Tíminn - 18.01.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.01.1961, Blaðsíða 12
mtti»w, mHMkuðagHm 18. Ja«úar Múl. ....................... wwiiwm.i" RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Ingemar Jo. þykist öruggur með sigur Ingemar Johansson fór frá Gautaborg um síðustu helgi til æfingastöðva sinna í Genf. í samtali við sænska blaða- menn sagði hann, að hann myndi fara síðast í þessum mánuði ti! Bandaríkjanna og hann væri ákveðinn í því, að vinna aftur meistaratitilinn í ÍNGEMARJOHANNSSON — nú á að &igra ' þungavigt. Við fréttaritara AP sagði hann: „Þennan xeik mun ég vinna. Ég veit hvað ég gerði rangt/ síðast og hvernig ég á að komast hjá því nú. Af kvikmyndinni, sem tekin var, hef ég lært margt, sem niun hjálpa mér í leiknum 13. marz.“ Ingemar æfði mjög vel í Svíþjóð með flestum beztu hnefaléika- mönnum þai- í landi. Hann virð- ist nú sterkari og þyngri en nokkru sinm fyrr. Á hverjum degi hljóp hann míluvegalengd og slóst síðan 20 lotur í hringnum. Hann var ekki hræddur við að spá um úrslit í Miami Beach 13. marz. >$g álít að ég þurfi ekki eins margar lotur til að sigra og Floyd Patterson þurfti síðast, þegar við mættumst“, segir hann. Fjölskylda Ingemars fer með honum til Bandaríkjanna, ásamt framkvæmdastjóra hans, Edwin Ahlquist. Þjálfarar hans verða Nisse Blomberg og Bandarikja maðurinn Whitey Bimstein. Hið fyrsta, sem Ingemar mun gera, þegar hann kemur til Bandaríkj- anna, er að vera viðstaddur hóf, þar sem Floyd Patterson verður afhent mikil stytta frá bandaiísk- um blaðamönnum, en þeir kusu hann „Hnefaleikamann ársins“. Árið áður hafði Ingemar hlotið þá styttu. Innanhússmeist- aramdt íslands 4. og 5. marz n.k. Innanhússmeistaramót Is- lands í frjálsum íþróttum ^ verður haldið 4.—5. marz | næstkomandi I Iþróttasal Há- ! skólane. Keppt verður í há- stökki, langstökki og þrístökki án atrennu, hástökki með at- rennu, stangarstökki og kúlu varpi. Laugardaginn 4. marz hefst mótið kl. fjögur, og j verður þá keppt i stangar- stökki, hástökki án atrennu og kúluvarpi. — Daginn eftir , hefst mótið kl. 2,30. HaUgeir Brenden er enn ssijaSl Tveir meistarar Burnley og Hamburger Spv. í Evrópubikarkeppninni í dag — Spænska li'ðií Barcelóna tali'S sigurstrang- legast í keppninni Enska atvinnuliðið Burnley ogHamburger Sportverein hafa komizt að samkomulagi um það, að fyrri leikur fé- laganna i Evrópubikarkeppn- innj, skuli fara fram í Burn- ley í dag við fljóðljós. Þó til verkfalls Komi hjá enskum at- vinnuknattspytnumönnum á laugardagínn mun það þó ekki hafa áhrif á þátttöku Burn- ley í Evrópubikarkeppninni. Leikmenn hafa ákveðið að leika báða leikina við Ham- borgarliðið, og fer ágóðinn af seinni 'eiknum i verkfalls- sjóð atvinnumannanna — ef verkfall verður. Spænska liðið Barcelóna er talið sigurstranglegast í keppn- irni í ár, en liðið vann sem kunn- ugt er Real Madrid, sem unnið htfur keppnma síðustu fimm árin. Hlutföllin veömálum eru 2—1 fyrir Barcelóna. Næst kemur Beneficia, Pórtúgal, með hlutföll- in 7—2, þá Hamburger Spv, með 5—1, Burniey er með 6—1 og hin liðin, sem eftir eru í keppn imni. með 100—8. I í fjórðungsúrslitum eru þessi lið, auk Burnley og Hamburger Spv., IFK Malmö, Svíþjóð, sem leikur við Rápid, Austurríki, Beneficja, Portúgal, leikur gegn AGF, Árósum. Barcelóna leikur !við það liðið, sem sigrar í keppni liðarjna Spartak, Tékkóslóvakíu, og Pananthiankos, Grikklandi. en úrslit hafa ekki enn fengizt milli þessara liða. Nýtt hefti af Skák Skák, fyrsta hefti 11. árg. hefur borizt blaðinu. Af efni þess má nefna: Friðrik Ólafs son, sigurvegari í svæðakeppn inni í Berg en Dal, og nokkr ar skákir eru frá því móti. — Guðmundur Arnlaugsson skrifar um Olympíumótið í Leipzig. Þá er grein um Haust mót Taflfélags Reykjavíkur, skák mánaðarins, skákstig ársins 1960, skákbyrjanir, skákdæmi og margt fleira. Flestir beztu skíðagöngu- menn Noregs tóku þátt í skíðagöngu í s.l. viku í Skiens, sem haldin var til minningar um hinn fræga hlaupara og blaðamann Norðmanna, Hjalmar Johansen. Bar skíða mótið nafn hans, en „Hjalle“ eins og hann var kallaður á frægðardögum sLnum lézt fyrir ári. Ganganv fór í alla staði hið bezta fram og varð mikill sigur fyrir hinn „gamla“ göngugarp og tvö- falda Ólympíumeistara, Hall geir Brenden. Hann varð fyrstur á 21,27 mín. Annar varð Oddmund Jensen á 21,30 mín. Þriðji varð Reidar Andreasen á 21,39 mín. Fjórði Magnar Lundemo á 21,44 mín., og fimmti varð Sverre Stensheim á 21,46 mín. Oýrir kallar hjá Real Madrit Spænska liðið Real Madrid hefur fallizt á að leika einn leik í Rio de Janero við braz ilíska landsliðið í knattspyrnu og verður leikurinn x sam- bandi við þau hátíðahöld, sem fram fara, þegar hinn nýi forseti landsins, Janos Quardos, tekur við forseta- embættinu. Og fyrir þennan leik fær Real Madrid 50 þúsund doll- ara, auk þess, sem ferðir og uppihald fyrir 25 leikmenn, verða borgaðar. Það eru „dýr ir kallar“ hjá Regl Madrid — en þeir eru vel þess virði að mikið sé greitt fyrir að fá að sjá þá leika. Okkur barst hingað á blaðið nýlega nokkrar myndir af íþrótta- fólki, sem gefnar eru út sem myndasería í Austur-Þýzkalandi. Auítur-Þjóðverjar eiga mörgum mjög góðum íþróttamönnum á að skipa, og virðist þessi myndasería einkum ná til íþróttafóiks þeirra, sem keppti á vetrar- og sumarólympíuleikunum. Og hér er mynd nr. 3 í seriunni og sýnir hún tvo ólympíusigurvegara frá Squaw Valley. Til vinstri er Helga Haase, sem sigraði i 500 m. skautahlaupinu mjög á óvart. Hún hlaut einnig silfurverð- launin i 1000 m. hkautahlaupi. Til hægri er frægasti skíðastökk- maður heims, Helmut Recknagel, en hann sigraði í skíðastökk- inu í Squaw Valley með miklum glæsibrag. Recknagel hefur einnig sigrað tvivegis í Holmenkollenmó'tinu. Á bakhlið mynd- anna er skýrt nokkuð frá íþróttaferii þeirra, sem myndirnar eru af, og einnig almennum upplýsingum. Til dæmis er skýrt frá því í sambandi við Recknagel, að hann sé fæddur 20. marz 1937, og sé ókvæntur, og hafi mikinn áhuga fyrir knattspyrnu, frjálsum íþróttum og leikfimi, auk skíðaíþróttarinnar. Firmakeppni Skíðaráðs Rvíkur um næstu Iielgi Um 100 fyrirtæki eru skráð í keppnina Sunnudaginn 22. jan. 1961, | er í ráði að Firmakeppni! Skíðaráðs Reykjavíkur verði haldin. Ef nægur snjór verð- j ur mun keppnin fara fram1 við Skíðaskálann í Hveradöl- um, annars mun keppnisstað ur verð'a auglýstur síðar. Um 100 fyrirtæki taka þátt í keppni þessari, og allir beztu skíðamenn Reykjavíkur eru skráðir á mót þetta. Hinn vin sæli skíðakappi Stefán Krist jánsson mun sjá um brautar lagningu. Firmakeppni bessi er forgjafarkeppni og eins og venjulega er, allt í óvissu um sigurvegara. •v*v*v*v*v*x»v«v*v»v*v*x* Auglýsið í TÍMANUM i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.