Tíminn - 11.07.1961, Síða 3
1
TÍMINN, þriðjudaginn 11. júlí 1961.
3
Tekið á móti Gagarín
eins og þjóðhöfðingja
Víðtækar öryggisráðstafanir vegna komu hans
á sovézku vörusýninguna í Lundúnum í dag
I meðhöndlunar
vegna.
stöðu sinnar
NTB—Lundúnum, 10. júlí.
Athygli vekur, hve brezk
stjórnarvöld gera víðtækar
öryggisráðstafanir, vegna
komu sovézka geimfarans
Júrís Gagaríns til Lundúna á
morgun. Scotland Yard hefur
gert> álíka miklar öryggisráð-
stafanir og þegar þjóðarleið-
tcgar koma í opinberar heim-
sóknir til höfuðborgarinnar,
þótt Gagarín eigi ekki beina
kröfu til neinnar sérstakrar
Sameiginleg þjóð-
stjóm i Kongó
NTB—Briissel og Leopoldville,
10. júlí.
í fréttum belgísku útvarps-
stöðvarinnar í Leópoldville
sagði í dag, að kongóska mið-
stjórnin í Leópoldviile og bar-
áttustjórn Lúmúmba-sinna í
Stanleyville undir forystu
Antoine Gizenga hafi orðið
ásáttar um að mynda sam-
eiginlega þjóðstjórn í Kongó.
Samkvæmt fréttastofufregn-
um verður skipað 32—35
manna ríkisráð og vararíkis-
ráð, en tvær til þrjár ríkis-
ráðsstöður verða ætlaðar full-
trúum Katanga. Nánar verð-
ur greint frá skipun stjórnar-
innar á morgun eða hinn dag-
inn, segir í fréttinni. Ekki er
ákveðið, hver skuli verða for-
sætisráðherra, en fréttamaður
belgíska útvarpsins telur iðn-
aðarsérfræðinginn Cyril Ad-
oula líklegan í þá stöðu.
* Samtímis var frá því skýrt í'
i Leópoldville, að Tshombe, sjálf-
skipaður vatdsmaður í Katanga, |
héldi fast við þá afstöðu sína, að
nauðsynlegt sé, að kongóska þjóð
þingið komi tafarlaust saman til
funda. Leggur hann megináheralu
á þafí^ að nýr fundur æðstu manna
alls landsins verði haldinn áður
en samkomutími þingsins verur
boðaður.
Mahmoud Khiari frá Túnis, sem
Hammarskjöld, sendi sérstaklega
til þess að kynna sér málin í
Kongó, sagði á blaðamannafundi
í Leópoidville í dag, að ekki væri
hann fullkomlega ánægður með
viðræður sinar við Tshombe i Bl-
•isabethville um helgina.
Fréttastofan AFP segir í dag,
að annar sendifulltrúi S.Þ., O’-
Brien, hafi farið til Norður-Kat-
anga til þess að eiga viðræður við
leiðtoga Balúbamanna.
Hann mun stöðugt verða um-
kringdur brezkum lífverði, og ó-
einkennisklæddir lögreglumenn
munu gæta hans eins og sjáaldurs
augna sinna, hvar sem hann fer.
Brezka stjórnin mun einnig
sýna honum meiri heiður en öðr-
um ótignum gestum, sem heim-
sækja Bretland. Aðstoðarutanrík-
isráðsritarinn F. F. Turnbull, sem
starfar í rannsóknarráðuneyti
Breta, mun taka á móti Gagarín á
flugvellinum. Þá hefur heyrzt,
að Gagarin hafi verið boðið í heim-
sókn til Hailsham, ráðherra í geim-
vísindum, og ennfremur er talið
sennilegt, að hinn sovézki geim-
fari hitti Macmillan að máli.
Þá gengur sú saga fjöllunum
hærra, að Krústjoff, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, hafi slegizt í
för með Gagarín og muni koma
öllum á óvart með heimsókn sinni.
Hafa blöðin slegið þessari frétt
mjög upp, en engin staðfesting
hefur féngizt á henni, hvorki hjá
brezkum né sovézkum aðilum.
Gagarín kemur til Lundúna til
þess að heimsækja sovézku vöru-
sýninguna, sem þar er haldin.
Þá hefur Tass-fréttastofan sagt
frá því, að Gagarín hafi verið
boðið til Ceylon, en ekkert var
nánar greint frá því boði.
Júrí Gagarín, fyrsti geimfari sö.gunnar. Þetta er myndin, sem símsend var
um allan heim, meðal annars til Tímans, samdægurs og hann fór ferð sína.
Var innrás í Kúwait
fyrirhuguö 14. júlí?
NTB—Kúwait og Lundúnum, áætlanir íraksstjórnar að engu,
10. júlí. segir í fréttinni.
Saltað á ðllum Aust
f iarðahöf num í gær
Síldin er nú komin austur
fyrir Langanes, og í fyrrinótt
var talsverður afli á Digranes-
flaki og suSur undir Glettinga-
nes, 8—10 mílur úti fyrir
Vopnafirði. í gær var saltað á
öllum höfnum Austfjarða, frá
Fáskrúðsfirði og norður úr.
Talsvert var og saltað á Rauf-
arhöfn, en minna á Siglufirði.
í gærkvöldi voru bátarnir aft-
ur farnir að fá góða veiði út
af Vopnafirði.
Vélskipið Fanney fann síldina á
Digranessflaki á sunnudaginn, og
óð hún lítilsháttar. Áður höfðu þó
Norðmenn komizt á snoðir um
síldina þarna, og höfðu þeir þarna
ágæta veiði aðfaranótt sunnudags-
ins í góðu veðri meðan íslenzki
flotinn lá mestallur í vari hér og
þar fyrir Norðurlandi vegna slæms
veðurs. Aðeins fáein skip vóru
austan Langaness.
Að tilvisan Fanneyjar fóru mörg
skip að færa sig austur fyrir, en
sum kvörtuðu um slæmt veður á
leiðinni. Aðeins 4 skip tilkynntu
síldarleitinni á Siglufirði afla sinn
sólarhringinn fram til klukkan 8
í gærmorgun, og var Hugrún þeirra
aflahæst með 1100 tunnur.
Afar feit síld
Nokkur skip fengu ágæta veiði
í fyrrinótt á Digranessflaki, en þá
voru aðeins fá skip komin þangað.
Síldin þarna er 23% feit og hin
fegursta í alla staði. í gær fjölgaði
mjög skipum á þessum slóðum.
Margir köstuðu en fengu lítið, því
að síldin var stygg. Hún var á
hraðri leið til lands og var aðeins
skamman tima uppi. Með kvöldinu
var þetta að lagast, og skipin voru
að fá góð köst í gærkvöldi. Seinni
hluta dags í gær varð Fanney vör
við töluvert magn af síld innarlega
a Iléraðsflóa. Veður var sæmilegt,
en farið var að kula, og spáð var
kalda.
Hvers konar síld?
Bátarnir fyrir austan lögðu í
gær kapp á að dreifa sér til þess,
að hægt væri að salta sem allra
mest af aflanum. Sjómenn eru
ekki á einu máli um, hvers konar
síld þetta sé, sem nú er. Telja
sumir, að hún sé allt of feit til að
geta verið Austurlandssíld. og
hljóti þarna að vera Norðurlands-
síld á ferðinni. Síldin fyrir austan
hefur nú komið upp á svipuðum
slóðum og venjulega, og er líklegt,
að hún eigi eftir að færa sig suður
með landinu.
Salfað á öllum fjörðum
Til Vopnafjarðar komu í gær 6
skip með 3800 tunnur, og var mest
saltað. Þriðja söltunarstöðin þar
var í þann veginn að fara í gang
í gærkvöldi, og eitthvað hafði ver-
ið tekið í bræðslu. Til Seyðisfjarð-
ar 'komu í gær 3 skip með 1800
tunnur, og var Auður fyrst þeirra
með 1100 tunnur. Fyrsta skipið i
með síld til Neskaupstaðar á þessu .
sumri var Þráinn með 900 tunnur.!
Þangað komu einnig Þorgrímur
frá ísafirði og Siguivon frá Akra-
nesi. Afli Sigurvonar fór mest-
megnis til bræðslu. Til Eskifjarð-
ar komu Seley með 700 tunnur og j
Hólmanes með 900. Til Fáskrúðs- j
f.iarðar kom Hoffell með 500 tunn-1
ui og Gissur hvíti, og von var á'
Hoffellinu aftur seint í gærkvöldi.
Til Reyðarf,iarðar kom síld í gær,
og var verið að salta þar i gær-,
kvöldi. Gunnar kom með 900 mál,
og fór meiri hlutinn í salt. Von var
á Snæfugli, en ekki var vitað um
-fla hans.
Allt er með kyrrum kjörum
í furstadæminu Kúwait, og er
ekki vitað um, að meiri liðs-
flutningar þangað eigi sér
stað. Hins vegar var frá því
skýrt í dag, að ein brezk her-
deild hefði verið flutt ,frá
Kúwait til annarrar bæki-
stöðvar við Persaflóa, en allt
er á huldu um, hvort Bretar
hyggist halda áfram brott-
flutningi hermanna frá fursta-
dæminu eða bíða átekta enn
um stund. Blaðið Al Rai Al
Am í Kúwait sagði í dag, að
Bretar yrðu ekki beðnir að
yfirgefa Kúwait, fyrr en út-
séð væri um og trygging feng-
in fyrir því, að árás væri ekki
yfirvofandi af hálfu íraks. j
\ !
„Við báðum biæður okkar um|
hjálp, eh þeir daufheyrðust og
enginn þeirra kom“, segir blaðið,
„og þess vegna leituðum við hjálp
ar annars staðar." Sneiðir blaðið
þarna að Arabaþjóðum, sem ekki
vildu liðsinna Kúwait né taka
skýra afstöðu til deilu þess við
frak.
Meðal ábyrgra aðila í Kúwait
er því haldið fram ,að íraks-
stjórn hafi ráðgert að leggja Kú-
wait undir sig með innrás þann
14. júlí, en þann dag fyrir þrem
árum var byltingin gerð í írak.
En sjálfstæðisyfirlýsing Kúwait
þann 19. júní hefur1 gert þessar
Árásarhætta enn
Joseph Godber, ríkisráðsritari,
sagði í neðri deild brezka þingsins
í dag, að Bretland myndi standa
fast við loforð sín gagnvart Kú-
wait, en jafnframt óskaði brezka
stjórnin þess að halda áfram vin-
samlegum samskiptum við írak.
Einn íhaldsþingmaðurinn spurði
Godber, hvort hann teldi hættu á
árás frá írak og svaraði Godber
því til, að enn væri slík árás ekki
ómöguleg og of snemmt væri að
segja neitt ákveðið í því sa'mbandi,
og því myndu Bretar bíða átekta
enn um stund. Sagði rikisráðsritar
inn, að Bretum hefði borizt ná-
kvæm vitneskja um allar hreyfing-
ar írakshers, og viöru þeir því vel
á verði og við öllu búnir.
Engin herskip um SúesskurS
Kaíró-blaðið A1 Ahram segir í
dag, að stefna Kassems forsætis-
ráðherra sé öll dularfull í hæsta
máta, og ekki sé vert að taka hót-
anir hans alvarlega. Sérstaklega
verði Bretar að gæta sín og láta
ekki kröfur hans og hótanir teyma
sig út í neina vitleysu, sem hæg-
lega gæti leitt tij styrjaldar.
Blaðið minnist á leyfið, sem
brezkum herskipum var veitt til
þess að fara um Súezskurðinn, og
undirstrikar rækilega, að Arabíska
sambandslýðveldið muni hindra,
að herskip fari um skurðinn, ef
markmiðið sé að gera innrás í eitt-
hvert hinna arabísku landa. Þau
munu verða stöðvuð, hvaða af-
leiðingar, sem það gæti haft í för
með sér, segir í þessari ritstjórnar-
grein frá A1 Ahram.