Tíminn - 01.06.1961, Side 14
14
TIMINN, fimmtudaginn 1. júní 1960.
Nice bjó sig undir kjöt-
Jcveðjuhátið. Það lá í loftinu,
*fevo að allir urðu varir við
það, jafnvel áður en maður
tófe eftir verkamannaskaran-
um, sem vann baki brotnu
við að koma upp ljóskerum,
flaggstöngum og öðru skrauti
á Masenatorginu og undir
pálmatrjánum meðfram föt-
unum, jafnvel áður en mað-
ur' kom auga á risafígúrurnar
sem komið var fyrir og skraut
lýstar yrðu kvöldið, sem Kon
ungur Kjötkveðjuhátíðarinn-
ar kæmi til borgarinnar, áður
en maður vissi að öll gisti-
hús voru troðfull og það úði
og grúði af ferðamönnum á
Fromenade des Anglias. Fólk
talaði hraðar og hló hærra.
Kjötkveðj.uhátíðin var hátíð
unga fólksins og allir urðu
ungir á ný.
Shlrley var ung, en hún
hló ekki. Hún sat við blámál
að borð fyrir utan Hotel Ruhl
og starði á litla auglýsingu í
Luhdúnarblaði. Andlit henn-
ar var fölt og þreytulegt. Hún
hló stuttaralega. „Þaö var nú
það“, sagði hún upphátt við
sjálfa sig. „Öllu lokið. Punkt
ur.“
Ungur maður við næsta
borð starði á hana. Hann átti
því ekki að venjast að fólk
talaði upphátt við sjálft sig,
allra sízt ungar fallegar stúlk
ur. Og þaö var enginn vafi
á að hún var falleg, þótt hún
væri föl og virtist þreytuleg.
Hann sá hana fletta blaö-
inu, en hún virtist ekki geta
slitið sig frá auglýsingunni.
Hún pahtaði meira kaffi og
ungi maðurinn sá hana|
hvarfla augunum niður eftir
dálknum með yfirskriftinni
„Ýmislegt" á forsíðu blaðs-
ins. í þetta sinn lyfti hún
höfði -og horfði forviða fram
fyrir sig og aftur sagði hún
upphátt:
Merkilegt! Undarleg til-
viljun! Og meira að segja í
dag. Robert Reveneau.
Ungi maðurinn ýtti stóln-
um sínum aftur og hallaði
sér að henni.
— Má bjóða yður sígarettu?
Og viljið þér ekki frekar tala
við mig en spjalla við sjálfa
yður? Mér finnst það afleitur
ósiður.
— Ó. Hún leit snöggt upp.
Og þá sá hann að hún hafði
heiðblá augu. Ekki gráblá —
heiðblá. .
— Afsakið, hvaö. sögðuö
þér?
Jennifer Ames:
Grímuklædd
hjörtu
i.
Hann ræskti sig. — Eg
spurði hvort þér vildur siga-
rettu. Og svo leyfði ég mér
að spyrja hvort þér vilduð
ekki frekar tala við mig en
sjálfa yður.
— Eg vissi ekki ég hefði
sagt það upphátt. Eg sá bara
dálítið í blaðinu. Eg varð mjög
undrandi.
— Eg er búinn að lesa The
Times upp til agna og ég sá
ekkert sem vakti furðu mína,
sagði hann og brosti.
— Það var persónulegs eðl-
is, sagði hún kuldalega. Og
hún leit enn einu sinni á til-
kynninguna eins og hún gæti
varla trúað eigin augum. En
það var engin æsifrétt. Aðeins
stutt klausa um að Reveneau
gi-eifynja tæki á móti gestum
á Chateau Trione í nágrenni
Nice, sem hefðu áhuga á að
læra frönsku eða þyrftu að
hvilast eftir veikindi.
— Þér hafið ekki svarað
hvort þér vildúð reykja?
sagði hann og bætti við: Þær
eru amerískar.
Hún leit aítur á hann. Hann
var geðfelldur, þrekinn, og
hún heyrði á málhreim hans
að hann var ameríkani.
— Þökk fyrir. Eg myndi
þiggja eina.
Hann kveikti í fyrar hana.
— Má bjóða yður kaffi?
sagði hann og leit á tóman
stólinn við borðið hennar.
Hún jánkaði og honum virt
ist hún gera það vegna þess
hún vildi tala við einhvern
um eitthvað annað en þaö,
sem hélt huga hennar föstum.
— Eruð þér nýkomnar? Eg
hef ekki séð yður fyrr, sagði
hann.
Hún leit tortryggnislega á
hann. — Eg kom frá París í
kvöld.
— Verðið þér lengi hér?
— Já. Cleo frænka . frú
Hall, frænka mín, pantaði
herbergi fyrir mig.
— Þér eruð heppnar aö eiga
Cleo frænku að. Hann leit á
ríkmannlega framhlið gisti-
hússins. — Það eru ekki marg
ir sem geta leyft sér að búa
á slíkum stað.
— Frænka mín er gift
bankastjóra í París. Eg átti
aö vera hj á þeim en .... hún;
þagnaði. Hann tók eftir
þreytusvipnum á andliti henn
ar.
Ósjálfrátt fann hann að|
hún þyrfti á hjálp að halda.
Hann sagði kæruleysislega:
— En Cleo frænku fannst
þér ættúð að fara til Nice?
— Eftir fáeina daga hefst
— Kjötkveðjuhátíðin?
— Kjötkvðjuhátíðin?
— Já, hafið þér ekki séð
að borgin^skrýðist hátíðabún
ingi?
— Hún hristi höfuðið.
— Kjötkveðjuhátíðin í Nice
er raunveruleg hátíð. Ljósa-
skreytingar, skreyttar götur,
allt sem heyrir til. Eg vonast
til að fá efni i grein, sagði
hann.
— Grein? Eruð þér blaða-
maður?
Hann brosti glaölega. —
Bæði já og nei. Sem stendur
er ég til reynslu.
— Nú?
— Eg settist hér að eftir
striðið og las frönsku. Þegar
ég kom heim aftur kenndi
ég í nokkur ár, en komst loks
að þeirri niðurstöðu að það
var harla vanþakklátt verk
að troða frönsku innjí krakka
orma, sem alls ekki hlustuðu
á hvað ég sagði. Og þegar ég
frétti að Daily Age vantaði
fréttaritara i Frakklandi, þá
sótti ég um starfið. Þeir sögðu
mér að vera á kjötkveðjuhá-
tíðinni og ná í eitthvaö mat-
arlegt að skrifa um.
— Og hafið þér haft heppn
ina með yður?
Hann þagði um stund.
— Eg veit það ekki fyrir
víst. í kvöld hitti ég mann
á veitingahúsi, sem sagði mér
f/á nokkru, sem gæti orðiö
stórkostleg grein, en þaö er
að minnsta kosti ekki kjöt-
kveöjugrein.
— Nújá, sagði hún, en
hlustaði ekki á. Hún var með
hugann allan við tilkynning
una. Hvað oft hafði hún heyrt
Robert Reveneau tala um
móður sína, greifynjuna.....
Hann tlaði mjög hlýlega um
hana. „Það er aldrei að vita
upp á hverju mamma getur
fundið. Hún var leikkona þeg
ar hún kynntist pabba. Hún
var slungin að ná í hann.
Hún átti ekki grænan eyri
°n pabbi hafði titil.
Hann var forríkur þá. Það
var ekki fyrr en eftir stríð,
að fjárhagurinn fór að rýrna.
Hann hafði brosað dapurlega,
en heillandi. Mamma finnur
alltaf upp á einhverju sem
hægt er að græða á. Stund-
um breytir hún Röllinni okk-
ar í hótel eða hlöðunni i leik
hún eða hefur námskeið í
frönsku og matreiðslu fyrir
ungar stúlkur. Þú ættir að
vita, hvað sumar hugmynd-
irnar eru fáránlegar!"
Eg held ég hafi verið hrif-
in af honum, hugsaði hún
með sér. En ég var bara sautj
án ára, það fylgir þeim aldri
að Vcrða ástfangin. En hún
vissi að Robert Reveneau
hafði fleira til brunns aö bera
en myndarlegt útlit. Hann
var hugrakkur. Hún hafði séð
þess mörg merki í hinum
þremur skuröaðgerðum, sem
hann hafði gengist undir.
Hann hafði svo undursamlegt
skap. Honum hafði meira að
segja tekizt að fá íöður henn
ar, hinn fræga skozka skurð-
lækni, til að hlæja og það var
vissulega ekki á allra færi.
Hafði hann líka verið hrifinn
af henni? Um tíma hélt hún
það, en hann sagði aldrel
neitt. Og þegar hún hugsaði
málið löngu síðar, komst hún
að þeirri niðurstöðu að hann
hefði aðeins viljað sýna henni
þakklæti fyrir alla þá umönn
un hennar í langri sjúkralegu
hans. Kannski líka af því að
faðir hennar, sem hafði hjálp
að honum og gert honum
fært að hreyfa sig á ný. Faðir
hennar hafði stundum talað
um Robert Reveneau áður en
hann lézt.
„Daginn, sem flugvélin
steyptist niður í grennd við
húsið okkar og þeir báru hann
UTVARPID
Fimmtudagur 1. júní.
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
12.30 Útvarp frá guðsþjónustu í
Bcsstastaðakirkju, að viðstödd
um Noregskonungi og íslenzku
forsetahjónunum. (Biskup ís-
iands, herra Sigurbjörn Einars
son, predikar; séra Garðar Þor
steinsson prófastur þjónar fyr
ir altari.
13.10 Tiikynningar.
13.30 „Á frívaktinni", sjómannaþátt
ur (Kristín Anna Þórarinsd.).
15.00 Miðdegisútvarp.
18.30 Tónleikar: Lög úr óperum,
18.55 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.15 Norsk tónlist:
a) „Galdreslátten", sinfónískur
dans með passacaglíu eftir
Harald Sæverdu (Fílharm-
oníuhljómsveitin í Osló leik
ur; Öivin Fjeldstad stj.).
b) „Karnival í París" op 9 eft
ir John Svendsen (Konung-
lega óperuhljómsveitin í
Covent Garden leikur John
Hollingsvorth stj.).'
20.35 Úr Heimskringlu (H. Hjörvar).
20.55 Tónleikar: Valter Gieseking
leikur lýríska píanóþætti eftir
Grieg.
21.15 Erindi: Framkvæmdir Frakka
í Alsír (Eiríkur Sigurbergsson
viðskiptaf ræðingurj.
21.40 fslenzk' tónlist; Lagaflokkur
eftir Skúl,a Halldórsson við
ástarljóð Jónasar Hallgrímsson
ar (Þuríður Pálsdóttir, Krist-
» inn Hallsson og hljómsveit Rík
isútvarpsins flytja, Hans Ant-
olitsch stjórnar).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Úr ýmsum áttum (Ævar R.
Kvaran leikari),
22.30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónia
nr. 2 i B-dúr eftir Johan
Svendsen. (Filharmoníusveitin
í Osló leikur; Odd Gruner-
Hegge stjórnar).
23;00 Dagskrárlok;
EIRÍKUR
VÍÐFFÖRLI
Hvíti
fcr.af n i n n
Andartaksstund starði Eiríkur á
lokaðar dyrnar. Svo tók hann að
vclta því fyrir sér, hvernig hann
gæti flúið, svo hann og Elín
slyppu við að verða drepin. —
Flýttu þér, settu eitthvað fyrir
dyrnar, ég verða að reyna að kom
ast út um gluggann, sagði hann
við Elínu, sem strax tók að draga
húsgögnin fram að dyrunum.
Hann leit sem snöggvast á tinda
brjóstvarnarinnar, svo gerði hann
reipið, sem hann hafði tekið með
sér í öryggisskyni, fast í einn tind-
inn og sveiflaði sér út. — Vertu
ekki hrædd, barnið gott, ég kem
aftur og sæki þig. Vertu bara þol-
inmóð. Hvíti hrafninn er særður,
en honum líður vel og hann er i
öruggum höndum. Þetta voru hans
síðustu orð, áður en hann sveif'
aði sér burtu. Um leið opnuðust
dyrnar, og sú gamla kom inn í
fylgd með þremur hermönnum. —
Þarna er hann, hann er að flýja,
flýtið ykkur að skera á kaðalinn,
fíflin ykkar!