Tíminn - 27.06.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.06.1961, Blaðsíða 12
I TfMIWN, þrnjjudagínn 27. Júní 1961. __------———yrrj-i— ! ! ’ JT' V vTT ;-------— jJyrolwt ulyrotwr __________ ^/yrotl&r RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Islandsmótið í gærkvöldi: Valur skoraöí tvö fyrstu mörk- in í leiknum — en KR sigraði Það leit ekki vel út hjá KR-ingum eftir fyrri hálf- leikinn í leiknum gegn Val í gærkvöldi. Valsmenn höfðu verið mjög ágengir og skorað tvö fyrstu mörkin — Evrópumelstarinn í hástökki æfði á Laugardalsvellinum í gær og líkaði og í nær hverf skipfi, sem vöilurlnn vel. Bandarískur grindahlaupari og Evrópumeistarí í hástökki — keppa á ÍR-mótinu á Laugardalsvellinum í kvöld Evrópumeistarinn í há- stökki, Svíinn Richard Dahl, keppir á frjálsíþróttamóti ÍR á Laugardalsvellinum í kvöld — og einnig verður óvæntur gestur á mótinu, Bandaríkja- maður að nafni Walt William- son, sem hefur náð ágætum árangri í grindahlaupi. Walt Williamson þjálfar Hafnfirð- inga í frjálsum íþróttum í sumar. ASalvið'burður mótsins í kvöld verður hástökkseinvígi Evrópu- meistarans, og hins unga, efnilega ÍR-ings, Jóns Ólafssonar. Þegar Dahl varð Evrópumeistari 1958 á mótinu í Stokkhólmí, stókk hann 2.12 metra, en síðustu árin hefur hann œft heldur lítið. Hann er þó nokkuð öruggur með 2.00 metra — eða sömu hæð og Jón Ólafsson hefur stokkið hæst, innanhúss í vetur. Bezti árangur Jóns utan húss er hins vegar 1.96 metrar. Góður grindahlaupari Eins og kunnugt er af fréttum hér á síðunni, dvaldi Ingvar Hall- steinsson við nám í Bandaríkjun um í vetur — og náði þá athyglis- verðum árangri í frjálsíþrótta- keppni þar. Þjálfari hans við há- skólann var Walt Williamson — og hann er nú kominn hingað til lands ásamt Ingvari og mun þjálfa Hafnfirðniga í sumar. Walt var ágætur grindahlaup ari — hefur náð bezt 14.4 sek. og þótt hann hafi lagt keppnis- íþróttir að mestu á hilluna er hann nokkuð öruggur með að hlaupa á 15 sek. eða svipuðum tíma og Ingvar hefur náð í grind inni, en þeir munu keppa í 110 m. .grindahlaupi í kvöld. Keppendur á mótinu í kvöld verða rúmlega fimmtíu frá Reykja vík, .Hafnarfirði, Kópavogi, Ums. Skarphéðni og frá Snæfellsnesi — yfirleitt allir beztu frjálsíþr,- menn landsins. Keppnisgreinar verða þessar 100, 400 og 800 m. hlaup, 3000 m. hindrunarhlaup, 110 m. grinda hlaup, 100 m. hlaup kveriria,"4x100 m. boðhlaup, hástökk,1’ þWSökk, kúluvarp og kringlukast. Mótið heldur svo áfram annað kvöld. Gunnlaugur P. Kristinsson tók þessa mynd af dönsku leikmönn- unum frá Randea-s, vinabæ Akur- eyrar í Danmörku, þegar þeir komu til Akureyrir á föstudag. Flokkurinn lék á laugardag við Akureyringa og aftur í gær- kvöldi. Á sunnudag fór flokkur- inn austur að Laxárvirkjuninni og að Mývatni, og þótti leifcmönn unum það hið bezta ferðalag. Á fimmtudagskvöld leikur flokkur- inn í Reykjavík gegn KR-ingum KR vann meÖ 3—2 og frábær markvarzla Björgvins bjargaÖi Val frá stærra tapi Valur náði upphlaupi skapað- ist hætta við mark KR. Vörn- in var í molum, en þetta lag- aðist mjög hjá KR-ingum í síðari hálfleik. Þeim tókst fljótt að jafna og skoruðu sig- urmarkið um miðjan síðari háifleikinn. KR-ingar léku gegn sól og vindi í fyrri hálfleiknum — og sólin hafði einkum slæm áhrif á varnar- spilið. Hörður Felixson lék ekki með KRliðinu og var Helgi Jóns- son miðvörður í hans stað, og tókst honum ekki vel upp í þeirri stöðu, enda henni óvanur. Á það bættist að Hreiðar Ársælsson varð snemma að yfirgefa völlinn vegna meiðsla — og var KR-vörnin mjög slök allan fyrri hálfleikinn, og ekki hefði verið neitt athugavert við það, þótt Valur hefði haft meira en þessi tvö mörk yfir í hálfleik. BJÖRGVIN SKORAR > Valsliðið lék ágætlega allan fyrri hálfleikinn og stuttur samleik ur liðsins kom KR úr jafnvægi. Og það fór því svo, að Valsmenn urðu fyrri til að skora. Á 20. mín. lék Matthías Hjart- arson upp með knöttinn og gaf fyrir markið, þar sem Björgvin Daníelsson náði knettinum í víta teignum og skoraði hann með föstu skoti án þess Heimir hefði nokkra möguleika til að verja. Laglega gert hjá Björgvini. Og nokkrum mínútum síðar skoraði Björgvin aftur fyrir Val — faUegasta markið í leiknum. Hann fékk knöttinn nokkru fyrir utah vítateig, lék nær og spymti á markið af rúmlega 20 metra færi, og knötturinn flaug í mark- homið án þess Heimir gæti svo mikið sem lyft höndunum. Þetta var óvenju fallegt mark — þó nokkur heppni setti svip á það. KR-ingum tókst sjaldan að skaap verulega hættu við mark Vals í fyrri hálfleik. Þó átti Gunnar Guðmannsson góða fyrir- gjöf, og Þórólfur skallaði á mark- ið, en Björ'gvin varði snilldarlega. í annað sinn lék Þórólfur Gunnar Felixson frían, en Gunnar spyrnti framhjá markinu, en hann var nokkra metra frá því — fyrir opnu marki. Talsvert bar á tauga- óstyrk hjá KR-liðinu, eins og leik- menn þyldu ekki mótganginn. ANNAÐ LIÐ En það var líka eins og annað KR-lið kæmi á völlinn eftir hléið. KR hóf strax stórsókn og á 1. mín. var Gunnar Felixson í dauða færi, en varð of seinn að skjóta. Knötturinn fór þó ekki langt, og náði Þórólfur honum. Hann lék rólega á Þorstein bakvörð og gaf fyrir markið, og þar skallaði Ell'- ert öiugglega í mark. Og þegar sex min. voru af leik, hafði KR jafnað. Magnús Snæ- björnsson, sem oft beytti kröftun- um meir en skyldi, braut þá nokk- : uð harkalega af sér gegn Þórólfi og dómarinn, Haukur Óskarsson, dæmdi þegar vítaspyrnu, sem Þór- ólfur skoraði örugglega úr. Valsmenn áttu fá upphlaup í síðari) hálfleiknum, sem eitthvað hvað að — nema utan einu sinni, að mikil hætta skapaðist við mark KR, en Bergsteinn Magnússon átti spyrnu í þverslá. Hins vegar var oft mikil hætta við mark Vals. Hvað eftir annað léku sóknarmeninrnir gegnum Valsvörnina og komust fríir, að j markinu, en Björgvin Hermanns- I son sýndi oft fr'ábæra markvörzlu j og bjargaði Val frá miklu verra ! tapi en reyndin varð í leiknum. Þó tókst honum ekki að verja á 20. mín. KR-ingar náðu þá á- gætu upphlaupi, Þórólfur lék á Þorstein bakvörð og gaf fyriir markið. Ellert stökk upp og skall aði knöttinn fyrir fætur Gunnars Felixsonar, sem var í góðu færi. Skot Gunnars var ekki fast, en það Ienti þó í hægra markhorn- inu — og þetta varð sigurmark KR í leiknum. GARÐAR BAR AF Það var vel gert hjá KR-ingum að ná upp þessum tveggja marka mun og ná yfirhöndinni í leikn- um. Það hefðu fá önnur lið leikið eftir þeim hér. Vörnin lagaðist mikið í síðari hálfleiknum — enda var miklu minni kraftur þá í Vals- mönnum, eins og þeir hefðu ekki þolað hraðann'í fyrri hálfleik. En KR-ingar geta þakkað ein- um manni öðrum fremur að sigur vannst. Garðar Árnason lék mjög vél allan leikinn, vann á við tvo, bæði í vörn og uppbyggingu leiks- ins. Einn bezti leikur, sem Garðar hefur sýnt. Sveinn Jónsson naut sín betur sem framvörður, og í framlínunni átti Gunnar Guð- mannsson ágætan leik. Þórólfur var einnig vel virkur — en varð þó oft að beygja sig fyrir kröfkim Magnúsar Snæbjörnssonar. Björgvin Hermannsson var lang- bezti maður Vals í leiknum — og vörnin var allsæmileg meðan út- haldið dugði. Hins vegar brugðust framverðirnir alveg í síðari hálf- leik. í framlínunni var Björgvin Dan- íclsson ávallt hættulegur • — og mörkin hans tvö ágæt, þó það nægði ekki til sigurs í leiknum. Dómarinn, Haukur Óskarsson, Víkingi, hefur oft dæmt betur — en erfitt var að dæma þennan leik — bæði vegna hörku leik- manna og mjög truflandi áhrifí sólarinnar. Það var ekki gott aí sjá allt, sem brotið var — en leik 'menn beggja liða gerðu sig oí' i seka um grófan leik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.