Tíminn - 18.01.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.01.1961, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, miSvilaidagLtin 18. janúar&aCJ.. Geysileg flótS (Framhald af 1, síðu.) magnsstaura og sópuðu burt girð- - ingum. Að austan flæddi áin einnig á iand upp austan við Kaldaðarnes. Var þegar á sunnudagskvöldið komið þar svo mikið vatn, að mað- ur, er þar var á ferð, varð að skilja ■bíl sinn eftir. Mjólkurbílar komust hins vegar leiðar sinnar þeim meg in árinnar. Mjólk flutt á bátum Talið er, að rafstraumurinn hafi r'ofnað klukkan fjögur til fimm á mánudagsimorguninn, og á mánu daginn var rafmagnslaust á níu bæjum í Ölfusi fram á kvöld. Tveir voru enn rafmagnslausir í gær. Símasamband rofnaði einnig á mörgum bæjum. Úr Ar'narbælishverfi var engin mjólk flutt í fyrradag, en í gær var komið með _hana á bátum að Auðsholti frá Ósgerði, Króki og Egilsstöðum. Brúin ein sýnileg Flóðið var í rénum í gær, en þó var vatn heim undir' bæ í Auðs- holtshjáleigu, er blaðið átti tal við Bjarna Kristinsson, bónda þar. Sagði hann, að hvergi sæist á veg- inn út í Arnarbælishverfi og mætti búast við, að hann hefði skemmzt víða. Brúin á Sandá stóð ein upp úr vatninu. Mesta flóS í níu ár — Ég hef búið hér í níu ár, sagði Bjarni, -og á þeim tíma hefur ekki komið nema eitt flóð, sem nefnandi er í samanburði við þetta og samt var það ekki eins stór- kostlegt. Jakahrönnin í Ölfusá er enn eins og veggur, og má búast við, að hún sitji þar, ef ekki helzt þíða nógu lengi til þess að vinna á ísnum. LaunaSi greiðann (Framhald af 1. síðu.) sem Thorvaldsensfélagið hefði eitt sinn gert lí+ilH stúlku, með því að gefa henni allar skóla- bækur. Forráðakonum félagsins fannst þetta forvitnilegt, og inntu kon- una eftir því, hve langt væri síð- an atburður þessi átti sér stað. Konan var treg tll frása.gnar í fyrstu, en svo sagði hún, að “síð- an væru nú komin 73 ár. — Kon- an vir+ist ekki efnuð, og ckki vildi hún Iáta nafns síns getið. Stúlka fcrst á Jótlandi (Framhald af 1. síðu.) María var um tvítugt, glæsileg stúlka og hafði hvers manns hylli, þar sem hún starfaði, sökum mann kosta sinna. Gerist erindreki Stéttarsambandsins , Kristján Karlsson, skólastjóri á Hólum, mun nú gerast erindrekil Stéttarsambands bænda. Hefur hann sagt af sér skólastjórninni. Hér er mynd af gatinu, sem þjófurinn skreið inn um í Einholti í fyrrinótt. Sem sjá má, er enn rúðubrot eftir fyrir hluta gluggans, og stærðarhlut- föllin á gatinu geta menn gert sér i hugarlund af gosdrykksflöskunni og eldspýtustokknum, sem stendur í gluggakistunni. (Ljósm.: TÍMINN KM). Inn um göt (Framhald af 1. síðu.) eir-rafsuðuvír, Ekki er vitað, að fleiru hafi verið stolið þaðan. Smágöt Einnig var brotizt inn í Knatt- borðsstofuna í Einholti og stolið því, sem þar fannst af sorpritum, nokkru af súkkulaði og súkkulaði kexi. Og loks var farið inn í mjólk urhúð í Vesturbænum og stolið þaðan 200 krúnum í tíeyringum. Það, sem er athyglisvert við bæði þessi síðartöldu innbrot, er það, að skriðið var inn_ um ótrúlega lítið gat á glugga. í Einholti var gatið 38x27 sm. og í mjólkurbúð- inni mjög svipað. Er ólíklegt, að fullvaxinn maður hafi komizt inn um slíkar glufur. Nýjar orkulindir (Framhald af 16. síðu). Ýmsar þess konar áætlanir þeirra veröa einmitt til um- ræðu í Stokkhólmi. Víða um heim er munur flóðs og fjöru 15—16 metrar, og þar er gífurlega mikil orka ónytjuð. Vandinn er aðeins sá, að finna ráð til þess að láta hana þjóna mönnunum. Frakkar eru að koma upp miklum mannvirkjum við La Rance á Atlantshafsströnd innl, er eiga að verða upphaf hagnýtingar á afli sjávarfall anna. Þesari virkjun á að verða lokið 1963, og þar eiga að fást 350 kílóvött raforku. Gerð þessa mannvirkis er sú, að sjórinn verður látinn fossa inn í kvíar um aðfallið og veitt þaðan inn í skurði og virkjaður á svipaðan hátt og vatnsfall. Hafa Hollendingar sent verkfræðinga til Frakk- lands til þess að kynna sér teikningar og áætlanir og fylgjast með framkvæmd verksins. ísleysi (Framhald af 16 síðu) þá að lifa á niðursuðuvörum og öðru þess háttar. Or^ök matarbrestsins var sú, að sjó inn hafði ekki lagt eins og endranær, svo að veiðimenn irnir komust ekki á veiðlslóð irnar. Nú er loksins kominn ís, og síðustn daga hafa veiði mennirnir í Úmanak fengið þrjátíu seli. Viíræííur í nánd París—NTB 17.1. Það er nú útbreidd skoðun í París, að De Gaulleínuni nú eftir samningatilboð uppreisnarmanna í Alsír leita eftir leynilegum við- ræðum við þá með það fyrir aug- um að binda endi á styrjöldina í Alsír. Engin opinber yfirlýsing hefur enn komið eftir tilboð út- lagastjórnarinnar. 6 sækja um prófessors- embættið Frestur til umsóknar um prófessorsembætti í íslands- sögu síðari alda við heim- spekideild háskólans var lið- inn 15. janúar. Umsækjend- ur um embættið eru: Berg- steinn Jónsson cand mag., Björn Þorsteinsson cand mag., Gunnar Finnbogason cand mag., Jón Guðnason cand mag., Magnús Már Lárusson prófessor og Þórhallur Vil- mundarson, settur p-úfessor. Hvorugur þorði ... (Framhald af 3. síðu). óhappið bar að. Eigandi bíls ins er einnig 16 ára. Ökuþórinn vissi ekki, hvað skeð hafði, er hann fann eitt hvað rekast á bílinn, en í ofsa hræðslukasti ók hann allt hvað af tók heim til eiganda bílsins. Þeir lokuðu siðan bll- inn inni í skúr, og þorði hvor ugur að segja frá. Ökuþórinn hefur ekki áður komizt undir manna hendur. Nýr bátur (Framh al 16 síðu) róðra með línu. Hefur afli j Hólmavíkurbáta verið dágóð ur í haust, oftast frá þremur lestum í róðri og upp í hálfa fimmtu. Má segja, að afla- brögð hafi breytzt til batn- aðar þar nyrðra i fyrahaust. Áður var þar tregfiski mikið. i inn fimmtíu hestafla vél og j dýptarmæli, kostar um 6501 þúsund krónur með öllum i tækjum. J Harðnandi átök í Belgíu eftir óeirðirnar i Liege Jafnaftarmenn lýsa yfir áframhaldandi virkri andstö t$u Brússel, NTB, 17.1. — Eftir óeirðirnar í Liege í gær virð- ist nú hætta vera á því, að ástandið I Belgíu fari versn andi, en óeirðir þessar kost- uðu aátt mannslíf. Belgíski jafnaðarmannaflokkurinn hef ur skellt skuldinni á Eyskens og stjórn hans og tilkynnir, að hann muni krefjast um- ræðna í þinginu um málið, til þess að það verði fyllilega skýrt. ítilkynningu, sem flokk urinn sendi frá sér í dag, seg ir enn fremur, að hann muni enn berjast af fullum krafti gegn efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Það er nú álit stjórnmálafrétatritara í Annar hljóp ' í fyrrakvöld um W. 8,30 lentu tveir menn í rokna slagsmálum fyrir utan herkastal'ann, og sparaði hvorugur pústirana. Þeir voru orðnir harla illa útleiiknir, er lögreglan kom á staðinn, en þá tók annar mannanna á rás og hvarf á hlaupum. Hinn maðurinn varð eftir og fór með lög reglunni á varðstofuna, alluir blóð- ugur og illa til reika. Hann var flutt ur á slysavarðstofuna og gert að skurzlum hans, og reyndist hann ekki hættulega meiddur. ^ Eldur í ruslastokk í fyrrinótt var slökkviliðið kvatt að verzluninni Veirðandi, en þar hafði kviknað í ruslastokk í 'vöru- geymslu í kjallara. Eldurinn varð fljótt slökktur og án skemmda, nema rétt í kringum stokkinn. Brússel, að jafnaðarmannafl. muni nú fylgja verkfallinu í Vallóníu fast eftir, og télja þeir, að ástandið geti því átt eftir að versna á nýjan leik. Hnefaleikari lézt. Kaþólskir öldungadeildar- þingmenn komu saman í Brússel í dag og lýstu trausti á Eyskens fyrir einbeitta stefnu hans og skoruðu á hann að gefa hvergi eftir fyr ir kröfum jafnaðarmanna. Sá, sem lézt í óeirðunpm í Liege, var fyrverandi Belgíu- meistari í léttavigt í hnefa- leikum, Joseph Woussem að nafni. Er efrideiild belgíska þingsins kom saman síðdegis í dag, til að ræða sparnaðar frumvarp stjórnarinnar lögðu þingmenn jafnaðarmanna til að einnar mínútu þögn yrði gerð vegna láts hnefaleikar- ans í Liege. Einn þingmanna kaþólskra kvaðst vilja samþykkja þessa tillögu jafnaðarmanna með því skilyrði,1 að tekið yrði fram, að það hefði ekki verið lögreglan, sem ábyrgð bar á láti hans, heldur forsvars- menn þeirra óeirða, er áttu sér stað. Þessu reiddust jafnaðar- menn mjög og gengu af fundi í mótmælaskyni. Þyk- ir nú sýnt, aff deilurnar í Belgíu séu að harSna að nýju og allra veðra sé von. Fundu launaskrá frá 13. öld f.Kr. Danskir forinleiíafræ'Singar nýkomnir frá rannsóknarstörfum í sýrlenzku fjöllunum ÞriSjá leiðangri danskra fornleifafræðinga til hinnar fornu Fönikíu (Sýrlapds). sem farinn var á vegum Carls- bergssjóðsins, er nýiokið og vísindamennirnir komnir til Hafnar. i í fjöllunum á strönd Sýrlands grófu fornleifafræSingarnir niður á menjar fornra mannabyggða frá steinöld hinni síðari (6000 árum f Kr) og ennfremur fundu þeir víða í fjöllunum ýmsar menjar frá ís öld. Vísindamennirnir fundu m. a lítið þorp frá bronsöld, og þar var að finna ýmsar dýmætar upplýs- ingar um landbúnað Fönikíu n.anna hinna fornu Grafið var niður á leirtöflu frá 14. öld f Krist og fornleifafræðingarnir telja sig nafa fundið launaskrá hermanna, sem börðust á þessum slóðum á 13. öld fvrir Kristsburð. I Leiðangursstjórinn, dr. phil. P. J. Riis, við störf sín uppi í sýrlenzku f jöllunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.