Tíminn - 18.01.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.01.1961, Blaðsíða 16
Miðvikudaginn 18. janúar 1961. 14. blaS. Nýr fiskibátur bætist við á Hóimavík menn frá Hólmavíkj Þeir félagar komu á báti sínum til Reykjavíkur fyrir helgina, en munu brátt halda á honum heimleiðis. Þegar heim kemur, munu þeir hefja (Framhald á 2. eíðu.) Þrír komu á dögunum suður á Akranes til þess að sækja þangað nýjan tólf lesía bát, er þeir létu smíða þar í Báta stöðinni, skipasmíðastöð Inga Guðmonssonar. Heitir bátur þessi Farsæll og ber einkenn isstafina ST 28, en eigendurn ir eru Jóhann Jónsson, Kjart an Jónsson og Karl Loftsson. ísleysi olli matarskorti Mikill matarskortur var á Norður-Grænlandi, einkum í Úmanak, um áramótin. Voru matgjafir hafnar um miðjan desembermánuð, og varð fólk (Framhald á 2. síðu > Hæstu vinningar í B - flokki í gær var dregið í B flokki happdrættisláns ríkisins. Hæstu vinningar féllu bann ig: — 75 þús. kr.: 119895, 40 þús. kr.: 132105, 15 þús. kr.: 1770, og 10 þús. kr.: 8543 85771 og 120500. (Birt án áb.). Ðo - re - mi - fa - so - Hver var að hlæja, þegar ég kom inn? Kannske það hafi verið kötturinn? — Þannig hljóðar upphaf að gömlum húsgangi, og manni gæti dottið hann í hug, er þessar tvær myndir ber fyrir augu. Ekki vitum við gerla, hvað þessir tvisv ar sinnum þremenningar eru að gera, en manni gæti dottið í hug, að þetta væru tvö söngtríó, sem væru að spreyta sig á sama lagi. Við rákumst á þessar mynd ir í útlendu ljósmynda- blaði, og fannzt ranglátt, ef landslýðurinn ætti aff fara á mis við jafn ágætar myndir, og birtum þær því hér. Mestu hernaðarútgjöld á friðartímum til þessa ! Eisenhower hefur lagt fram fjárlagafrum-, varp Bandaríkjanna fyrir næstk. fjárhagsár Féll niður örendur í fyrrakvöld varð maður nokkur bráðkvaddur í Reykja vík með þeim hætti, sem nú skal greina: Ölvaður maður kom í, heim sókn til hans. Eftir nokkra stund fór sá ölvaði aftur, en rétt í sama , bili uppgötvaði húsráðandi, að sá ölvaði var með lykil, sem hann átti ekki að vera með, og hraðaði sér á eftir honum út á götu. En um leið og húsráðandi tók í öxl mannsins, féll hann nið ur og var örendur. — Hann mun hafa fengið heilablóð- fall í sumar og hraðað sér meira að þessu sinni en hann var maður til. Washington, NTB 16.1. — ! i Eisenhower Bandaríkjafor-! seti lagði í dag síðasta fjár- 1 lagafrumvarp sitt fyrir þing- 1 ið, en það er fyrir fjárhagsár! það er hefst 1. júní næstkom j andi. Heildarupphæð þess i nemur 81 þús. milljónum doll ara og er það tveimur millj- örðum hærri upphæð en á nú , gildandi fjárhagsári. Um 43 þúsund milljónum dollara er varið til ýmissa hernaðar- þarfa, eða meira en helmingi heildarupphæðarinnar og eru það meiri útgjöld til land- varna en nokkru sinni fyrr' á friðartímum. Eisenhower seg ir í frumvarpi sínu, að bvi sé ætlað að auka hernað" -mátt Bandaríkjanna, efla velferð heima og erlendis, styrkja listir og vísindi og koma til að'toðar við þau erlend ríki er aðstoðar þurfi Málmar bræddir við sólarhita og sjávarföll virkjuð i, Þrátt fyrir tilkomu kjarn- orkunnar leita menn enn kappsamlega annarra úrræða til þess að fullnægja sívax- andi orkuþörf mannkynsins. Þar er jöfnum höndum lagt kapp á að rannsaka hvernig nota megi afl vindanna, yl sólarinnar, sjávarföllin og hitaorku þá, er býr í iðrum jarðar. í sumar verður efnt til ráðstefnu um þetta í Stokk hólmi að frumkvæði Dags Hammarskjölds. Það eru einkum Frakkar, sem komnir eru vel á veg með að nýta orku sólarljóssins, og miklar tilraunir í þá átt-munu einnig hafa verið gerðar í Ráðstjórnarríkjunum og ísra el. Sólarofnar Frakka. Frakkar hafa í mörg ár rek ið tilraunastöð í - Pýrenea- fjöllum. Nú virðast þeir hafa fetað sig svo áfram í þessu efni að þess sé ákammt að bíða að hagnýting sólarork- unnar geti hafizt, enda eru þeir að ’reisa nýja og stærri stöð. Rannsóknir Prakka hafa einkum farið fram á fjallinu Louis, þar sem fimm sólofnar eru nú þegar. Kjarni þessarar stöðvar er stór, íhvolfur speg ill, tólf metra breiður og 11 metra hár. í rauninni er þessi spegill settur saman úr 3500 minni speglum. Orkan er höndluð með þeim hætti, að annar spegill er látinn varpa geislunum á stóra speg ijinn, er safnar hitanum sam an í ofni, sem sérstaklega er smíðaður til þess að veita honum viötöku. Tilraunir hafa verið gerð ar með að bræða járn og aðra málma í þessum ofni, til dæm is króm. Sólarsuða. Það eru ekki sízt fátæk og vanþróuð lönd, þar sem sól- far er mikið, er vænta sér , góðs af hagnýtingu sóhv ':u. |Má þar nefna Indland og Jórdaníu. Raunar er það orð ið alsiða í þeim löndum, að menn sjóði mat sinn í eins konar sólofnum, í stað þess að sjóða hann við taðeld á gamla vísu. Það hafa nefni- lega verið fundnar upp ein- faldar sólsuðuvélar. Menn gera ráð fyrir, að miíljónir slíkra eldunartækja komizt í notkun í fátækum sólarlönd um, áður en langt um líður, einkum í Norður-Afríku og Vestur-Asíu. Vindar og sjávarföll. Vindunum er einnig gefinn gaumur, þar sem hörgull er á vatnsorku til rafvæðingar. í því efni standa Danmörk og Ástralía framarlega, og þessum málum er einnig gef inn mikill gaumur í Banda- ríkjunum. Sumir ætla, að sjávarföll- in geti líka leyst orkuþörf sumra landa, og. við þvílíkar rannsóknir og tilraunir eru Frakkar framarlega í fl-’-.ki (Framhald á 2. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.