Tíminn - 09.08.1961, Síða 6

Tíminn - 09.08.1961, Síða 6
TÍMINN, miðvikudaginn 9. ágúst 1961. e MINNING: Frú María Hjálmarsdóttir í dag, 7. ágúst, er merkis- konan María Hjálmarsdóttir til grafar borin frá heimili sínu, Sandhúsi í Mjóafirði. María var fædd að Brekku í Mjóafirði 18. febrúar 1866. Hún andaðist 30. júlí síðast liðinn í sjúkr'ahúsi Seyðisfjarðar, og var því 95 ára er hún lézt. Foreldrar hennar voru Hjálmar Hermannsson bóndi og hreppstjóri á Brekku, og seinni kona hans, Jóhanna Sveinsdóttir. Stóðu að þeim þekktar bændaættir á Aust- urlandi. Til dæmis var Hjálmar sonur Hermanns Jónssonar í Firði, sem margir rekja ættir sínar til og var um marga hkiti á undan sinni samtíð. María ólst upp hjá foreldrum sínum á mannmörgu heimili, þar sem stundaður var landbúskapur og útgerð jöfnum höndum, af miklum dugnaði og fyrirhyggju. María giftist 1888 Lars Kristjáni Jónssyni útgerðarmanni og síðar verzlunarstjóra við verzlun Kon- ráðs Hjálmarssonar, bróður Maríu. Þau hófu búskap í Sandhúsi í Mjóafirði, þar höfðu þau útgerð og dálítinn landbúskap. Var oft margt fólk þar í heimili, enda heimilið rómað fyrir gestrisni og myndarskap, og öll umgengni úti og inni til fyrirmyndar um allan þrifnað. Þau eignuðust 6 börn: 1. Rebekku, gifta Sveinlaugi Helgasyni, búsett á Seyðisfirði. 2. Hjálmar, kvæntan Sigurveigu Einarsdóttur, búsettan í Sandhúsi Mjóafirði. 3. Gísla, kvæntan Fanneyju Ingv arsdóttur, búsettan í Hafnarfirði. 4. Svanbjörgu, er alltaf var með móður sinni, henni til aðstoðar, þar til hún andaðist árið 1953. Var sem gift er Hjálmari Björnssyni, búsett í Neskaupstað. Börn og gamalmenni áttu þar athvarf um skemmri eða lengri tíma. Það leið öllum vel í návist Maríu. Mann sinn missti María árið 1941, eftir 53 ára farsæla sambúð. Það var mikið áfall fyrir hana, hann hafði verið henni góður föru nautur, og búið henni gott heimili. Blómagarði kom hún upp við hús sitt snemma á búskaparárum sínum, sem var til mikillar prýði, og blóm í stofum hennar báru þess merki að um þau var hugsað af alúð. Handavinna hennar var falleg og vel unnin. María var glæsileg kona, sem hvarvetna vakti eftirtekt. Hún var lánsöm í lífinu, átti góðan mann og myndarleg börn, sem allt vildu fyrir hana gera, enda naut hún ástar þeirra og umhyggju til hinztu stundar. Heilsugóð var María fram á síðustu ár. og alltaf átti hún heima á sama stað. Eftir að hún hætti sjálf búskap, var hún hjá Hjálmari syni sínum og konu hans, Sigurveigu Einars- dóttur í Sandhúsi. Og þótt hún dveldi á vetrum hjá dætrum sín- um á Seyðisfirði, kom hún ævin- lega, þegar fór að vora heim í Sandhús, þangað stóð hugur það þung raun fyrir Maríu að sjá á bak dóttur sinni, er ávallt hafði verið henni ómetanlegur styrkur. 5. Jón, kvæntan Jónínu Baldv.- dóttur, búsettan í Keflavík, og 6. Sigríði, gifta Einari Ólasyni, búsett á Seyðisfirði. Auk þess ólu þau upp frænku Mariu, Brynhildi Haraldsdóttur, hennar. Síðastliðið haust fór hún eins og áður til Seyðisfjarðar, til Sig- ríðar dóttur sinnar og manns henn ar, Einars Ólasonar. og var þar þangað til að hún lagðist inn í sjúkrahús Seyðisfjarðar, en þar andaðist hún eftir þriggja mánaða BALASTORE sólgardínan er ný á íslenzkum markaði. Nafnið BALASTORE er orðið þekkt um alla Evrópu og nýtur vaxandi vinsælda. BALASTORE sólgardínan er nú fáanleg hjá okkur í stærðunum: tilbúin til afgreiðslu. Hún verður fáanleg í stærðunum 40—260 cm, og hæð að 200 —210 em. BALASTORE sólgardínan hentar hverju nútíma heim- ili. Gerið svo vel og komið og sjáið sýnishorn í verzlun okkar. IKRISTJAN SIGGEIRSSON H. F. Laugavegi 13, sími 13879. /AWMiVWóSVóíiVi,.V/i,íóí.Vi,,V.WiV»V.Vóí.,.,.'.Wi,AV.Wó,iV.\V.ViV/.Wi legu hinn 30. júlí s. 1., eins og með bjartari vonir. Slík voru áhrif áður er sagt. • hennar á samferðafólk sitt. María átti margar ferðir inn í Hugur reikar austur á Mjóa- kirkju sina og söng þar oft við fjörð, þar blakta fánar í hálfa guðsþjónustur, enda var söngur stöng. óvenjumikið fjölmenni safn- góður í kirkjunni og gott þangað ast saman og nemur staðar við að koma. Oft hafði hún orð á því, Sandhús, ,-umt er langt að komið. að altaristaflan væri falleg. Hún Þetta fólk er samankomið til þess er listaverk, sem vekur eftirtekt. að kveðja síðustu kveðju Maríu Hún er prédikun, „ef að er gáð, Hjálmarsdóttir. Þetta eru börn — þá opnast sýn“. hennar, vinir hennar og vanda- Nú er María Hjálmarsdóttir menn. Að heilsast og kveðjast, horfin sjónum okkar yfir móðunarþað er lífsins saga. miklu. Við biðjum henni góðrar i ’ Það eru sungnir sálmar og bæn- heimkomu. Að leiðarlokum er: ar er beðið. menn drúpa höfði, og margs að minnast, og margt að af stað er gengið, inn að kirkjunni þakka. Eg og kona mín þökkum | sem stendur hátt í grænu túni. henni vináttu og tryggð á langri Kirkjuklukkur hringja, í kirkju er samleið og margar ánægjustundir gengið og María er kvödd hinztu á heimili þeirra, þau kunnu vel kveðju. gestum að fagna. Þangað var gott Guð blessi minningu hennar. að koma, ekki sízt þeim er áttu . , , við erfiðleika og veikindi að Reykjavrk, 7. águst 1961. stríða. Þeir fóru þaðan hressir og Jón Ingvar Jónsson Tílboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar í Rauðar- árporti fimmtudaginn 10. þ. m. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna Flugfargjöld til NewYork Það tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum okkar, að frá og með 7. ágúst verða flugfargjöld milli Reykjavíkur og New York sem hér segir: Reykjavík—New York 6.890.— 12.402.— Vetrarfargjöld 10.593.— LOFTLEIÐIR H.F. Þakka hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns. Jóns Guðjónssonar frá Fíflholtum. Ingigerður Þorsteinsdóttir. Þökkum innilega hlýhug og vináttu okkur sýnda við jarðarför Ingvars Halldórssonar frá Sandhólaferju. Sérstakiega viljum við þakka meðlimum Ungmennafélags Ásahrepps og öllum öðrum, sem lögðu fram mikið starf án endurgjalds. Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Halldórsdóttir, Elías Halldórsson, Slgurður Guðmundsson, Anna Sumarliðadóttir. ÞAKKARÁVÖRP Þakka hjartanlega öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu, 18. júlí. Sigríður Jónsdóttir, Skála, Eyjafjöllum. Öllum þeim, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu, 27. júlí síðastliðinn, færi ég mínar beztu þakkir. Sérstakar þakkir færi ég Kjartani lækni og öðru starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands. Einnig þakka ég öllum þeim fjölmörgu, er hafa heim- sótt mig hér og í Reykjavík síðastliðið ár. Guð blessi ykkur öll. Sesselja Ögmundsdóttir, Lágafelli.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.