Tíminn - 19.02.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.02.1961, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, sunnudaginn 19. febrúar<tl961, BELTI GÆÐASTÁL VARAHLUTIR NÁKVÆM SMÍÐI ALLIS-CHALMERS CATERPILLAR INTERNATIONAL & EINKAUMBOÐ Almenna Verzlunarfélagið hi. BOx 137 — Laugavegi 168 — Sími 10199 Reykjavík Leiðrétting Á miðvikudag var birt hér í blaðinu frétt af bíl, er valt við Hólmsárbrú vegna ógætilegs aksturs bíls, er kom á móti honum. Var þar farið hörðum orðum um „ökuníðinginn". Einhver misskilningur mun hafa orðið milli lögreglumannsins, sem sagði fréttina, og blaðamannsins, sem tók á móti henni — eða milli bílstjórans, sem fyrir veltunni varð, og Jögregkimannsins. Því „ökuníðingurinn", sem svo var kallaður í fréttinni, var sómakær bifreiðarstjóri á Hreyfli í skemmti- ferð með konu sína og 10 ára son. Hann kom í ritstjórnarskrifstofur Tímans samdægurs og sagði okkur fréttilna frá sínum bæjardyrum séða. Hann fór í skemmtiferð austur á fjall með konu sína og 10 ára son, og kvaðst hafa ekið hægt — jafn- vel hægar en hann var vanur, því að veðrið var svo gott. Þegar hann roætti Heinchel-bílnum á brúnni, varð hann ekki var við neitt ó- venjulegt, enda er brúin vel breið og óhætt að mætast á henni, fyrr en hann var kominn aftur með bílnum. Þá sá hann út undan'sér, að hann tók að skrika til. Hann nam þá þegar staðar, og sá um leið í speglinum, hvar Heinchelinn skall á handriðinu, fór í gegn um það og seig niður á skaflinn. Hreyfils- bílstjórinn hljóp út og kom að vörubílnum um leið og bílstjóri Söl marka(5svara (Framh af 16. sfðu). Mikill hlutinn af sölvunum, sem á markaði eru í borgum Kanada, koma frá Svörtu- höfn, og dæmi er um það, að sami maðurinn hafi unnið sér inn 1000 dollara með þess um hætti á einu sumri. Þegar sölvatekjutímabilinu lýkur, færist aftur kyrrð yfir Svörtuhöfn, því að staðurinn er afskekktur og einmanaleg ur alla aðra tima ársins. Eyiarskaggjar hreyknir íbúarnir á Grand Manan segja auðvitað, að beztu söl heimsins komi frá Svörtu- höfn. Þeir óttast ekki sam- keppni annarra. Hin hag- stæðu sjávarföll í Fundyflóa gera þeim sölvatekjuna auð veldari en öðrum, og þeir kunna margar sögur um fexða menn, sem komið hafa á eyna, dást að sölvum þeirra óg skrifað þeim seínna úr fjarlægum helmkynnum og beðið þá um að senda sér dá- lítið af þeirri dýrindisfæðu, sem eyjan gefur af sér. Eyjarskeggjar tala um söl- in sem fjársjóð sinn, enda eru þau þeim mikil tekjulind, og þeirra vegna hefur eyjan orð ið nafnfræg langt út fyrir Kanada. Söl holl fæða Hið karidíska timarit legg- ur mikla áherzlu á bætiefna- auðgi sölvana og hvetur til aukinnar neyzlu þeirra. Telur það upp fjöldann allan af vita mínum sem eru í þeim, og telur þau næríngarrikari en flestar aðrar daglegar fæðu tegundir. hans kom upp um dyrnar sem upp sneru. Þeir ræddust við og bar saman um tildrögin. í sama bili bar að annan bfl frá Hreyfli, og tók sá vörubílstjórann með sér í bæinn, en sá fyrri hélt áfram austur á Sandskeið. Síðan vissi hann ekki meir, fyrr en kona hans vakti hann með fréttinni um morg- uninm — Ég hélt mig væri að dreyma, er ég sá frásagnirnar í Tímanum og Morgunblaðinu, sagði hann. Hann flýtti sér til rannsóknar- lögreglunnar, sem ekkert vissi frekar um málið en hann, en þar sirildi' hann eftir nafn sitt og núm- ei, til þess að ekki þyrfti að lýsa eftir honum sem glæpamanni. Þess má einnig geta, að meðan á þessu öllu stóð, bar þriðja Hreyf- ilsbílstjórann að, svo að þeir voru tveir, bílstjórarnir, sem vissu hver ,,ökuníðingurinn‘- úr fréttinni var. Sex sinnum tvíburar (Framhald af 1. síðu.) setið auðum höndum um dagana. Trúlega hefur vinnutíminn ekki á- vallt verið hnitmiðaður og stund- um gleymzt og líta á klulkkuna. Það hefur áreiðanlega kostað þau Ólaf og Maríu stór átök og miklar fórn- ir að koma hópnum sínurn svo myindarlega til manns sem þau hafa gert. En þau munu nú, er tekið er að halla löngum og ströng um degi, telja sig hafa fengið vel goldin laun erfiðis síns. En hverja stendur þjóðfélagið í þakkarskuld við, ef ekki það fólk, sem færir því slíkar gjafir sem þau Ólafur og María? Vilja aukið starfslií (Framhald af 1. síðu.) í hvaða mynd sem er, sagði Lange. Aðeins stuðningur við aðgerðir SÞ getur bjargað kongósku þjóð- inni fré þeirrl ógæfu, sem hún hefur ratað í. Engin þjóð hefur rétt til þess að ganga í berhögg við S.Þ. — sjálfri sér til fram- dráttar. Norska stjórnin leggur til, að ailt erlent herlið í Kongó, sem ekki er þar á vegum SÞ, verði burt frá landinu. Stjórnin harmar síðustu atburði í Kongó, en ber fullt traust til Hammarskjöids, aðalritara S.Þ. Afstaða norsku stjórnarinnar til Hammarskjölds er óbreytt írá því á s.l. hausti, er harðar árásir voru gerðar á hann á allsherjarþingi S.Þ. Línuvertíðin (Framhald ar 1. síðu.) búa bátana á línufiski, og fóru þeir fáeina róðra, áður en þeir stöðvuðust til fulls 10. febrúar. Nú eru ekki horfur á, að sá undir búningur komi að frekari notum. Að vísu róa bátar eins útgerðar- manns, Jóns Gíslasonar,^ frá Grindavík, og einn bátur leggur upp í Sandgerði. En sjö eða átta bátar munu vera bundnir við bryggju. í frystihúsunum í Hafnarfirði er lítið að gera, nema hvað þang- að er fluttur með ærnum kostn- aði fiskur af Hafnarfjarðarbátun- vm, sem leggja upp í Grindavík og Sandgerði, og togurum, þegar þeir sigla ekki með aflann. Frystihúsavinna í Hafnarfirði er því ærið dauf. Vestmannaeyjar í Vestmannaeyjum er allt í lama sessi, því að þar er almennt verk- fall í landi og orðinn hörgull á mörgu til daglegra þarfa. Þar er sama sagan og annars staðar, að enginn veit, hversu úr muni rætast Haínarf jörður - Kópavogur Árshátíð Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði og Kópayogi verBur 1 Framsóknarhúsinu, iaugardaginn 25. febr. Nánar augiýst síðar. Nefndin,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.