Tíminn - 01.06.1961, Síða 11

Tíminn - 01.06.1961, Síða 11
TIM I N N , fimmtudagiim 1. júní 1961. 11 Sumir kalla Connie „snið- uga stelpu", aSrir segja, að hún sé „sérstæð stúlka", og enn aðrir telja, að hún sé „sérvitur". Hún vill helzt ganga berfætt, daðrar við fjöldan allan af ungum mönnum — en elskar aðeins einn. Það er margt og marg- víslegt talað í kring um hana. og hún talar hvað mest sjálf þó ekki um hugsanir sínar og tilfinningar. Hún eys um sig peningum eins og skít, og ef einhver ætlar að verða henni Þrándur í Götu, er hún fljót að segja: — Skiptu þér ekki af mérl Hún er fljót að hugsa og lifir fyrir líðandi stund. Hún er ekk- ert að halda því ó lofti, en einu Keypti 55 pör af skóm gengur berfætt Nokkrar línur og tvær myndir af CONNIE STEVENS sinni sagði hún á alvarlegri stund, að hún myndi deyja ung. Munninn fyrir neðan nefið Hún hlær oft og mikið, ^g hef- ur heilmikla kímnigáfu. í sam- ræmi við þessa kímnigófu er það, sem hún er oft æði.fljót að svara og er orðheppin, svo stundum er sagt, að hún hafi munninn fynr neðan nefið. Hvar ætti hann annars að vera? Hún á alltaf svar við öllu og á svo létt með að brosa, að hægt væri að láta sér detta í hug, að hún ætti ekki nokkra alvöru til og þaðan af síður áhyggjur. En hún getur líka verið súr á svipinn og fýluleg. þegar það á við. Innilokuð En undir felldu yfirborði er samt dálítið, sem aðeins fáeinir vinir hennar og foreldrarnir hafa hugmynd um. Hún á — þótt hún eigi auðvelt með að komast í samræmi við annað fólk ekki auð- velt með að sýna, hvað raunveru- lega er að brjótast í hennar lag- lega höfði. Hún er, eins og pabbi hennar lét einhvern tíma út úr sér: — Sú stúlka heimsins, sem mest er einmana í sálu sinni. Hún á aðeins einn verulega góðan vin. Hversu mikið það þýðir mun framtíðin — og það ef til vill nánasta framtíð — leiða í ljós. Guð náði og gæti þeirra ... Til þess að kynnast lítillega skapgerð hennar bak við fellt yfirborðið, því það er ekki nóg að vita að henni finnst gaman að spóka sig berfætt, því það er eins konar vörumerki fyrir ungt hæfileikafólk nú til dags, væri kannske fróðlegt að kynnast því, hvað vinir hennar segja. Einn þeirra lét t. d. hafa þetta eftir sér: — Ef hún verður skotin í manni, er 100% víst, að það er alvara. Þann sem hún elskar, elskar hún. En Guð líti í náð til þeirra, sem koma sér út úr húsi hjá henni. Sá, sem fyrir því óláni verður, er að eilífu sléttaður út úr fylkingum vina hennar. Eins og Carole Lombard Annar sagði þetta: — Connie minnir mig mjög á Carole Lom- bard. Hún þrosti einnig út á við, en inni fyrir var hún einhver hamingjusnauðasta og yfirgefn- as-ta stúlka í kvikmyndaheimin- um. Hin stutta en ríka hamingja Carole með Clark Gable var slit- in svo að segja um leið og hún hófst, og ég hef það á tilfinning- unni, að það sama geti komið fyrir Connie, að líf hennar verði sorglegt. Lífsþorsii Connie þolir ekki að vera dreg- ín í dilk eða lifa eftir forskrift. Þess vegna hefur hún fundið upp sitt eigið kerfi til þess að lifa eftir. Hún lifir akkúrat eftir því, sem andinn inngefur og henni dettur í hug. Það losar hana við allar áhyggjur og yfirveganir. Hún er ung og kát og full af lífs- orku. Allt.á að gera i dag, ekki að geyma það til morguns. Það er ekki beinlínis lífsþorsti, held- ur sú júlfinning að maður eigi að lifa af öllum kröftum, fá eitthvað út úr lífinu meðan það er, en ekki geyma það til morguns, því ef til vill er ekkert á morgun. Þessi tilfinning er e. t. v. tákn- ræn fyrir æskuna nú til dags. Innst inni einhver nagandi fram- tíðarótti. Það er kannske þessi tilfinning, sem kemur Connie til að halda, að hún muni deyja ung. Ekkert nógu gott — Hún er undarleg stúlka, seg- ir ein vinkvenna móður hennar. — Einmitt þegar hún virðist hafa náð einhverju takmarki, sem hún hefur sett sér, er hún komin á fulla ferð eftir einhverju öðiu. Það er aldrei hægt að gera hana ánægða. Það er ekkert nógu gott handa henni, hvorki sfarf henn- ar, einkalíf né nokkur karlmaður. Hún heldur t. d. að hún sé hrifin af Gary Clarke, en það verður aldrei meira. Um þetta síðasta segir Connie sjálf: —- Við höfum ákveðin fram tíðarvandamál. Við verðum fyrst að verða eitthvað. Gary vill verða eitthvað, áður en hann rýkur til og giftir sig. 55 pör af skóm — Einu sinni, þegar ég kom heim til hennar, segir einn vin- anna, var Gary þar. Hann beið eftir því, að Connie lyki við morg unmatinn. Hún sat við borðið með kaffibolla fyrir framan sig. Hún var klædd í dökkbrúnar bux- ur og heiðgula peysu. Hárið var ógreitt og hékk í tjásum um all- an haus á henni. Hún var ómáluð og berfætt. — Ég er aldrei í skóm, sagði hún, þegar hún sá að mér varð litið á tærnar á henni. — Ég keypti mér 55 pör af skóm einu sinni, en ég geng næstum aldrei í þeim. Ég vil finna gólfið undir fótunum á mér, og þá ekki síður nýju gólf- teppin mín. Þá kemst ég í sam- ræmi við húsið. Nagar neglur Þegar hún æfir sig nagar hún neglur, baðar út höndum, fettir fingurna aftur svo það brakar í þeim, hristir lokka sína og reynd- ar allt höfuðið, þýtur fram og aft- ur og dansar um sviðið. 96 hún æfir sama atriðið aftur og aftur. Ef minnsta smáatriði er ekki hár- rétt, stöðvar hún hljómsveitina og lætur þá byrja alveg upp á nýtt. Og þannig gengur það, þar til allt er hárrétt, Þá fer hún í gegnum það einu sinni enn, og (Framhaid á 15. síðu). Það var partý hér í gærkvöldi, svo að ég er ékki tilbúin enn þá. Eg er ekki einu sinni klædd. 11. síðan

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.