Tíminn - 19.02.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.02.1961, Blaðsíða 9
TÍ M1N N, sunnudaginn 19. febrúar 1961. 9 Þverárkot í Mosfeilssveit í vetrarharðindum. — Ljósm.: Þorst. Jósepsson. Jón Gíslason: HVÍTIVETUR * íslenzk saga á rík minni í rit um og sögnum um veðurfar og árferði. Hinir frumstæðu at- vinnuhættir hér á landi fyrr á öldum voru algjörlega háðir tíð og veðurfari, svo að mestur hluti þjóðarinnar átti svo að segja allt undir því að vel ár- aði. Afkoma öll bæði til lands og sjávar var háð veðurfarinu. Búskapur var að nokkru rek- inn með beit og útigangi. Þeg- ar harðir vetur komu varð oft almennur fellir, bæði fénaðar og fólks og margir flosnuðu upp og fóru á verðgang. Á síðasta fjórðungi 16. ald- ar fór veðurfar mjög harðn- andi á landi hér. Þó voru mjög mildir vetur stundum, eins og árið 1595. Um hann er sagt, að hann hafi verið af- bragðsgóður, svo að ekki þurfti að gefa geldum nautum hey. En það var svo og er ef til vill enn, að fólk hyggur fremur til þins betra, og marg- ir settu djarft á, bæði af van- efnum og í góðri trú að tíðar far yrði gott. Enda hefur það lengi verið viðkvæði, að betra sé að byrja búskap í höfðu ári en góðu. Eftir aldamótin ,1600 tók fyrst í hnúkana um veður- íar, hver harðindaveturinn kom á fætur öðrum. Fólk og peningur féll og margar jarðir fóru í eyði í harðbýlum sveit- um. Veðurfarsbreytingin um 1600 hafði margvísleg áhrif. Á 17. öld stórjukust'jökulárnar, sérstaklega gætti þess á vorin í leysingum. Runnu þær þá oft yfir nytjalönd og eyddu. Sérstaklega gætir þessa sunn- an lands og hafði hinar geig vænlegustu afleiðingar. Fátt sýnir betur harðindi og hallæri fyrstu ára 17. aldar en nöfnin, sem fólkið gaf vetrun um sem harðastir voru. Hlutu þeir nöfnin Lurkur, sem sumir nefna Þjóf, Eymdarár og Pín, ingsvetur. Á þessum árum svarf mjög að kjarna þjóðar innar, en átti þó enn að herða meir, því veturinn 1632—1633 er ef til vill sá langerfiðasti og harðasti, sem komið hefur um alla íslenzka sögu. Var hann nefndur Hvítivetur. Sumarið 1632 var votviðra samt og grasbrestur allmikill, urðu því hey víðast mjög lítil og bændur illa búnir undir harðan vetur. Með jólaföstu byrjuðu snjóar, en bráðlega blotaði og fraus á blotann, svo að algjör ja.rðbönn urðu. Segja annálar, að hross hafi þegar drepizt fyrir jól. Strax eftir jól gerði snjóa mikla, og herti harðindi. í annarri viku þorra kom svo mikill snjór, að hesta kaffennti á sléttum velli. Þá 'fennti bæ vestur á Ströndum í kaf, og fannst hann ekki fyrr en um vorið, og allt heim ilisfólkið dáið. Ófærð varð mikil, jafnt í byggð sem óbyggðum, og komust menn ekki í ver, enda var varla fært milli bæja og víða fennti fjár hús, svo þau fundust ekki dög um saman. Hafís rak upp að landinu á þorra og lá allan veturinn og nærri fram á Jóns messu. Engin veiði fylgdi ísn- um, sem oft var, og mikið bjargræði varð af í hinum mestu ísárum. Annan dag marz mánaðar gerði enn stórviðri mikið og hraktist fénaður og menn urðu úti. Eins og nærri má geta misstu bændur fénað sinn stórum. Þess er getið, að á Kjalarnesi fennti 100 hesta og undir Eyja- fjöllum féllu 153 færleikar og einir 7 lifðu í Skálholti. Frá Borgarfirði og austur að Rangá féllu 1200 kýr Einnig féll mikið af hestum, nautum og sauðfé. Hannes biskup Finnsson telur, að fallið hafi hérumbil fimmti hluti allra kúa á fyrrnefndu svæði. Einnig segja annálar að rjúpa hafi gjöreyðzt. , Sjávarafli var lítill um vetur inn. Voraði seint og vor var fremur hart, svo mikið drapst um vorið af peningi, sem hafði skrimt af veturinn Var þá nærri sauðlaust og hestlaust í sveitum. Var þá mikil örbirgð og lögðust jarðir í eyði. Sum- arið var votviðrasamt og gras lítið, en veðrátta góð. Viðbrögð fólks á 17. öld voru eflaust ekki mikil, þegar harð indi bar að garði eins og Hvíta vetur. Harðindi undanfarinn aldarfjórðung höfðu mjög sog- ið merg úr þjóðinni, og auk þess var verzlunaráþján, danskra farin að segja nokkuð til sín. En þó er til frásögn af ráðstöfun bónda gegn hörðum vetri haustið 1632, sem sýnir ef til vill hvort tveggja í senn; fyrirhyggju og framsýni, en fyrst og fremst þau einu bú- hyggindi sem dugðu á þeim ár um og öldum. Heimild þessi er í ættartölubókum, og hefur því ekki verið athuguð sem skyldi af fræðimönnum sem um þetta tímabil hafa fjallað. Jón er böndi nefndur Þor- valdsson. Hann bjó í Sviðu- görðum í Gaulverjabæjar- hreppi í Flóa. Hann hefur að líkum verið sæmilegur bóndi, þó að um það bresti heimildir. Segir svo í ættartölubókum „.... svokallaðan Hvítavetur lógaði pening sínum haustið fyrir". Frá Jóni er fjölmenn ætt komin og er það fátítt, að rakin sé ætt frá bónda á þess- um tíma. Sennilegt tel ég, að í stuttorðri frásögn ættartöl- unnar felist þau sannindi, að Jón hafi af fyrirhyggju sinni komizt vel af þennan vetur og orðið með efnaðri bændum, því hafi skráin um afkomend- ur h'ans varðveitzt. Sonur Jóns í Sviðugörðum var Magnús bóndi á Hamri i Gaulverjabæjarhreppi. Hann býr þar árið 1703, þegar mann talið er tekið, 84 ára. Frá Jóni í Sviðugörðum er komið mikið af dugmiklum bændum í Ár- nesþingl á liðnum öldum. Virð ist svo að margir afkomendur hans hafi einmitt verið mjög forsjálir í búskap og i fyrir- hyggjumenn. Sjáanlegt er, að staðreyndir þær, er ættartöl- urnar herma eru sannar. Það sést bezt þegar ættliðimir, sem raktir eru frá Jóni í Sviðu görðum, eru bomir saman við skjalleg gögn. Þá kemur í ljós, að tímaákvarðanir eru réttar, en það er oftast meginundir- staðan til þess að sanna ætt færslur fyrr á tímum. j Hægt er að láta sér detta í hug að Jón bóndi í Sviðugörð- um hafi farið eftir einhverj- um fyrirboðum, áður en hann lógaði peningi sínum haustið 1632, enda var trú á slíkt sterk á þeirri öld, bæði meðal al- þýðu og menntaðra manna. Til er útlend heimild um Hvíta vetur, sem sýnir þetta mjög vel. Skal nú vikið að henni. Á árunum 1651—1654 kom í Kaupmannahöfn Noregslýsing. eftir Jens Lauridsen Wolf, danskan mann Er þar lýsing á Islandi um það bil 50 blaðsíð- ur. Þar segir: „Árlð 1632 varð mjögharðurveturá íslandi, en um hausti^ áður öskraði kvik- fénaður óskapaðist og æddi um eins og ærður væri, síðan skreið féð saman í hnappa og tenn- urnar í því nötruðu eins og af kulda. Tvær kýr sugu sig sjálf ar og bitu svo af sér júgrin, hestar átu tré í húsum. hvar sem þeir náðu í það, þó þá væri nóg gras í högum, og eins átu þeir hrosshræ, sem úti ' voru. Margir aðrir fyrirburðir voru fyrir þessum harða vetri, þá sást í vatni nokkru 30 álna langur ormur, og þá ýlfraði stór selur eins og hundur, svo það heyrðist tvær mílur vegar. Hinn 8. sept. um haustið kom bylur með gaddfrostí, ár og vötn frusu og margir urðu úti. Sama haust söfnuðust 300 hrafnar saman á einn stað, þegar þeir voru búnir að þinga saman í 2 daga, drelfðust þeir aftur, en á þriðja degi 'sett- ust nokkrir hrafnar í hring, en hinir hoppuðu fram og aft- ur á meðan, tveir og tveir saman. Þessi ráðstefna stóð til þess kl 6 um kvöldið, þá söfn- uðust allir hrafnarnir aftur í hóp, réðust á tvo hrafna og rifu annan sundur, en í því kom stór örn, sem tók hinn hrafninn og flaug með hann burt, settist hún svo á stein, en þá bar þar að mann með byssu, hann skaut örnina, þá flugu hrafnarnir allir burt og hafa ekki sézt þar framar.“ Þessi lýsing sýnir vel hugs- unarhátt 17. aldarmanna og hina miklu trú þeirra á fyrir- boða og hindurvitni. Björn á Skarðsá segir í annál sínum um Hvítavetur: „varteikn fyrir þeim harða vetri og peninga- hruni, sem eftir fór um vetur inn“. Segir hann ekki nánar frá þessum fyrirboðum, en af þessu er hægt að álykta, að menn hafi orðið varir þeirra. Ef til vill hefur Wolf náð í sagnir af þeim. Frásögn hans er því merk og ekki síður fyrir það, að hún sýnir jafnframt þjóðtrú aldarinnar og umtal erlendra mana um fjarlæg lönd og það, sem þeim þótti frásagnaverðast. Fimbulvetur eins og Hvítivet ur urðu örlagaríkir fyrir allan almenning í landinu. Fjöldi fólks missti allt sitt, bjarg ræði og búsetu, þess beið ekk- ert annað en verðgangur. Fjöldi jarða fór í eyði, og ef- laust aldrei byggzt meir. Sögn in í ættartölunum um Jón bónda Þorvaldsson í Sviðugörð um er hin merkasta. Hún sýn- ir, að viðbúnaðurinn bezti og eini sem dugði hjá bændum landsins í harðindaárum, var að láta hnífinn ráða ómæli vetrar og veðurhörku, lifa af við sparnað. Möguleikar voru ekki miklir til framfara né . stórræða við slíkt búskapar- lag, þó að einum og einum bónda tækist að komast til bjargálna. Harðinda- og hafís ár urðu óheillavænleg öllu at- hafnalífi landsins Hvítivetur er í tölu þeirra erfiðustu. (Heimildir. Annálar Bók- menntafélagsins, Land- fræðisaga íslands og ætt artölur Snóksdalíns o fl.). •V*X*W*X*‘V*X*V*‘ „. ... um haustiS átSur öskra'Si kvikfénaftur, óskapaSist og æddi um eins og æríur væri, siðan skreíð féð saman í hnappa og tennurnar í bví nötruðu eins og af kulda. Tvær sugu sig sjálfar og bitu svo af sér júgrin, hestar átu tré í húsum, hvar sem þeir náðu í það, þó þá væri nóg gras í högum, og eins átu þeir hrosshræ, sem úti voru. Margir aðrir fyrir- burðir voru fyrir þessum harða vetri. Þá sást í vatni nokkru 30 álna orm- ur, og þá ýlfraði stór selur eins og hundur svo að heyrðist tvær mílur vegar....“ — Úr íslandslýsingu Wolfs 1651- -1654. *V.V*V*V.VV*V*V*V>V«V* v*v*v«v-< /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.