Tíminn - 28.02.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.02.1961, Blaðsíða 5
TÍMIN K, þrlSjudagnm 28. feforóar 19€1. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. F'ramicvæmdastjóri: Tómas Amason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjóraar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjamason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Simar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Þjóðin smánuð Þau vátíðindi gerðust í gær og komu sem reiðarslag yfir ís- lenzku þjóðina, að ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi þingsálykt- unartillögu um að hleypa brezkum togurum inn í íslenzka fiskveiði- landhelgi næstu þrjú árin. Þar meS hafa stjórnarflokkarnir full- komnað svik þau, sem þeir hafa verið að fitla við bak við tjöldin sföustu mánuði. Með þessu gerir ríkisstjórnin hvort tveggja að þverbrjóta ein- róma samþykkt Alþingis frá 5. maí 1959 um að aldrei yrði viki^ frá 12 mílna fiskveiðlandhelgi umhverfis landið allt og virSir ao vettugi mótmæli þjóðarinnar hvaÖanæva aÖ gegn því að semja við Breta eða aÖ víkja í nokkru frá 12 mílunum um leingri eÖa skemmn tima. Þessar viljayfirlýsingar, sem birzt hafa í fundasam- þvkktum og undirskriftum um allt land hafa veriÖ svo almennar og eindregnar, að engum blandast hugur um, hver þjóðarviljinn er í þessu máli. Rikisstjórnin svíkur þvi þjóðarviljann visvitandi. Með orÖsendingunni eÖa samningunum við Breta — yrÖi brezkum togurum leyft aÖ veiÖa alla tíma árs inn aÖ 6 milum frá grunnlínum einhvers staÖar umhverfis allt landiÖ aÖ kalla, nema fyrir VestfjörÖum milli Horns og Bjargtanga, misjafnlega marga mánuÖi á hverjum staÖ. Nú skyldu menn ætla, aÖ leyfistiminn væri yfirleitt miÖaÖur viÖ þá mánuÖi, sem bátar stunda minnst veiðar á hverju svæði. En því er þveröfugt varið. Leyfistíminn er yfir- leitt miðaður við þá máinuði, þegar bezt fiskigengd er á hverjum stað, og brezku togurunum þannig raunverulega sigað á islenzka bátaflotann, og svæðin handa Bretum valin af einstakri nærgætni á beztu veiöislóðum bátanna. Ríkisstjórnin reynir að gylla svik sín í Iandhelgismálinu með þvi, að grunnlínur séu réttar á fjórum stöðum, og þannig stækki landhelgin nokkuð eftir þrjú ár. AuÖvitaÖ er gott að rétta gruhnlinur, og það hafa allir viljað, en það átti að sjálfsögðu að gera án þess að kaupa það nokkru ofurverði. Eftir Genfarráð- stefnu'na hafði 12 mílna reglan sigrað, og baráttan íærðist út fyrir þá línu, og næsta skref hefði að sjálfsögðu átt að vera að rétta grunnlinur ásamt meiri útfærslu og það gert með einhliða ákvörð- un eins og frjálsri þjóð sæmdi. Grunnlínubreytingarnar nú fara að mestu í hit Breta næstu þrjú ár, en okkur átti að vera i lófa lagið að íriða þessi svæði með einhliða ákvörðun, án þess að láta botnsköíur Breta yrja þau fyrst í þrjú ár. Geigvænlegasta atriði þessara smánarsamninga er þó það, að Islendingar heita að tilkynna ríkisstjórn Bretlands, hyggi þeir á nýja útfærslu, með sex mánaða fyrirvara, og rísi ágreiiningur um hana, skai honum skotið til alþjóðadómstóls, ef annar hvor aðili óskar þess. MeÖ þessu afsala Islendingar sér raunverulega sjálfsákvörð- unarrétti í þessum málum og geta því ekki stækka.Ö landhelgi sína einhliða framvegis og verða að láta sér lynda, að málinu sé skotið uhdii dóm, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Hér er um svo hættulegt og sviksamlégt athæfi að ræða, að menn munu eiga bágt með að trúa því, að ríkisstjórn í frjálsu og fullvalda ríki fallist á annað eins. MeÖ þessu eru lögin íím visindalega friðun fiskimið- anna raunverulega úr söguni og að engu gerð. Menn eiga að vonum bágt með að átta sig á þessum geigvæa- h gu tíðindum, en sú spurning hlýtur að vakna; hvort nokkur trygging sé fyrir því, að brezkir togarar verði reknir úr ís- lenzkri íandhelgi eftir þrjú ár. Er ekki eins líklegt, að þeir menn, Sumarhús Kjarvals á Fljótsdalshéraði. A sýningu Kjarvals Mikið var um myndval og málverk eftir Kjarval í listsal. Ver.a má að í bakkafull- an lækinn sé að bera, að bæta nokkrum línum við hinar ágætu greinar, sem Guðbrandur Magnusson hefur ritað um sýningu Kjarvals. Ekki ætla ég þó með línum þessum að leggja dóm á sýninguna, hvað listgildi snertir, til þess skortir mig bæði þekk ingu \Og listfræðslu. En hinu get ég ekki leynt, að augað leit þar dásamlega fegurð í línum og litum náttúrunnar, sem mundi hafa verið hulin .sjónum • mínum, þótt farið hefði um hina sömu staði vors fagra lands, en nú blöstu við mér, eftir að stórmeistar- inn hafði með tækniþekk ingu sinni og listfengi fært þá yfir á léreft sín, sjálf- um sér til dýrðar en öðrum til ánægju að njóta. Með afköstum sínum á síðari árum hefur hann stórlega aukið listaverkaforða iands ins. Ekki er að dylja, að mjög mismunandi augum líta menn á myndir Kjar- vals. Einn er hrifnastur af þessari mynd, annar af hinni. En allir ljúka upp einum munni um það, að í heild sé hér um undra- verða fjölbreytni og lita- val að ræða, ekki eízt í þeim myndunum, sem lista manninum hefur verið hug leiknast að festa á léreftið. Persónulega var ég einna hrifnastur af sumum þeim Framh á bls 15.) sem sóru á Alþingi 1959 aÖ víkja hvergi, en svíkja svo nú, séu reiÖubúmr aÖ framlengja samninginn viÖ Breta eftir þrjú ár? Sitji sama eÖa sams konar stjórn, getur hún þaÖ meÖ einni lítilli orÖ- sendingu og svikiÖ á miklu auÖveldari hátt en nú. Á þessu sést, aÖ eina ráÖiÖ til aÖ endurheimta rétt sinn í þessu máli, er aÖ beita öllum Iöglegum ráÖum til aÖ fella þessa ríkisstjórn 'sem fyrst, Þeim, sem bregÖast nú svo herfilega, verÖur varla trúaÖ til mikils góÖs eftir þrjú ár. Vantraust á ríkisstjómina V Framsóknarflokkurinn mun aÖ sjálfsögÖu berjast meÖ öllum hugsanlegum ráÖum gegn því, aÖ þessi smánarsamningur viÖ Breta nái fram aÖ ganga. Fyrsta viÖbragÖ hans var aÖ sjálfsögöu aÖ bera fram vantraust á ríkisstjórnina, og verÖur því fylgt fast eftir. Þótt ríkisstjórnin hafi boriÖ fram svikatillögu sína munu kjós. endur í landinu eiga erfitt meÖ aÖ trúa því, aÖ allir þingmenn stjórinarflokkanna ljái henni liÖ. Enn er kannske von um aÖ bjarga sæmd og rétti landsins. ÞjóÖin hefur sýnt einhug sinn í þessu máli, og rísi hún enn einu sinni upp sem einn maÖur til fordæmingar á þessu gerræÖi, mundi stjórnin heykjast og nógu margir þingmenn hennar fá styrk til aÖ víkja frá villu síns vegar og sjá sæmd sína. ÞjóÖio veit og skilur, aÖ þessir nauÖungarsamningar undan ofbeldi Breta eru ósæmandi frjálsri þjóÖ. Þeir eru kverkatak á siálfstæÖisvitund hennar og svívirÖing viÖ þá baráttu, sem hún hefur háÖ af festu og stillingu í máli þessu. Samþykki Alþingi smánarsamninginn gegn vilja þjóÖarrnnar verÖur þ’ í ekki jafnaÖ til aninars en hörmulegustu atburÖa í sjálf- stæÖissögu þjóÖarinnar. Hér verÖur þjóÖin aÖ taka í tauma. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.