Tíminn - 18.12.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.12.1960, Blaðsíða 14
14 TÍMINN, sunnudaginn 18. desember 1960. — Já, það er n* orðið æði, langt síðan. Bn hún sagði/ Hvers vegna ferðu ekki og talar við Mordaunt lækni? Kannski getur hann gert eitt hvað fyrir þig. Eg virtist hafa valið réttu orðin, því hann glennti upp augun og rumdi ánægður. Svo minnkuöu augun aftur niður í venjulega stærð. — En það er sem sagt nokk uð síðan, segið þér. Hafið þér haft vinnu allan tímann? — Nei, ekki alveg .... — Og þér eruð atvinnulaus núna? Eg greip þetta fegins hendi. — Já, sem stendur.... — Eg skil. Og þegar fólk er atvinnulaust kemur stund um fyrir að matarlystin minnkar .... eða haldið þér það ekki, sagði hann blíð- máll. En þessi svimaköst, byrj aði ég. En hann bara yppti öxlum og hafði greinilega alls eng an áhuga á neinu slíku, eða vissi nægilega mikið um það og nennti ekki að eyða tím- anum í svo fánýt mál. — Búið þér einar? spurði hann. — Já, sagði ég og nefndi heimilisfangið. Hann rissaði myndir á skrif borðið um stund. — Hafið þér nokkum tíma — fengið lyf — róandi lyf? spurði hann áberandi kæru- leysislega, sneri blýantinum við og einblíndi á oddinn. Eg vætti varimar og hug- leiddi, hvað hann væri að fara. — Nei, ekki svoleiðis að .... Hann færði stólinn og horfði niður í gólfið. Það sýnd ist mér að minnsta kosti og mér varð því illa hverft við, þegar ég uppgötvaði, að hann horfði alls ekki niður í gólfið, heldur beint á mig. Jæja? sagði hann svo. — En þér vitið að margt fólk notar slík lyf. Svo reis hann silalega á fætur. — Komið aftur, sagði hann. — Látum okkur sjá, í dag er fimmtudagur — ýið skulum segja á laugardag- inn, það eru tveir dagar, já, það er ágætt. Svo þagnaði hann og horfði að þessu sinni niðrá gólfið. —Klukkan hvað, læknir? — O, það er alveg sama, bara þegar farið er að dimma. .... Segjum um niuleytið. Hringið við kjallaradymar. Ef Sophia, það er ráðskonan mín, er úti heyri ég kannski ekki ef þér hringið á aðal- dyrnar. Hann vildi sem sagt vera einn heima og hann vildi ekki að ég kæmi fyrr en dimmt var orðið, svo að enginn sæi mig koma! Hafði ég sagt ein hverja vitleysu? Hvað hafði ég gert? Hvaða gildru hafði ég gengið í? Hann opnaði dyrnar harka lega, svo brakaði í hjörunum. Síðasta, sem hann sagði 9 var: — Pá skal ég sjá til hvað ég get gert fyrir yður. Svo leit hann um öxl, eins og til að ganga úr skugga um að enginn lægi á hleri. Mér varð svo mikið um, að sjá augnaráð hans, þegar ég kvaddi, að ég gat varla stillt mig um að taka dugleg til fótanna. Og ég sagði við sjálfa mig: Ef þú vogar þér aftur inn í þetta hús, kann svo að vera, að læknirinn, sem nú heitir Moxdaunt, hafi breytt um nafn og heiti þá .... Dauðinn .... Eg ætlaði ekki þangað aftur, nei, ég vildi ekki fara þangað — nei, nei og aftur nei. Eg vildi ekki fara þangað. En svo sá ég andlit mannsins míns fyrir mér og ég hugsaði: ég verð að fara, ég verð að fara .. og klukkan níu næsta laugardag var ég á leiðinni, skref fyrir skref nálgaðist ég hið skuggalega hús. Nú var ég komin að húsinu og mér fannst sem byrgðir og myrkir gluggarnir glottu illi lega til mín og segðu: Við viss um þú kæmir, við vissum .... Eg hafði ekki einu sinni látið Plood — verndara minn í lögreglunni vita um ferð mína hingað. Eg hafði engar varúðarráðstafanir gert. Eng inn vissi um ferðir mínar. Svo að ef ég kæmi ekki út aftur .... En nú var ég komin hing að og ég gat ekki snúið við úr þessu. Það var hvergi ljós að sjá í gluggunum, en þegar ég gætti betur að, sá ög daufa birtu leggja tmdan rúllu- gluggatjöldum I kjallaranum. Hann beið mín þá niðri eins og hann hafði sagt. Eg skalf og nötraði, ég reyndi að finna einhverja af sökun, svo að ég gæti bara farið mína leið. Eg sagði við sjálfa mig: Þegar maðurinn hinum megin við götuna er kominn fyrir hornið fer ég inn, og svo nei, hann gekk allt of hratt, það er ekkert að marka, og svo: þessi fór inn í hús áður en hann komst að horninu. En afsakanir mínar komu að litlu haldi. Gatan varð brátt mannlaus. Nú var annað hvort að hrökkva eða stökkva. Og svo gekk ég að dyrunum og hringdi. í tómu húsinu heyrði ég bjölluóminn eins og nágaul. Eg heyrði ekki þegar dyrn ar voru opnaðar og hann kom út. Hann hlaut að hafa legið í leyni og horft út. Og minnstu munaði að ég hnigi niður af skelfingu, þeg- ar ég heyrði lága rödd hans rétt við eyrað á mér: — Gott kvöld, ég var að velta því fyrir mér, hvað þetta ætlaði að taka langan tíma, svo ýtti hann mér inn fyrir. — Þér megið aldrei láta þetta henda yður aftur, sagði hann. — Þér stóðúð þarna að minnsta kosti fimm mínútur, meðan þér hugleidduð, hvort þér ættuð að snúa frá eða ekki. Það er grunsamlegt og lítur ekki vel út fyrir aðra veg farendur séð. Því bið ég yður að minnast þess að ganga á- vallt beint inn, þegar þér kom ið til mín — hangið ekki fyrir utan. Eg leitaði í skyndingu að frambærilegri skýringu en ekki skal ég fullyrða ' hvort hann trúði mér: HVER VAR Eftir Cornell Woolrich — Ó, ég get útskýrt þetta fyrir yður, læknir. Þegar ég var næstum komin sá ég að klukkan var ekki orðin níu og mér fannst ekki viðkunn- anlegt að koma of snemma, svo að ég taldi hyggilegra að doka við fyrir utan. Eg er ótta lega stundvís en ég kann bezt við að koma alltaf á mínút- unni, hvorki fyrr né seinna. — í rauninni komið þér 5 mínútum of seint. — Þá hefur úrið verið vit- laust. — Farið bara inn, sagði hann svo, — við skulum ekki standa hérna í ganginum. Orðin voru svo sem nógu sak leysisleg, en samt var mér ó- rórra en ég mun nokkru sinni megna að lýsa með orð- um. Hann ýtti mér innar og leit flóttalega út á götuna áð ur. Hann vildi ganga úr skugga um, að enginn hefði séð mig koma inn. Allt sem hann gerði var svo skuggalegt og viðbjóðs- legt. Jafnvel eðlilegustu hreyf ingar og hversdagslegustu orð urðu hjá þessum manni ógn- andi og hryllileg .... Eg vissi að engin leið var til undankomu héðan af. Eg var neydd til að halda áfram en ég greip í hvert hálmstrá til að fá ofurlítinn frest. — Hér er dimmt, læknir, sagði ég. — Eg rata ekki í þessu myrkri. Hvar er slökkv ari? — Haldið áfram inn og reyn ið ekki að kveikja. Gangið beint eftir ganginum, þér þurfið ekkert ljós. Eg kem eftir andartak. Eg fálmaði áfram inn eftir ganginum, loftið var mettað meðalalykt. Hann kom á eftir mér og steig harkalega ofari á mig um leið og hann smaug fram hjá. Hann bað ekki afsök unar, þótt hann hlyti að taka eftir því. — Það er svo dimmt hérna, dr. Mordaunt, sagði ég eymd arlega. Eg sé ekki neitt. Hann var nokkrum skref- um á undan mér, þessi gang ur virtist aldrei ætla að enda. — Komið þér bara á eftir mér, sagði hann hryssings- lega. — Það getið þér líklega druslast til. Og ég fylgdist þegjandi á eftir honum. Sunnudagur 18. desember: 8,30 Fjörleg músik í morgunsárið. 9,00 Fréttir. 9,10 Veðurfregnir. 9,20 Vikan framundan. 9,35 Morguntónleikar: Frá hátíðar tónleikum Sameinuðu þjóð- anna 24. okt. s. 1. 10.30 Prestsvígsla £ Dómkirkjunni (Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, vígir Jón Hnefil Aðalsteinsson cand. theol. til Eskifjarðarpresta- kalls í Suður-Múlaprófasts dæmi. Séra Jakob Jónsson lýs ir vígslu. Aðrir vígsluvottar: Séra Þorgeir Jónsson fyrrum prófastur, séra Sigurjón Jóns son fynrum sóknarprestur og séra Óskar J. Þorláksson dóm kirkjuprestur, sem þjónar jafn framt fyrir altari. Hinn ný- vígði prestur prédikar. Organ leikari: Dr. Páll ísólfsson. 12.15 Hádegisútvarp. 13,10 Afmæliserindi útvarpsins um náttúru íslands; VIII: Vötn. (Sigurjón Rist vatnamælinga- maður). 14,00 Endurvarp frá Danmörku: Jólakveðjur til Grænlands. 15.15 Kaffitiminn: Magnús Péturs- son leikur á píanó. 15,45 Á bókamarkaðinum (Vilhj. Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 17.30 Ba'rnatími. 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20,00 Tónleikar: Sónata fyrir fiðlu og píanó op. 45 eftir Grieg 20.30 Spurt og spjallað í útvarpssal Þátttakendur: Kristján Frið riksson, Lúðvíg Hjálmtýsson, Runólfur Pétursson og Sig- urður H. Egilsson. Umræðu- stjóri: Sigurður Magnússon. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,05 Danslög, valin af Heiðari Ást- valdssyni. 23.30 Dagskrárlok. Nýkomið Unglingaföt Karlmannaföt Kvenkjólar og Kvenkápur NOTAÐ OG NÝTT Vesturgötu 16. Mánudagur 19. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 20,00 Um daginn og veginn (Helgi Hallgrímsson). 20,20 Einsöngur: Guðmundur Guð- jónsson syngur íslenzk iög; Fritz Weisshappel leikur und ir á píanó. 20,40 Leikhúspistill (Sveinn Einars- son fil. kand.). 21,00 Tónleikar: Fiðlukonsert op. 35 eftir Tjaikovsky. 21,30 Útvarpssagan. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23,00 Dagskrárlok. EÍRÍKUR VÍÐFÖRLI Merki Jómsvíkinga 36 Eiríkur skiptir liði og heldur áfram leitinni. — Ég treysti ekki Dönunum, segir Tjali. Dauður maður liggur í kjarrinu í nánd en þeir veita honum ekki athygli þá þegar. En Úlfur hefur fundið þefinn af líkinu og hleypur fram. Þeir sjá nú þann dauða en vinnst ekki tími ti'l að aðgæta hann nánar, því að skuggaleg vera hleypur fram úr felustað sínum og brott og hundurinn Úlfur á hæla henni!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.