Tíminn - 03.01.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.01.1961, Blaðsíða 11
ÍSRAEL Meir en ein milljón gyðlnga hefur flutzt til fsrael síð- an ríkið var stofnað, þann 14. maí 1948. Um hundrað þús- und bætast við árlega. Þetta fólk er komið til ísraels frá 102 löndum. Margir geta rakið ættir sínar allt til 586 f. Kr. þegar Babyloníumenn þrúguðu ísrael og margir þeirra tvístruðust. Sumir eru konungbornir en forfeður annarra hafa aðeins verið nauðþurftamenn. Þeir hafa stuðlað að því að mynda þjóðarheild, sem er æði sundurleit, bæði að útliti, venjum og menningarþroska. Þar eru brezkir gyð- ingar, sem drekka tevatn að brezkum sið og borða þarlenzk ar samviskur. Pólsku gyðingamir bera sinn langa og svarta KAFAN þrátt fyrir liitann í ísrael, og Yemen-gyðingar iðka sérstæða eyðimerkurdansa svo sem forfeður þeirra hafa gert um aldir fram. Aðeins herþjónustan sléttar yfir þessi ytri sérkenni, þar klæðast allir samskonar flíkum og temja sér sömu lifs- venjur, karlar og konur, en konur gegna herþjónustu til jafns við karla í ísrael. Hvað ungur nemur, gamall temur. Á myndinni hér aS ofan eru skólabörn í Jerúsalem. Þau sitja vlð að nema og syngja hinar gömlu ritningar. Að neðan til vinstri er gamall Gyðingur, ættaður frá Yemen. Hann ber túrb- aninn þótt hann hafi dvalið í Landinu helga í 74 ár, og starfi hans er að kenna á bók og dytta að slitnum bók- um. Að neðan til hægri er móðir af þjóðflokki Kúrda, sem eru hvað frumstæðastir Gyðinga. Hún hampar nýj- um borgara hins nýja þjóðfélags og gefur honum brjóst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.