Tíminn - 01.06.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.06.1961, Blaðsíða 12
Valur misnotafö vítaspyrnu — Skotarnir sýndu góía knattspyrnu, en voru slakir meS mark- skot. — Leika næst vií Akranes Skozka liðið St. Mirren lék sinn fyrsta leik hér í gær- kvöldi og mætti þá gestgjöfun- um, Val. Leikurinn var ekki skemmtilegur fyrir áhorfend- ur, þrátt fyrir ágæti Skotanna, og spenna var aldrei í leikn- um. Valsliðið átti fáar sóknar- lotur, sem vit var í, en vörnin var hins vegar nokkuð traust. Veður var ekki sem bezt, þegar leikurinn fór fram, strekkings- kaldi að sunnan, og rigndi þegar á leikinn leið. Gerði þetta að verk- um að áhorfendur fóru í stórum hópum af vellinum, áður en leikn- um lauk, enda leikurinn í heild lítilfjörlegur. Skoruðu strax Skotarnir byrjuðu mjög vel og þegar nim mínúta var af leik tókst þeim að skora. Vinstri útherjinn Miller fékk knöttinn í vítateig, lék liðlega á Árna Njálsson, sem alveg misskildi stöðuna, og skoraði Miller, án þess Björgvin Her- mannsson markvörður Vals gæti nokkrum vörnum við komið. Leikur Skotanna úti á vellinum var oft mjög glæsilegur, og þegar svona tókst tU í byrjun, bjuggust áhorfendur við, að þeir myndu vinna með miklum mun. En þetta varð þó ekki raunin. Þrátt fyrir nær algera yfirburði skozka liðs- ins tókst lcikmönnunum aðcins að skora þrjú mörk í leiknum og það eitt úr vítaspyrnu. Þeir fóru mjög illa með góð tækifæri, og reyndust litlir skotmenn. Annað mark sitt í leiknum skor- uðu Skotar á 37. mín., en þá dæmdi dómarinn, Guðbjörn Jóns son KR, vítaspyrnu á Val fyrir hendi, sem Hans Guðmundsson gerði sig sekan um í vítateign- um. Miðvörðurinn tók spyrnuna og skoraði með miklu öryggi. Örfá upphlaup Valsmenn voru heldur skárri í síðari hálfleiknum og náðu þá nokkrum upphlaupum, en flest runnu út í sandinn áður en til kasta skozka markmannsins kom. Þó var dæmd vítaspyrna á Skotana á 20. mín., sennilega fyr ir hrindingu á Albert Guðmunds son. Björgvin Daníelsson tók vítaspyrnuna, en spyrna hans var í nær mitt markið, og átti hinn öruggi markvörður St. Mirren, James Brown, létt með 1 að verja. Þar var farið illa með gott tækifæri — sem segja má að hafi verið nær hið einasta, sem Valur fékk í leiknum. Hins vegar var oft mikil hætta við Valsmarkið — og reyndar furðulegt, að Skotarnir skyldu ekki skora fleiri mörk. Björgvin Hermannsson varði oft með mikl- um glæsibrag, og yfirleitt var Valsvörnin traust og tókst að bjarga liðinu frá stórtapi. Þriðja mark sitt í leiknum skor uðu Skotar á 32. mín. Árni Njáls son hafði bjargað á línu, en knött urinn fór fyrir fætur Bryceland innherja og skoraði hann af stuttu færi. Nokkru á eftir bjargaði i Árni aftur á líníi — en síðast í leiknum var völlurinn orðinn mjög háll vegna rigningarinnar, og erfitt fyrir leikmenn að at- hafna sig. | Gott lið Það er ekki vafi á því, að við getum margt lært af skozku leik- mönnunum. Liðið hafði mikla yfirburði í leiknum, voru alltaf einum fljótari á knöttinn en Vals- menn, en hins vegar tóku þeir ekki meira á enn þurfti til að vinna auðveldan sigur. Það er greinilegt, að liðið getur miklu meira en það sýndi í gærkvöldi — en til þess þarf mótstaðan að vera meiri, en Valsmenn höfðu yfir að ráða. Markmaðurinn Brown, sem einnig er fyrirliði liðsins, virtist mjög öruggur leikmaður, en sama Markvörður St. Mirren, James Brown, ver vítaspyrnu Björgvins. Ljósmyndirnar frá leiknum tók tngimundur Magnússon. og ekkert reyndi á hann í leikn- um, nema hvað hann varði víta- spyrnuna á mjög sannfærandi hátt. Vörnin var yfirleitt mjög traust með miðvörðinn James Clunie sem bezta mann, og komst framlína Vals ekkert áleiðis gegn henni. Framverðirnir byggðu vel upp og var gaman að sjá hinn á- gæta leikmann McTavish, §em áð- ur fyrr lék með enska 1. déildar liðinu Manch. City. í framlínunni bar mest til að byrja með á útherjanum Miller, en Árna Njálssyni tókst að ná tökum á honum, þegar líða tók á leikinn. Allir leikmenn liðsins hafa yfir mikilli leikni að ráða, og vonandi fær maður betur að sjá hvað í þeim býr í síðari leikjum heim- sóknarinnar, en næsti leikur liðs- ins verður á föstudag við íslands- meistarana frá Akranesi. Áhorfendur urðu fyrir miklum vonbrigðum með framlínu Vals — en vörnin stóð sæmilega fyrir sínu. Björgvin Hermannsson var bezti maður liðsins og varði markið af miklu öryggi. Við mörkunum þremur gat hann ekkert gert. Bak- verðirnir Árni og Þorsteinn Frið- I þjófsson náðu sér vel á strik, eink- ■ hann góðar sendingar. Kantamir um Árni, eftir heldur slaka byrj- voru lítið notaðir, og Bergsteinn un. Magnús Snæbjörnsson var Magnússon fór illa með það sem sterkur á miðjunni — en einum honum var sent. Það var helzt að um of og voru fjölmargar auka- Björgvin reyndi eitthvað að berj- spyrnur dæmdar á hann fyrir ast — en hann hefur lítið annað grófan leik. Ormar Skeggjason,1 en kraftinn, leiknina skortir að fyrirliði Vals, vann mjög vel en mestu. vantar meiri hraða. Framlínan var i hvorki fugl né fiskur. Albert Guð-1 Dómari í leiknum var Guðbjöm mundssyni tókst ekki að setja Jónsson og var með allt of mikla neinn svip á hana, en af og til átti Ismámunasemi í dómum sínum. orar ur vitaspyrnu annað St. Mirren. Miöherji St. Mtrren, Kerrigan, kominn inn fyrir vörn Vals, en Björgvin varði spyrnu hans, enda vel staðsettur. Útherjinn Miller sýndi skemmtilegan sóknarleik,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.