Tíminn - 27.06.1961, Blaðsíða 13
TrlMINn, þriðjudaginn 27. aj61.
13
t - -iiyratUr.
Baldur Scheving skoraði fyrsta mark Fram í leiknum. Laust skot hans frá vítateig lenti neSst í markhorninu, og
hinn ungi markvörður, Karl Jónsson, varð að horfa á eftir knettinum í markið.
Fram hlaut sín fyrstu stig gegn
Hafnfirðingum - sigraöi meö 3-0
— Þrjú klaufamörk gerðu út um leikinn, en góð
tækrfæri á báda bóga voru ekki nýtt
Það er ekki beint hægt að
segja, að það hafi verið glæsi-
leg knattspyrna, sem 1. deild-
arliðin Fram og Hafnarf jörður
sýndu á Laugardalsvellinum í
fyrrakvöld. Hafnfirðingar eru
að vísu nýliðar í deildinni og
kannske ekki hægt að gera
jafnmiklar kröfur til þeirra
og Reykjavíkurmeistara Fram.
Og munur á liðunum var ekki
mikill, þótt Fram færi með
sigur af hólmi, 3—0, sem var
of mikið eftir gangi leiksins.
Fram byrjar oft vel á vorin, eins
og Reykjavíkurmeistaratitillinn
gefur til kynna, og í fyrra hafði fé-
lagið lengi vel forustu í 1. deild.
Og nú, síðast í júní, virðist meist-
araflokkurinn þegar heillum horf-
inn. Þetta var fyrsti sigur Fram í
1 deild í sumar — og sá sigur
vannst eingöngu vegna þess, að
, andstæðingarnir voru enn lakari.
I Þetta er að vísu harður dómur, en
þó er það vægari dómur en meist-
araflokksmenn úr öðrum félögum
j létu falla á vellinum, því þeir
héldu fram, að þetta væri ekki
hótinu skárra, en þó blaðamenn
og leikarar væru á vellinum.
jLétt fengin mörk
Fram átti heldur meira I leikn-
l um, en Hafnfirðingar — en mörkin
j þrjú, sem þeir skoruðu hefðu Hafn-
■ firðingar hins vegar átt að kom-
ast hjá. Það voru mjög ódýr mörk
'— hrein klaufamörk. Hafnfirðing-
ar áttu nokkur hættuleg upphlaup,
( og komust nokkrum sinnum í færi,
en Geir Kristjánsson, markvörður
| Fram, var í miklu „stuði“ og bjarg-
! aði nokkrum sinnum vel, sérstak-
lejp jpgð góðum úthlaupum. Mun-
urann á liðunum fólst nær ein-
göngu í því, að Fram hafði góðan
markmann, Hafnfirðingar heldur
slakan.
Fram tókst ekki að skora fyrsta
mark sitt fyrr en langt var liðið á
fyrri hálfleik, og hvílík mistök.
Miðvörður Hafnfirðinga var með
knöttinn, og gaf beint til Guðjóns
Jónssonar, sem var frír langt inn
við vítateig Hafnfirðinga. Knöttur-j
inn bögglaðist fyrir Guðjóni — og
hann gat ekki nýtt hið óvænta tæki
færi til að bruna með knöttinn að
marki. Vamarleikmaður komst
fyrir hann og Guðjón gaf til Bald-
urs Schevings á vítateigslínu. Bald-
ur spyrnti frekar lausri spyrnu á
markið — knötturinn fór í varnar-
leikmann og þaðan neðst í mark-
hornið, út við stöng.
Og rétt á eftir skoraði Fram
aftur, og það var jafnvel ennþá
klaufalegra mark fyrir Hafnfirð-
inga. Grétar Sigurðsaon var með
knöttinn í vítateig og þrir Hafn-
firðingar fjTÍr framan hann. Grét-
ar spyrnti þó á markið og knöttur-
inn fór rétt við hlið markmannsins
og inn, án þess að nokkur tilraun
væri gerð til að verja.
Þriðja mark Fram í leiknum var
þó það klaufalegasta( fyrir Hafn-
firðinga. Á 7. mín. í síðari hálfleik
var Guðmundur Óskarsson með
knöttinn út við vítateig, og ætlaði
að gefa fyrir markið. Iinötturinn
kom þó á markið, markmaðurinn
stökk upp til að grípa knöttinn, en
missti hann yfir sig í markið.
Eins og sjá má af þessari upp-
talningu voru Framarar heppnir
með þau mörk, sem þeir fengu í
leiknum. Þeir fengu hins vegar
mör'g miklu betri tækifæri til að
skora, sem voru iila misnotuð —
og stundum fylgdi heppnin Hafn
firðingum t. d. þegar þeim tókst
þrívegis í röð að bjarga á mark-
línunni.
Hvað er í veginum?
Það er eitthvað meira en lítið
athugavert við leik Framliðsins.
Liðið hefur á að skipa ágætum ein-
staklingum — og reynsluna skortir
ekki, en þó kemur sáralítið já-
kvætt úr leik liðsins. Eilíf von-
brigði fyrir áhangendur liðsins —
og vissulega finnst manni frekar
að Fram ætti að vera með í bar-
áttunni um meistaratitilinn í stað
þess — eins og allt bendir nú til —
að verjast falli niður í 2. deild.
í þessum Ieik var Geir markvörð-
ur bezti maður liðsins, og Rúnar
Guðmannsson og Ragnar Jóhann-
esson áttu einnig allgóðan leik.
Guðmundur Óskarsson var beztur
í framlínunni — en aðrir leikmenn
léku flestir undir getu.
Mistök í varnarleik Hafnfirðinga
voru svo stór í þessum leik að
tapið varð óumflýjanlegt. Þó var
þessi leikur betri hjá liðinu, en
fyrsti leikur þess gegn Akurnes-
ingum, enda annað að leika á
Laugardalsvellinum. Og liðið á
góða leikmenn innan um, eins og
framverðina Sigurjón Gíslason og
Einar Sigurðsson. í framlínunni
eru bræðurnir Ragnar og Bergþór
Jónssynir hættulegir vegna hraða
síns, og Bergþór fékk góð tæki-
færi í leiknum, þótt Geir reyndist
honum yfirsterkari.
Dómari í leiknum var Grétar
Norðfjörð, Þrótti, og dæmdi vel.
Stjörnurnar
mættu ekki
Á sunnudaginn gengust Ak-
urnesingar fyrir frjálsíþrótta-
móti á Skaganum. Tveir af
kunnari frjálsíþróttamönnum
landsins, Jón Ólafsson og Val-
björn Þorláksson, ÍR, áttu að
! keppa á mótinu, og auglýstu
Akurnesingar það mjög. Veður
var hið fegursta, þegar mótið
hófst, og áhorfendur streymdu
■ á völlinn til að sjá hinar „stóru
stjörnur" úr Reykjavik — en
| hvflík vonbrigði „stjörnumar“
mættu ekki til leiks. Forráða-
menn mótsins hafa orðið fyrir
miklum óþægindum vegna
þessa „stjömuhraps“, og hafa
í verið ásakaðir um gabb og
j fleira — en þeirra er þó ekki
■ sökin. Og þetta minnir okkur á
hvernig aðsókn að frjálsíþrótta
| mótum í Reykjavík var „drep-
in“ niður vegna sífelldra svika
hinna beztu við áhorfendur. Og
í vafasamt er, að áhorfendur á
Akranesi streymi á völlinn
næst, þegar „stjörnur" úr
Reykjavík ætla að keppa þar.
Kvenna- og drengja-
meistaramót Islands
7
1
Kvennameistaramót íslands
og Drengjameistaramót ís-
lands f frjálsum íþróttum
1961, fara fram á Laugardals-
leikvanginum í Reykjavík
dagana 8. og 9. júlí 1961.
Keppt
greinum:
verður
eftirtöldum
á Akureyri
Randers Freja lék sinn fyrsta
leik á Akureyri á laugardaginn
gegn úrvalsliði Akureyrar — en
landsliðsmanninn Steingr. Björns-
son vantaði þó í lið Akureyrar.
Úrslit í leiknum urðu þau, að
Danir sigruðu með miklum mun,
sjö mörkum gegn einu, en yfir-
burðir liðsins voru þó ekki eins
miklir og mörkin segja til um.
Einar Helgason, hinn ágæti mark-
vörður Akureyringa, var að yfir-
gefa völlinn vegna meiðsla — og
hafði það talsverð áhrif á hin óhag
stæðu úrslit. Randars-Iiðið lék
sinn annan leik á Akureyri í gær-
kvöldi, en nánar verður sagt frái Ge r Kris,lansson< markvörður Rram, til vinstri, átti mörg ágæt úthlaup í
þessum leikjum á síðunni á morg- laihnum gegn Hafnfirðingum, og her sest hann mæta Bergþori Jonssyni
an. 1 a réttu augnabliki Hættunni var afstýrt. Ljósmynd: Tíminn, GE.
Laugardaginn 8. júlí kl. 16:
Konur: 100 m. hlaup, hástökk,
kúluvarp, spjótkast og 4x100 m.
boðhlaup.
Metjöfnun
á Akranesi
Á frjálsíþróttamóti á Akranesi
á sunnudaginii stökk 13 ára gömul
stúlka, Sigrún Jóhannsdóttir, 1.41
metra í hástökki. Þetta var í auka-
tökki, svo það verður ekki viður
kennt sem Íslandsmet — en hins
vegar er það sama hæð og íslands
metið í greinmm. Á sama móti
varpaði Ólafur Þórðarson kúlu
14.43 metrai.
Drengir: 100 m. hlaup, kúluvarp,
hástökk, 800 m. hlaup, langstökk
og 200 m. grindahlaup.
Sunnudaginn 9. júlí kl. 14:
Konur: 80 m. grindahlaup, lang
stökk, kringlukast og 200 m. hlaup.
Drengir: 110 m. grindahlaup,
kringlukast, stangarstökk, 300 m.
hlaup, þrístökk, 1500 m- hlaup og
4x100 m. boðhlaup.
Þátttökurétt í drengjameistara
mótinu hafa þeir piltar, sem verða
18 ára á árinu og yngri.
Þátttökutilkynningar skulu
hafa borizt í pósthólf 1099, Reykja
vík, eða til formanns FRÍ, Jóhann
esa Sölvasonar, sími 17282, eigi
síðar en kl. 10 að kvöldi hins 5.
júní 1961.
Frjálsfþróttasamband íslands
sér um framkvæmd mótsins.
★ Brazilíska knattspyrnuliðið San
tos lék nýlega við Benefica frá
Portúgal, sem sigraði í Evr-
ópubikarkeppninni. Leikurinn
fór fram í París. og sigraði San
tos með 6—3. í hálfleik var
staðan 4—0. Portúgalarmr skor
uðu síðan þrjú mörk. en
svarta perlan, Pele, frá sið-
ustu heimsmeistarakeþpni,
tryggði sigur Santo? með tveim
ur mörkum undir lokin.