. Enn liðu þó all- mörg ár, áður en allar skuldir voru fullgreiddar. En sú stund rann þó upp. Skáldið var nú laust við hvers dagslegan eril og áhyggjur og gat gengið óskiptur að köllun sinni. Þetta varð ómetanlegt fyrir sköpunarstarf hans. Síðustu árin bjó Dostojevskij ásamt fjölskyldu sinni í Staraja Russja, Iitlu sveitaþorpi við Ilm- envatnið. Á þessum fagra af- skekkta stað undi hann sér vel. Gleði hans yfir börnunum var jafn ástríðuþrungin og óham- ingja hans hafði forðum verið. í endurminningum Önnu Grigor jevnu má sjá mörg dæmi um óþreytandi umhyggju hans fyrir fjölskyldu sinni. Spaugilegar eiu sumar frásagnir hennar af barna- legri trúgirni hans, gleymsku og furðulegri afbrýðisemi. Hann gaf af einlægni hjartans og hennar ki’afðist hann aftur, þar var hann ósveigjanlegur og á stundum miskunnarlaus. skilja hinn volduga persónuleik skáldsins til fullnustu. Fram- setning hennar or látlaus, þar gætir hvergi yfirlætis né minnstu viðleitni til skáldlegra tilþrifa. Anna Gregorjevna var í eðli sínu svo gersneydd allri tilgerð, að þrátt fyrir það óvenju lega hlutskipti, sem örlögin höfðu valið henni barnungri, var hjarta hennar jafnhreint, ein- lægni hennar og hispursleysi ó- breytt allt til æviloka. Prófessor Lenoíd Grossmann, víðkunnur maður í Sovétríkjun- um fyrir rannsóknir sínar á rit- verkum Dostojevskij og skáld- ferli, var til þess kjörinn að gefa út endurminningar konu hans. Átti hann oft tal við hana hin síðustu æviár hennar. Hann hef- ur lýst henni, eins og hann sá hana í síðasta sinn. Það var bylt- ingar’veturinn harða 1917. Þá átti hún við sára neyð að búa, en vann þó dag hvern við hand- ritarannsóknir á ríkisbókasafn- inu með elju og áhuga ungs stúdents. „— Já, ég lifi og hrærist í Iiðnum tíma,“ sagði hún. „Mínir nánustu — það eru vinir Fjodor Mikháilovitsj,, sá flokkur manna nú flestr’a framliðinna, sem fylgdi honum og hópaðist um hann. Meðal þessa fólks hrærist ég, og sérhver sem vinur að rannsóknum á lífi hons og ævi- starfi er mér kær eins og ná- kominn ættingi.“ „Og þessi lotlega, aldurhnigna kona með hið fölnaða og þó svo töfrandi andlit, horfði á mig, og stálgrá augun ljómuðu. í brosi hennar var bjarmi eilífrar æsku.“ Árið 1921 á byltingarárunum var í tilefni af þjóðnýtingu bank anna opnað járnskrínið, þar sem hún hafði komið fyrilr öllum þeim ritverkum, sem maður hennar lét eftir sig. Skrínið inni- hélt 27 handrit, áður ókunn, en nú fullbúin td prentunar, megn- ið af bréfum skáldsins, dagbók- arþætti hennar og hi’aðritunar- heftin, allt með nákvæmum skýringum og athugase-mdum hennar, svo og handritið að end- urminningunum. Þetta mikla efni er nú geymt á SUgirrega safninu í Moskvu. Að lokum eru hér nokkrar niðurstöður, sem þessi óvenju- lega kona lýkur endui'minning- um sínum með. Hún segir þar, að sér hafi lengi verið það ráð- gáta, hversu mikilli hollustu og aðdáun hún hafi átt að mæta hjá manni sínum, og seg;r í framhaldi af því: „Ég hef þó í .sannleika ekki skarað fram úr öðrum kon- um, hvorki að fegurð, gáfum eða andlegum þroska. Og samt — þrátt fyrir allt þetta sýndi mað- urinn minn, sem sjálfur var af- burðamaður, mér virðingu, sem nálgaðist tilbeiðslu. Ég hef nú leyst þessa gátu, að ég hygg. Það er mikil gæfa að hafa fyrir- hitt og tengzt annarri manneskju, sem er manni sjálfum gerólik, mannveru, sem er sjálfri sér trú og reynir ekki að líkjast manni né umskapa sína eigin sál, en slíkt mundi aðeins gera hana ósanna. Veru, sem ekki rís öndver'ð gegn innsta eðli manns, né dæmir bresti eða glöp, og sem maður þrátt fyrir allt getur trúað og treyst. Við vorum sannar'lega ólík, ekki aðeins skoðanir okkar, heldur allt lífsviðhorf. En bæði vorum við sjálfum okkur trú, hvorugt reyndi að líkjast hinu, hvorugt okkar glat aði eigin eðli sínu. Og þannig fundum við bæði, að við vorum algerlega fr'jáls. Fjodor Mikháilovits, sem á ein- verustundum hafði velt svo mjög fyrir sér vandamálum mannssál- arinnar, hann mat það mikils, að ég blandaði mér aldi'ei í hans andlega líf né tók mér til hin mörgu og undarlegu viðbrögð hans. Oft sagði hann við mig: „Þú ert eina konan, sem nokkru si’nni hefur skilið mig.“ Þetta var mér nóg — sannarlega nóg. — En einnig honum var samband okkar traust og óhagganleg fót- festa. Þetta skýr’ir, að ég held, það furðulega traust, sem hann bar til allra minna athafna, enda þótt engin þeirra hafi náð út yfir tak- mörk hins almenna og hvers- dagslega.“ (Lauslega þýtt af Arnh. Sigurðard.) Sjafnar vörur eru viðurkenndar úrvalsvörur Á sama hátt og Anna Grigor- jevna hafði helgað manni sínum hverja stund, meðan samvistir þeirra entust, þannig var líf hennar og starf eftir andlát hans einvörðungu helgað honum. Þótt frægð hans hefði getað gi’eitt henni inngöngu í tignarsali, í samfélag hámenntaðra og tigin- borinna manna, þá kaus hún að lifa kyrrlátu lífi á heimili sínu og einbeitti sér að því risavaxna ætlunarverki að skipuleggja og ganga frá þeim andlega arfi, sem hann hafði látið eftir sig, svo sem dagbókum hans, frumdrög- um að smærri og stærri verkum, minnisgreinum, brotum og rit- gerðum, sem ekki höfðu birzt. Meðal þessa voru drög að fimm binda skáldsögu, er skyldi heita Ævi stórsyndara. Loks tók hún að safna bréfum hans. Það varð mikið starf, sem meðal annars kostaði hana bréfaskriftir við fólk víðs vegar um heim. Hún fullgerði einnig dagbókarþætti sína frá fyrstu samvtstarárum þeirra. Þessar minningar hennar eru meginheimildir um manninn Fjodor Dostojevskij. Og loks skrifaði hún endurminningar sín ar. Án þeirra væri ekki unnt að CsjaírTy Kaupfélag Austfjaröa Seyðisfirði _JtóKÉWgð bdVit /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.