Tíminn - 28.02.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.02.1961, Blaðsíða 8
8 TÍ M I N N, þrffljnðagiim 28. febráar -1981. Dr. Richard Beck, prófessor, ritar fyrir Tímann eftirfarandi grein um Ríkarð Jónsson, myndhöggvara hve fasttengdur hann er átthög- um sínum og æskustöðvum, sem hann hyllir í hjartaheitum lof- söngvum. Það er engin hálfvelgja í þessum ijóðlínum: Austurland er Eden jarðar, æsku minnar paradís. Þar óg glaður gætti hjarðar, grét og söng við blóm og ís, Þegar speglar fjörður fagur fell og sveit og hamratind, æðri sýn leit enginn dagur, eilífð sér þar fyrirmynd. Ungur að árum vakti Ríkarður athygli á sér fyrir fágæta hæfi- leika og listhæfni, er varð til þess, að Georg læknir Georgsson á Fáskrúðsfirði sendi honum nokkur útskurðarjárn að gjöf, en Páll H. Gíslason, kaupmaður í Reykjavík, kom honum síðar á framfæri til náms. Hóf Ríkarður 17 ára gamall tréskurðarnám hjá snillingnum Stefáni Eiríkssyni, með þeim árangri, að eftir þriggja ára nám lauk hann prófi, fyi'sta prófi í myndskurði, sem tekið var á íslandi, og var próf- smið hans snilldarverkið „Speg- illinn hans Ríkarðs“, margdáður að verðleikum, nú eign Þjóð- minjasafnsins. Ríkarður hafði með prófi sínu náð mikilvægum áfanga á lista- unnið að myndskurði og mynd- höggvaraverkum, mest andlits- myndum og teiknun, og árum saman hélt hann uppi föstum skóla í teiknun og tréskurði. Hefur stór nemendahópur notið kennslu hans í þeim greinum, og með þeim hafa listræn og þjóðleg áhrif frá honum borizt út um landið. Út hafa komið tvær stórar bækur með myndum af ýmsum af helztu verkum Ríkarðar og viðfangsefnum, ásamt með rit- gerðum um hann og listamanns- feril hans. Myndir (1930), er Aðal steinn Sigmundsson kennari hafði búið undir pi'entun, og Ríkarður Jónsson (Tréskurður og mannamyndir), á vegum Bókaútgáfunnar Norðra (1956). Gefa bækur þessar góða yfii'sýn yfir verk Ríkarðar og bera fag- urt vitni fjöíhæfni hans, hug- myndaaaðlegð og afköstum, enda þótt í bókum þessum sé eigi að finna nema lítinn hlu'ta verka hans, sem skipta orðið þúsund- um. Hann hefurTagt mikla og vax- andi stund á höggmyndalist, einkum mannamyndagerð, og gei't frábærlega snjallar myndir af fjölmörgum þjóðkunnum íslendingum samtíðarinnar, körl- um og konum, að öðrum frátöld- um, þar sem fágætur hæfileiki hans til þess að ná svip^og lát- Nbragði fyrirmyndarinnar lýsir sér eftirminnilega. Afbragð eru myndir hans af sérkennilegum alþýðumönnum, og risiriyndir hans era með sama snilldarhandbragði. En talið er, að brjóstlíkön hans og rismyndir séu orðin um 500 talsins. Eru slíkar myndir hans dreifðar um landið allt, sem útimjmdir, minnisvarðar og aðiar mynda- styt'tur; en jafnframt eru aðrar, innimyndir, í öllum helztu söfn- um landsins, svo sem Listasafni ríkisins og Þjóðminjasafninu, og í skólum og mennfastofnunum víðs vegar um landið: Þjóðleik- húsinu, Alþýigishúsinu, Háskóla Islarids, Menn'taskólanum í Reykjavík, Sjómannaskólan-jm. Kvennaskólunum í Reykjavík og á Blönduósi, Hólaskóla, Eiða- skóla, að nokkrar slíkar ájmenn- ar stofnanir séu taldar. Skírnar- fontar hans og aðrir listgripir piýða kirkjur landsins í tugatali. Má þar nefna sérstaklega hina miklu Kristsmynd í Bessastaða- kirkju og hinn fagurlega út- skorna prédikunarstól þar í V Ríkarður Jónsson, myndhöggv- ari og myndskeri, sem nýlega steig yfir þröskuld hins áttunda 'ævitugar, er óvenjulega fjöl- hæfur og afkastamikill listamað- ur. Jafnframt er hann einn af þeim mönnum, sem hátt her í listsögu íslands á fyrra helmingi tuttugustu aldar og skipa þar sinn fasta og sérstaka sess, þvi að hann er þar einn af br: ' endunum; hóf hinn forna ís- lenzka myndskui'ð til nys «.gj og virðíngar á rammþjóðlegum grundvelli. íslenzka þjóðin hefur einnig sýnt það með ýmsum hætti, aö hún kann vel að. meta þennan sérstæða og fjölgáfaða listamann sinn og mikilvægj menningar- starfs hans Hefur það komið fagurlega i ljós á merkum tíma- mótum í ævi hans, svo sem á sextugs- og sjötugsafmæli hans, hve vinamargui' hann er og hve mikii ítök hann á í hugum landa sinna. Hefur þá rignt yfir nann kveðjum og heillaóskaskeytum úr öllum áttum. Mörg hafa þau verið í ijóðum, bað, sem Ríkarð- ur kallar rímskeyti, og er gott heiti. Hafa og ófá þeirra yerið mjög vel ort og snjöll. Ágæt mannlýsing felst t. d. í þessari ljóðkveðju, sem Grétar Fells rit- höfundur sendi Ríkarði á sextugs afmæli hans: Verkglaður völundur, vitmaðui' geðríkur, víðsýnn og veglyndur, vinmargur því, þrekmaður þjóðhollur, þannig er Ríkarður, verði hann langlífur landinu í. Ríkarður Jónsson er, eins og kunnugt er (hann hefur aldréi farið dult með það), Austfirðing- ur í ættir fram, fæddur að Tungu í Fáskrúðsfirði 20. september 1888. Foreldrar hans voru þau Jón Þórarinsson, bónda á Núpi á Berufjarðarströnd, Ríkarðsson- ar Longs hins enska, kaupmanns og bónda á Djúpavogi og Eski- firði, og Ólöf Finnsdóttir, Guð- mundssonar, bónda í Tungu í Fáskrúðsfirði, og Önnu konu háns, af traustum og kunnum ættum austur þar. Kona Þórarins var Elísabet (kölluð Lísibet) Jónsdóttir, frá- bær merkiskona, ættuð af Beru- f jarðarströnd í allmarga liði fram. Lisfengi og bókhneigð, hag- mælska og sönggáfa, er rík í ættinni, meðal annars var Jón faðir Ríkarðar hinn mesti völ- undur. Bróðir Ríkarðs er Finnur listmálari Jónsson, einn af sér- stæðustu og ágætustu listamönn- um fslands á sínu sviði, eins og löngu er vitað og viðurkennt Frá því á þernskuárum og fram til fermingaraldurs ólst Ríkarður upp að Strýtu í Ham- afsfiröi eystra, og varð fyrir djúp- um og varanlegum áhrifum af svipmikilli og séi'kennilegri nátt- úrufegurðinni á þeim slóðum. Kápuna á fyrri myndabók sinni prýddi hann eirstungu eftir sjálfan sig af æsku- heimilinu við Hamarsfjörð, með Búlandstind í baksýn. Og fjallið, sem prýðir kápumynd hans ’ á Ijóðasafninu Aldrei gleymist Austurland (1949), er vitanlega einnig hans kærj Bú- landstindúr. í kvæðum og vísum hans í því safni, eins og víðar, kemur það einnig glöggt fram, brautinni, en framundan voru löng og ströng námsár í Kaup- mannahófn, og er það sérstaklega aðdáunarvert, hvernig Ríkarði tókst að brjótast í gegnum það langa og dýra listnám sitt af eigin rammleik, nema hvað Alþingi veitti honum eitt sinn 300 króna námsstyrk. Þegar á námsárum hans í Kaupmannahöfn lýsti sér einnig í verkum hans sú fjöl- hæfni, sem jafnan síðan hefur svipmerkt listamannsstarf hans, því að hann vann þar jöfnum höndum að myndhöggi, tréskurði og teiknun. Löngu síðar (1920— 21) dvaldi hann árlangt á ftalíu, ■aðallega í Rómaborg, til þess að kynna sér fagrar listir og auðga anda sinn með öðrum hætti. Naut hann til farayinnar nokkurs styrks af ríkisfé, og varð honum dvölin suður þar hin ápægjuleg- asta og ávaxtaríkasta að sama skapi að iistrænum og vekjandi áhrifum. Ríkarður Jónsson hefur verið mikill gæfumaður í hjúskaparlífi sínu. Vorið 1914 kvæntist hann Maríu Ólafsdóttur frá Dallandi í Húsavík i Norður-Múlasýslu, hinni ágætustu konu. Fluttust þau samsumars til Reykjavíkur, og hafa verið búsett þar síðan, að undanteknum árunum 1920— 23. Þau hafa eginast fjögur mjög mannvænleg börn og hóp jafn myndarlegra barnabarna. En þungur harmur var þeim kveð- inn, er eizta þarn þeirra og einka sonur, Ríkarður Már arkitekt, fjölhæfur og glæsilegur efnis- maður, lézt aðeins rúmlega þrí- tugur árið 1946. Á þeim hálfum fimmta áratug', sem hann hefur nærri samfelltver ið búsettur iReykjavík,hefurhann Ein af 500 höggmyndum Ríkarös af samtíðarmönnum — Karl Steingrímsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.