Tíminn - 05.02.1961, Qupperneq 7
TVf’M'I’N N, sunnHdaginn 5. M>rúar 1961.
7
- SKRBFAD OG SKRAFAÐ
*
Alytanirnar, sem draga ber af stjórnarkosningunni í Dagsbrún - Óp stjórnarblaðanna um
fjjónustu við kommúnismann - Hvað er kommúnismi? - Hjálpa kjarabætur kommúnisman
um? - Skoðanabræður Syngmans Rhee og Salazar - Stjórnarblöðin taka McCarthy til fyr-
irmyndar - Hvernig á að mæta kommúnismanum? - Um tvær ólíkar leiðir að velja.
Um seinustu helgi fóru fram
stjórnarkosningar í Verka-
mannafélaginu Dagsbrún í
Reykjavik. Tveir listar komu
fram, listi stjórnar og trún-
aðarráös, og listi, sem Sjálf-
stæöisflokkurinn og Alþýðu-
ílokkurinn stóðu aö. Stjórn-
arflokkarnir studdu þennan
lista sinn af miklu kappi.
Niðurstaöan varð samt sú, að
listi þeirra beið hinn mesta
ósigur, eins og sjá má á því,
að munurinn varð 920 atkv.,
en hafði verið 475 atkv. árið
1959. —
í tilefni af þessum úrslit-
um, birtist síðastl. þriðjudag
forustugrein hér i blaðinu,
þar sem dregnar voru fram
eftirfarandi staðréyndir:
1. Þessi úrslit sýna, að
verkamenn vilja ekki una
þeim kostum, sem ríkis-
stjórnin úthlutar þeim, þ. e.
að sætta sig við 45—50 þús.
kr. árslaun meðan framleiðslu
vísitalan sýnir, að meðalfjöl-
skylda þarf 74 þús. kr. árs-
tekjur eða 68 þús. kr., þegar
fjölskyldubæturnar hafa ver-
ið frádregnar.
2. Það er rangt að telja
þessi úrslit merki um ein-
hverja þjónustu við komm-
únista, heldur hafa verka-
menn miðað afstöðu sína við
kjarabaráttuna eina saman.
3. Ríkisstjórnin á að draga
rétta ályktun af hinni ein-
dx-egnu afstöðu verkamanna
og athuga allar færar leiðir
til kjarabóta, án þess til verk-
falls þurfi að koma, því að
það yrði til tjóns og leiðinda
fyrir alla aðila. Þar kemur
m.a. til greina að draga úr
vaxtaokrinu og gera atvinnu-
vegunum þannig færara að
veita launþegum bætt kjör.
Þeir, sem íhuga hlutlaust
þessar niðurstöður Tímans,
munu vissulega telja þær rétt
ar og sanngjarnar, eins og
malum er nú komið í landinu.
Óp stjórnar-
’i
blaðanna
Bæði helztu stjórnarblöð-
in, Morgunblaðið og Alþýðu-
blaðið, tóku þessum niðurstöð
um Tímans hins vegar hið
vei’sta. Það var þó ekki reynt
neitt til þess _að hrófla þeim
með rökum. í stað þess var
hrópað, að Tíminn væri að
þjóna kommúnistum með þess
um skrifum. Tíminn væri með
þessu að berjast fyrir komm-
únisma o.s.frv.
Þessi skrif stjórnarblaöanna
eru vissulega þess efnis, að
nauðsynlegt er að gera þeim
nokkuð fyllri skil, þar sem
svipuð áróðursskrif verða nú
líka stöðugt tíðari í stjórnar-
blöðunum.
Til þess að geta tekið rétta'
afstöðu til kommúnismans,
verða menn að gera sér þess
fyrst grein, hvað kommún-
isminn er.
Hvað er komm-
úoismi?
í stuttu máli sagt er komm
únisminn einræðisstefna, sem
leggur öll völd í hendur til-
tölulega fámennrar valda-
klíku, sem reynir að viðhalda
þeim með ofríki og ofbeldi
Kommúnisminn er því eins
konar bróðir stórkapitalism-
ans, sem dregur auðinn og
völdin í fáar hendur, og í
mörgum tilfellum leiðir til
einræðisstjórnar, sem dæmi
eru fyrir hendi um í mörgum
ríkjum Suður-Ameríku, og eft
irminnilegast birtist í stjórn-
ax-háttum þeir-ra Hitlers og
Mussolinis.
Reynslan sýnir, að komm-
únismanum tekst víða að ná
verulegu fylgi í löndum, þar
sem fátækt og eymd ríkir, og
þá allajafnan með því að
klæða sig í aðrar flíkur en
sínar eigin. Hann reynir þar
að koma til dyranna sem
hugsjóna- og umbótastefna.
Af þessum ástæðum stafar nú
mikil hætta af kommúnism-
anum í Asíu og Afriku.
Það er nú eitt helzta vanda
mál vestrænna stjórnmála-
manna, hvernig þessum vanda
skuli mætt. Meðal umbóta-
sinnaðra lýðræðissinna ríkir
þó fullt samkomulag um það,
að þessari hættu verði bezt
mætt með því, að vinna að
bættum kjörum almennings
í umræddum löndum, og því
eigi hin auðugri lýðræðisríkin
að leggja sem mest af mörk-
um tii slíkrar viðreisnar.
Hjálpa kjarabætur
kommúnismanum?
Þegar búið er að athuga
þær staðreyndir, sem eru
greindar hér að framan, ætti
hver og einn að geta svarað
því sjálfur, hvort það sé nú
líklegasta leiðin til að þjóna
kommúnismanum hér á landi,
að vinna að því að þeir, sem
1 við þrengst kjör búa, fái eðli
legar og nauðsynlegar kjara-
bætur. Slíkt vinnur þvert á
móti gegn kommúnismanum,
því að það útrýmir jarðveg-
1 inum, sem er gróðraxvænleg-
| astur fyrir hann, fátæktinni
og skortinum. Ekkert er því
hægt að segja fjarstæðara en
| að verið sé að vinna í þágu
1 kommúnismans, þegar verið
er að vinna að bótum á lífs-
kjörum almennings.
Stjórnarblöðin gerast því í
Stefna Syngmans
Rhee og Salazar
Til eru þeir menn, sem telja
raun réttri hin mestu áróð-1 ista og fengið þá til að snúa
ursblöð fyrir kommúnismann, frá villu síns vegar.
þegar þau eru að setja kommj
únistastimpil á nauðsynlega ■
kjarabaráttu verkalýðsins og^
samtaka hans. Með því eru
þau að hjálpa kommúnistum
til að siglá undir því falska |
flaggi, að þeir séu venjulegir
umbótamenn, og draga með aðra leið vænlegri til að vinna
því athyglina frá einræðis- gfigxi kommúnismanum en
stefnu þeirra. i l?á, að vinna að umbótum á
!kjörum almennings. Þessir
Qíimvinraíi vilS menn telja umbótabaráttuna
kjalilVIlllld VIU jtil bölvunar og telja bezt að
mæta kommúnismanum með
ofriki og ofbeldi. Talsvert hef
ur barið á slíkum mönnum í
ýmsum löndum hin síðari ár,
eins og Syngman Rhee í Suð-
■1 haldsstefnu í Bandarikjun-
um. Vinnubrögð hans voru
fólgin , í því, að kalla alla
|frjálslynda menn kommún-
ista og setja kommúnista-
stimpil á alla umbótaviðleitni.
Um skeið hafði hann hættu-
lega mikil áhrif í Bandaríkj-
unum og -einnig utan þeirra.
Brátt opnuðust þó augu
manna í Bandaríkjunum fyr-
ir hættum og öfgum McCarthy
ismans og í dag hefur hann
orðið þar fáa formælendur.
Af þeim ástæðum er hryggi
legt, að þurfa að verða áhorf-
andi að því, að stjórnarblöð-
in íslenzku skuli nú daglega
skrifuð í anda McCarthyism-
ans. Það er í anda McCarthy-
ismans, þegar stjórnarblöðin
kalla það kommúnisma, að
unniö er að nauðsynlegum
leiðréttingum á kjörum al-
mennings, eða þegar eðlileg
kjarabarátta verkalýðsfélaga
er stimpluð þjónusta við
kommúnista.
Slík vinnubrögð eru hins
vegar ekki óþekkt á íslandi.
íhaldsblöðin kölluðu þá Jón-
as Jónsson og Tryggva Þór-
hallsson kommúnista. Sömu
'-.íafngift fengu einnig þáv. leið
togar Alþýðuflokksins
kommúnista
þar sem fátæktin sé bezti
bandamaður kommúnismans, ^Kóreu' Saíazar í Portúgal,
þá sé einkennilegt, að komm- FranCQ > á Chiang Kai
iiviifítnv nlri -i 11 f'tinnrJii w-i hAitn * '
únistar skuli stundum beita
sér fyrir Jcjarabótum og um-
bótum í lýðræðisþjóðfélagi.
Slíkt er hins vegar skiljan-
legt, þegar menn gera sér
ljóst, að kommúnistar vilja
oft leyna raunverulegri stefnu
sinni meðan þeir eru að afla
sér fylgis. Þá gerast þeir oft
þátttakendur í umbótabar-
áttunni og samvinna getur
þannig tekizt milli þeirra og
andstæðinga þeirra á ýmsum
sviðum, eins og t.d. sú sam-
vinna, sem hefur átt sér stað
millí þeirra og Emils Jóns-
sonar í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar, og sú samvinna, sem
á sér nú stað innan verka-
lýðshreyfingarinnar.
Um það er ekki nema gott
að segja, þegar kommúnistar
fást til að styðja umbótamál,
og gildir slíkt hið sama um
! afturhaldsmenn, þegar þeir
' fást til að styðja góð mál. En
það er vitanlega alveg rangt
að ætla að dæma kommún-
ismann af þessu og hið raun-
verulega markmið kommún-
ista. Aðaltakmark þeirra er
Shek á Formósu o.s.frv. I
kjölfar þeirra hafa svo fylgt
ýmsir minni spámenn, eins og
t.d. Eyskens í Belgíu.
Sú reynslan blasir nú víð-
ast við, að stefna þeirra Syng
mans Rhee og Salazar sé ekki
sigurstrangleg í viðureign-
inni við kommúnismann, en
þó er enn tii talsverður hópur
manna, sem trúir því. Meðal
þeirra virðast núv. valdhafar
íslands vera. Að vísu er hér
enn ekki ógnaö með
byssuskeftum eða varalög-
reglu, sem Sjálfstæðisflokkur
inn vildi einu si-.ini láta
stofna. í staðinn er ógn-
að með löngu verkfalli og
hungri, eins og Alþýðublaðið
gerði á sunnudaginn. Skortur
inn og sulturinn eiga aö
þröngva vinnustéttunum til
undirgefni.
Tvær leiðir
Fyrirmyndin
McCarthy.
McCarty öldungadeildar-
annað. Stundum geta þó slik maður hefur verið helzti full-
vinnubrögð þroskað kommún, trúi framannefndrar aftur-
Islendingar hafa eins og
aðrar þjóðir um tvær leiðir
að velja í mótspyrnunni gegn
því, að kommúnisminn festi
rætur hér á landi. Önnur leið
in er leið umbótastefnunnar,
sem vinnur að því að bæta
lífskjör almennings jafnt og
þétt og stuðlar að því að sem
allra flestir einstaklingar
verði efnalega sjálfbjarga.
Þetta er leiðin, sem Roosevelt
fór, þegar hann bjargaði
Bandarikjunum frá þvi að
verða bráð nazismans eða
eða kommúnismans. Þetta er
leiðin, sem Framsóknarmenn
hafa farið og vilja fara hér.
Hin leiðin er leið afturhalds-
s.tefnunnar, mörkuð seinustu
árin af Syngman Rhee og Sal
azar, og er fólgin í þvi, að
láta auðinn og völdin vera í
höndum fárra gróðamanna
og.halda kjarabaráttu almenn
ings í skefjum með ólögum
og ofríki. Þetta er sú stefna,
sem raunverulega var tekin
upp með „viðreisninni" í fyrra
og fylgt er í dag. Þetta er sú
stefna, sem mun reynast
kommúnismanum frjór jarð-
vegur, nema umbótaöflunum
takist að hnekkja henni og
knýja fram stefnubreytingu.
í dag er því raunverulega
glímt um það á íslandi, hvort
þjóðfélagsástandið skuli mót-
ast í framtíðinni af umbótum
og eðlilegri þróun eða hvort
öfgafull afturhaldstefna á að
bjóða kommúnisma heim.