Tíminn - 13.08.1961, Side 5

Tíminn - 13.08.1961, Side 5
TlMINN, suimudaginn 13. ágúst 1961. ^ . Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábj, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga stjóri: Egili Bjarnason — Skrifstofur í Edduhúsinu — Simar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. •v.x.v.v.x.vx.v.'v v.x.'v.'v.v.'vy Hvers vegna var krónan íelld? Hvers vegna réðst ríkisstjórnin í það vanhugsaða fljótræði að lækka gengið og beitti til þess hinum ólýð- ræðislegustu bolabrögðum? Þetta er sú spurning, sem menn leita nú einna mest svara við. Það svar er þegar fengið, að þessa hafi ekki verið hin minnsta þörf vegna atvinnuveganna. Dæmi það, sem Eysteinn Jónsson hefur greint frá varðandi afkomu frysti húsanna, sýnir það betur en nokkuð annað. Við þetta bætist svo, að verðlag útflutningsvara hefur farið hækk- andi og að síldveiði verður mörgum sinnum meiri í ár en um langt skeið. Með hinum hóflegu kaupsamning- um, er voru gerðir í sumar, var því lagður grundvöllur að varanlegum kjarabótum, stöðugu gengi, jafnvægi í þjóðarbúskapnum og vinnufriði í þjóðfélaginu, ef ríkis- stjórnin hefði ekki kollvarpað þessu öllu með gengis- lækkuninni. Hvað rak þá ríkisstjórnina til þess óhappaverks og ofbeldisverks? Það er ekki undarlegt, þótt menn spyrji. Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli þetta: í fyrsta lagi er hér að ræða um hefndarráðstöfun, því að ríkisstjórnin hafði orðið undir í kaupdeilunum í sumar og vildi ekki láta það sjást, að þær kaup- hækkanir, sem hún hafði barizt á móti, gátu vel stað- izt. Með þessari hefndarráðstöfun á að hræða laun- þega og bændur frá því að knýja fram kjarabætur, því að ríkisstjórnin geti strax eyðilagt þær með gengislækkun. í öðru lagi er þetta í samræmi við þá stefnu, sem ríkisstjórnin fylgir, að hér eigi að vera þjóðfélag fárra ríkra og margra fátækra. Eins og foringjar Alþýðu- flokksins hafa lýst svo rækilega oft áður, er það ó- hjákvæmileg afleiðing gengislækkana að gera þá ríku ríkari og fátæku fátækari. í þriðja lagi er það takmark ríkisstjórnarinnar með þessu að reyna að hæna hingað erlent einkaf jár- magn á þeirri forsendu, að hér sé miklu lægra kaup- gjald en í öðrum löndum. Þetta hefur hvað eftir ann- að komið greinilega fram, bæði í Mbl. og Vísi. Áhrifa- menn í Sjálfstæðisf lokknum dreymir bersýnilega orðið um, að þeir geti matað krókinn með því að ger- ast umboðsmenn erlendra auðhringa. Um hitt er ekki skeytt, þótt þetta verði keypt því verði, að kaupgjaldi og lífskjörum verði haldið hér langt neðan við það, sem er í nágrannalöndum okkar. Allar eru þessar ástæður ríkisstjórnarinnar fyrir gengislækkuninni jafn rangar og fordæmanlegar. Allar sýna þær jafnljóst, að hér er á ferð hættuleg ríkisstjórn, hefnigjörn. ofstækisfull. einræðissinnuð — ríkisstjórn, sem stefnir að auknu misrétti og stéttaskipt- ingu í þjóðfélaginu, — ríkisstjórn, sem ekki aðeins þjón- ar innlendum auðjöfrum, heldur er reiðubúin tii að þjóna af engu minni tryggð erlendum auðhringum og berjast fyrir kjaraskerðingu íslenzkrar alþýðu í þágu þeirra. Gegn slíkri ríkisstjórn verður að magna samstillt al- menningsálit og knýja hana þanmg til uppgjafar sem fyrst. ( i ) ) . ) f ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) GAGARIN T I T O F F SHEPARD GRISSOM Geimfararnir hafa margt sameigin egt Margt er skrifað og skraf að um geimfarana, bæði þá rússnesku og amerísku. Hér á eftir fer grein, þar sem gerður er nokkur sam- anburður á þeim. Hún er eftir enskan blaðamann og birtist nýlega í Daily Her- ald. Þér ættuð að spyrja ein- hvern þeirra fjögurra, sem hér birtast myndir af, einhvers um hann sjálfan. Hver þeirra, sem væri, myndi ugglaust svara eitthvað á þá leið, að hanr væri í rauninni ósköp ven.iulegur náungi — svona rétt eins og fólk er flest. En í öllum bænum takið ekki svona svar trúanlegt. Þúsundir manna buðu sig fram til þess að leysa af hendi þau störf, er þeim hafa verið falin — en einmit.t þessir fjórir menn voru valdir úr þeim stóra hóp. Og það er ekki vegna þess að þeir séu ósköp venjulegir menn, held- ur vegna þess, að þeir eru sér stæðir. Þeir eru gæodir lík- .•V*V'X«VX»V V-VVV*V'V amshæfileikum íþróttamanns ins, hugviti og djörfung vís- indamannsins, reglusemi og skipulagshæfileikum — og þeir eru hreint alveg lausir viö alla ímyndunarveiki og hjátrú. Jafnt Rússar sem Banda- ríkjamenn hafa valið geim- fara sína úr hópi þrýstilofts- flugmanna. Það er ekki fráleitt, að þú finnir til svolítils fiðrings í maganum, er flugvél hefur sig á loft með þig innanborðs á leið í sumarfríið. En þetta verður ekki sagt um fiug- menn. í sannleika sagt eru geim- fararnir fjórir ekki gáska- tullir náungar með rytjulegan skegghýjung, er halla sér makindalega að bjórglasinu milli stríða, en svo hugsuðu menn sér flugmenn fyrir eina tíð. En slíkar manngerðarhug- myndir eiga ekki lengur við um flugmenn. Hin marg- slungna stjórn þrýstiloftsflug- véla, sem kostað hafa a.m.k. milljón sterlingspund krefst meiri ástundunar og alvar- legri þjálfunar. Hið sama gild ir um stjórnendur geimfara. Geimfararnir fjórir eru all ir myndarlegir menn — og slíkt þarf þreint ekki að vera nein tilviljun. Gott andlit hjálpar þér áfram. Þeir eru allir frá smábæj- um eða þorpum. Þeir eru frá ósköp venjulegum heimilum. Einn á kennara fyrir föður, annar trésmið, sá þriðji um- boðsmann vátryggingafélags, og sá fjórði járnbrautaverka- mann. Synirnir hafa reynzt hæfi- leikum gæddir. Þeir hafa brotið sér braut áfram. Þeir eru allir kvæntir. Einnig það atriði ber vott um heilbrigð- an hugsunárhátt þeirra. Og þeir virðast ekki mikið fyrir það gefnir, að hugsa um sjálfa sig eða tilfinningar sínar. Yuri Gagarín var spurður að þvi í Lundúnum, hvort hann hefði ekki haft martröð eftir geimferðina, og hann svaraði þvi til, að hann væri ekki mikill draumamaður. En þetta þýðir þó alls ekki, (Framhald á 15 aafcj> t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) r ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ( / ( t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) t • v* -v V*V« V*V*V*V»V*V*V*V*V*V*V»V*V»V‘V*V»‘

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.