Tíminn - 19.02.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.02.1961, Blaðsíða 12
12 T í MIN N, sunnudaginn 19. febrúar 1961. K. S. I. efnir til námskeiðs fyrir knattspyrnudómara RITSTJORI: HALLUR SÍMONARSON Landsliðið rétt vann K.S.Í. hefur slcipad nefnd til tœknilegs ráðuneytis um þjálfunarmál á vegum , sam-' bandsins. Nefndina skipa þeir: Karl Guðmundsson, sem er formaður nefndarinnar, Óli B. Jónsson og Reynir Karlsson. Fyrsta verkefni nefndarinn ar verður að gangast fyrir þrekþjálfunarnámskeiði, sem fram á að fara í Reykjavík um næstu helgi, hinn 25. og 26. febrúar n.k. Á námskeiði þessu verða teknir fyrir ýms- ir þáettir þrekþjálfunar fyrir knattspyrnumenn og auk þess flutt fræðilegt erindi. Kenn- arar á námskeiðinu verða nefndarmenn allir, svo og Benedikt Jakobsson, sem mun flytja erindi. Námskeið þetta er fyrst og fremst ætlað knattspyrnu- þjálfurum eldri flokka félag- anna, en það hefst, laugar- daginn 25. febrúar n. k. kl. 3,30 e.h. í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Barónsstíg. Þátttaka tilkynnist á skrif- stofu K.S.Í., Vesturgötu 20, sími 24079, eigi síðar en 23. febrúar n.k. Hraðkeppnismót í körfu knattleik n.k. þriðjudag Hið nýstofnaða Körfuknatt leikssamband íslands efnir til fyrsta körfuknattleiksmóts ins á sinum vegum að Háloga landi nœst komandi þriðju- dagskvöld. Hér er um hrað- keppnismót að rœðcer. Mótið hefst kl. átta og veröa leiknir fimm stuttir leikir. Fimm félög hafa til- kynnt þátttöku sína í það, ÍR, KFR, Ármann, ÍKF, ÍS og KR, og gefst því þarna kostur að sjá alla fremstu körfu- knattleiksmenn landsins i leik. B-R-I-D-G-E I fyirakvöld lék landsliðið í liandknattleik við úrvalslið, sem valið var gegn því, og vann aðeins með litlum mun, 24 mörkum gegn 21- Þrjá af landsliðsmönnunum vantaði, en þó kom neikvæður leik- ur liðsins á óvart. Jafntefli var í hálfleik, en úrvalsliðið hafði yfir- leitt forustuna, þar til síðustu mín útur'nar að landsliðið komst yfir. Á- horf endur voru margir og skemmtu sér- vel, einkum vegna þess hve létt var yfir leik úrvalsliðsins, og það stóð sig miklu betur en búiz'. var við. Bezti maður liðsins var Ingólfur Óskarsson, Fram, og skor- aði hann flest mörkin. Tveir frá Heim í HM Svíar hafa nú valið handknatt- leiksmenn þá._ sem verja eiga heimsmeistaratitil Svíþjóðar í keppninni í Þýzkalandi, sein hefst 1. rnarz/ Tveir leikmenn Heim, sænsku mcistaranna frá Gautaborg, voru valdir í liðið, en Heim kemur hingað í boði Vals síðast í marz. Sænsku blöð- in segja, að val leikmanna komi ekki á óvart, en þessir leikmenn voru valdir: Gunnar Brusberg (Heim), Don- |ald Lindblom (Redbergslid IK); Lennart Ring (AIK), Uno Dani- elsson (Lugi), Bengt Johansson (Majorna), Hans Olsson (Start, Hér er mynd af körfuknattleiðsliðl Knattspyrnufélags Akureyrar, sem sigraöi á Norðurlandsmótinu í körfuknattleik. Efri röð frá vinstri. Halldór Aspar, Hörður Tulinius og Jón Stefánsson. Fremri röð. Skjöldur Jónsson og Axel Jónasson. Örebro), Karl Oskar Olsson (H- 43), Stig Lénnart Olsáon (Heim), i Rolf Almqvíst (Vikingarna), Hans Collin (Lugi), Kjell Jöns son (H43), Hans Karlsson (Gui, Eskilstuna), Guinnar Kampen- dahl (Redbergslid 1K), Lennart Karnström (Gui, Eskilstuna), Áke Reimar (AIK) Rune Áhr- ling (Örebro). , Nýlega er komin út í Eng- landi mjög skemmtileg bridge bók, sem nefnist Play Bridge with Reese, og er eftir kunn- asta bridgespilara Englands, Terence Reese, sem sénnilega er bezti bridgespilari í heimi. Bók þessi er tvímælalaust í röð fremstu bridgebók^, og hér á eftir fer eitt dæmi úr bókinni. Reese byggir bók sína þann ig upp, að hann biður lesend- ur að setjast við hlið sér, fylgjast með sögnum og hvernig hann hugsar úrspilið og vömina. í formála segir hann meðal annars. „Hr. Reese hvernig vissir þú„ að vestur átti ekki fleiri hjörtu? Hvers vegna tókstu hina djúpu svíningu í laufi? Hvers vegna spilaðir þú upp á það að kóngurinn í spaða félli? Þetta eru spurningar, sem á- horfendur spyrja sérfræðing- ana eftir leik. Og venjulega er ekki hægt að svara þessu í stuttu máli, segir Reese, og nú skulum við fylgjast með hugsanagangi hans, þegar hann spilar úr spilunum og þá veljum við fyrsta dæmið í bókinni. „Venjulegt grand, Stay- mann svör og Blackwood, sagði félagi minn í byrjun rúbertu. Ekki beint þær að- ferðir, sem mér líkar bezt, en ég samþykkti þó. í fyrsta splli gaf ég og fékk eftirfar- andi hendi. A 1082 VK10752 ♦Kö *ÁK9 Erfið hendi vegna þess að ég vil helzt ekki opna á einu hjarta og ef til vill þurfa að segja tvö hjörtu eftir tvo .tígla hjá félaga. Venjulegt grand, sagði félagi, og vegna þess að ég á tvær tíur og fimmlit, hugsaði ég sem svo að bezt væri að fá lánaðan einn punkt eða tvo og opnaði á einu grandi. Vestur passar og félagi, sem er lærður, segir tvö lauf, ósk um að segja frá fjórlit í há- litunum. Eftir pass hjá Austri segi ég tvö hjörtu. Félagi kemur mér nú á óvart með því að segja sex hjörtu sem allir passa, en hann átt; þessi spil. A Á D V ÁG984 ♦ Á75 * G 8 7 Sagnir hafa verið þannig. Suður Vestur Norður Austur 1 gr. pass 2* pass 2 y pass 6 V pass pass pass Félagi stendur fyrir sögn sinni, en ef hann hefði sagt þrjú hjörtu í stað hinnar asnalegu sagnar *tvö lauf, myndi hann hafa spilað sögn i ina og þá hefði maður kom- izt hjá hinu erfiða útspili, gegnum ás og drottningu Iblinds í spaða. Ef um annað útspil hefði verið að ræða,' tekur sagnhafi trompin, hreinsar tígulinn og tekur síð an ás og kóng í laufi og spilar í , þriðja laufinu með miklum vinningsmöguleikum. j Eg áleit, að spaðasvínunin i væri röng, en það er þó ekki. óþekkt að spilarar spili út frá kóng gegn hálfslemmu, svo ég setti drottninguna á, en austur átti slaginn á kóng, og í spilaði þristinum til baka. Vestur lét sjöið. Hvernig á ég aö spila trompinu? Einu upp lýsingarnar, sem ég heý feng- iið er, aö Vestur virðist eiga | fáa spaða. Hann spilaði upp- I haflega út spaðaníunni og ég á áttuna; ef hann hefði átt langan lit með 9 og 7 hæstu j spil, hefði hann sennilega j spilað litlum spaða. Ef annar jhvor er með eyðu í hjarta er líklegra að það sé austur. Ég spila því hjarta fjarkanum úr blindumj austur lætur sexið og ég fæ slaginn á kóng, Vestur lætur þristinn. Eg tek annað tromp, Vestur lætur drottninguna, en austur kast ar spaða. Á einhvern hátt verö ég aö komast hjá því aö gefa slag á lauf og sennilega er bezti möguleikinn að reikna austur með drottningu og tíu. En hvernig er að reyna að finna meira út um skiptinguna? Eg spila því tígli, tek á kóng og spila spaða 10. Vestur kast ar laufi og blindur trompar. Svo austur á sex spaða. Eg. spila tígul ásnum og öðrum tígli og þá kemur nían frá Austri og 10 frá Vestri. Nú eru þessi spil eftir: A ¥ ♦ * A — ¥ — ♦ D * 10 6 43 ♦ ¥ ♦ * G 9 G 8 7 ♦ G 6 ¥ — ♦ G ♦ D 5 10 7 Á K 9 Eg á enn tvær innkomur í blindan og get því tvísvínað laufi. En er það líklegt að austur eigi D10? Austur á sex spaöa, eitt hjarta og minnsta kosti þrjá tígla. Og nú er spurningin: Á hann fjóra tígla og tvö lauf, eða þrjá tígla og þrjú lauf? Ennþá hef ég ekki séð tíguldrottn- ingu og gosa. Vestur spilaði tígul tíu í þriðju umferðinni í litnum, eða gerði hann það ekki? Auðvitað. Hann getur ekki einnig átt gosann og drottninguna, því þá hefði hann spilaö tígli, ef hann hefði átt DG10 fimmtu. Þá hlýtur austur að eiga 1 (Framhald af 12. síðu). X-íXfc%v.v . ..v.v.vvN: Það er ánægjulegt aS renna sér á skíðum, jafnvel þó maður renni sitjandanum við og við elns og kona sú, sem sést hér á myndinni, en in var tekin í Hlíðarfjalli við Akureyri fyrir nokkrum dögum. ser a mynd-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.