Tíminn - 10.08.1961, Blaðsíða 9
TÍMINN, fimmtudaginn 10. ágúst 1961.
í
Þess eru dæmi, aS fólk, sem
býr við mikla líkamlega ör-
orku, þroskar svo andlega eig-
inleika sína, að það lifir auð-
ugu og ánægjulegu lífi. Sé ör-
orka hins vegar sprottin af
vitsmunaskorti, hvort sem
hann er meðfæddur eða hefur
orsakazt af sjúkdómum eða
slysum, þrengist mjög það
svið, sem einstaklingurinn hef
ur til þroska. Slíkt fólk verð-
ur því enn háðara umhverfi
sínu en hinir. Hérlendis eru
enn ekki nægilega góð skil-
yrði til þess að veita öllum
þess háttar öryrkjum æskilega
umönnun, því að breyttir
heimilishættir verða þess vald
andi, að færri heimili verða
þess megnug að annast þá,
vegna fólksfæðar og þröng-
býlis.
í Kópavogi rekur ríkið hæli
fyrir vangefið fólk og veitir frú
Ragnhildur Ingibergsdóttir, lækn-
ir, því forstöðu. Er hún eina kon-
an, sem gegnir yfirlæknisstöðu
við sjúkrastofnun hérlendis. Mað-
|um, eru ca. 29% með greindarvísi-
ítölu frá 75—50, 38% eru með
greindarvísitölu frá 50—35, og
33% eru með greindarvísitölu
undir 35. Það er að segja, að í
Brejning, þar sem tala sjúklinga
er um 1700, eiru 500 vanvitar,
650 hálfvitar og 550 örvitar. Ef
við gerum ráð fyrir, að hlutfalls-
lega jafnmargir þurfi á hælisvist
að halda hér á landi og í Dan-
mörku, þá þyrfti hér hæli fyrir
340 vistmenn miðað við núverandi
fólksfjölda.
— Hve margir rúmast hér á hæl-
inu?
— Við höfum nú 92 vistmenn
og er þá bókstaflega drepið í
hverja smugu. Þegar lokið verður,
byggingu starfsmannabústaðar,!
ættum við með sömu nýtingu hús-
næðis að geta bætt við 20 vist-
mönnum.
(Eg skal skjóta því hér inn í, að j
auk Kópavogshælisins eru aðeins j
tvaér aðrar stofnanir, sem annast
vangefið fólk, barnaheimilið að
Skálatúni, sem rúmar um 27 börn
og Sólheimahælið, sem rúmar um
34 vistmenr.. Samtals er því til
hælisrúm fyrir um 153 vistmenn.)
— Hafið þér ekki námsstúlkur
hér á hælinu?
— Jú, að áeggjan Vilmundar
Jónssonar þáverandi landlæknis
Fró Ragnhildur Ingibergsdóttir, yfirlæknir.
„Það er furðu margt,
sem þeir geta og gera“
ur hennar, Björn Gestsson, kenn-
ari, er ráðsmaður og starfskenn-
ari á hælinu. Yfirhjúkrunarkona
er frú Ásta Björnsdóttir. Hitti ég
hjónin að máli fyrir skömmu og
skoðaði hælið undir leiðsögn
þeirra. Bað ég frú Ragnhildi að
segja mér af starfseminni og öðra
þar að lútandi.
— Allt frá upphafi mannkyns-
ins hafa verið til einstaklingar,
sem voru upp á aðra komnir vegna
greindarskorts, sagði hún, en fá-
vitahæli var þó ekki stofnað fyrr
en árið 1828 og var það í Austur-
ilki. Kennari að nafni Goggenmos
gekkst fyrir því. Það hæli var ætl-
að fólki, sem haldið er sérstökum
sjúkdómi, sem nefnist Kretinism-
us og var landlægur í fjallahéruð-
um Alpanna, en kemur varla fyrir
hér á landi. Síðar fékk svissneski
læknirinn Guggenbuhl áhuga á
þessum málum og stofnaði hæli
árið 1840 á Abendberg í Kanton,
Bein í Svi^s, og upp úr því fer
hælunum að fjölga. Danir voru
meðal þeirra fyrstu, sem stofnuðu
hæli fyrir vangefið fólk. Hér á
landi var fyrstu stofnuh þeirrar
tegundar komið á fót um það bil
hundrað árum eftir að fyrsta fá-
vitahælið var stofnað í Evrópu.
Var það barnaheimilið Sólheimar
í Grímsnesi, sem frú Sesselja Sig-
mundsdóttir hefur veitt forstöðu
alia tíð. Við fslendingar höfum
því orðið um hundrað árum á
eftir nágrönnum okkar í þessum
málum og liggja til þess margar
augljósar orsakir, sem ég ætla
ekki að fjölyrða um.
— Hva'ð er að jafnaði talið að
mikill hluti hverrar þjóðar séu ör-
yrkjar vegna vitsmunaskorts?
— Engar nákvæmar skýrslur
eru til um það hérlendis, eh sem
hliðstæðu má nefna ástandið í
Danmörku. í bréfi, sem M. Claus-
ager, yfirlæknir við Den Kellerske
Institution í Brejning skrifar mér
á þessu ári um þörfina fyrir hælis-
rúm þar í landi, nefnir hann eftir-
farandi tölur: 1 af hundraði af
'íbúunum eru vangefnir, ef miðað
er við gremdarvísitöluna 75. 4 af
hverju þúsundi eru á framfærslu
hins opinbera vegna greindar-
skortí- en 2 af hverju þúsundi eru
á hælum. Af þeim, sem em á hæl-1
og Georgs Lúðvíkssonar fram-
; kvæmdastjóra ríkisspítalanna, var
haustið 1958 byrjað að kenna
stúlkum, sem læra vildu gæzlu og
I umönnun vangefinna. Kennd er
I sálarfræði, líkams- og heilsu-
, fræði og undirstöðuatriði hjúkr-
unar, bókleg og verkleg. Þetta er
tveggja ára námsskeið og jafn-
framt vinna stúlkurnar á stofn-
uninni, þar sem slíkt nám hlýtur
að vera að miklu leyti verklegt.
Nú hafa fimm stúlkur lokið prófi,
þar af eru þrjár starfandi hér á
stofnuninni, ein er gift og ein er
við framhaldsnám í Danmörku og
hefur til þess hlotið styrk frá
Styrktarfélagi vangefinna.
— Er erfitt að fá stúlkur til að
stunda þetta nám?
— Enn þá hafa alltaf borizt
fleiri umsóknir en hægt hefur
verið að sinna. En það er nauð-
synlegt, að í þetta starf veljist góð-'
ar stúlkur og glaðlyndar. Þær
þurfa fyrst og fremst að vera hlý-
legar og þolinmóðar. Á svona
stofnun verður alltaf að ríkja ró
og reglusemi, því að allur gaura-
gangur og hávaði, já, jafnvel all-
ar breytingar, eru miður æskileg-
ar. Bezt er að hafa sama fólkið
sem lengst og sama lag á öllum
hlutum.
Enn sem komið er, getum við
I ;
Frú Sigríður Thorlacius ræðir við yfir-
lækninn á Kópavogshælinu - frú Ragn-
hildi Ingibergsdóttur
ekki tekið við nema 3—5 nemum
árlega. Þær stúlkur, sem hér hafa
starfað, hafa reynzt góðar og hugs
unarsamar og oft lagt á sig vinnu
og snúninga umfram skyldustörf.
— Hvort teljið þér æskilegra
að stefna að stækkun þessa hælis
eða stofnun fleiri hæla?
— Miðað við það, sem tíðkast
erlendis, er þetta lítil stofnun og
yrði jafnve) ekki úr hófi stór,
þótt fullnægt væri hér á einum
stað hælisþörf fyrir landið allt.
En kostir við stóra stofnun era
svo margir, að vafalaust ætti að
stefna að því að mynda eitt stórt
hæli. Þá er hægt að flokka sjúk-
lingana í samstæðari deildir.
Meiri líkur eru til að fá sérmennt-
að fólk til staifa, þar sem vinnu-
skilyrði eru betri og verkaskipt-
ing meiri. Einnig er heppilegra, að
tvær til þrjár manneskjur á sömu
stofnun séu færar um að stjórna.
Reynslan hefur sýnt, að mjög erf-
itt er, að allt hvíli á einni mann-
eskju, jaínvel þótt stofnunin sé
ekki stór.
— Er ekki reynt að láta sjúk-
lingana vinna, eftir því sem geta
þeirra leyfir?
— Jú, og það er furðu margt,
sem þeir geta og gera. Sumir
hjálpa til á deildunum, létta undir
með smásnúningum, þvo upp,
sópa gólf, leiða þá úti, sem þess
þurfa með og leika við þá, sem
eru á því stigi. Við höfum stóran
kartöflugarð, sem piltarnir vinna
(við, en handavinnuna skulum við
skoða um leið og við göngum um
stofnunina.
Þau hjón fylgja mér síðan um
allt hælið. Andspænis skrifstofu
þeirra er tannlækningastofa, sem
nýtekin er til starfa. Þangað kem-
ur tannlæknir, þegar þess er ósk-
að, svo að ekki þarf að óróa sjúk-
lingana með því að fara með þá
út af stofnuninni til aðgerða. Þar
er einnig lækningastofa, þar-sem
fram fara allar venjulegar læknis-
aðgerðir og skoðanir og einnig eru
þar gerðar greindarprófanir. Inn
af þessum gangi eru svo tvær stór-
ar vinnustofur, önnur fyrir karla,
hin fyrir konur. Á milli þeirra eru
hurðir, svo að sameina má báðar
stofurnar, þegar sýndar eru kvik-
myndir eða guðsþjónustur fara
fram. Kvikmyndasýningar eru
venjulega einu sinni í viku og gaf
Styrktarfélag vangefinna kvik-
myndavélina og vandað segulbands
tæki, og segir frú Ragnhildur, að
hvort tveggja sé til mikillar
skemmtunar og hagræðis.
j í fremri stofunni binda karl-
mennirnir bursta og kústa og hafa
þeir búið til um 560 stykki af
slíku á s. 1. ári. Kaupir Landspít-
alinn og Vífilsstaðahælið fram-
leiðsluna, sem er umfram það, sem
nota þarf heima. Botnvörpunætur
eru hnýttar og var lokið við 10
nætur á árinu og sagði netagerð-
armaður sá, sem við framleiðsl-
unni tók, að margir heilbrigðir
menn gengju ekki eins vandlega
frá hnýtingunni og vistmennirnir
þarna. Útgerðarmenn hafa látið
hælið hafa ónýta lóðastrengi úr
sísalþræði og úr þeim hafa verið
brugðnar gólfmottur, en áður er
þráðurinn iitaður á hælinu. Snæris
renninga úr nýjum þræði hafa
vistmenn ofið og eru þeir fyrsta
flokks vinna, sem þolir saman-
burð við hvaða vefnað sem er.
Það er Björn, sem kennir piltun-
um handavinnuna.
í innri stofunni sitja nokkrar
konur við að vefa og prjóna og ein
klippir niður pappír og tuskur til
að stoppa með púða, sem önnur
hefur saumað úr smápjötlum.
Þarna eru meðal annarra systur
tvær austan úr Suðursveit, sem
komu á hælið, er móðir þeirra dó
frá þremur vangefnum börnum
sínum, sem öll voru komin yfir
miðjan aldur. Frú Ragnhildur og
handavinnukennarinn frú Stein-
unn Jónsdóttir, segja, að þessar
systur séu ákaflega duglegar, þær
i spinna og prjóna mikið. Inni í
herberginu þeirra sefur fimm ára
gamall drengur, sem þær kalla
fósturson sinn og elska mjög.
Annar drengur, sem var á hælinu,
þegar þær komu, dó, og grétu
þær þá sárt, en hafa nú snúið ást
sinni að litla munaðarleysingjan-
um, sem þessa stundina ríslar sér
úti undir húsvegg, Ijóshæit barn
og frítt, þótt sjúkleikamerki sjá-
ist á honum. Yfirleitt segja þau
hjón það einkenni á vangefnu
fólki, hve elskt það sé að börnum.
Þarna I vinnustofunni er keppzt
við verkin, og þau hjón segja, að
vinnugleði sé mikil hjá vistfólk-
inu, ef þess sé gætt, að það þreyt-
ist ekki. Að jafnaði vinnur hver
hópur tvo tíma í senn og ekki má
hafa of marga saman, svo að ekki
skapist órói. Stúlkurnar vinna öll
ullarnærföt á vistmenn, þær
pijóna sokka, tátiljur og vettlinga,
jafnvel heilar peysur og vesti, svo
að ekkert af þessu þarf að kaupa
og borgast allt efnið, sem keypt
er að. Þá eru einnig ofnir gólf-
og afþurrkunarklútar, og tusku-
teppi eru unnin úr gömlum flík-
íFramhald ð 13 siðui
Kópavogshælið. — Hæsta húsið er gamla byggingin, þar sem hælið hef ur starfað í mörg ár, en lágu bygglngarnar tvær eru viðbætur, sem gerðar
hafa verið á síðasta áratug.