Tíminn - 13.08.1961, Síða 9

Tíminn - 13.08.1961, Síða 9
T í MIN N, sunnudaginn 13. ágúst 1961, Atvik þau, sem voru undanfari dauða Federico García Lorca, hafa til þessa verið mjög á huldu. Nú getum vér fyrstir allra birt ná- kvæma og samfellda frásögn af þessum sorgaratburði. Með mikilli þolinmæði og fyrirhöfn höfum vér safnað gögnum, þar til vér gátum raikið stig af stigi atburði þessara örlagastunda í Granada fyrir 25 árum. Vlðs vegar á Spáni höfum vér átt tal við skáld og málara, kaup- sýslumenn og kennara og aðra borgara, sem höfðu tekið þátt í eða haft kynni af þessum harm- leik. Vér höfum freistað inn- göngu í hús fátækra og ríkra, drukkið í knæpum og krám með verkamönnum og Zigaunum í Albaycín og Viznar. Vér höfum oft sinnis staðið á götuhornum og lit ið eftir mönnum, sem oss fýsti að hitta. Vér höfum reikað sveit úr sveit, borg úr borg og vinsemd, trúnaður og vínföng, hafa að lok- um unnið bug á allri hlédrægni. Margar nætur höfum vér lagt leið vora um almenningshverfi Gran- ada, í hverfum hér og þar, með- fram ánni Darro, og margar næt- ur. höfum vér verið á ferli í Mad- rid. En að lokum hefur erfiði vort borið fullkominn ávöxt. Og nú flytj um vér lesendunum frásögnina: Maðurinn, sem drap Federico skömmu fyrir dögun þann 19. ágúst 1936 í olíuviðarlundi í Vizn- ar, er enn á lífi og býr í Madrid. Hann er lágvaxinn og þéttvaxinn og klunnalegur, rúmlega sextugur, les með gleraugum. Hann hefur lágt enni og flóttaleg augu. Göngu- lagið er jafnan hikandi eins og hann eigi sér ills von. Aldrei kem ur hann á almenna samkomustaði. Vér nefnum hann Luís í frásögn vorri. Vér munum rekja feril hans á þessu ógleymanlega sumri. Luis á litið fyrirtæki í borginni rétt hjá Gran Vía, þar sem bílaumferð er mikil og ungar stúlkur labba um og lita í búðarglugga. Fjár- hagslega er honum vel borgið með störfum þeim, sem stjórnin felur honum. Hann á smáhýsi utan við borgina rétt hjá byggingum „Sev- illa films". Hann er ekkjumaður, vinafár. Rór er hann hvergi, nema innan sinna fjögurra veggja. Aldrei gengur hann á vinnustað, en tekur leigubíla frá ýmsum bila stöðvum. Vagninn kemur og bíður við gangstéttina með vél í gangi. Luís lítur allt í kring um sig áður en hann snarast upp í bílinn, sem flytur hann til Gran Via að horni símabyggingarinnar. Vér höfum elt hann margsinnis, ýmist fót- gangandi eða í bíl. Alltaf fór hann sömu leið á sama tíma dags. Hann virtist sífellt haldinn kynlegum ótta. Hann vatt sér oft við og leit oss grunsemdaraugum. Þetta sumar fyrir 25 árum stýrði Luís þessi „Escuadra negra“, sem handtók Federico og vann önnur illvirki mörg og mikil. Þessir „svörtu flokkar" voru fulltrúar þjóðernissinna og sáu um handtök ur og aftökur. f þeim voru sex menn, og foringinn sjöundi,- Grimmdarverk þessara manna vöktu skelfingu um allt land. En vinir og aðdáendur fórnardýr- anna héldu leyndum þessum at- burðum, til þess að kalla ekki hefnd yfir sig og sína. f Andalúsíu var Luís mjög kunnur að illu. Menn fylltust ótta er þeir sáu hann álengdar með byssuna við hlið. Árið 1936 voru mikil umbrot á Spáni. í nokkra mánuði hafði Manuel Azandea, forseti lýðveldis- ins, barizt við að halda friði og reglu. Er fram á sumarið kom, lömuðu verkföll framkvæmdir í landinu. Ofbeldisárásir og morð jukust stöðugt. Andúðin milli ka- þólskra og lýðveldissinna fór vax- andi. Æstustu hægri menn stofn- uðu „La Falange Espanola" til harðsnúinnar baráttu fyrir sínum málstað, en vinstri menn bjuggust vopnum. Að fór blóðugt bræðra- stríð. García Lorca batt miklar von ir við frið þetta ár. Hann var að undirbúa nýja för til Bandaríkj- anna og Suður-Ameriku og gerði nákvæma ferðaáætlun. Hann ætl- aði að leggja af stað í júlí, þegar hitar eru miklir og þurrkar oft um of á ættjörð hans. Samkvæmt því, sem hann hafði trúað vinum sínum fyrir, ætlaði hann fyrst til New York, þar hafði hann dvalið árið 1929, að heimsækja marga prófessora við Columbia Univer- sity og Instituto de Las Espanas; síðan til Mexíkó að kynna nýjustu rit sín og að ræða við ýmsa höf- unda um „E1 hombre del diablo" eftir Quevedo. Síðan ætlaði hann til Columbíu og að lokum til Argen tínu; þar kunni hann vel við sig. Þrír mánuðir fóru í undirbún- ing. Samtímis byrjaði Federico á nýju skáldriti: „La Destruccion de Sodoma“, sem átti að vera sðast af þríleik. Þar af voru tvö fullger: „Yerma" og „La Casa de Bernarda Alba“ Hann lauk einnig við ljóða flokk í arbönskum stll: „E1 divan de Tamarit". Og í síðasta ljóði hans segir svo: „Um lárviðarlimið — fara tvær dökkar dúfur — Önnur heitir Sól — Máni heitir hin — Grönnur litlu! Federico García Lorca. f / HARMLEKURI ANDAUISIU mælti ég, — segið hvar er gröfin mín“. Ljóð hans eru fersk og tilgerðar- laus og innileg. Mörg kvöld las hann þau upp í hópi einlægra vina og aðdáenda. En úti fyrir hníga öll rök að stríði. Skáldið var ekki inn ritað í neinn stjórnmálaflokk, en ekki leyndi sér þrá hans eftir meira þjóðfélagsréttlæti. Hann var í fremstu röð skálda. Vinur þeirra Antonio Machado og Rafael Al- berti. Hann hafði undir algjörri einræðisstjórn Primo de Rivera, hætt á að láta sýna Mariana Pin- eda“, sem er örvæntingarþrunginn frelsissöngur. Listamaður í eðli og háttum var hann samt hlynntur lýðræði og borgarasiðum. Þetta staðfesti hann óttalaust gagnvart alþjóð. ♦ Á þessum ólgutímum þann 10. júní 1936 ræddi við hann blaða- maður frá „E1 Sol“ til þess að kynnast stjórnmálaskoðunum hans. García Lorca mælti: „Eg er Spánverji frá hvirfli til ilja, og mér væri ólíft utan endimarka ætt jarðar minnar; samt hefi ég óbeit á mönnum, sem ekki kannast við aðra menn í heimi en Spánverja. Eg er bróðir allra manna og met þá lítils sem fórna sér fyrir þjóð- ernishugmyndaflug og ganga með bundið fyrir augun vegna þess eins að þeir unna ættjörð sinni". — Þetta var hrein og bein yfirlýs-^ ing. Getur verið að einhver hafi veitt henni nána athygli. Federico var í þann veg að hefja Ameríku- för sína þegar foringi „Guardia de Asalto" var drepinn á götu í Mad- rid af tveim óþekktum mönnum, sem þó voru taldir vera í „La Falange". Um allan Spán hækkuðu ófriðar skuggarnir. Vopnaðir menn ráfuðu um stræti. í andrúmsloftinu var sú ógnþrungna spenna sem er und anfari byltinga. Federico sá allt i einu fram á, að ekki yrði af Ame- ríkuför hans. Vinur hans, falang- isti, skáldið Luís Rosales, sem orti seinna þjóðsöng þjóðernissinna, kom til hans og mælti: „Federico, hlustaðu á mig. Farðu nú þegar til Granada. Hér er engin von um vernd eða skjól. Eg get ekkert gert fyrir þig. Farðu strax“. García Lorca tregðaðist við þess- r Italska blaðið Epoca hefur safnað fáanleg- um heimildum um aðdragandann að dauða spænska skáldsins Garcia Lorca um ráðum og dvaldi tveim dögum lengur í höfuðborginni. Nú varð hann þess vísari, að margir menn hurfu úr umferð og óttinn og kvíð- inn jukust. í stað þess að fara til Ameríku, ákvað hann að halda til Andalúsíu. Sár í huga heimsótti hann vini sína og faðmaði þá að sér. Nokkrir þeirra, sem vér höfð- um fundið að máli, hafa sagt oss, að þennan dag var hann fölur og rómurinn bar vott um vaxandi kvíða. Daginn eftir fór hann með tösku í hendi á Atodia-stöðina. Áð- ur en hann steig upp í vagninn troðfullan af fólki, tók hann í hend um allra vina sinna. Við þann síð- asta, sem hann kvaddi, sagði hann lágri röddu: „Verði guðs vilji", virtist það hugboð. Ferðalagið var langt og þreytandi. Á þessari 430 km. leið, var lestin iðulega stöðv- uð og gerðar athuganir. Federico virtist loftið þrungið þeim örlög- um, sem ekki yrði umflúin. En er hann var heima í Andalúsíu hvarf honum þessi tilfinning. Hann fór þegar heim til sín í „Finca del Tamarit", fallega sveitahúsið, sem hann átti við neðri hluta borgar- innar, þar sem blasa við fylkingav Snæfjalla. Þakið var rautt en fram hliðin hvítkölkuð, í krók stóð dýr lingsmynd með þunglyndissvip. í garðinum voru appelsínutré og aqavar og hér og þar grennir kýpr usviðir. Ga.rcia Lorca hafði dvalið dag um kyrrt, þegar styrjöldin skall á. Þann dag í dag muna margir Granadabúar þennan morgun. Þjóð- ernissinnar fóru vopnaðir um stræti og tóku miðborgina og lághverfin. Sósíalistar og lýðveldissinnar reistu fyrstu götuvirkin á hægri bakka Darróár, yfir að hæðinni í borgar- hlutanum Albaycin. Nokkur hundruð manna, sem vildu .selja dýru verði líf sitt og sinna, röðuðu sér meðfram götum þeim og stígum í skjóli fíkju- trjáa, sem liggja að Sígaunahellun- um. Neðar á Gran Via del Colón, Calle Recogidas og í Calle San An- tón stöðvuðu hópa.r þjóðernissinna alla grunsamlega einstaklinga. Öld- ungur nokkur sagði svo frá: „Einn hópur tók höndum héraðsstjórann og lýsti hann settan frá völdum. Síð an kom röðin að Montesinos borgar- stjóra, mági Ga.rcia Lorca. Þegar honum var kunnugt um uppreisn- ina, mótmælti hann kröftuglega, en ekki hafði hann lengi talað, er hann var sleginn og hrakinn burt. Vér höf um leitað Upplýsinga hjá mörgum og allir hafa lýst þessum dögum á sama hátt. Þá hófust nafnl'ausar ákærur, hús- rannsóknir, handtökur grunaðra, áð- ur en nýja Stjórnin var búin að skipuleggja starfslið sitt. Ekki voru til dómstólar. Menn álitu sig hafa rétt til þess að ákæra og myrða hvern þann, sem var ann- arrar skoðunar en þeir sjálfir. Öf- und, hatur og aðrar illar hvatir blossuðu upp skyndilega og fjöldi saklausra manna var settur í varð- hald. Federico var rólegur að sögn. AUir borgarbúar elskuðu hann; jafn vel þótt sumum mislíkaði afskipta- leysi hans í trúmálum og nokkurt hirðuleysi um siðareglur í einkalífi hans. Hann hafði kynnt nafn Granada víða um heim. Andalúsíumenn voru stoltir af honurh. Fyrrum, þegar hann kom heim frá höfuðborginni eða öðrum löndum, heilsuðu honum allir, honum, skáldi Zígaunanna. Þess vegna var hann óhræddur í sinni eigin borg, jafnvel þótt á væri skollin borgarastyrjöld. En 22. júlí rétt eftir dögun, vakti hann áhyggju fullur þjónn. Frá þessu skýrði oss maður nokkur á bezta aldri, sem eftir þráláta beiðni bauð oss heim í hús sitt. Hann talaði lágt og gæti- lega eins og hann ætti þess von, að einhver lægi á hleri: „García gægð- ist undir gluggatjöldin og sá tvo menn, sem snuðruðu í garðinum og kringum húsið. Þetta vakti óhug skáldsins og þenn an morgun hætti hann sér ekki út, Um hádegi staðnæmdist ókenndur náungi fyrir framan garðshliðið og hrópaði: „Heiðingi! Siðleysingi! Við drögum þig bráðum út“! Sá hvarf síðan brott. Um fimmleytið síðdegis koma aft- ur náungarnir tveir frá því um morguninn og gengu fram og aftur fyrir utan garðshliðið, en áræddu ekki inngöngu og hurfu brott eftir eina stund. Þega.r kvöldaði, flýði García Lorca út úr garðinum. Nokkur byssuskot heyrðust í fjarska i átt frá Albaycin og Sacro Monte. García fór um Fíg- areshverfið, eftir Calle de Antón, hraðaði sér um La Recogidas og inn í hinn þrönga stíg Ahóndiga. Áður en hann kom á Þrenningartorg, fór hann inn í Pontezuelas, forðaðist að koma í Calle de Gracía, þar sem þjóðernissinnar höfðu bækistöð. Hann gekk hratt en hljóðlega í náttmyrkrinu. Þegar hann kom á götuhornið Angula, kom hann að húsi Lujs Rosales, sem hafði verið skólabróðir hans í Mádrid. Ekki virt ist neins staðar líklegra að leita hæl- is. García hringdi dyrabjöllunni og beið í angist. Fótatak heyrðist og við hljóða og auða götuna vo.ru orða skiptin snögg og örlagaþrungin: „Rosales“! — „Já“. — „Þetta er Federico, opnaðu sem fljótast, það er úti um mig“! Luis Rosales opnaði og í nokkrar vikur var Federico í fullri leynd í húsi hans. „Allt er nú eins og þá“, mælti sögumaður vor, er hann hafði flutt oss sögu sína í skjóli sinna fjögurra veggja. „Gangið eftir götum þeim, sem ég nefndi. Horfið í kring um ykkur. Þessir gluggar, þessar dyr, þessar gangstéttir eru alveg eins og þær voru, þegar García Lorca flýði þá nótt. Allt er nákvæmlega eins og þá. En allir eru ragir að tala“. Til þess að kynnast áframhaldi sögunnar, þurfum vér að hafa tal af fleiri mönnum. Það var ekki auð- velt, því að nú nálguðumst vér loka stig og hápuhkt harmleikslns. Oss heppnaðist að kynnast manni, sem miklu skipti í þessu sambandi. Hann hafði verið einn af Luis mönn um og tekið þátt í aðförinni að García Lorca. Vér köllum hann E1 Novilloro. Vér dvöldum með honum heila nótt á matsölustað; fór hann lengi undan í flæmingi, áður en hann loks sagði oss allt af létta. „Um miðjan ágúst drógu síðustu/ formælendur lýðveldisins sig í hlé í Albaycin hverfinu og kyrrð og ró ríkti aftu.r í borginni. Við leituðum að García Lorca, sem var horfinn úr húsi sínu. Luis var fokreiður. Við sátum í Café Royal, sem nú er horfið, en var þá í Calle de Carmen fyrir framan ráð- húsið. Við skemmtum okkur við að virða fólk fyrir okkur. Þá komu inn nokkrir kunningjar. „Luis“, sögðu þeir, „í Madrid hafa rauðliðar handtekið Jacinto Benevente, leik- ritaskáld, og skotið hann“. Þetta. reyndist lygafrétt, þegai- til kom, en Luis varð hamslaus. „Ágætt"! svaraði hann, „hér höfum við Fede- rico García Lorca“! Við höfðum þá engar spurnir af honum, en litlu kíðar kom hann sjálfur upp um sig. Hann hafði ekki. haldizt lengur við í stofufangelsi sínu og fór á göngu spottakorn. Maður nokkur veitti honum eftirför og sagði okkur síðan. Morguninn eftir fórum við í bíl að húsi Rosales. Þegar hann opn- aði dyrnar að skipan Luis, sá ég Federico. Hann hafði klæðzt í skyndi og stóð í innri endá gangsins. Hann virti okkur fyrir sér með sorg og örvæntingu í svipnum og stökk síð- an í ofboði upp stigann. Aldrei get ég gleymt þessu atviki. Við fór- um inn og könnuðum öll herbergin, en García Lorca gerði lokatilraun til að bjarga lífi sínu og fór upp (Framhald á 13 síðu.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.