Tíminn - 19.02.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.02.1961, Blaðsíða 11
TÍMINN, sunnudaginn 19. febrúar 1961. 11 .. , i! S Míðbæjarskóla Hér eru þrjár myndií frá grímudansleik, sem nemendur í Miðbæjarskólanum héldu á laugardaginn var. Þið þekkiS væntanlega náungann á efstu myndinni. Fídel Castro trúum við hann heiti. Herrann á næstu mynd er af svipuðum slóðurn en þó frá meginlandinu og daman á neðstu myndinni er eitthvað lík Brigitte Bardot. BRALL Á GRÍMU- DANSLEIKJUM Enn er timi grímudansleikja, tími til að leggja heilann í bleyti og útgrunda hvaða gerfi skuli bera á dansleiknum hvar sem hann er haldinn, í skóla, félagsheimili eða annars staðar. Þeir sem búa yfir hugmyndaflugi og handlagni, hafa ánægju af að leysa sín vandamál sjálfir og tima aflögu, gera sér búninga, stundum með miklum og stund- um litlum tilkostnaði. Aðrir leysa vandann með því að leigja grímubúning og kom- ast léttilega frá því sem verður hinum á- hyggjuefni, en missa ánægjuna sém vel til fundinn heimagerður grímubúningur að dansa í hefur í för með sér. Og svo arka þeir á skrallið, rigsa um göturnar í aðskiljanlegum gerfum og hafa gaman af að láta vegíarendur horfa á sig óþekkjanlega undir grimunni en aðrir ferð- ast í bílum og kunna ekki við slíkar auka sýningar. Grímudansleikjum fylgir spenna og for- vitni. Að vita hvaða andlit leynist bak við grímuna, geta sér til um það sem er hulið og útfylla kunnuga andlitsmynd í hugan- um eða ráða af vaxtarlagi og tilburðum hver þarna er á ferð. Kannski tekst Nonna að þekkja Siggu undir þessari fáránlegu grímu sem hún hefur hulið andlitsfegurð sína með, og þá er Nonni ekki seinn á sér að bjóða henni í dansinn og vill ekki sleppa af henni hendinni það sem eftir er kvöldsins, Og Sigga er þá ekki lengi að finna á sér að það er Nonni sem dansar við hana, en hún lætur á engu bera og þau halda áfram þegjandi nema Nonni hvísli því að henni þegar honum virðist óhætt að láta Siggu vita um sína raunverulegu persónu. Og Sigga verður hissa og læzt ekki hafa þekkt Nonna en lætur sér vel lynda að dansa við hann nema hún trúi honum fyrir því að hafa þekkt hann strax og Nonni flytji henni sömu játningu, og þá er þetta allt klappað og klárt. Eða Sigga hefur fyrirfram trúað Nonna fyrir því að hún ætli að verða svona búin og þá losna þau við allar vandræða- legar útskýringar. Og þegar stundin rennur upp og allir taka ofan grímurnar, þá segja hinir krakk- arnir: — Nonni og Sigga, það var svo sem auðvitað. Nonni og Sigga eru hjón, og Nonni og Sigga, skrifa þau á húsvegg dag- inn eftir og teikna hjarta utanum svo Nonni og Sigga verða feimin hvort við annað. Stundum eru veitt verðlaun fyrir beztu búningana og þeir sem þau hreppa geta farið stoltir heim einknm ef þeir hafa gert búningana sjálfir. Og þegar heim keraur er undir hælinn lagt hvað verður um heimagerðan bún- ing. Stundum er honum kastað því ekki þýðir að geyma hann til að fara aftur í honu'm á grímudansleik í sama félagsskap, kannski er hann að emhverju leyti feng- inn að láni og samanstendur af hversdags lega nothæfum flíkum en margir geym; fallegan grímubúning þó ekki sé til anna; en láta hann minna sig á dansleikinn. Hver veit nema Nonni og Sigga geyrr. sinn. Jón Jónsson í réttunum Hér eru enn fremur tvær inyndir frá grímudansleik þeirra í Miðbæjarskólanum. Þessi að ofan er Jón Jónsson í réttun- um. Hann hefur dregið upp pyttluna, gamli maðurinn, og stútar sig ótæpilega, enda þarf hann á nressingunni að halda eftir erfiðar göngur. Og að neðan er spiladrottning komin í bland við kölska, sem virðist hafa hana gjörsamlega vél- aða, enda hefur hún skreytf sig með jókerum í bak og fyrir og sennilega tveimur tígulkóngum. (Myndirnar tók Guð- mundur M. Jónsson.) X I bland við kölska

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.