Tíminn - 19.02.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.02.1961, Blaðsíða 7
T í M 1 N N, sunnudaginn 19. februar 1961. SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Ríkisstjórnin er enn staðráSin í því að hverfa aftur til hinna ?,góðu, gömlu daga. - Barátta ríkisstjórnarinnar fyrir 4000 kr= mánaðarlaunum verkamanna og bænda. - Afstaða ríkis- stjórnarinnar til kaupdeilunnar í Vestmannaeyjum. - Ríkisstiórninni ber að hugsa sig vel um áður en hun rýfur stéttafriðinn og vinnufriðinn. - Ummæli Kennedys: ÞaS er nú glöggt á öllu, að' ríkisstjórnin ætlar að berjast til þrautar fyrir því takmarki sínu, að aftur verði horfið til hinna „góðu gömlu daga“, sem voru hér fyrir 1927. Það skal aftur komið á því þjóðfélagi, þegar fáir voru ríkir, en fjöld inn var fátækur, — þjóðfélag inu, sem menn eins og Jónas Jónsson, Jón Baldvinsson, Tryggvi Þórhallsson, Hallgrím ur KTistinss. og Héöinn Valdi marsson hófu baráttu á móti. Þessir menn vildu skapa aukið réttlæti og jöfnuð og undu því ekki þjóðfélagi hinna fáu ríku og mörgu fátæku. Vegna bar i áttu þeirra og annarra «em fylgdu í slóð þeirra, var hið gamla þjóðfélagskerfi brotið niður — ekki meö neinni bylt ingu, heldur með markvissri þróun fyirr atbeina samvinnu hreyfingarinnar, verkalýðs hreyfingarinnar og umbóta flokkanna. Þess vegna var ís lenzka þjóðfélagið í ársbyrjun 1960 allt annað en það hafði veriö 1927. í ársbyrjun 1960 voru tiltölulega fleiri efnalega sjálfstæðir einstaklingar á ís landi en í flestum eða öllum löndum öörum, — mikil auð söfnun gróðamanna líka minni og mikil örbyrgð mátti heita óþekkt. Þetta var aðals merki hins islenzka þjóðfélags í ársbyrjun 1960. Þessi mikla breyting þjóð- félagsháttanna hafði leitt af sér meiri framfarir á íslandi en sennilega eru dæmi um ann ars staöar. Þjóöartekjurnar munu hafa margfaldast meira á íslandi á þessum típia en í nokkru landi öðru. Aukin vel megun og aukið frelsi hafði leyst framtak hinna mörgu úr læðingi og þeir sótt fram á öllum sviðum, jafnt undir merkjum félagshyggju og einkahyggju. Reynslan hafði sýnt, að það var fafsælt að byggja þjóðfé lagiö upp á efnalegu sjálf stæði, framtaki og samhjálp hinna mörgu. íslendingar þurftu því engin fordæmi að sækja til rússnesks ríkiskapi talisma eða amerísks stórkapi talismans til þess að marka hina efnahagslegu uppbygg ingu í landi sínu. Árangurinn af framtakj hinna mörgu, frelsi hinna mörgu, samhjálp hinna mörgu, efnahagslegu sjálfstæði hinna mörgu, var búinn að marka veginn. Takmark „við- reisnarinnar“ Foringjar Sjáifstæðisflokks ins og Alþýðuflokksins, sem beittu s,ér fyrir „viðreisninni11 í fyrra, vildu hins vegar ekki halda áfram á þessari braut. j Foringj a S j álf stæðisf lokks ■ ins hafði alltaf dreymt um að hverfa aftur til „hinna góðu gömlu daga“. Leiðtogar A1 þýðuflokksins höfðu slitnað úr i tengslum við fólkið og verka I lýðshreyfinguna og glataö nið 1 ur veganestinu, sem Jón Bald vinsson og Héðinn Valdimars son höfðu gefið þeim. Þeir vildu því einnig hvérfa aftur til hinna „góðu gömlu daga“. Tiltölulega viðráðanlegir erfið leikar i efnahagsmálum lands ins voru því notaðir sem skálkaskjól fyrir heljarstökk- ;ð aftur í gamla tímann - „við reisnina" svonefndu. Takmark ið var sannarlega ekki að bæta hag atvinnuveganna, eins o" líka er komið á daginn, heldu; , að koma á aftur þjóðfélags i kerfi hinna fáu ríku og mörgu ; fátæku. í Til þess að þetta tækizt, j þurfti sámdrátt og kreppu, j svo að þeir efnalitlu misstu : eignir sínar og auðurinn safn aðist meira á fáar hendur. i Þegar kreppan var búin að í bera siíkan árangur, þá var hinn langþráða markmiði náð. Þá voru hér komnir fáir öfl„ ugir auðkóngar, fátækur verka lýður og þróttlítil bænda- stétt. Vinnustéttir voru þá lik legar til aö selin vinnu sína ódýrt. Þá var komið hér á sama dýrðarríkið á sviði efna hagsmála og nú er hjá Salasar hinum portúgalska og Franco hinum spánska. Baráttan fyrir ! 4000 króna mánaðarlaunum Ríkisstjórnin og nánustu stuðningsmenn hennar fara ekki dult með það, að næstu vikurnar verður háð um það ein meginorustan, hvort henni , heppnast framangreind á form sín. Hér er að ræða um baráttu ríkisstjórnarinnar fyr ir bví, að verkamenn hafi ekki meira en 4000 kr. mánaðar laun. Takmark hennar er ,að draga svo saman atvinnurekst urinn, að öll eftirvinna hverfi, og jafnframt vill hún stöðva allar kauphækkanir. Þetta þýð ir, aö mánaðarlaun verka manna verða ekki nema 4000 krónur og því mun lægri en þau hafa raunveruleaa verið á undanförnum árum, þótt kaupmáttur krónunnar væri jafnframt miklu meiri þá. í kjölfar þessa mun brátt fara lækkun á því kaupi, sem bónd anum er ætlað í landbúnaðar vísitölunni, því að það er mið að við raunverulegar tekjur verkamanna. Fyrst kemur því röðin að verkamönnum og „Viðreisnin" í Vestmanna- „Viðreisnar"stefna ríkisstjórnarinnar er nú búin að stöðva útgerðina í Vestmannaeyjum síðan um áramót. Fyrstu sex vikurnar stöðvaðist út- gerðin vegna deilu útgerðarmanna og fiskkaupenda um fiskverðið, en siðan hefur útgerðin stöðvazt vegna landverkafólks, sem ekki vill una þeim kjörum, sem „viðreisnin" hefur skammtað því. í tveimur stórum útgerð- arstöðvum öðrum, í Hafnarfirði og á Akranesi, er útgerðin nú einnig stöðv- uð vegna verkfalla. næst'að bændum. Það er því í góðu samræmi við annað, þegar stjórnarblööin segia, að bændur megi ekki hafa neina samúð með verkamönn um! Ef stjórnarherrunum tekát sú fyrirætlun, að mánaðar- laun verkamanna og bænda verða 4000 kr., að óbreyttri dýrtíð, hefur hún aftur dreg- iö þessar stéttir ofan í svaðið, sem þær voru í, þegar sam- vinnuhreyfingin; verkalýðs- hreyfingin og umbótaflokk- arnir hófu baráttu sína. Þá mun brátt fækka hinum mörgu efnalega sjálfstæðu einstaklingum á íslandi. Þá mun hverfa úr sögpnni fram- tak hinna mörgu, sem mezt hefur lyft íslandi á seinustu áratugum. Þá mun kjarkur og bjartsýni hinna mörgu dvína. Þá verður hér jarðvegur fyrir fáa, volduga auðdrottna. Jafn vel erlendir auðdrottnar kunnu þá að fara að líta hing að hýru auga, því að hér mun þá völ á ódýrum vinnulýð. Deilan í Vest- mannaeyjum Stj órnarherrarnir ætla ber- sýnilega að láta einskis ófreist að í baráttu sinni fyrir 4000 kr. mánaðarlaununum. Það sýnir bezt deilan við land- verkafólkið í Vestmannaeyj- um. Atvinnurekendum þar er hótað þungum refsingum, ef þeir semja. Sáttatilraunir eru látnar fara frarh í Reykjavík, en ekki Vestmannaeyjum. Engin sáttanefnd hefur verið skipuð til aðstoðar sáttasemj- ara, eins og venja hefur verið hingáð til í kaupdeilum, þegar þær eru búnar að standa lengi. Hagfræðingum ríkis- stjórnarinnar, eins og Ólafi Björnssyni er teflt fram og þeir látnir predika, að þjóð- félagið muni eiginlega farast og gjaldmiðillinn verða að engu, ef verkamenn hafi meira en 4000 kr. mánaðar- laun. Þetta sama sögðu líka hagfræðingar Eisenhowers, þegar. þeir líéldu því fram, að lágmarkslaun verkamanna mættu alls ekki vera meira en einn dollari á klst. Hinn nýji forseti Bandaríkjanna lætur sér hins vegar ekki nægja minna en aö beita sér fyrir 25% hækkun þeirra og telur það eitt af leiðunum til að auka framleiðsluna og efla at vinnulífið. Sannarlega þolir atvinnu- reksturinn vel nokkra kaup- hækkun eða kjarabætur til handa verkamönnum í öðru formi, ef rétt er stjórnað. Ár- ið 1958 höfðu atvinnuvegirnir góða afkomu, þótt kaupmátt- ur launa væri þá 15% meiri bg eftirvinna mikil. Þeir eiga enn frekara að geta þetta nú, því að síðan hafa þeir tekið framförum á ýmsum sviðum. En að sjálfsögðu yrði þá að af létta af þeim vaxtaokrinu og öðrum slíkum samdráttar- ráðstöfunum. Að dæmi Hitlers og McCarthys Eitt af helstu úrræðum stjórnarherranna til að halda í 4000 kr. mánaðarlaunin, er að stimpla alla baráttu fyrir bættum kjörum verkamanna kommúnisma. Það er sagt, að Framsóknarmenn séu að þjóna ■ kommúnistum, þegur þeir vilja ekki una því fyrir hönd verkamanna og bænda, að þeim sé réttur þessi 4000 kr. mánaðarskammtur. Vissu- lega geta stjórnarherrarnir ekki gert einræðisstefnu kommúnista^ meira gagn, en að reyna að fá menn til að ’ialda, aö kommúnisminn sé nú ekki annað og verra en ’^að, að hann vilji láta verka- . nenn hafa meira en 4000 kr. "ánaðarlaun! Það er í slíkurn áróðri eins g fleirum, sem þeir Hitler og McCarty eru slæmir lærimeist arar. Annars er það næsta bros- legt, þegar forráðamenn stjórnarflokkanna eru að brigsla öðrum um samstarf við kommúnista. Sjálfir hafa þeir átt við þá hið nánasta samstarf, í verkalýðsfélögun- um, í bæjarstjórn og í ríkis- stjórnum. Það eru enn ekki nema eitt og hálft ár síðan þeir höfðu við þá hið nánasta samstarf um kjördæmabylt- inguna. Fyrst stj.órnarflokk- arnir geta þannig stuðzt við kommúnista í óþuxftarmálum er öðrum vissulega heimilt að njóta fulltingis þeirra til að hindra aðra eins fyrirætlun og þá, að aftur skuli tekið upp úrelt þjóðfélagskerfi hinna fáu ríku og mörgu fátæku. Aðvörunarorð Það er vert að gera ríkis- stjórninni það ljóst, að hún leggur til harðrar baráttu, þegar hún stefnir að því, að endurréisa hina úreltu þjóð- félagshætti á íslandi. Með þvi rýfur hún stéttarfrið og vinnufrið. Með því stofnar hún atvinnuvegunum í voða. En hún skal gera sér það ljóst, að frjálshuga íslendingar verða ekki fljótlega brotnir á bak aftur, þótt beitt sé hótun- um og hungursvipu, eins og nú virðist stefnt að í Vest- mannaeyjum. Jafnvel margir þeirra, sem hafa fylgt stjórn- arflokkunum hingað til munu reynast ótryggir, ef stefnt verður til þvílíkra átaka og ríkisstjórnin virðist nú hafa í huga í baráttu sinni fyrir 4000 kr. mánaðarlaunum verkamönnum til handa. Jafn vel Guðjóni í Iðju er farinn að skora á menn að gefa í verkfallsssjóðinn. Stjórnin ætti, áður en lengra er hald- ið, að hugsa sig vel um, og rifja upp þau orð Kenne- dys forseta, að sé ekki hægt að hjálpa hinum möreu fá- tæku, þá sé heldur ekki hægt að bjarga hnium fáu ríku. L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.