Tíminn - 18.01.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.01.1961, Blaðsíða 8
8/ TÍMINN, miðvikudaginn 18. janúar 196L Ritstjóri Vikunnar er greinilega maður, sem hefur lúmskt gaman að íslenzku mannlífi og hinum kynlegu kvistum þess. Síðasta skemmtun hans var sú að etja fyrrverandi falleniðum æðstatemplar í stúkunni Víking, núverandi formanni menntamála- ráðs, Helga Sæmundssyni, á for- aðið í bjórmálinu. Hinum falleraða æðstatemplar er á gr'átbroslegan hátt beitt fyrir plóg áfengisauðmagnsins og látinn æpa hástöfum og heimta sterkan bjór, til viðbótar öðrum drykkjum og hömlulaus't áfengisflóð yfir landið. Hinn gamansami ritstjóri Vik- unnar vissi vel hvað hann gerði, þegar hann valdi Helga til þess- arar skemmtunar: Það er ekki að- eins fas Helga, sem minnir á hinn alvarlega bardagamann Don Quix- ote. Fangbrögð Helga Sæmunds- sonar við menninguna eru ekki síður í ætt við þá höfuðásti’íðu Iukkuriddarans að berjast við vind myllur, — eins og oft vill verða hjá mönnum, þegar lína hæfileik- anna myndar níutíu gráðu horn við sjálfs’álitið. Þessi Don Quixote vorra tíma hóf baráttu sína með því að gefa út ljóðabók. Venjulega fyrirgefst mönnum slíkar ljóðfórnir, þótt af vanefnum séu fram bornar, en með söguhetju okkar gegnir öðru máli. Ljóðabókin „Sól yfir sund- um“ gleymist ekki fremur en sálmar Gísla Jónssonar, — en fræðimenn eru sammála um að þessir tveir herrar hafi látið frá sér fara þá hraklegustu ljóðagerð, sem fyrirfinnst á íslenzku máli. Þegar vorum falleraða æðsta- templar í stúkunni Víkingur hafði verið komið í skilning um getu sína sem Ijóðasmiður, sneri hann sér að fræðimennsku. Afr’ek hans á því sviði reyndust eins- dæmi. Komst núverandi formað- ur menntamálaráðs í sínu nýja hlutverki yfir ritgerð annars manns, er hann taldi lítt kunna (!) og birti undir sínu nafni með prentvillum og öllu saman. En aðrir fræðimenn okkar reyndust minnugri en Helgi hafði reiknað með, og hýddu þeir hann svo eftirminnilega fyrir tiltækið, að Helgi lét af frekari tilraunum til að sýnast fræðimaður, enda hvorki þekking né rökvísi höfuð- dyggðir þeirra Donquixotanna. —. Var nú ekki um annað að ræða fyrir Helga en að gerast ritdóm- ari. Þar reyndist hann eins' og vænta mátti marklaus, og sagði eitt í dag og annað á morgun. Venjulega hældi hann mest lítil- fjörlegum kvæðum; — fiðrildum, sem eru ormaætt'ar eins og hans eigin „skáldskapur". Meiriháttar kveðskap hefur þessi múglífs- skvaldrari hins vegar hvorki heila né hjarta til að skilja. Til að hefna sín á tilverunni og þeim mönnum, sem hann langaði helzt til að teljast í flokki með, en gat aldrei, lagði Helgi, þegar hér var komið sögu, ofurkapp á að komast í menntamálaráð og út- hlutunarnefnd listamannalauna, — en þar hefur hann nú setið í ó- þökk allra rithöfunda og lista- manna annarra en kommúnista, sem hafa fleytt sér á honum um myrka ála eins og Sæmundur á selnum forðum — og haft bæði gagn og gaman af. En til að tryggja sér sem bezt not af Helga, hafa kommúnistar jafnan hin síðari ár kosið hann ®em formann bæði úthlubunar- nefndar listamannalauna og menntamálaráðs. Hins vegar hef- ur Helgi átt í nokkrum erfiðleik- um með að sannfæra flokksmenn sína um að koir.mar styðji sig vegna þess hvað hann sé góður krati! Á síðasta ári var það samkomu- lag stjórnarflokkanna að Sjálf- stæðismaður yrði formaður mennta málaráðs. Þegar til kom sveik Helgi samkomulagið og kaus sjálf- an sig til formennskunnar!! Þannig hafa öll hlutverk Helga Gunnar Dai, rithöfundur: Fangbrögð formanns mennta- málaráðs við menninguna Helga Sæmundssyni svarað Sæmundssonar á leiksviði menn-ídeyr þriðji hver Frakki áfengis- ingarUfsins verið gamanhlutverk,1 dauða á bezta aldri (35—50 ára). sem vakið hafa allmikla kátínu' (Eftir sömu skýrslum eru 40% þótt riddari vor skildi ekki ævin-|slysa aF"völdum ölvunar og 60% lega sjálfur, hveijs vegna menn j glæpamanna eru þar taldir hlógu. j drykkjusjúklingar. — f Þýzka- Og nú skilja menn betur hvers Isoúi eru drukknir 6,10 1 eða vegna hinn gamansami r'itstjóri Vikunnar lætur Helga Sæmunds- son ganga 'fi'a-m fyrir skjöldu í öl- málinu. Helgi talar um í grein sinni að j menn eigi að sýna drengskap og heiðarleika (!J) — — Sjálfur hefurj Helgi unnið ævilangt bindindis- j heit og svarið við drengskap sinn að bei'jast ævilangt gegn áfengi í hvaða mynd sem er!! Ferst slíkum manni að tala um heiðarleika og drenglyndi? En hræsnin og hofmóðurinn ríða ekki við einteyming. — Hann ræð- ir í greininni í landsföðurlegum tón um alþingismenn, gefur í skyn, að á alþingi sitji eingöngu menn, sem láta sig þjóðai'hag engu varða, j en hugsi aðeins um atkvæðaveiðar. Síðan klykkir hann út með þess- um orðum: „Góðtemplarareglan reynir að troða í þá (þ.e.a.s. al-j þingismenn) samvizku sem þeirj álls ekki hafa“. Þett er undarlegaj mælt, og vafasamt, hvort alþingis1 menn græddu mikið á að skiptaj á samvizku Helga Sæmundssonar og sínu eigin „samvizkuleysi". En þótt Helga farist klaufalega í þessum skrifum sínum um heið arleikann, drengskapinn og sam- vizkuna, verður hlutur hans þó enn verri, þegar hann tekur að ræða rökin fyrir sterkum bjór. Helgi segir að það sé „furðulegt að þjóðfélag, sem leyfir þegnum sínum létt vín og sterka drykki, skuli n-eita þeim um áfengan bjór.“ Það „furðulega" við þessa setn- ingu er hvað hún er heimskuleg. Hann gæti alveg eins sagt, að berklasjúkan mann munaði ekkert um að bæta á sig tiltölulega mild- um sjúkdómi eins og mislingum! Það liggja fyrir ranns'óknir sér- fræðinga, sem sanna að langflestir drykkjusjúklingar eru úr þeim hópi manna, sem neyta saman á- fengs bjórs og sterkra drykkja. Áfengt öl með sterku diykkjunum stóreykur því alls staðar tölu á- fengissjúklinga. Þetta er óhaggan- leg staðreynd, og svo saklaus er Helgi væntanlega ekki að halda að menn legðu niður sterka drykki við að fá bjór. Helgi segir, að diykkjuskapur mundi ekki aukast við tilkomu sterks öls og hömlu- lausa áfengissölu. En hvaðan kemur honum slík vizka? Reynsla nær allra annarra þjóða sannar hið go; ustæða. Þar sem áfengið flýtur hömlulaust, er drúkkið til mikilla muna meir en á íslandi. Helgi brýnir það fyrir mönnum að drekka ekki eins og forfeð- urnir, „sem drukku aðeins á loka- daginn og í réttum" (!) íslend- ingar eigi að drekka eins og „sið- menntuð" þjóð. — Ein þessara siðmenntuðu vínþjóða eru t.d. Frakkar. Þeir drekka nú um 21.7 lítra af óblönduðu alkóhóli á hvert mannsbarn í landinu; íslendingar hins vegar 1.9 lítra. Þetta er ekki prentvilla. Frakkar drekka dag- lega og verða ekki eins áberandi drukknir og íslendingur, sem drekkur tvisvar á ári t.d. Hins vegar er drykkja þeirra 11—12 sinnum meiri en drykkja íslend- i><Ti. Eftir opinberum skýrsluml þrisvar _ til fjórum sinnum meira en á íslandi. „Menn skaða sig naumas't á bjór,“ segir Helgi í grein sinni, en í Þýzkalandi hefiír bjórinn m. a. átt mikinn þátt í óförum tvö hundruð og fimmtíu þúsund sálna, sem eru nú þar í landi á hælum fyrir drykkjusjúkl inga. Þá telja sérfræðingar ölvun af völdum bjórs valda tiltölulega mestum sljóleika, og orsaka ótölu- legan fjölda slysa. f Englandi er áfengisneyzlan um 6.0 1 eða þrisv- ar til fjórum sinnum meiri en á íslandi. f Sviss 8.4 1, á ftalíu 9.2 1, í Bandaríkjunum 5.7 1 o.s.frv. í öllum þessum hömlulausu löndum margföld á við ísland. Á Norðurlöndum er drykkjan minni vegna öflugri bindindis- starfsemi og meiri afskipta hins op- inbera. Þar er hún þó alls staðar nema í Finnlandi mun meiri en á íslandi. í Noregi 2.34, f Dan- möi'ku3.70 og í Svíþjóð 3.76. — í Finnlandi er hún lægst eða svipuð og á íslandi. í sambandi við Finnland er það athyglisvert að Finnar drekka tiltölulega minnstan bjór eða aðeins 18% af heildarneyzlu. Maður sem gerir sér grein fyrir þessum staði'eyndum, hlýtur að skilja, hvílík fjarstæða það er að halda fram þeirri skoðun Helga Sæmundssonar að sterkur bjór og hömlulaus sala áfengra drykkja auki ekki áfengisflóðið og þau slys, afbi’ot og niðurlægingu, sem því fylgja. Við þurfum heldur ekki að byggja á reynslu annarra þjóða í þessum efnum, okkar eigin reynsla, íslendinga, bendir ótví- rætt í sömu átt. Það er sem sé misskilningur Helga Sæ- mundssonar, að forfeður vorir hafi aðeins drukkði á „lokadaginn og í réttum.“ Meðan íslendingar voiu nýlenda Dana flaut vínið hömlulaust. Þess er getið t.d. árið 1862 að íslendingar hafi flutt inn sem svarar 5—6 1 af óblönduðu alkóhóli á hvert mannsbarn í landinu. Með tilliti til þess að þá drukku eingöngu karlmenn, er' augljóst að íslendingar drukku margfalt meir en nú og blóð- mörkuðust eymd og niðurlægingu. Þjóðin hefur einnig reynslu af ster'kum bjór. í Landsbókasafninu er til höfuðbók verzlunarfélags þess, er hafði með höndum aðflutn ing hingað árið 1655. Sést þar að inn eru fluttir 28 þús. pottar af brennivíni en 163 þús. pottar af sterku öli. Skúli fógeti staðfestir þetta og segir, að þetta ár hafi öl og vín verið flutt inn fyrir 14 þús. vættir, en allar matvörur fyr- ir aðeins 9 þúsund vættir. Þessi bjórdrykkja er grundvöllur hinnar miklu víndrykkju á 18. og 19. öld. — Þannig sannar öll reynsla bæði íslendinga og annarra þjóða, að sterkur bjór stóreykur drykkju- flóðið til ómetanlegrar bölvunar fyrir mannfól'kið. Þau rök Helga Sæmundssonar, að menn muni drekka rninna, ef þeir drekki líka bjór, „vegna þess að dælukrafti mannslíkamans eru takmörk sett,“ eru harla veigalítil gegn framan- greindum staðreyndum. Þá ber formaður menntamála- r'áðs að sjálfsögðu hag æskunnar alveg sérstaklega fyrir brjósti og segir: „Bindindismenn gera allt of lítið fyrir æskuna — — —“. Til að bæta úr þessu hefur Helgi ekk- ert annað til málanna að leggja, en það að gefa verði æskunni kost á sterkum bjór, svo að hún fari síður að drekka!! Að svona mála- flutningi er ekki orðum eyðandi. Helgi Sæmundsson telur fárán- legt, að íslendingar drekki ekkí sterkan bjór vegna þess að allar siðmenntaðar þjóðir drekk; bjór! En er minnimáttarkennd Flóa- piltsins svo alger, að hann telji óhugsandi, að íslendingar geti stað ið öðrum þjóðum framar á ein- hverju sviði? — íslendingar hafa einir „siðaðra þjóða“ bannað hnefaleika, og skara á þessu sviði fram úr öðrum þjóðum. fslend- ingar eru einir „siðaðra þjóða“ lausir við herskyldu og innlendan her. Fáir mundu samt telja það framför, ef farið yrði að þjálfa æsku landsins^ til manndrápa. Á sama hátt ber ís'lendingum a“ sýna ' þeim mun meiri manndóm, sem þeir eru fáliðaðri og skara fram úr öðium þjóðum, hvað snertir útrýmingu áfengis og annarra eit- urlyfja. Að einu leyti hefur Helgi Sæ- mundsson rétt fyrir sér: — Bind- indismenn, sem berjast gegn á- fengisbölinu eiu óvinsælir. — En hefur það ekki hvarflað að for- manni menntamálaráðs, að stund- um þarf töluverðan manndóm til að vera illa liðinn. Kristur var óvinsæll meðal Gyðinga og Sókra- tes meðal Grikkja vegna þess að báðir kröfðust þess að mannkindin kæmist upp á hærra stig, en til þess þurfa menn að leggja á sig það óvinsæla erfiði að ganga á brattann. Forustumenn samvinnu- hreyfingarinnar, bindindismanna og verkalýðsfélaganna voru einnig óvinsælir af skyldum orsökum. — Albr menn og allir hópar manna, sem berjast fyrir jákvæðum hug- sjónum veiða óvinsælir vegna tregðu manna til að halda á bratt- ann. — Það er hins vegar auðvelt að verða vinsæll með aðferðum múglífsskvaldrarans, sem talar eins og fólkið vill heyra og geiist fulltrúi og samnefnari lágþýfisins. (Framhald á 13. síðu.) Páll Bergþórsson, veðurfræðingur: Vind og snjó að éta Flestir karmast viS vísu'ua gömlu eftir sr. Jón Þorláks- son á Bægisá: Margur fengi mettan kvið, má því nærri geta, yrði fólkið vanið við vind og snjó að éta. Þegar við brosum að fjar stæöunum í þessari lipru háðvísu, er ekki víst, að við gerum okkur grein fyrir því, að hve miklu leyti sú fæða, sem við neytum, er orðin til úr vindi og snjó. Lítum við svolítið nánar á þær matvör ur, sem eru oftast á borðum okkax. Sem kunnugt er eru plönt umar undirstaða dýraJífs. Þó að sum dýr lifi á öðrum skepnum, séu rándýr sem kallað er, þá lifa fómarlömb þeirra á jurtum, beint og ó- beint. Oft er að vísu langur og krókóttur vegur fæðunn ar úr plönturíkinu til „neyt andans“. Minnstu kvikindin í sjónum éta sjávargróður. Stærri sjóskepnur lifa aftur á þeim og svo koll af kolli. Á landi lifa hins vegar flest rándýr beint á jurtaætum. Þar verður því augljósari 6ú grundvallarþýðing, sem jurt imar hafa fjTir lífið. Nú eru jurtir að lang- mestu leyti gerðar af þeim efnum, sem myndast viö kolsýrunám þeirra, samruna kolefnis og vatnsefnis. Koi- efnið fá þær úr kolsýru lofts ins. en vatnsefnið úr vatn- inu. Vatn og kolsýra eru hrá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.