Tíminn - 03.01.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.01.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, þriðjudaginn 3. janúar 1961. 3 Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Amason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit- stjómar: Tómas Karlsson. Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—1S305 Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Áramótasaga Ólafs um 500 milljónirnar Það er haft eftir Bismarck, að ekki væri eins auðvelt að ljúga með neinu og tölum og skvrslugerðum. Skýrslur væru að sönnu nauðsynlegar, en þser yrð' jafn- an að taka með varúð, því að auðvelt væn að hagræða þeim svo, að þær gætu eins vel sýnt ranga mynd og rétta. Óneitanlega hljóta mönnum að detta þessi ummæli Bismarcks í hug í sambandi við nýársræðu Ólafs fhors. Til þess er ætlazt, að áramótaræður forsætisráðherra séu nokkurn veginn hlutlaust yfirlit og hvgvekja, jafnt um hið liðna og ókomna Þetta gera forsætisráðherrar annars staðar og þetta hefur hingað til verið gert hér. Fyrst var brugðið út af þessu af Ólafi Thors í fyrra og þó enn meira í áramótaræðu hans nú. í oæði skiptin hefur Ólafur byggt meginniðurstöðui sínar á tölum, sem hafa verið alrangar. Til þess að færa þessum orðum stað, skal hér nefnt sýnishorn. Ólafur Thors kvað „viðieisnina'' ekki hafa náð tilætluðum tilgangi sinum á ármu 1960. vegna þess að aflabrestur og verðfall hefði orsakað 500 mihi kr. rýrnun á útflutningsverðmætum. Ai þessu áttu menn svo að draga þá ályktun, að útflutmngstekjar þjóðarinn- ar hefðu orðið þetta miklu minni 1960 en áður og þess vegna hefði „viðreisnin" ekki náð tilætluðum árangri. Ógerningur er að sjá, hvernig Olafur reiknar betta út, en bersýnilegt er, að hann sleppir alveg úr dæminu auknum afla hjá bátunum, sem genr það að verkum, að heildaraflinn í ár verður meiri en meðaltal undan- farinna ára, þótt afli togaranna hafi ’-ýrnað Hann tekur bersýnilega ekki heldur til greina verulegar verðhækk- anir, sem orðið hafa á ýmsum úti’utning^vörum, t. d. saltfiski og skreið. Um þetta þarf hins vegar ekki neitt að þrátta. Fyrir liggja óhlutdrægar skýrslur um þetta, þar sem eru skýrslur Hagstofunnar um útf'utningsverðmætið. Samkvæmt þeim hefur útflutningsverðmætið fyrstu 11 mánuðina 1960 orðið 2276 millj. króna, en það varð 2194 millj. fyrstu 11 mánuðina 19S9, miðað við núv. gengi. Það er m. ö. o. rúmum 80 millj. kr. meira í ár, en hefði átt að vera 500 millj. minna, ef tölur Ólafs væru réttar. Núv ríkisstjór«-. hefur oannig fengið 80 millj. kr. meira til ráðstöfunar en ekki 500 millj. kr. minna, eins og Ólafur gefur t skyn, og verður því strand „viðreisnarinnar" ekkl skýrt með þvl, að gjaldeyristekjurnar hafi minnkað Um það þarf ekki neitt að ræð,- hvaða dóm ber að fella um aðra eins talnameðferð og þa, sem hér er á ferðinni hjá Ólafi. En önnur talmrneðferð hans var á þessa leið, eins og t.d um aukna -pariíjársöfnun og bætta gjaldeyrisstöðu, er náðst hefði vegna ,,viðre.snar- innar“. Einhverjum kann að finnast, að það sé ekki miklu tapað, þótt áramótaræðu forsætisráðherra sé gerð að vettvangi ósæmilegs áróðurs og blekkinga. Slíkt er þó misskilningur. Það er vissulega ávmningui að tii séu augnablik, þegar mesti valdamaður þjóðannnar kasta> af sér skikkju stjórnmáiabaráttunnaj og tálar v'ð þ.tór sína af heiðarleika og hreinskhni Þess vegna er það ekl síður ástæða til þess fyrir •'samhería Ólafs en andstæð inga, að veita honum áminningu tyrir þá misnotkun sem hann hefur hér gert sig sekan um. ^*V*\.*X.*V*V*V*‘V*V*X»V*V*V*V»V»‘\.«* ERLENT YFIRLST < } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } t } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } j } } } Verkföll jafnaðarmanna í Belgíu Frumrót þeirra er ágreiningur um stefnuna í Kongó VERKFÖLLIN, sem haía staðið yfir í Belgíu um tveggja vikna skeið, hafa vakið mikla athygli, enda geta þau haft hin þýðingarmestu áhrif á stjórn- málaþróunina þar í landi. Senni legt er að úrslitaátökin séu nú í þann vegrnn að hefjast, en þingið kemur aftur saman til fundar í dag, og mun brátt taka endanlegar ákvarðanir um þær efnahagstillögur ríkisstjórnar- innar, sem eru megintilefni verkfallanna. Núverandi ríkisstjórn Belgíu er samsteypustjórn kaþólska flokksins og frjálslynda flokks- ins. Hún var rnynduð upp úr þingkosningunum, sem fóru fram 1. júlí 1958. Kaþólski flokkurinn vann þá allmikinn sigur, fékk 104 þingsæti í stað 96 áður, en jafnaðarmenn töp- uðu, fengu 84 í stað 86, og frjálslyndir töpuðu, fengu 21 í stað 25. Kommúnistar fengu þá tvo menn kosna, en höfðu fjóra áður. SEINUSTU mánuðina hafa á- tökin í stjórnmálum Belgíú stöðugt farið harðnandi vegna Kongómálsins. Jafnaðarmenn hafa deilt mjög hart á ríkis- stjórnina fyrir alla framgöngu hennar í málinu. Hún hafi fyrst undirbúið sjálfstæðistöku Kongó hörmulega illa, en síðan hafi hún verið með afskipti í Kongó, sem séu fordæmanleg Hún hafi ekki ástundað að hafa samvinnu við Sameinuðu þjóð- irnar, eins og henni bar að gera, heldur raunverulega eflt mótspyrnuhreyfingar gegn þeim undir forustu Tshombe og Mo- buto. Af þessu munu Belgíu- menn ekki hafa nema skömm og skaða. Allt framferði stjóin- arinnar í þessum málum hafi verið fyrir neðan allar hellur. Um nokkurt skeið, virtist þessi áróður jafnaðarmanna ætla að bera árangur og voru horfur á, að Eyskens forsætis- ráðherra yrði að biðjast lausn- ar fyrir stjóm sína. Af því varð þó ekki, heldur tókst Eyskens að bjarga sér með því að skipta um nokkra ráðherra og láta þá fara, sem mest afskipti höfðu haft af Kongó. Þetta hefur þó ekki dregið úr ádeilum jafnað- armanna, og hafa þær ekki sízt beinzt gegn Wigny utanríkis- ráðherra, sem hefur opinber- lega lýst yfir því, að Belgía geti ekki haft skilyrðislausa samvinnu við S.Þ. í Kongó, held ur verði að láta sérhagsmuni Belgíu ráða stefnunni. Það herti mjög ádeilur jafnaðar- manna, þegar Tshombe kom nýlega til Belgíu og var tekið sem þjóðhöfðingja af ríkis- stjórninni, þótt hún viður- kenndi samt ekki formlega uppreisnarstjórn hans í Ka- tanga. EYSKENS FORSÆTISRÁÐHERRA ÞAÐ MÁ þó segja, að Ey- skens fpi'sætisráðherra hafi fyrst helít olíu á eldinn, er hann tilkynnti fyrirhugaðar spamaðartillögur sínar í tilefni af þeim kostnaði, er Belgía hefði haft af Kongódeilunni, og þeim tekjumissi, er hlytist af því, að Belgía hefði ekki lengur yfiriáð í Kongó. Sparnaðartillögur Eyskens eru tvíþættar. í fyrsta Iagi fjalla þær um 8000 millj. kr. lækkun útgjalda og nær sú lækkun nær eingöngu til félags mála, mest til elli- og eftirlauna og atvinnuleysistrygginga. í öðiu lagi er gert ráð fyrir að hækka söluskatt, svo að hann veiti 4500 millj. kr. auknar tekjur, en söluskattur leggst á vörur í Belgíu á öllum stigum, nema í smásölu. Það var nær strax eftir, að Eeyskens lagði fram þessar til- lögur, að verkalýðssamband jafnaðarmanna, sem er helzta verkalýðssamband Belgíu, hóf verkföllin í mótmælaskyni og hafa þau staðið yfir látlaust síðan, eins og kunnugt er. Verkalýðssamband kaþólska flokksins hefur neitað þáttöku í þeim, en margir fylgismenn þess eru þó sagðir þeim hlið- hollir. JAFNAARMENN byggja andstöðu sína gegn efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar einkum á því, að þær bitni þyngst á þeim, sem hafi minnstg getu til að bei'a þær. Þeir viðunkenna, að þörf sé sér- stakra ráðstafana vegna þess, að ríkið hafi orðið fyrir óvenju legu tjóni af völdum Kongó- málsins, en telja hins vegar að því beri að mæta á annan hátt en stjórnin fyrirhugar. Þyngstu byrðarnar eigi að koma á bak þeirra, er bezt geti borið þær. Vafalaust er þetta aðalástæð an fyrir hinum öflugu mótmæl um jafnaðarmanna. Það bæt- ist svo við, að þeim mun ósárt um, þótt þetta leiði til falls ríkisstjórnarinnar og nýrra þing kosninga. Eins og áður segir, er enn ó- séð, hvernig þessari deilu í Belgíu lyktar, en sennilega skýrist það fljótlega eftir að þingið er tekið til starfa á ný. Þá mun m.a. koma í ljós, hvaða áhrif þessir atburðir hafa haft á sambúð stjórnarflokkanna. Þ.Þ. V*V*V*V*V*V*V*V*V*V > X . VV»X' í haust hafa á vegum Slysavarna félags íslands verið haldin nám- skeið í hjálp í viðlögum af erind- rekum félagsins á eftirtöldum stöðum: í Samvinnuskólanum að Bifröst í Borgarfirði, þátttakendur 72. Á mótornámskeiði og unglinga kólanum á Eskifirði. þátttakend- ir 65. f Ásaskóla í Gnúpverja- 'ireppi. þátttakendur 60. í Brautar- aolti á Skeiðum, þátttakendur 55. í lok námskeiða voru haldnar samki: r, flutt erindi um slysa Námskeið í slysavörnum á vegum S.V.F.Í. varnamál og sýndar kvikmyndir, aðallega fræðslumyndir. Voru þess ar samkomur vel sóttar. Auk þess voru ýmsar deildir á Austur- og Suðurlandi heimsóttar. Slysavarnadeildin „Ingólfur1 Reykjavík hefur ennfremur haldiðGarðar Viborg. námskeið í hjálp í viðlögum, sem voru vel sótt af fólki á ýmsum aldri. Voru þessi námskeið „Ing- ólfs“ haldin í nýja Slysavarnahús- inu á Grandagarði. í haust réði Slysavarnafélagið nýajn erindreka,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.