Tíminn - 09.07.1961, Síða 11
• T f MINN, sunnudaglnn 9. júlí 1961.
11
Þetta var hann og enginn
annar. Hún kom auga á hann
um leið og hann birtist í
bjarmanum frá götuljósker-
‘ inu.
Hinrik að bíða eftir strætis-
vagni! hugsaði hún með sér.
Vagninn var ekki sjáanleg-
ur. Hún dró sig í hlé, vildi
ekki verða á vegi hans, en
þó.... hana langaði vissu-
lega til að rétta honum hönd-
ina og tala við hann. Það var
hellirigning. Strætisvagninn
kom í ljós, en hann var full- 1
skipaður og ók fram hjá.
Nú kom hann auga á hana.
— Lísbet! sagði hann Það
var undrun í rödd hans. Eins
og ósjálfrátt gekk hún í átt
til hans og rétti honum hönd- j
ina.
— Góðan daginn, sagði
hún, en það var eitthvað
fjarrænt við ávarpið. Hún
brosti til hans, eins og til að
bæta upp þessa kuldalegu
kveðju.
— Það var slæmt, að vagn-
inn skyldi ekki stanza, sagði
hann, en orðin voru ekki í
beint sannfærandi.
— Já, sagði hún. Stattu
h*ma undir regnhlífinni hjá
mér það getur orðið bið á því,
jp ð næsti vagn komi. það.
þekki ég. '
— Jæja, svo að þú þekkir
það. Notar þú oft þennan
vagn? spurði hann um leið og
hann smeygði sér undir regn- l
hlífina. 1
— Aðeins á miðvikudags-
kvöldum. Þá fer ég á nám-,
skeið. Annars bind ég inni
bækur í tómstundum, en af
þvl hef ég bæði gagn og gam-
an, og nokkrar tekjur.
— Einmltt það, sagði hann.
Finnst þér það skemmtilegt?
Haiyi ætlaði að segja eitt-
i livað .fléira, en varð orðfall.
— Ilyers vegna notar þú
ekki.þlnn eigin vagn i þessu
veðri?
— Konan mín þurfti að
nota hann, svaraði hann hálf
viðutan.
— Hún, hugs^ði Lísbet. —
Hún, sem þröngvaði sér inn í
Iíf okkar og tilveru, einmitt
er við vorum að yfirstíga erf-
iðleikana fjárhagslega og
allt virtist leika í lyndi. Hún
birtist eins og hungruð Ijón-
ynja, með reistan makkann
og hárbeittar rándýrstennur
og þóttist geta hremmt hvaða
bráð, sem væri.... líka Hin-
rik.
Lísbet gleymdi aldrei bréf-
inu, er hún skrifaði henni,
þar sem hún sagði meðal ann-
ars: — Látið manninn minn
í friði. ef þér eruð ekki alveg
samvizkulausar. -Látið heim-
ilið okkar í friði. börnin okk-
ar og allt, sem okkur er helg-
ast. Finnið þér yngrj mann
við yðar hæfi Það fylgir því
engin gæfa að ánetja eigin-
rnann annarrar konu.
Þannig skrifaði hún í ein-
feldni sinni og örvæntingu og
leitaðist þannig við að snerta
við sómatilfinningu hennar,
rf nnkkur væri.
Þetta oinskáa bréf hennar
hafði engin áhrif. bað var
eins og olía á eld.
— Þau hjónin töluðu lítið
saman. Hinrik var að eðlis-
fari ósjálfstæður, svo að hún
gat ekki horft upp á hann
striða við sinn innri mann.
Að halda í þann, sem óskaði
eftir frelsi, gat aldrei leitt til
hamingju, svo að hún gaf
eftir skilnaðinn. Hún hafði
SUMARREG
börnin og meðgjöf með þeim. |
Hinrik gerði sér rangar
hugmyndir um Hönnu sem
húsmóður. Hún vildi lifa sínu
fyrra lífi og ekkert leggja í(
sölurnar, allt átti að koma j
af sjálfu sér. En Lísbet lét
ekki bugast. Nú voru börnim
komin á legg og farin að
ganga í skóla. Hún vann sérj
talsvert inn og var farin aðj
líta bjartari augurxi á fram-
tíðina. Hún var héldur ekki
nema um þrítugt, hraust og
starfsglöð og börnin voru
hennar augnayndi.
Um þetta hugsaði hún, er
hún stóð við hlið hans undir
regnhlífinni. Hún gaut til
hans hornauga.
Já, Hanna hafði vagninn.
Þar var þenni rétt lýst. En
hvað kom þetta henni sjálfri
við
Nú veittj hún þvi athygli,
að það vantaði hnapp í frakk
ann hans. Veslings Hinrik!
Gat nú ekki þessí fyrrvprandi
skátadrengur fengið sér nál
og spotta úr saumakörfu kon
unnar sinnar En Hanna og
saumakarfa átti ekki saman,
nær væri að nefna nafn henn
ar í sambandi við sígarettur
og annan munað
— Hvert- ertu annars að
fara?, spurði hún.
— Eg ætlaði að skreppa
heim og laga mér tesopa. Eg
kem af fundi og mér er hroll-
kalt.
— Þú getur fengið te heimá
hjá mér, sagði hún með tals-
verðu stórlæti í röddinni.
Börnin eru sofnuð, en þú get-
ur samt litið til þeirra, það
er nokkuð síðan þú hefur séð
þau.
Hinrik hafði af og til farið
með börnin í bíó og á eftir
gefið þeim ís og súkkulaði.
Aldrei höfðu þau viljað fara
inn í þetta nýja heimili hans.
Henni fannst ástæðulaust að
láta börnin slíta sambandi
við föður sinn, þau höfðu
ánægju af því og hann að
sjálfsögðu ekki síður.
Nú kom strætisvagninn
loksins. Þau þrengdu sér inn
í hann. Það fór um hana und
arleg tilfinning að standa
svona nálægt honum Hún
starði sem í leiðslu á rauðan
dömuhatt fvrír framan sig.
Hvorugt sagði orð en fegin
var hún. er þau stigu af vagn
jnum
íbúðin var hlý og notaleg.
Hún setti ketil yfir gasið og
skar brauðsneiðar.
— Þetta glóðsteikjum við,
sagði Hinrik Hann tók brauð
ristina frá sínum vanalega
stað og gerði brauðinu til
góða. Nú var eins og æðri öfl
hefðu lyft þeirri huliðsblæju
í milli þeirra, sem hafði
verið i mörg ár. Þau komu
sér fyrir í borðkróknum við
teborðið og opnuðu útvarpið.
Nú- sátu þau undir daufri
birtu frá gólflampanum, ann-
að ljós var ekki í stofunni.
— Alltaf er jafn vistlegt
hjá þér, og þú hefur fengið
þér nýja gólfábreiðut, — og
nú brosti hann til hennar.
Þau höfðu aldrei efni á að
veita sér slíkan munað. Hún
útbjó ábreiðu á gólfið
— „í gamla daga“ — úr tusk-
um og smárenningum til
hinna mestu óþæginda fyrir
börnin, sem voru að festa fæt
urna í þessu og um leið að
kútveltast.
Hún var búin að afla sér
ýmissa hluta í heimilið til
þæginda og yndisauka.
Þetta hefðu þau allt getað
átt sameiginlega. ef forsjón-
in hefði ekki leikið þau svo
grðtt Henni varð hugsað til
Allur bærinn var að fara \ kaf - blátt áfram að drukkna.
þess, beiskjublandið samt, að
fyrir þessu hefði hún ein
unnið, án aðstoðar hans. En
slíkar hugsanir véku frá
henni, er henni varð litið til
hans og hún las niðurbældar
tilfinningar hans og hugsanir
úr svip hans.
Svo kom það, þetta sem hún
hafði alítaf vonazt eftir og
látið sig dreyma um öll þessi
löngu og oft á tíðum erfiðu
undanfarin fjögur ár.
— Lísbet! Við vitum það
bæði, að þetta átti ég aldrei
að gera, og nú horfði hann
beint í augu hennar. — Þetta
var hrein og bein fávizka,
frumhlaup frá því fyrsta. Við
Hanna hefðum átt að vera
skilin fyrir löngu.
Hún leit til hans og spurði
eins varfærnislega og henni
var unnt:
— Hvers vegna hafið þið
ekki slitið samvistum?
— Auðvitað mælir allt með
xþví, en það er ekki svo hægt
urri vik. Hún getur ekki alið
önn fyrir sér, og hver veit,
hvað hún myndi taka til
bragðs.
Hanna! og aftur Hanna..
Hún er full sjálfselsku og
eigingirni, hugsaði hún.
Nú gat hún ekki lengur á
sér setið og sagði: — Þú sem
lögfræðingur, veizt ósköp vel,
að eftir ákveðinn og takimrk
aðan tima, getur hún ekki
neitað þér um skúnað og. ...
— Það veit ég. tók hann
fram í fyrir henni og nú
horfði hann i gaupnir sér
Er hann leit unp, skein ein
lægnin úr augum hans Nú
sá hún, að hann elskaði hana
enn þá og hafði gert öll þessi
ár.
— Þú gazt hindrað þetta,
Lísbet, með allri þinni stað-
(Framhald á 13, siðu).