Tíminn - 10.08.1961, Blaðsíða 4
4
TIMIIN N, fimmtuaaginn 10. agusi igoi.
LV
ÞREFALT SYSTRABRÚDKAUP
Fyrir skömmu sagði frétta-
ritarinn okkar í Trékyllisvík á j!
Ströndum frá þreföldu systra- ■;
brúðkaupi þar norður hér í blað !|
inu. Nú hefur hann gert enn j!
betur og sent okkur myndir, j!
teknar við þetta tækifæri. Birt- Ij
ast myndimar her. — Onnur "■
þeirra er af brúðhjónunum, er j!
þau ganga í kirkjuna. Hin er Ij
tekin eftir vígsluna sunnan und Ij
ir kirkjunni. Er það stæiri |I
myndin, og á henni sjást talið
frá vinstri: — Fanney og Jón Ij
Jónsson, Solveig og Guðmund- jl
ur Jónsson, Anna og Þórður I;
Magnússon. Brúðimar em allar Ij
dætur Jóns Guðmundssonar í jl
Stóru-Ávík og konu hans Unnar »J
Jónsdóttur. 1»
■.V.V.V.V.V.V.W.V.VV.V.ViW.V.V.W.W.W.V.V.V.'.VAV.V.'.Vi . .V.V.V.V.V.V.'
Þéfiö, þegar togarinn
SoufEheBia var tekinn
Laust eftir miðnætti aðfara-
nótt laugardagsins 5. ágúst síð-
ast liðinn kom gæzluflugvélin
TF Rán að brezka togaranum
Southella H-303, þar sem tog-
arinn var að ólöglegum veið-
um 1,6 sjómílur innan fiskveiði
takmarkanna út af Álftanesi,
sem er skammt norðan við
Seyðisfjörð.
Togarinn var að veiðum með
stjórnborðsvörpu og sneri þeg-
ar út úr landhelginni, er hann
varð flugvélarinnar var. Varð-
skipið Þór var statt skammt
undan eða grunnt út af Gerpi.
Gerði flugvélin varðskipinu
viðvart og hélt það á fullri ferð
í áttina til togarans, sem sigldi
til hafs á fullri ferð, eftir að
hafa dregið inn vörpuna.
Kl. 2,24 hafði varðskipinu
tekizt að stöðva togarann, eftir
að það hafði skotið nokkrum
lausum skotum að honum.
Veður var slæmt þarna,
norðvestan bræla. Skipstjórinn
á togarunum, Georg Pearson að
nafni, frá Hull, nei'íaði að
taka við varöskipsmönnum um
borð í skip sitt og kvaðst ekki
hafa verið að veiðum innan fisk
veiðilandhelginnar.
Sætzt var á af hálfu land-
helgisgæzlunnar að bíða komu
brezku freigátunnar Duncan, ef
það mætti greiða fyrir málinu,
en venja hefur verið að leyfa
erlendum herskipum, sem hér
eru við fiskveiðieftirlit, að
fylgjast með gangi slíkra mála.
KL hálfníu um morguninn
kom brezka freigátan á vett-
vang. Yfirmaður frá herskip-
inu kynnti sér aðstæður, en
kvaðst ekki geta aðhafzt neitt
frekar í málinu. En kvað tog-
araskipstjórann nú vera að
bíða eftir fyrirmælum frá út-
gerðarfélagi sínu.
Klukkan rúmlega tólf kvaðst
skipherrann á Þór ekki bíða
lengur, og sigldi togarinn þá
af stað í áttina til hafs. Varð-
skipið fór þegar af stað á eftir
togaranum og hóf skothríð.
Stöðvaði togarinn þá von bráð-
ar og féllst skipstjórinn á að
fylgjasl með varðskipinu til
Seyðisfjarðar, en þangað komu
skipin svo klukkan um sex á
laugardag.
Garðar Pálsson, sjóliðsfor
ingi, sem nú er stjórnandi á
TF Rán, kom til Seyðisfjarðar
á sunnudagskvöld og hófust
réttarhöld í máli togaraskip
stjórans þar á mánudagsmorg
un.
Bæjarfógetinn á Seyðisfirði
Erlendur Þorsteinsson, dæmir
í málinu, en verjandi skipstjór
ans er Gfsli ísleifsson, lögfræð
ingur. Dómtúlkur er Ólafur
'Framh. a bls. 15.)
Hinir fjórir bílar
forsetaembættisins
Nýi forsetabíllinn hans
Kennedys er dálítið annað
tóbak en farartækin, sem
Bandaríkjaforsetar notuðu
fyrir um hálfri öld. Bíllinn
er af gerðinni Lincoln Cont-
inental Convertible, hann er
7 metra langur og eins fínn
og hægt er. Þess má og geta
í sambandi við bílinn, að
hann var ekki tekinn af
fjöldaframleiðslunni, heldur
var hann smíðaður sérstak-
lega, undir eftirliti margra
verkstjóra.
Sá fyrsti af hinum bandarísku
forsetum, sem vogaði sér upp í
sjálfhreyfivagninn, var William
McKinley.
Ríghélt sér í sætið
Árið 1901, nánar tiltekið 18.,
júlí, bauð bílaframleiðandinn Sib :
Davis írá Cleveland McKinley j
forseta í ökuferð í nýmóðins
sjálfhreyfivagni. Þegar forset-
inn fór í sína fyrstu ökuferð,
var hann náfölur og ríghélt sér
í sætisbakið fytir framan sig.
Nokkrum mánuðum síðar fór
hann í aðra ökuferð, þegar
sjúkrabíll flutti hann á sjúkra-
'hús eftir að ofstækisfullur morð-
ingi hafði skotið á hann úr
skammbyssu á sýningu í Buffalo.
Taft var með bíladellu
Næsti forscti á eftir honum,
Theodor Roosevelt, kaus að fara
ferða sinna í fereykisvagni, en
notaði þó endrum og eins gufu-
knúinn vagn. Sá næsti á eftir
honum, William Hovard Taft,
var með ákafa bíladellu og lét
gera bílastæði við Hvíta húsið.
Hann lét rífa gömlu hesthúsin
til þess að rýma fyrir hinni nýju
tækni. Eftirkomendur hans,
X
Togarinn Southeila liggur hér.við bryggju á SeyðisfirSi^vitS hlið Þórs
sem kom með hann til hafnar eftir nokkurt þóf.
Woodrow Wilson og Warren G.
Harding, notuðu bifreið þá, sem
hann keypti í sinni stjórnartíð,
en hún var af gerðinni Pierce
Arrow og var á sínum tíma álit-
in undursamleg með tilliti til
þæginda og útlits.
En þao var ekki fyrr en með
tilkomu Hardings forseta árið
1921, að bílarnir leystu fereykið
endanlega af hólmi. Áður hafði
það verið notað við allar mjög
hátíðlegar athafnir, eln hann
lagði það alveg til hliðar, og not-
aði Pierce Arrow bifreiðina við
öll tækifæri.
Var vinur gamla Fords
Og Pierce Arrow bíllinn var
eini bíll forsetaembættisins, allt
þar til Calvin Coolidge tók við.
Hann lagði bílnum og lét kaupa
nýjan Lincoln Limousine, mest
vegna þess, að hann var náinn
vinur Henry Ford. Það var árið
1939. Hann var síðan notaður
allt til ársins 1950, þegar Trum-
an lét endurnýja hann með því
að kaupa hinn fræga Lincoln
„blöðrutopp“, sem Eisenhower
síðan notaði allan sinn stjórnar-
tíma. Og hann spjaraði sig vel
þangað til í júnímánuði síðast
liðnum, að Kennedy fargaði hon-
um fyrir hinn sérlega byggða
Lincoln Continental Convertible
af árgerð 1961.
Málflutningsskrifstofa
MálfJutningsstörf. innheimta,
fasteignasala skipasala.
Jón Skaftason hrl.
lón Grétai Sigurðsson. lögfr.
Laugaveg) LU5 (2 bæð)
Simi 11380