Tíminn - 11.07.1961, Page 14
14
TÍMIXN, þriðjudaginn 11. júlí 1961.
kistunni miklu,. sem stóð und-1
ir annarri hlið stofunnar. |
Hann hvessti á hann augum
og hleypti brúnum. Fyrst í,
stað var hann fastmæltur og|
rómurinn reiðibrunginn, en
mýktist, er á leið og var inni-
legur, er hann lauk máli sínu.
— Hefur þú ekki skilið,
Óskar, að boð olckar séra
Þórðar stendur og fellur með
því, hvort þú gengur að eiga
Ásrúnu eða ekki? Dettur þér
í hug, að ég samþykki það,
að Ásrún verði frilla þín? Það
eru fjölmörg dæmi þess, að
hjónabönd hafi blessazt, þó
,að lítið hafi farið fyrir ást-
inni fyrsta sprettinn. En þau
eru hins vegar næsta fá hjóna
böndin, sem verða til eftir að
menn fara að búa með barns-
mæðrum sínum. Og þetta er
ofur skiljanlegt. Kvæntur
maður fagnar, þegar hann
finnur mannkosti konu sinn-
ar, er honum voru áður duld-
ir, það vekur metnað hans,
traust og ást. En hinn, sem
býr með barnsmóður sinni,
er alltaf að safna fleiru og
fleiru, sem skyggir á. Enda
enginn von til þess, að hið
sanna eðli fái notið sín í
trássi við guð og góða siði.
Allt, sem byggt er utangátta
við siðmenninguna hefur
hrunið í sjálfu sér. Það er
hrófatildur, sem riðar á
grunni. Eg sagði áðan, að þú
ættir hiklaust að segja já við
boði okkar séra Þórðar. Við
vorum það lífsreyndir, að
maður á þínum aldri sér ekki
til vegar á borð við okkur. Við
höfum tryggt þér jarðnæði
og áhöfn, sem hæfir lífsorku
binni og dugnaði. Opnað þér
leið til farsællar sjálfsbjarg-
ar. Ef þú þekkist ekki boð okk
ar séra Þórðar, bakarðu sjálf
um þér ómetanlegt og óbætan
legt tjón. Skiljirðu við Ás-
rúnu nú, ferðu ekki einasta
ómannlega með hana, heldur
lítilsvirðirð'u mig o^ heimili
mitt. Var það ætlun þín, er
fundum okkar bar saman við
Búlandshöfða? Nei, Óskar, þú|
hefur aldrei ætlað þér illt hér.
Það þori ég að fullyrða. Þú
ert glæsilegur, ungur piltur,
Óskar Gunnarsson, og mátt
ekki fara í hundana. Það er
ekki óalgengt að þeir, sem búa
yfir glæsibrag, komizt í vand-
ræði. Þú hefur kynnzt þeirri
hlið, Óskar Gunnarsson. Þú
telur þig eiga úr vöndu að
ráða, og ef svo er, bá er það
þín eigin sök og engra ann-
arra. Þú tókst boði mínu við
fyrstu fundi okkar. Hefur þig
iðrað þess? Ef svo er, þá ertu
eina hjúið hér á Sjónarhóli,
sem svo mælir. Eg mun hafa;
sagt, er þú réðst til mín, að
þér myndi allt til þrifa á Sjón
arhóli, ef þú kynnir sjálfur
fótum þínum forráð. Og þú
hefur að þessu eflzt að mann-
dómi og mannkostum. Á þess
ari stundu ræð ég þér eins
mínu. Eg mun þó ekki hrapa
fyjir björg að ástæðulausu.
Presturinn má lýsa með okk
ur Ásrúnu, sé það hennar
vilji, en ég áskil mér einum
rétt til þess að ráða því, nær
ég geng í hiónabandið Þó
lofa ég því að gifta mig áður
en ég flyt að Sjávarbakka í
vor. Eg mun sannprófa áður,
hvaða vildarkjör verða á þeim
gripum, sem ég þarf að kaupa
BJARNI ÚR í nrr' i FIRÐI: í l/TT'TTiTTTTIi'
AST 1 \ [ MEINUM
og vinur og velunnari. Og fáð
mitt er ekki út í bláinn: Taktu
boði því, sem nú stendur þér
opið, og velferð þín er tryggð.
Nú varð löng þögn. Óskar
beygði sig fram og hleypti í
brúnir. Hann kreppti hnefana
öðru hverju, svo að hnúarnir
hvítnuðu.
Allt í einp vék presturinn
sér að Ásmundi og hvíslaði
einhverju. Ásmundur hafði
tekið sér sæti við annan borð
endann. Hann reis nú úr sæti
með nokkurri tregðu þó, gekk
að stórum skáp í einu stofu-
horninu, tók fram vínfleyg og
allstór staup, hellti í staupin
og sagði hressilega: — Gerið
svo vel.
Séra Þórður tók eitt staup
ið, en Óskar hreyfði sig ekki.
— Skál, Óskar, mælti prest
urinn. — Við skálum fyrir
mikilvægi þessarar stundar.
Nú rétti Óskar slg upp, tók
staupið og skálaði við höfð-
jngjana. Svo renndi hann
staupið í botn. Svo sat hann
enn þögull og beið áhrifanna.
En Ásmundur renndi í staup
hans öðru sinni, en nú tók
hann aðeins lítinn teyg. Svo
tók hann til máls.
— Eg fer að ráðum ykkar.
Þið látið ykkur ekki hverft
við verða, þó að ekki gangi
allt að óskum í hjónabandi
af ykkur í búið.
Hreppstjórinn barði í borð
ið, en prestur stöðvaði hann.
— Þér eruð hygginn, Óskar,
sagði hann. — Mér líkar vel
við yður, og ég veit, að fram-
tíð yðar verður giftudrjúg. Nú
tæmum við staupin og fögn-
um góðum málalokum.
II.
Næst þegar messað var í
sóknarkirkjunni, var lýst til
hjónabands með ungfrú Ás-
rúnu Hallsdóttur og Óskari
Gunnarssýni, vinnuhjúum á
Sjónarhóii. En þrátt fyrir lýs
inguna, dróst giftingin á lang
inn.
En allt um það vissu nú all-
ir, að þau voru heitbundin.
Óskar, hinn ungi, mennilegi
sveinn á Sjónarhóli og Ásrún
Hallsdóttir, sem margir höfðu
verið farnir að kalla pipar-
mey stórbýlisins.
Engin breyting sást á hjóna
efnunum. Þau umgengust
hvort annað eins og áður. Þar
sáust engin elskuhót. Óskar
skopaðist þó ekki lengur að
Ásrúnu, en hlýyrði í hennar
garð heyrðust aldrei af hans
vörum. Hún var heldur ekki
að slíta sér út á neinu slíku,
Það virtist þegjandi samkomu
lag ,að umgangast hvort ann
að eins og ókunnug væru.
Óskar, sem bjó yfir hógværri
glaðværð, var nú jafnan al-;
var'legur, þegar Ásrún var
nærri. Og hýrubros þau, er
hann sendi sveininum litla,
hurfu, er Ásrúnu bar að. Það
var því spáð illa fyrir hjóna-
bandi þeirra. Sumir vor-
kenndu Óskari; aðrir töldu1
hann eiga alla sökina og Þeim
þótti prestur og hreppstjóri
sýna mikla röggsemi, er þeir
þrengdu Óskari í hjóna’;and-:
ið. Og boð þeirra um jarð-
næðið og bústofn til fyrir-j
myndar. Væri hið sterka og|
hiklausa viðbragð þeirra sómi
fyrir byggðina og þörf hug-
vekja hverjum þeim, sem
byggði á lausung. —
Það var komið vor. Óskar
hafði tekið við jörðinni Sjáv-j
arbakka. Voru bæjarhús ný-|
leg, en peningahús að falli|
komin. Baðstofan var lítil, að-
eins tvö stafgólf, með fjór-,
um rúmstæðum og tveimur|
litlum hliðargluggum og mold;
argólfi. Frambærinn var lítiði
hlóðaeldhús. og búr sitt hvoru
meginn víð útidyrnar. En í
dyrunum var lágt geymslu-
loft. Það var innangengt úr
göngunum í fjósið, sem stóð
undir norðurgafli baðstofunn
ar. Við það hins vegar var nið
urgrafin tóft og þröngur
ranghali frá fjósinu að tóftar
dyrunum. í ranghala þessum
var meisunum staflað.
Óskar kaus sér þrjá hesta,
úr búi Jóns gamía, þrjár vet!
urgamlar gimbrar, fimm ær,
þrjá sauði og einn þeirra var
forustusauðúrinn, og mest allt
innbúið ásamt bátnum og veig
arfærum. Þetta fékk hann
allt með hóflegu verði. Kýrin
var einnig úr búi Jóns og Jíálf
ur fylgdi, lánaður yfir sum-
aríð.
Svo rann upp sá dagur, að
Óskar flytti alfarinn frá Sjón
arhóli. Ásmundur vildi, að
Óskar gifti sig meðan hann;
átti enn heimili þar, taldi að
um það hefði verið samið. En
Óskar skildi samninginn þann
ig, að hann gifti sig um leið
o^, hann flytti. Og þrátt fyrir
boð og bænir Sjónarhólshjón
anna, lét hann ekki þoka sér
um hársbreidd.
Ásmundur var þungur á
brúnina yfir þvermóðsku Ósk
ars og hefði ef til vill hleypt
öllu í brand á seinustu
stundu, ef húsfreyja hans,
Ásdís, og eins brúðarefnið,
hefðu ekki unið hann til und
anlátssemi. Þegar Ásmundur
hafði látið af kröfu sinni,
vildi hann ekki fara til hjóna
vígslunnar. Hjónin lokuðu sig
þá inni í stofunni stundar-
korn, sá var háttur þeirra, er
þau jöfnuðu ágreining. Af
því móti kom Ásmundur ferð
búinn og með léttu yfirbragði.
Enginn skildi í því, hiað Ás-
dís, með hægð sinni og fast-
mótaðri skanhöfn, hafði sterk
áhrif á bónda sinn. Það brást
aldrei, að hún hefði sitt fram,
er þeim bar á milli. Ásmund-
ur, sem lét ógjarnan hlut sinn
fyrir öðrum, fór oft að vilja
konu sinnar. Og bað mæltu
allir, að hún hefði gert hann
mann að meiri með ráðsnilld
sinni og hógværri íhlutun, er
í odda. skarst. Og það vitnuðu
allir, að hjónin á Sjónarhóli
bæru mikla virðingu hvort
fyrir öðru.
Svo var haldið af stað. Ferð
inni var fyrst heitið á prest-
setrið, sem var í leiðinni að
Sjávarbakka. Þar átti hjóna-
vígslan að fara fram. Flest
heimilisfólkið á Sjónarhóli var
með í förinni og allt ríðandi.
Öllum munum brúðhjónanna
var komið fyrir á tveimur hest
um. Voru þeir reknir og eins
þriðji baggahesturinn, sem
flutti veizlukostinn. Óskar
reið einum Sjávarbakka-
hestinum, sem hann hafði
fest kaup á og teymdi þrevett
tryppi, sem hann var að ala
upp og hafði miklar mætur
á. Ástríður sat á hryssunni
ÞriSjudagur:
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hádegisútvarp.
12.55 „Við vinnuna": Tónleikar.
15,00 Miðdegisútvarp.
18.30 Tónleikar: Þjóðlög írá ýmsum
löndum.
18.55 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fróttir.
20,00 Tónleikar: „Sumarkvöld" eft-
ir Kodálv. — Sinfóníuhljóm-
sveit ungverska útvarpsins
leikur. Miklós Lukacs stjórnar.
20.20 E-rindi: Kirkjan og unga fólk-
ið (Séra Árelíus Níelsson).
20.45 Tónleikar: Christian Ferras
og Pierre Barbizet leika són-
ötu nr. 2 op. 108 fyrir fiðlu
og píanó eftir Fauré.
21.10 Úr ýmsum áttum (Ævar R.
Kvaran leikari).
21.30 Þjóðlög úr austurrísku ölpun-
um, sungin og leikin.
21.45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins (Kristrún
Eymundsdóttir og Guðrún
Svafarsdóttir).
23,00 Dagskrárlok.
WRÍKIJR
VÍÐFFÖRLl
Hvíti
h r a f n i n n
, 1
134
Eftir stundarhik lét maðurinn
spjót sitt falla. — Gott, sagði Ei-
ríkur, — og nú skaltu vísa mér til
herbergis Hvíta hrafnsins, ef þér
er annt um líftóruna. Mcð haturs-
fullu augnaráði leiddi hann Eirík
til herbergis þar rétt hjá. — Nú,
svo að hann er ekki í herbergi
Elínar, hugsaði Eiríkur. Reiðileg-
ur í bragði hrinti hermaðurinn
upp hurðinni. Bryan rak upp gleði
hróp, þegar hann þekkti Eirík aft-
ur. — Hérna, þessi vingjarnlegi
Saxi ætlar að lána þér sverðið sitt,
sagði Eiríkur við Bryan. Saxinn
fékk reiðikast, en þorði ekki ann-
að en að rétta Bryan sverð sitt.
Síðan skildu þeir manninn eftir í
í herberginu og lögðu af, stað nið-
ur úr turninum. — Hvernig líður
þér? spurði Eiríkur, — geturðu
haldið á sverði? — Já, ég er nógu
sterkur til þess að gera upp sak-
irnar við Morkar, svaraði Bryan
og lét fingurna líða mjúklega yfir
blátt stálið. — Uss, það lítur ekki
út fyrir, að þú verðir að bíða lengi
eftir uppgjörinu við hann, hvíslaði
Eiríkur. Þeir heyrðu nú rödd
Morkars, sem kom þjótandi ásamt
nokkrum manna sinna.