Tíminn - 28.02.1961, Page 2

Tíminn - 28.02.1961, Page 2
T í M.IffsN, j>rigjudagiim f* Mikið skriðuhlaup hjá Fossi á Síðu Tshombe rýfur sam- komulagið við S.Þ. Tveggja metra þykk stórgrýtisurð á veg- inum og símalínan slitin á 200 metra kafla Kirkjubæjarklaustri í gær. — -Sá atburður varð aðfara- nótt sunnudagsins, að mikil skriða féli úr núpi skammt fyrir austan bæinn Foss á Síðu. Kom skriðan úr svo- nefndum Fossnúp, sem er rétt austan við Dverghamra, er ferðalöngum eru kunnir. Tók hún sig upp efst í Núpnum og rann fram a. m. k 400 metra, þvert yfir veginn, sem liggur þarna skammt fyrir neðan og reif með sér f jóra sfmastaura. Er nú vega- og símasambands- laust fyrir austan skriðuna. Eins og áður segir er hér um að ræða gríðarlega mikið skriðuhlaup, oi; muna menn ekki eftir öðru slíku á þessum slóðum. Miklar skriður hafa aldrei fallið áður úr I'osstnúp, svo að kunnugt sé, en þaðan hafa stundum oltið steinar og smáskriður fallið. Sleit símalínuna Fossnúpurinn er um 150 metra hár, þar sem skriðan féll úr hon- vm, og mun hún hafa farið mjög hratt yfir, B-ann hún a. m. k. 400 metra leið frá fjallsrótum og færði veginn gersamlega í kaf á 200 rr.etra svæði. Símalínan austur yfir liggur þarna meðfram veginum og slitn- aði hún að sjálfsögðu’í hlaupinu, og sést hvorki tangur né tetur af fjórum staurum, sem báru hana uppi' á þessum kafla. Er nú þarna yfir að líta sem stórgrýtisurð, með moldarflygsum hingað og þangað, sem skriðan hefur rifið úr mýrar- flákanum, sem hún rann yfir. Menn einskis varir Enginn í nágrenninn varð þess var, er skriðan féll, og þó er bær- inn Foss ‘æplega í meira en eins km. fjarlægð frá staðnum, þar sem hlaupið varð. Vöknuðu menn uð vísu við símatruflanir, en gættu ekki frekrr að. Maður nokkur fór þarna um veg- i:in klukkin hálffjögur um nóttina, og var pá allt með felldu. En klukkan háiíátta á sunnudags- morgun átti annar maður leið þarna um, og var þá skriðan fallin. Hefur því skriðuhlaupið átt sér siað einhvern tíma milli klukkan hálf-fjögur og hálf-átta á sunnu- dagsmorgunmn. Ekki vitað um fé Ekki er vitað með vissu ennþá, hvort nokkurt fó hefur orðið undir si:riðunni, en vel getur svo verið, því að það er oft á beit um þessar slóðir. Um veginn er venjulega mikil umfsrð og þá sérstaklega á sumi'in. Ekki er talinn vinnandl vegur að ýta grjótinu burt af veg- arkaflanum, og er því ætlunin að jafna til og leggja hann ofan á urðina. Er ýta komin á staðinn í því skyni. Mjólkurflutningum hefur þó tekizt að halda uppj, því að fært er fyrir skriðuendann á jeppum. Unnið er af kappi við að koma símalínunni upp á nýjan leik, og er vonazt til. að samband komizt aftur á í dag, en aðstaða til lag- færingar er öll hin erfiðasta. Ekki er gott að segja til um, hvað hefur valdið þessu skriðu- hlaupi, en sennilega á mikil úr- koma, sem verið hefur undanfarið þar eystra, meginþátt í hlaupinu. V. V. Alsírviðræöur hafnar í París Miklar vonir bundnar vitS fundi forsetanna de Gaulle og Bourgiba Spánskt f jör í Lídó Spánverjar þeir, sem skemmt hafa í Lídó um skeið, komu þar fram í síðasta sinn á sunnu- dagskvöldið. Var þar þá svo margt fólk, að vefamál er. að nokkru s'inni hafi velrið þar fleira á laugardagskvöldi. Þegar Spánverjarnir fóru að dansa, réði starfsfólk skemmti- staðarins ekki við neitt. Fólkíð ruddist fram á milii borðanna, og þeir, sem aftar voru, hlupu upp á stólá og borð, svo að þeir sæju eitthvað af dýrðinni. Kongóskir hermenn misbyrma og svívirtSa starfsmenn S Þ. í Kongó París 27/2. (NTB). Verkalýðs- sambönd kommúnista, jafnðar- manna og kaþólskra í Frakklandi hafa lýst því yfir, að þau muni öll hefja s'ólar'hringsverkfall 14. marz n.k. til þess að reyna að knýja fram hærri laun. Samtök þessi segja, að síðasta launahækkun, sem nam tvemiur af hundraði, sé með öllu ófullnægjandi. Leopoldville—Elísabetville 27. febr. — (NTB). — Forseti Kongó, Jósef Kasavúbú, skor aði í dag á alla Kongóbúa að standa einhuga saman gegn því, er hann nefndi svik S.þ. Hann skoraði einnig á Moise Tshombe, sjálfskipaðan for- sætisráðherra í Katangafylki að láta sitt „sjálfstæða" ríki sameinast öðrum héruðum Kongó í sameiginlegri vöm gegn þeim háska, sem nú steðji að Kongó. Tshombe tilkynnti í Elísa- betville í dag, að samningur Katangastjórnar við S.þ. væri úr gildi fallinn. Herstjórn S.þ. í Kongó var- aði kongóska herinn við því að halda áfram siðlausri fram komu gegn starfsmönnum S.þ. í landinu. Slíku yrði mætt með hörku, og ábyrgðin hvíldi á kongóska hernum og ráða- mönnum í Kongó. Tshombe hélt fund með blaðamönnum í Elísabetville í dag og sagði þar m.a., að ef hersveitir Antoine Gizenga reyndu að ráðast inn fyrir landamæri Katanga, myndu hersveitir héraðsins gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að hrinda Lúmúmbasinn um af höndum sér og verja allt fyrrverandi belgíska Kongó, eins og hann orðaði það. Tshombe sagði, að hann hefði á dögunum gert vopna hléssámning við S.þ., en eftir að samtökin hefðu látið af- skiptalausa töku Lúmúmba- sinna á Lúlúaborg og Port Franqui í Kasaihéraöi, teldi hann samning sinn við S.þ. úr sögunni. Ekki lét þó „for- sætisráðherrann“ fylgja neitt (Framhald á 7. síðu). t 1 'J U'* > ............ M -Itlllll Bl.il., |.,,1 ,.11,1 1,11 n!\ .......... hlllli,, | Í-III lllia I.* Iinlii. I.IH'II* lil -I' ............ l-|,l.i »i,., > IN I,„. >(,h . ■i ' • ' hiiii ti«i»i.i,i" ' IlÍT1' |‘„ li"ll««lil.’D|in|!i,jí rlkl>.|,UIIIUi hrtiipi jP^| í I í * I r. I' 11: • i MÍ<UA iii.il, f ilf G»IU II( H HI, . |b |u> 9ti} yj lUf Iwpjkl brislTip vptÞllft ......... U ............. MMl iiiiiiHiii ii iiiiiiiiii .. «lli. .,ir í»i«„,k„ ,*ií j ;, AlþýSublaöia gaf út aukablað í gær í tllefni niðurlægingarinnar. Nú lá mlkið vlð og ekkerf skyldl tll sparað. Þe'tta er eln fyrirsögnln úr aukablaðinu. „Aldrel framar Inn fyrir 12" og með henni er mynd og texti, sem er svohljóðandi; „í hálft annað ár sýndu Bretar það ofbeldi að senda herskip inn fyrir 12 mílna línuna til að vernda togara sína við ÓLÖGLEGAR VEIÐAR. Með samkomulagl því, sem ríkisstjórnin hefur boðað, er BREZKA FLOTANUM haldið utan markanna fyrir fullt og allt". — Brezka flotanum haldið utan við 12 fyrir fullt og allt. Þar á Alþýöublaðiö við það, að brezk herskip munu ekki verða innan 12 mílna fiskveiðl- takmarkanna. Það skitpir höfuðmáli að dómi Alþýðublaðsins. „Brezki flotlnn", það eru aðeins hersklpin. Þeir hafa gleymt hinum flotapum, sem Bretar eiga, togaraflotanum. Útfærsla landhelginnar var ekki tll þess að bægja herskipum frá ströndinni. Hersktp mega nú og hafa máft koma inn að 3 mflum, hin beina landhelgi okkar (territorial waters) er ekkl nema 3 mílur, en hlns vegar höfum vlð á átta árum fært fiskveiðilögsögu okkar úr 3 mílum í tólf tii að verjast ágangl brezkra togara á fisklmlðunum. Nú hefur ríklsstjórnln boðið brezk- um togurum inn að 6 mílum og Alþýðublaðið hefur sérstaka ástæðu til að fagna því að undtrlægjurnar f nú- verandl rfkisstjórn hafa glúpnað fyrir ofbeldinu. Veiðar brezkra togara f fsl. landhelgi eiga ekkl að vera ólög- legar. Þetta er gott dæmi um þá áttavillu, sem núverandi ríkisstjórn er haldtn. Þjóðin svikin Parfs, 27. febr. (NTB), — De Gaulle, Frakklandsforseti, og Habib Bourgíba, forseti Túnis, áttu fimm klukkustunda vlð- ræður I Parfs í dag um lausn deilunnar í Alsír, sem staðiS hefur á sjöunda ár. Bourgíba kom til Parfsar f morgun frá Zurich í Sviss með einkaflug vél de Gaullc forseta. Við- ræður forsetanna fóru fram í Rambouillet-höllinni í ná-» V*Vt V V*X. Vt VXi 'v* Húseigendur Geri við og stilli oliukvnd- ingartæKi Viðge-rðir á alls konar neimilistækjum Ný- smíði Látið fagmann ann ast verkið Sími 24912. ‘X.X*%*X«X»Vt'V*VfV*V-X* v*v«v grenni Parísar, og blöktu fán ar beggja landanna þar, Enn hafa engar tilkynning ar verið birtar um viðræðurn ar, en í París eru menn von góðir um áarngurinn af þeim. Fprsetarnir ræddust fyrst einslega við í tvær klukku- stundir og síðan ásarpt Debré forsætisráðh. Frakka, og Mur ville, utanrikisráðh., auk Mas moudi, upplýsingaráðherra Túnis, og Habib Bourgíba yngri, sem var um skeið sendi herra í París. Hlé verður á vjðræðum for setanna þar til síðar 1 vik- unni, þar eð Bourgíba fer á morgun til Marokkó til þess að vera viðstaddur útför Mú hameðs konungs. Mun Bour giba þar væntanlega ræða við Ferrhat Abbas forsætisráð- herra útlagastjórnar Serkja, en hann verður einnig við útförina. (Framhgld af 1. síðu.) ★★★★ Ríkisstjórnin mun reyna að læða því inn hjá fólki, að hún hafi orðið að kaupa þennan rétt, sem við í raun höfðum og gátum beitt hve- nær sem var. Hún mun enn frem- ur reyna að sannfæra menn um það, að „þessi réttur hafi ekki verið dýru verði keyptur, þessi lausn sé í raun mikill sigur fyrir íslend- inga." Eins og skýrt hefur verið frá hér að framan fá íslendingar í raun ekkert í staðinn fyrir að afsala sér helgasta frumburðarrétti sínum, réttinum til að lifa í þessu landi sem efnalega sjálfstæð þjóð, en hann er ekki sízt fólgin í tii- kalli okkar til landgrunnsins. ★★★★ Þessir samningar eru niðrandi og niðurlægjandi fyrir fslendinga á fleiri en einn hátt. Það er ekki nóg með það að þeir séu réttindaafsal um aðgerðir til sjálfsbjargar, því að undanþágubelti eru þannig ákveð- in, að brezki togaraflotinn — og væntanlega togarar annarra ríkja einnig — mun færa sig eftir fiski- göngum landið um kring. Þeir fá leyfi til að veiða á hverjum ein- stökum miðum, þegar þau eru feng sælust. Ríkisstjórnin hefur því lagzt alveg flöt fyrir Bretum. ★+★★ Bretar höfðu beðið ósigur í deil- unni um 12 mílurnar og það var viðurkennt af öllum, meira segja Bjarni Ben. marg ítrekaði þetta. Það var því fjarstæða að ganga til samninga við Breta, til að verð- launa það, að þeir höfðu beitt vopnlausa smáþjóð hernaðarlegu ofbeldi. Samningurinn fjallar svo um að afsala þessum rétti um alla framtíð og leggja þannig hlekki á næstu kynslóðir og hefta þær í að- gerðum, sem nauðsynlegar kunna ( að verða til að tryggja sjálfstæði hinnar íslenzku þjóðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.