Tíminn - 09.07.1961, Síða 2

Tíminn - 09.07.1961, Síða 2
T í M I N N, sunnudaginn 9. júli 1961. HeiUaösk frá K á þjóðhátíðardegi Serklrnir Mohamed Chennat og Mohamed Rezzoug „Við getum ekki fallizt á neitt, sem ekki felur ð 3* i ser „Þegar Frakkar lögðu Sa- hara undir sig, höfðu þeir það að yfirskyni, að Sahara til heyrði Alsír, sem þeir höfðu lagt undir sig áður. Nú þegar þeir sjá, að Alsír er að verða frjáls, segja þeir hins vegar að Sahara sé sérstakt land. Á öllum frönskum kortum fram til 1957 náði Alsír inn í miðja Sahara, á nýjum kortum nær það aðeins til Atlas-fjalla. Þeir eru hræddir um sig, vita að Alsír verður bráðum frjálst, en vilja ekki missa Sahara- olíuna.“ | Þannig mæltist tveimur Serkj-| um frá Alsír, sem eru þessa dag ana staddir hér í Reykjavík á veg sum Æskulýðsi;á(5s íslands. Þeir eru Mohamed Chennat, aðstoðar- ★ ★ ★ ★ ★ ★ Þegar Bessastaðatjörn hafði verið lokað með garði hér á árunum, voru laxaseið'i sett í hana, og mun laxinn hafa dafnað þar vel í söltu vatni. Nú mun aftur á móti leika vafi á því, hver á þennan laxastofn, þar eð fleiri jarðlr en Bessastaðir eiga land að tjörninni. Starfsmannafélag Reykjavíkur hefur tilnefnt fulltrúa, Þórð Ág. Þórðarson og Júlíus Björnsson, til þess að Iiefja viðræður við bæjaryfirvöldin, af hálfu félagsins um kaup og kjör þess fólks, sem í því er. Flokksstárfið í bænum Orðsending frá Veltuhappdræfti F.U.F. Dregið hefur verlð í veltuhappdrættinu og féllu vinningar á eftir talin númor: 1. Forð á Edinborgarhátíð nr. 852 2. Helmilistæki — 1036 3. Karlmannafatnaður — 697 4. Veiðistöng — 959 5. Bókaflokkur — 882 Handhafar vinningsmiðanna eru beðnir að snúa sér tll happdrættis nefndarinnar og mun hún afhenda vinningana gegn framvísun miðanna. — Happdrættisnefnd. J framkvæmdastjóri verkalýðssam- taka Alsír, og Mohamed Rczzoug, stúdent í efnafræði og stærðfræði og stjórnarmeðlimur í stúdenta- samtökum í Alsír. Þeir eru báðir útlagar frá lieimalandi sínu og| halda til í Túnis. í WAY, alþjóðasamband æsku- lýðsins, bauð itteðlimuim sínum í Alsír að senda tvo menn í hring- ferð um Evrópu til þess að kynna málstað þjóðar sinnar meðal æsku lýðs og framámanna annarra landa. Þessir Serkir urðu fyrir val inu. Þeir komu hingað til lands á föstudagsfcvöldið og fara í fyrra málið, en þeir eru nú hér um bil hálfnaðir í hringferð sinni. Þeir hafa þegar talað við ýmsa áhrifa- merm hér úr öllum flokfcum. Blaðamenn höfðu laust eftir þá degi tal af Serkjunum. Þeir báðu fyrir kveðjur til íslenzks æsku- lýðs og þjóðarinnar frá serknesk- um æskulýð. Þeir báðu menn minnast þess, að 1 milljón Serkja hefði látið lífið í frelsisbaráttu Alsír og 2 milljónir þeirra sætu í fangabúðum Frakka. Framtíð Alsír? Við viljum samvinnu og frið milli frjáls Alsír og Frakklands sem tveggja sjálfstæðra þjóða. Tillögur De Gaulles um skipt- ingu Alsír? Þær eru engin lausn á rnálinu, enda fiestir franskir þingflokkar á móti þessum tillögum. Það sem við viljum, er að bæði Evrópu- menn og Serkir lifi saman í sama ríki í friði. Þetta er eina framtið- j arlausnin. Skiptingin mundi leiða' af sér aðeins árekstra. De Gaulle ætlar ltka bara að nota þessa til- lögu sem grýlu á Serki til þess að þeir verði samningaþýðari í Evían. Samningamir í Evían? Útlagastjórnin vill ekki láta neitt tækifæri ónotað til þess að komast að samkomulagi. Við er- um reiðubúnir að hlusta á öll boð, en við getum ekki fallist á neitt sem ekki felur í sér sjálfstæði Alsir. Hefur ykkur verið vel tekið á þessu ferðalagi? Já, mjög vel. Evrópubúar skilja afstöðu okkar mjög vel Okkur hefur alls staðar mætt skilningur oe vinátta. 4. júlí var þjóðhátíðardag- ur Bandaríkjanna, og var þess þá minnzt, að 185 ár eru síðan sjálfstæðisyfirlýsing þeirra var gefin út. Krústjoff, for- sætisráðherra Ráðstjórnar- ríkjanna, sendi Kennedy for- seta heillaóskaskeyti í tilefni dagsins, og Kennedy svaraði skeytinu um hæl. í skeyti sinu sagði Krústjoff, að Sovétríkin óski eftir friðsamlegri sambúð við Bandaríkin um alla framtíð, minnti á fund þeírra Kennedys í Vínarborg og lét í ljós þá von, að framhald mætti verða á slíkum viðræðum. f svari sínu þakkaði Kennedy heillaóskina og tjáði sovézka for- sætisráðherranum, að Bandaríkin væru enn sem fyrr bundin megin- reglunum um rétt einstaklingsins og frelsi öllum mönnum til handa. Kennedy þakkaði Krústjoff per- sónulega og fyrir hönd þjóðarinn- ar heillaóskina og sagði að lok- um, að mikil ábyrgð hvíldi á Sov- étríkjunum og Bandaríkjunum sam eiginlega. Kveðst hann fullvissa Krústjoff um, að Bandaríkin óski einskis fremur en eiga friðsam- lega sambúð við Rússland um alla framtíð. Dregið úr veizlukostnaði Sendiráð Bandaríkjanna í París lét nú í fyrsta skipti um árabil undir höfuð leggjast að halda garð veizlu þá hina miklu og rómuðu, scm lengi hefur verið siður að hafa þar á þjóðhátíðardaginn. Hafa Málverkasýning í Freyjugötu- sainum f dag klukkan 5 er opnuð sýrt- ing í Feryjugötusalnum (Ásmund arsalnum) á málverkum eftir Kristján Davíðsson og eru á sýn ingunni aðallega ný málverk og mörg þeirra til sölu. Sýningin er opin daglega frá kl. 5 síðd. til 10 og vér^ur lokað þann 12. júlí. í blaðinu í gær birtist frétt af laxveiðum í Ölfusá. Ein slæm prentvilla slæddist inn í fréttina. Bændur fengu í fyrra 63 krónur nettó fyrir kílóið af fyrsta flokks laxi en ekki 73 krónur eins og stóð í fréttinni. Mál Helanders 'Framhalfl at ih -060' hafa sagt rangt til nafns síns við ritvélakaupin, af því að honum þótti ekki sæmilegt af manni í sinni stöðu að þrátta um verðið við seljandann. Hann hefði ekki leynt nafni, þegar hann lét gera við skemmdu ritvélina, og því hefur jafnvei verið haldið fram, að orðalag á bréfunum geti ekki síður bent til þess, að presturinn Segelberg — sá, sem kærði Hel- ander, sé höfundur þeirra. Segel- berg hefur einmitt skrifað svæsn- ar. nafnlausar greinar um önnur deilumál. Helander biskup fluttist til Gautaborgar, þegar hann var svipt- ur embætti. Kona hans gerðist þar kennari, en Helander sjálfur hói' eftirgrennslanir og söfnun gagna í máli sínu, og hefur notið til þess aðstoðar sona sinna tveggja. venjulega verið þar 6 þúsund bandarískir boðsgestir, en í þetta sinn sátu boð sendiherrans aðeins 200 útvaldir menn, og voru flestir þeirra franskir ráðherrar og em- bættismenn. Er þetta í samræmi við ákvörðun og viðleitni stjórn- arinnar að minnka útgjöld sín er- lendis. Raunar hafa þessar Veizl- ur ekki verið kostaðar af ríkinu síðustu árin, heldur sendiherran- um sjálfum. Hafa sendiherrar Bandaríkjanna í París lengi verið vellauðugir menn, sem hefur þótt upphefð að embættinu og hafa greitt risnuna úr eigin vasa. Þann- ig er þessu ekki varið um James Gavin, núverandi sendiherra í París. Averell Harriman, farand- sendiherra Bandaríkjaforseta, var í veizlunni í París, en hann var á leið til Genfar að sitja Laos-ráð- stefnuna. I Ekkert sföferfö j i Framh at 16 »iðn i I maður fallist ekki aldeilis á hug- myndi.r hennar, eða Ásgrím gamia afa, þótt sérvitur sé og þrár. Auð- vitað vita allir allt um alla. En enginu má vera að því að' gægj- ast á glugganum hjá grannanum. Öll þjóðin er önnum kafin við að horfa út um stóra glug'gann, þar sem umheimurirm blasir við." Já — manni þykir fljótt vænt um ísland og íslendinga. Óskemmt súrdeig í því landi læsir fóik símann inn í skáp og opnar ekki bréfm sln. Blöðin skrifa ekki um morð, því að þau vilja hvorki angra með því vandamenn þess, sem myrtur var, né ættfólk þess, sem morðið framdi. Þar nefnist kvenfólkið því látlausa heiti konur, og karl- mennirnir eru aðeins nefndir karlar. í því landi er danskt gullöl selt á svörtum markaði, og menn bjóða ' höfuðskepnunum byrginn í fimm dægur í ofviðri á hafi úti til þess að geta borið einn ölkassa á land í fanginu — þetta leynivopn gufu- skipafélaganna gegn vinsældum flugfélaganna. Og þótt menn verði , ekki þrumandi fullir, verða menn !að minnsta kosti stígvélafullir I í því landi íesa menn á myrkum | vetrarkvöldum fjórum sinnum fieiri bækur en gerist í Danmörku. Þar geta allir rímað og ort til heimilisþarfa og lifað sig inn í heima, þar sem harðhnjóskulegur i veruleikinn er utan gáttá, ef þeir ! vilja. í því landi ríða draugar enn hús- . um, og menn segja draugasögur, 'sem þeir hafa sjálfir upplifað og ! eru þess vegna ekki annað en eðli- legt og náttúrlegt þykir. Þar er | hið dularfulla ekki lengur dular- fullt. í því landi er enn svigrúm fyrir ihornótta sérvitringa, og fólk hefur ,svo rúnit um sig, að Norðmenn, jDanir og Svíar kæmust þar fyrir líka. 1 í því landi eru lítil börn, sem deyja, jafnvel í hinum stóru, nýju s.iúkrahúsum, enn þann dag í dag látin í kistu hjá einhverjum full- orðnum, því að íslendingar vilja ekki láta svo litla og hjálparvana ' manneskju vera aleina í jörðinni. | Þetta land fær vonandi um lang ar stundir að þróast og vera ó- skemmt súrdeig, sem sýrir og bætir í deigið í hinu stóra trogi tdverunnar. Það gerir ekki neitt til. þótt íslendingai séu mórallausir. Eða þótt þeir segist ekki trúa á guð. Bara þeir haldi áfram að trúa 1 á sjálfa sig.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.