Tíminn - 13.07.1961, Page 16
Fimmtudaginn 13. júlí 1961.
156. blað.
„Hámark lífsins"
Fréttamönnum blaðanna
var í gær boðið að sjá kvik- (
mynd, sem sýnd verður í
Stjörnubíó á næstunni á veg-
um Moral Re-Armament, en
sú hreyfing hefur verið nefnd
Siðvæðing á íslenzku. Áður
hefur sami félagsskapur sýnt
hér á landi eina kvikmynd, er
nefndist FRELSI, en þessi
nýja kvikmynd ber heitið
HÁMARK LÍFSINS og er, að
sögn fulltrúa samtakanna,
byggð á ævi svertingjakon-
unnar Mary McLeod, sem
vann sig upp úr sárustu ör-
birgð og varð ráðunautur
tveggja forseta Bandaríkj-
anna, Hoovers og F. D. Roose-
velts.
Markmið þessara samtaka bygg-
ist á ævagömlum sannindum, sem
fylgt hafa manninum og eru jafn
gömul draumi hans um betra og
fegurra líf. Hyggjast samtökin
sameina alla jarðarbúa í einni alls-
herjar siðvæðingu og lækna
þannig meinsemdir mannlegs lífs.
Þessar tvær kvikmyndir ásamt
fleiru eru þáttur í þeirri baráttu.
Það er hryggilegt að vita, að
jafn ágætur málsstaður skuli fæða
af sér jafn lélegt verk, sem þessi
kvikmynd „Hámark lífsins" er.
Áhrif myndarinnar eru þveröfug
við það, sem til er ætlast. í stað
þess að hrífa og fylla áhorfand-
ann trú á mátt og gildi samtak-
anna, fylla þau hann vantrú og
leiða. Það er ekki að efast um
góðan vilja framleiðenda myndar-
innar til þess að frelsa heiminn,
því að heilagleiki þeirra- gagnvart
málstaðnum gegnsýrir hvert atriði
hennar svo mjög, að hann er í
raun og veru það eina, sem hún
vitnar um. En það er engin þörf
að kvikmynda þennan heilagleika,
því að það er hægt að finna hann
í hvaða sértrúarflokki, sem vera
skal. Þáð kann að vera að hann
sé mikils virði þeim, sem eru
haldnir af honum, en hann er
ekki líklegur til að hrífa aðra,
hvorki í veruleika né á kvikmynda-
tjaldi.
Þetta er nokkurs konar halle-
lújamynd, þar sem allt gengur
eins og smurt sé með smjöri. Stór-
kostleg vandamál eins og sambúð
hvítra og svartra og frelsun manna
úi klóm kommúnismans eru leyst
með nokkrum væmnum orðum og
titrandi tárum. Svartur og hvítur
brosa og gráta hvor framan í ann-
an og allt er klappað og klárt, og
kommúnistinn í myndinni er ekki
annað en afvegaleiddur mömmu-
drengur og er bjargað á einni
hallelújasamkomu. Hver af öðrum
rísa menn af öllum kynþáttum upp
og vitna um endurfæðingu sálar
sinnar og það er brosað og hlegið
og klappað. Svo er okkur sýnt
málverk af mörgum ágætismönn-
um eins og dr. Adenauer og Ro-
bert Schuman, þar sem þeir eru í
félagsskap Frank Buchman, stofn-
anda Siðvæðingar. Allt á þetta að
sýna og sanna ágæti samtakanna,
en gerir hvorugt, þvi miður, og
(Framhald á 15 sfðui
Krestova, eitt af þorpum Dúkóborsa í Manitoba.
DÚKÓBORSAR
— eilífðarvandamál
Þeir neita aí gegna herþjónustu, harðneita aS
borga skatta, trúa ekki á heilaga þrenningu né
guÖdómleika Krists
Dúkóborsarnir eru ákaflega staðið að baki því, að leyfið var
veitt.
Dúkoborsarnir lifa í mjög nánu
samfélagi og skipta sér lítið af
umheiminum. Þeir giftast ek’ki ut
úr trúflokknum.
Dúkóborsarnir hafa margsinnis
lent í útistöðum við kanadisk yfir-
völd. Þeir láta sér ekki nægja að
neita að borga nokkra skatta né
gegna herþjónustu, heldur neita
þeir yfirleitt að hlýða nokkrum
lögum. Þeir senda börn sín ekki í
skóla.
Kanadastjórn hefur lengi verið
ákaflega þolinmóð við þessa vand-
r'æðamenn, en nú telja margir
I einkennilegir sértrúarmenn,
sem námu land í Manitoba í
;Kanada skömmu fyrir síðustu
aldamót. Þeir komu þangað
frá Rússlandi, en þar var trú-
arfélag þeirra stofnað um
miðja átjándu öld.
Þeir voiu ákaflega illa séðir í
Rússlandi af grísk-kaþólsku kirkj-
unni, voru oft ofsóttir, en fengu
árið 1890 leyfi stjórnarinnar til
þess að flytjast úr landi, og er tal-
ið að rithöfundurinn Tolstoi hafi
mælinn vera orðinn fullan og vilja
ganga milli bols og höfuðs á starf-
semi trúarflokks þessa.
Flestir Dúkóborsar hafa land
sitt á leigu frá stjórninni, en borga
enga leigu. Stjórnin hefur reynt
að selja undan þeim jarðnæðið, en
þeir hafa svarað með því að eyði-
leggja eignir fólksins, sem við jörð
unum hefur tekið. Á undanförnum
árum hafa þeir valdið skemmdum,
sem nema yfir hálfri annarri millj
ón dollara.
Innan trúarflokksins standa yfir
ákafar deilur milli hægfara arms
og róttæks arms, sem nefnir sig
Frelsissyni, en þeir standa mest í
vegi fyrir samkomulagi. Þeir kveðj
ast vera ákaflega friðarsinnaðir,
en sjálfir láta þeir sig hafa það,
að ganga um brennandi og skemm-
andi, ef eitthvað er gert, sem þeim
líkar ekki.
Nú í vor hefur fylkisstjórnin í
Manitoba gert ítrekaðar samkomu-
lagstilraunir, en þær hafa allar
strandað, og telja sumir Dúkó-
borsana vera orðna eilífðarvanda-
mál.
Heillaskeyti til Gaga-
ríns af Holtavörðuheiði
í sæluhúsinu á Holtavörðu-
heiði er slitin og þvæld gésta-
bók á borði. Hún varðveitir
nöfn fjölda gesta, og í hana
hafa einnig verið skráðar
stuttar skýrslur um athafnir
og fyrirætlanir fólks, sem
þar hefur átt viðdvöl.
14. apríl hefur veiið þröngt set-
irin bekkurinn í sæluhúsinu. Þar
teppist þá fjöldi fólks úr áætlunar-
bílum, og daginn eftir er þetta
skráð í gestabókina:
„Við 75, sem hér að framan er-
um rituð, og sennilega nokkur
; fleiri, ef enginn hefur týnzt, höf-
um dvalizt i þessu ágæta hóteli,
‘ sem sameinar kosti Mýramanna og
Húnvetninga með íblöndun af
Ströndum, samkvæmt landfræði-
legum aðstæðum, frá kvöldi hins
14. til kvölds hins 15. á ævintýra-
legri ferð okkar yfir Holtavörðu-
heiði. Voru þó ekki í upphafi sam-
antekiin ráð, heldur lentum við
saman af hendingu sem títt er um
farþega.
Dvölin hér gaf okkur mikla
: ánægju og gleði:
í fyrsta lagi vegna ágætrar og
; öruggrar leiðsagnar Gunnars Jóns-
sonar og Jóns Olafssonar.
í öðru lagi vegna þess, hve feg-
iinsamlega við neyttum þess, sem
á borð var borið, sem mestmegnis
I var hafraseyði og sykurlaust kaffi.
í þriðja lagi vegna þess; að allir
i voru í góðu skapi allan tímann.“
Þegar þessi stóri hópur var
tepptur í sæluhúsinu, höfðu þau
; tíðindi gerzt úti í heimi, að Júrí
, Gagarín kannaði fyrstur manna
víða vegu geimsins utan við gufu-
■ hvolf jarðar. Honum bárust skeyti
'frá mörgum löndum og stöðum á
hnettinum, og samkvæmt gesta-
! bókinni i sæluhúsinu, var eitt
i skeytið af Holtavörðuheiði. í bók-
| ina er þetta skráð:
„Heillaskeyti sent 15/4 klukk-
an 14.44.
Frá höfuðstöðvum fjallahótela
á íslandi.
Gagarín, Moskvu.
Dvlargestir Hótel Holtavörðu-
heiði dá afrek þitt.
Leiðtoginn.“
Þetta er kannske það söguleg-
asta, sem frá er greint í gestabók-
inni. En víða getur að líta fáein
orð, seni bregða snöggu ljósi yfir
smáævintýri.
20. júní hafa litið þarna inn hóp-
ar náttúrufræðinga, sem komnir
eru langa vegu frá fjarlægum
löndum til þess að kynnast íslandi.
29. júní lítur þar inn fiópur
(Framhaio a 15 <íðu
Þessi mynd sýnir atriSi úr mynd-
inni „Hámark lífsins'', sem sýnd
/erSur í Stjörnubíó á næstunni.
/