Tíminn - 27.06.1961, Page 1
Þriðjudagur 27. júní 1961.
142. tbl. — 45. árgangur.
Humphrey um
samvinnufélögin,
bls. 5.
1-23-23
Grænlendingar í Eyjum
KONAN I DALNUM OG
DÆTURNAR SJÖ FÁ BRÚ
Flestir íslendingar munu
kannast við Moniku á Merki-
gili, „konuna í dalnum með
dæturnar sjö. Hún missti
mann sinn meðan flest börn-
in voru ung, og hefur um ára-
bil rekið myndarbúskap með
dætrum sínum og einum syni,
sem fyrst nú er að verða full-
vaxinn. Byggðu þær mæðgur
nýtízku íbúðarhús og gripa-
hús á Merkigili, bættu jörðina
og áttu í fleiri framkvæmd-
um. Var þar þó við ramman
reip að draga, því enginn veg-
ur liggur að Merkigili. Tvær
ár loka þangað öllum leiðum,
og hefur það lengi verið
draumur Moniku, að þær
yrðu brúaðar. Nú eru loks
horfur á, að sá draumur ræt-
ist, því fé hefur verið veitt til
brúargerðar á Jökulsá í Aust-
urdal.
Benzínundan-
þágur skornar
niður
Á fundi verkfallsstjórnar í Dags-
brún í gærmorgun var samþykkt
að skera niður að miklu Ieyti und-
anþágur um afgreiðslu á benzíni
á bifreið'ir. Undanþágur þær, er
veittar voru, hafa verið gróflega
misnotaðar að áliti verkfallsstjórn
arinnar, og telur hún ekki lengur
verða við það unað. Áfram verð-
ur þó afgreitt benzín á bifreiðar
Iækna, hjúkrunarliðs, Iögreglu,
slökkviliðs og dagblaða. Benzín
á bifreiðir tannlækna mun verða
afgreitt, en mjög takmarkað.
Vinna vií brú á Jökulsá í Austurdal hefst
innan skamms
Austurdalur liggur upp úr;
Skagafirði austanverðum. Var þar
eitt sinn blómleg byggð, 20 bæir
að sögn. Eftir dalnum rennur Jök- j
ulsá, og stendur bærinn Merkigil
austan hennar. Nokkru neðan
við bæinn rennur þverá í hanaj
að austan um gil eitt mikið, Merki
gil. Dregur bærinn nafn af því. j
Er það geysistórt, snarbratt og'
hrikalegt og illt yfirferðar. Taliði
er, að kosta myndi milljón eðaj
milljónatugi, að gera akveg yfir
það. Liggja þar troðningar fyrir
menn og hesta, og eftir þeim hafa
Monika og dætur hennar flutt all
ar sínar nauðsynjar, svo og efni
til húsbyggingarinnar. i
Efsti bærinn vestan Jökulsárj
er Skatastaðir, nokkru ofar en
Merkigil. Þangað er bílvegur. og
er hið fyrirhugaða brúarstæði á
þeirri leið, um 3 km. frá Merki-
gili. Er ákveðið að hefja brúar-
gerðina í sumar, og vonazt er til
að verkinu verði lokið í haust.
Brú þessi verður úr stálbitum meji
timburgólfi, og áætlaður kostn-
aður við hana um hálf milljón.
Tíminn náði símasambandi við
Moniku, og spurði hana, hvernig
henni litizt á brúargerðina. Þótti
henni það að vonum óþarfa spurn
ing, þar eð hún hefur barizt fyrir
máli þessu í mörg ár. Kvaðst hún
bíða með hálfbyggt hús eftir
brúnni. Yrði nú einhver munur að
flytja efniviðinn heim frá því sem
áður var, þegar allt þurfti að bera
eða flytja á klyfjahestum yfir gil-
ið.
(Framhald á 2 síðui
Vormóti því, sem hvítasunnumenn héldu í Eyjum í síðustu
viku, var um það bil stórt hundrað gesta, og voru þar á meðal
auk fslendinga, Finnar, Svíar, Norðmenn, Grænlendingar, Eng-
Iendingar og Bandaríkjamenn. Héldu þeir dag hvern margar
samkomur, sem voru fjölsóttar af bæjarbúum. Það var ekki
sízt grænlenzk fjölskylda, er vakti mikla eftirtekt. Var það trú-
boði frá Nanortalik, syðst á Grænlandi, rétt vestan við Hvarf,
með eiginkonu sína og börn og roskna konu, er var fjölskyld-
unni áhangandi. Alls voru Grænlendingar sjö. Þegar þeir fóru
til guðsþjónustu, klæddust þeir þjóðbúningum sínum, er þóttu
undurfagrir, allir handsaumaðir af konu trúboðans.
Trúboðsstöð sú í Nanortalik, sem þetta fólk rekur, er kostuð
af gjafafé, meðal annars frá íslandi. Og hér sjáið þið Græn-
lendinga í þjóðbúningum sínum. (Ljósmyndir: Steinar Jó-
hannsson).
Innanlandsflug
að hef jast á ný
Innanlandsflug er nú aðjflugvéla. Verður í fyrstu flog-
hefjast á ný að nokkru leyti, j ið á milli Keflavíkur og Egils-
og verður flogið á milli staða, staða, en síðar verða hafnar
þar sem verkföll hindra ekki
lenaur eðlileaa afareiðslu
flugferðir milli fleiri staða.
Undanfarin ár hafa flugvélar
j flutt megnið af því fólki, sem far
j ið hefur milli landshluta til þess
! að vinna að nýtingu sjávarafurða,
svo sem norður, er síldveiðar hefj
ast. Þá eru hingað væntanlegir
■ mörg hutidruð útlendingar, sem
hafa keypt farmiða, þar sem ferð
ir milli landa og innan lands, svo
og máltíðir eru innifaldar í verði
I farmiðans. Þetta fólk hefur knapp
an tíma, og dvöl þess hér á landi
miðuð við, að flogið sé milli staða
I innan lands, segir í fréttatilkynn-
ingunni frá Flugfélaginu um
þetta.
.■.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V,
Síðustu daga hefur verið fag- *,
urt veður hér við Faxaflóa, og í ,*
gær var mannmergð í Nauthóis- V
vík við Skerjafjörð, líkt og á er-
lendum sjóbaðstað. Fólkið lá þar [■
hundruðum saman í sólbaði, og “I
Ijósmyndari Tímans gat ekkl
stillt sig um að mynda einn hóp- J.
inn. (Ljósmynd: TÍMINN — GE). /
'.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.’AW