Tíminn - 13.08.1961, Síða 4
4
T í M IN N, SMnnudaginn 13. ágúst 1961.
V. V,. <w V-
l.
bATTUR KIRKJUNNAR
rrrcrrrcr
y]ýtt tilío] j-n% ohh ur
Léttir, fallegir og þægilegir iiskór úr fyrsta
flokks plastefni, njóta æ meiri vinsælda
ánæg'ðra kaupenda.
Tilboð okkar innifelur fjölmargar tegundir
nýtízku skófatnaðar, sem áreiðanlega mun
auka sölu yðar. Þess vegna ættuð þér nú að
birgja yður upp.
Umboðsmenn okkar munu fúslega veita
yður allar nánari upplýsingar og uppfylla
sérkröfur yðar:
EDDA h.f. umboðs- og heildverzlun
Grófin 1, Reykjavík
Útflytjendur:
DEUTSCHER INNEN - UNDAUSSENHANDEL TEXTIL
BERLINW8 • BEHRENSTRASSE46
Deutsche Demokratische Republik
B A N N
„Varðveit þú hjarta þitty/
Öll umferð um Fróðárland, Fróðárhreppi, Snæ-
fellsnessýslu, til berjatínslu, fugladráps o. s. frv.,
er strangega bönnuð öllum óviðkomandi.
JarSeigandi
Manntalsþing
Hið árlega manntalsþing verður haldið í tol.lstjóra-
skrifstofunni í Arnarhvoli þriðjudaginn 15' þ. m.
kl. 4 e. h.
Reykjavík, 11. ágúst 1961.
Tollstjóraskrifstofan,
Arnarhvoli.
Otrúlega fáar áminning
ar virðast mikilsverðari nú
á dögum en þessi orð helgra
„Varðveit þú hjarta þitt.“
ritninga frá löngu liðnum
öldum.
Hjartað verður að stand-
ast mikla raun, stundum
ofraun, á tímum hins kalda
stríðs hins mikla hraða. Og
ein helzta dauðaorsök á
skýrslum læknkanna er
einmitt: Brostið hjarta“.
Allt í einu verður spenn-
an of mikil, byrðin of þungj
erfiðið ofviða fyrir þessa
undursamlegu lífsins vél,
sem aldrei fær andartaks
hvíld að heita má frá
vöggu til grafar.
Hjartað og starf þess er
heill heimur út af fyrir
sig. Og allt, sem við sjáum
og heyrum, störfum að og
lifum fyrir, hefur þar sín
álirif. Það er þessi litla
veröld í okkar eigin barmi,
sem rúmar allar lífsins
kenndir í hita tilfinning-
anna fyrir öllu því, sem
gerist í heimi atvikanna.
Við finnum slög þess í
gleði og sorg, í ótta og til-
hlökkun. Það fylgist með
og veldur mestu um gæfu
eða ógæfu, heilbrigði eða
heilsuleysi. Og hver ein-
ast maður eða kona, sem
við mætum, á einnig sitt
hjarta með óteljandi
strengi, sem titra við
hvern slátt þess, unz öll
eru.
Eitt af sérkennum tím-
anna, eitt af táknum ald-
arfarsins eru fréttir um
hjörtu, sem hættu allt i
einu að slá, að því er virt-
ist löngu fyrir tímann, af
því að þeim hafði verið of
boðið, þau höfðu ekki ver-
ið varðveitt, ekki veitt
stund til undansláttar við
hraða og spennu, stund á
friði og lotningu, þögn og
kyrrð.
En samt er þetta hjarta,
þessi st;arfsheimur í barmi
hverjum, aðeins hið ytra
þess, sem kalla mætti inn-
tak þeirrar hugsunar, sem
felst á bak við orðin „að
varðveita hjarta sitt“. Frá
löngu liðnum öldum hefur
orðið hjarta verið tákn
alls þess, sem nefnt er til-
finningalíf mannssálar,
kjarni vitundarlífs og per-
sónuleika hverrar mann-
eskju. Samkvæmt þeim
hugsanagangi elskum við,
trúum og vonum með hjart
anu. Allt hið æðsta, allt hið
göfuga og innsta í vitund
og vild er þannig háð því
og þess starfi, beint eða ó-
beint á raunverulegan eða
táknrænan hátt. Allt, sem
snertir hið innsta „ég“ rúm
ast þannig í orðinu eða hug
takinu hjarta. Og þannig
verður þessi litla veröld í
barminum býsna stór, eigin
lega andlegur heimur, sem
rúmar í sér samúð og um-
hyggju, ást og tryggð, lang
anir og þrár, fögnuð og
harma. Og jafnframt vor-
um við gædd hæfni til að
gefa eða glata auði þessar-
ar veraldar í hjartanu, varð
um, göfga hann og hreinsa
eða vanrækja hann og
saurga. Og þessi varðveizla
fer fram í orðum og athöfn
um, þar getur eitt svip-
brigði, eitt hljómfall í orði
og tóni, eitt bros, handtak
eða hreyfing valdið örlög-
um og hamingju vors eig-
in hjarta eða annarra. Ekk
ert er eins viðkvæmt, ekk-
ert eins fíngert og þessi und
arlegi heimur mannlegra
tilfinninga. Þar eru orð
skáldsins: „Aðgát skal höfð
í nærveru sálar“, og „Eitt
bros getur dimmu í dagsljós
breytt" í fullu gildi. Þar
gildir mest þetta samspil
frá hjarta til hjarta til að
veita heimi mannkyns alls
farsæld og frið. Þar veldur
ástand hjartans á þessum
skilningi mestu, miklu
meira en allt hið ytra, þótt
heimspekingar efnishyggj -
unnar geri hjartað gjarnan
í sínum frásögnum og
fræðum aðeins líkt og hluta
áf vél eða það sem þeir
kalla „pumpu bak við
bringubeinið“. sem dæli
blóðinu fram og aftur um
líkamann. Þetta er rétt, svo
langt sem það nær, en samt
sem áður fátæklegur hálf-
sannleikur, þegar um er að
ræða þann heim, sem heit
ir mannshjarta.
í heimi mannlegrar ham
ingju ræður „hjartalagið",
hjartahreinleikinn, hjarta-
hitinn mestu. Við segjum
og skrifum „hjartans
þökk“, þegar öll vitundin
eignast samspil í þakklæt-
inu. Við segjum líka: „Eg
elskav þig af öllu minu
hjarta“. Og það þýðir allt
annað og miklu meira en
þótt sagt sé: „Eg elska þig
af allri minni blóðpumpu".
Og jafnvel þó að við yrð-
um nú enn nákvæmari í vís
indalegn hugsun og segð-
umst elska eða hata af öll-
um heila eða allri skyn-
semi, þá yrðu jafnvel orð-
in köld og steindauð.
Þannig er hjartað, það
sem spekingurinn sagði í
orðsins fyllstu merkingu,
uppspretta eða aflstöð lífs-
ins, mannlegrar hamingju.
Frá hjartaslögum þínuum
streymir líf þitt og þar varð
veitir þú ást þína og kær-
leika, þitt æðsta gildi, þitt
helgasta „ég“. Þetta þarf að
hafa í huga í sambandi við
allt í sálmum og ljóðum,
helgum fræðum og söng,
þar sem hiarta er með í leik
orðanna og ívafi efnis og
snilldar. Hjarta táknar
hinn innsta kjarna þeirrar
andlegu kraftstöðvar, sem
skapar mannkyni heillir
Við getum ekki verið án
hjartsláttar frá samferða-
fólkinu, ef svo mætti segja.
Því það er víst, að beztu
blómin gróa í brjóstum,
sem að geta fundið til. Sam
úð, mildi og skilningur
hjartans brúar öll höf, ger
ir allar vegalengdir stuttar
alla hamra kleifa, sefar í
hörmum og neyð, lífgar og
gleður. í hvert sinn, er við
gefum eithvað eða njótum
einhvers af þessum auði
hjartans, verður heimurinn
okkar betri og bjartari, í
hvert sinn, er við finnum
vöntun þessarar hjartans
auðlegðar, verður kalt og
dimmt eða sárt, allt eftir
aðstæðum.
Þess vegna er maður
hjartaauðsins enn þá mik-
ilsverðari lífi heimsins í dag
en spekingur hugsana, jafn
vel enn þýðingarmeki en
allir geimfarar og tízkutrúð
ar, þótt ekki skuli þeir og
þeirra athafnir lítilsvirt.
„Varðveit þú hjarta þitt,
ávaxta auð þess, ást þess,
og samúð, gæt þess vel,
sem göfgast hjá þér finnst,
glæddu vel þann neista,
sem liggur innst“. Þar, við
þínar hjartarætur, er lífs-
gróðurinn, sem einn getur
veitt samtíð og framtíð
þann unað frelsis og bræðra
lags, sem öll hjörtu þrá heit
ast. Það er sama þótt þú
farir um allar jarðir, já,
alla leið til tunglsins eða
plánetanna með geimför-
um og eldflaugum stór-
velda heims, þú finnur ekki
hamingjuna þar, ef þú hef
ur ekki fundið hana í þín-
um eigin barmi.
„Varðveit því hjarta þitt,
fremur öllu öðru, þar eru
uppsprettur lífsins".
Árelíus Níelsson.
WW^.VAV.%VAV^AV.VAV.V.V.V.%%W.V.W.%%S%W.V,WW.-.>%-.V.VW.VA%VW.V.-.V.W,
■ ■ ■ ■ ■ I
.W.V,
A-ÞÝZKALAND B-LID
ISLAND
keppnin í frjálsum íþróftum heldur áfram í kvöl d kl. 8. Keppt verður í 8 greinum auk 2000 metra
hlaups, sem hinir heimskunnu hlauparar VALENTIN og GRQ00TZKI keppa í og munu reyna
heimsmetið. Frjálsíþróttasambaml íslaæiR