Tíminn - 18.01.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, miðvikudagiifn 18. janúar 1961.
7
M Gi R ErT' T I ■Rl
Listlaunasjóður íslands ann-
ist úthlutun listamannalauna
Karl Kristjánsson hafSi í
gær framsögu fyrir frumvarpi
sínu um Listlaunasjóð íslands.
Flutti Karl ítarlega ræðu og
rakti m. a hin ýmsu form
sem veriS hafa á úthlutun
listamannalauna, en ætíð hef-
ur verið stormasamt um út-
hlutun þessa og eitt skipulag-
ið af öðru gengið sér til húðar.
Stjórnarfrumvarp um sama
efhi hefur verið lagt fram á
alþingi, en Karl taldi það of
þungt í vöfum og það myndi
ekki ná tilgangi sínum. Frum-
varp Karls og greinargerð sú
er frumvarpinu fylgir fer hér
á eftir:
1. gr. Stofna skal sjóð, er nefn-
ísi Listlaunasjóður fslands. Verk-
efni sjóðsins eru:
a. Að veita viðtöku fé, sem Al-
þingi ákveður á fjárlögum, að var-
iC skuli úr ríkissjóði til listlauna,
og öðru því fé, sem honum kann
að berast í sama skyni, svo sem
gjafafé.
b. Að greiða laun til listamanna
ár hvert.
c. Að ávaxta listlaunafé, sem
Sjóðurinn skiptist í 4 sjálfstæðar deildir
bíður úthlutunar, með því að
geyma það ; banka.
2. gr. Á fjárlögum skal_ árlega
veitt fé til Listlaunasjóðs íslands,
eigi minni upphæð í held en 2
milljónir króna. Fjárveitingin skal
sundurliðuð á fjárlögum, senv hér
segir:
a. Til skáida og rithöfunda.
b. — myndlistarmanna.
c. — tónlistarmanna.
d. — leiklistarmanna.
3. gr. Launaflokkar skulu vera
þrír.
í fyrsta flokknum skulu vera
menn, sem sjóðurinn greiðir ár-
lega laun jöfn hálfum hámarks-
launum í VII. launaflokki starfs-
manna ríkisins..
f öðrum flokki skulu vera menn,
er fá árlega laun, nema þeir hætti
um 5 ára skeið eða lengur að
stunda listi sína. Laun í þessum
f. okki skulu vera eins og þriðjung-
ui hámarksiauna í VII. launa
fiokki starfsmanna ríkisins.
í þriðja flokki skulu laun greidd
mönnum í viðurkenningarskyni
fvrir einstök unnin yerk eða vegna
viðfangsefna, sem þeir hafa með
höndum og ástæða þykir til að
vetia þeim fjárhagslegan stuðning
tii að fást við. Laun í þessum
flokki eru ekki fyrirskipaðar upp-
hæðir og ekki skylt að veita sama
manni þau ár eftir ár.
4. gr. Útnluíun launa samkvæmt
3 gr. skulu hafa á hendi fjórar
nefndir, sem úthluta hver fyrir
sina listgrein.
Úthlutunarnefnd skálda-
og rithöfundarlauna
skal þannig skipuð:
Menntamálaráð kýs einn mann,
og er hann formaður nefndarinn-
ar Heimspekideild háskólans til-
nefnir tvo menn og Rithöfunda-
semband fslands tvo menn.
Úthlutunarnefnd
myndlistarlauna
s-kal þannig skipuð:
Menntamálaráð kýs einn mann
og er hann formaður nefnd-
arinnar. Félag islenzkra myndlist-
aimanna tilnefnir einn mann og
Listasafnsráð einn mann.
Úthlutunarnefnd
ténlistarlauna
Menntamálaráð kýs einn
mann, og er hann formaður
nefndarinnar. ’Tónskáldafélag ís-
Iands tilnefnir einn mann og
sfjórn Tónlistar’skóla Reykjavíkur
einn mann
Úthlutunarnefnd
leiklistarlauna
Menntamálaráð kýs einn mann,
og er hann formaður nefndarinnar
Bandalag íslenzkra leikara tilnefn-
ir einn mann og Félag íslenzkra
leikdómenda einn mann.
Jafnmargir varamenn skulu
kosnir eða tilnefndir af sömu aðil
um og aðalroenn.
Menntamálaráðherra skal til- j
kynna hlutaðeigendum hverju
sinni, hvenær þeim ber að hafa
Frumvarp Karls Kristjánssonar
eiðvegir verði
lagðir um landið
lokið kosningu eða tilnefningu af
sinni hálfu á manni eða mönnum í
úthlutunarnefnd.
Nú kýs eða tilnefnir ekki ein-
hyer áðurnefndra aðila mann í
nefnd, og sual þá menntamálaráð-
herra skipa mann í nefndina í
staðinn.
Ekki skai kjósa eða skipa i
nefnd mann, sem liklegt er að
kunni að haía hagsmuna að gæta
fyrir sig við úthlutun listlauna í
þeirri listgrein, er nefndin á að
úrhluta fyrir.
Kjör í nefndir þessar gildir tii
þriggja ára í senn, frá næstu ára-
mótum að telja, áðui en kjörið'
var.
Úthlutunarnefndirnar fá þóknun
fyrir störf sin. Hver deild sjóðsins
(2 gr. a—d) greiðir sinni nefnd.
Menntamálaráðherra ákveður
þeknunina til hverrar nefndai
hverju sinni.
Úthlutunarnefndir skulu skila
ti. hvers fjái’lagaþings sundurlið-
aðri skýrslu um síðustu úthlutun
sína og greinargerð um fjárþörf-
ina í heild, ems og þær telja hana
vera hver fyrir sína deild vegna
næstu úthlutunar.
5. gr. Við fyrstu úthlutun list-
launa, eftir að lög þessi öðlast
giidi, skulu þeir listamenn, sem
við síðustu úthlutun listamanna-
launa voru ; hæsta flokki, vera
settir í fyrsta launaflokk.
Að öðru leyti er ekki heimilt að
færa á ári fleiri en tvo í hópi
(Framhald á 13. síðu.)
Á víðavangi
Þeir Karl Kristjánsson, Jó-
hann Hafstein, Eggert G, Þor-
steinsson og Björn Jónsson
flytja tillögu til þingsályktun
ar um reiðvegi. Tillagan er
svohljóðandi:
Alþingi ályktar, að ríkisstj.
skuli fela vegamálastjóra að
láta athuga, hvar nauðsyn
krefur, að gerðir verði reið-
vegir, og gera áætlun um
kostnað við þá vegagerð á
þeim leiðum, þar sem þörfin
telst mest aðkallandi. Við at
hugun þesa verði leitað álits
Landssambands hestamanna-
félaga.
Jafnframt láti ríkisstjórnin
undirbúa fyrir næsta reglu-
legt Alþingi frumvarp til
breytingá á vegalögunum, er
geri ráð fyrir þessari vega-
gerð. 1
í greinargerð með tillögunni
sevir:
Ársþing Landssamb. hesta-
mannafélaga, sem haldið var
á Akureyri dagana 5.—6. nóv.
1930, sambykkti eindregna
'!"’k um, að Alþingi geri ráð-
stafanir til — og lögleiði, að
’-onið verði á skípulev"' _eið
vegagerð, fyrst og fremst með
fram akbrautum, þar sem
f jölfarnast er á hestum og vél
kr’inum tækjum.
Við, sem flytjum þessa
þingsályktunartillögu, teljum
ósk ársþingsins réttmæta.
Það má furðulegt heita, að
fyrir löngu skuli ekki hafa
verið leitt í lög, að hið opin-
bera skuli annast lagningu
reiðvega meðfram fjölförn-
ustu akvegum.
Málið hefur áður komið fyr
ir Alþingi. Árið 1941 flutti
Jónas Jónsson, þáverandi
þingmaður Suður-Þingeyinga,
svohljóðandi tillögu til þings
ályktunar í efri deild Alþing
is:
„Efri deild Alþingis ályktar
að skora á ríkisstjórnina að
láta gera rannsóknir og áætl
un um, hve mikið mundi kosta
að gera reiðvegi meðfram öll
um helztu akbrautum lands-
ins.“
Tillögunni var vel tekið og
hún samþykkt með samhljóða
atkvæðum nálega óbreytt.
En af framkvæmdum, er að
gagni komu, varð því miður
ekki.
Á þeim nálega tveim ára-
tugum, sem liðnir eru, síðan
þetta gerðist, hefur þörfin
fyrir reiðvegum aukizt. Vél-
knúnu tækjunum á akvegun-
um hefur stórkostlega fjölg-
að. Einnig hefur reiðhesta-
eign aukizt á síðustu árum i
kaupstöðum og sumum sveit
um og iðkun útreiða auðvitað
að sama skapi. Fleiri og fleiri
hverfa að því að eiga gæðinga
sér til andlegrar og líkam-
legrar hollustu. Er hvort
tveggja: að fólk hefur betri
efni á því en fyrr að eiga
skemmtihesta óg að risinn er
áhugi á ný fyrir hestamennsk
unni. Fólk, sem komið er af
léttasta skeiði, finnur þar
íþrótt við sitt hæfi, göfgandi
og heilsusamlega. Æskan
mætti snúa sér að þeirri tóm
stundagleði líka.
Hestar og vélknúin öku-
tæki samrýmast ekki á veg-
um. Veldur það oft og einatt
farartálma og töfum. Af því
stafar einnig slysahætta, sem
ekki verður komið í veg fyrir,
að alltaf verður fyrir hendi
þegar akbrautin er eina leið
in. Víða hagar þannig til, að
vegaskurðir og girðingar með
fram þjóðvegum fyrirbyggja
að unnt sé að víkja hesti út
af vegi, þótt nauðsyn krefji
umferðarinnar vegna.
Loks ber á þaö að líta, að
hesturinn þolir illa hina
grjótbornu akvegi. Hann þarf
mjúkt undir fót, et hann á
að geta neytt kosta sinna og
enzt án þess að veiklast í föt
um um aldur fram.
Það fólk, sem leitar sé ynd
is og heilsuverrdvr - í
(Framhald á 13 síðu.)
Gj’aldeyrisstafian og
gleraugu Ólafs
Er Ólafur Thors flutti ára
mótaræðu sína um áramótin
1959—’60 sagði hann að ís-
lendingar hefðu á 5 síðustu
árum eytt 1050 milljónum
króna umfram það sem þeir
hefðu aflað. Þau voru dökk
gleraugun, sem Ólafur skoð
aði þessi mál í gegnum þá
og ekkert tækifæri var Iát
ið ónotáð til að upplýsa þjóð
ina um, hve svart væri í ál-
inn. Ólafur sá þá allt sem
beinan halla. Hann taldi öll
þau framkvæmdalán, sem
tekin hefðu verið til arð-
bærrar uppbyggingar í land
inu sem byrði er væri að
lcollsteypa þjóðinni. Meðal
þeirra lána sem Ólafur
taldi sem halla, voru lánin
til Sementsverksmiðjunnar
og Sogsvirkjunarinnar svo
eitthvað sé nefnt. Allt var
þetta eyðsla um efni fram í
gegnur.i svörtu gleraugun
hans Ólafs. — Þau voru
býsna þægileg þessi svörtu
gleraugu meðan verið var
að undirbúa „viðreisnina“
og hið nýja þjóðfélag hinna
gömlu góðu daga.
Ný gleraugu
Ólafur er nú hættur að
nota svörtu gleraugun sín.
Hann hefur brugðið u- nýj
um gleraugum og nú sér
hann allt í öðru Ijósi. Það
hefur birt töluvert upp. í
áramótaræðu sinni í útvarp
ið um sl. áramót sagði ^ann
að gjaldeyrisstaðan hefði
batnað um 270 milljónir. Nú
hafði Ólafur brugð'ð úpp
nýjum gleraugum, viðreisn-
argleraugunum. Og það var
nú meira hvað veðrið var
bjart og fallegt. Nú sá Ólaf-
ur engin lán — ekki einu
sinni hin gífurlegu eyðslu-
lán, sem tekin hafa verið.
Nú var öllu sleppt. Birtan
var meira að segja orðin svo
(Fr'amhald á 13. síðu.)