Tíminn - 24.08.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.08.1961, Blaðsíða 7
T í MI N N, fimmtudaginn 24. ágúst 1961. Lárus Jónsson: „Kýrrassa tók ég trú” Hinn 10. ágúst sl. ritar Bjarni Þorsteinsson í TÍMANN athuga semdir við greinarkorn eftir mig um haughús og þvaggryfj- ur. Svar við því gr’einarkorni var mér hvorki óvænt né óvel- komið. Ég þakka B.Þ. fyrir rit- smíð hans, þótt ég hefði kosið, að þar hefði meir verið rætt um áþreifanlegar staðreyndir en hindurvitni og fordóma. Ég tel þó ástæðu til þess að gera örlitlu nánari grein fyrir afstöðu minni, ef vera mætti að það kæmi í veg fyrir mis- skilning eða leiðrétti þegar orð inn. Sú eina setning greinar minn ar, sem B.Þ. telur þess verða að haldið sé til. haga, hljóðar þannig í útgáfu B.Þ.: „Mér dett ur ekki í hug að halda því fram, að þetta mál sé kannað niður í kjölinn". Reyndar er þetta að- eins hálf meining og ekki rétt eftir höfð, en hvað um það. Hér vil ég taka skýrt fram, að þetta, sem kalla mætti fyrir- vara, á ekki við það, að ég trúi því, að „tilbúni áburðurinn gef ur örari vaxtarskilyrði en ætla má að heilbrigði jurtanna henti“, svo notuð séu orð B.Þ. Þvert á móti, enn þá liefur ekki verið sýnt fram á neitt, er bendi til þess, að ekki sé hægt að framleiða jafn heilnæmt fóður með tilbúnum áburði einum eins og með búfjáráburði. Það sem fyrirvara mínum var ætlað að vekja athygli á, var, að ég hafði ekki gert tilraun til þess að meta í larónum þann auka- kostnað, sem umræddar bygg- ingar hafa í för með sér við dreifingu nefnds búfjáráburð- ar. Allur er sá liður neikvæður fyrir byggingarnar og gerir þær miður réttlætanlegar. Eins kann einhverjum að þykja sem vinnusparnaður sé nokkur dag- legur að því að sleppa mykj- unni niður um flórgólfið í stað þess að koma henni í haug- stæði, óg kann það að vega upp aukavinnu við að ná mykjunni úr haughúsi niiðað við haug- stæði. Því er allt það, sem að vinnukostnaðinum lýtur, marg slungið og breytilegt eftir að- stæðum. Þetta á einkum við um haughúsið, þvaggryfjan hygg ég að hljóti ekki skálka- skjól á bak við vinnusparnað, því að öll vinna við dreifingu þvagsins er aukavinna og öll tæki, sem til þess þarf, auka- tæki. Þá komum við að kúnum. Víst væri stórfróðlegt áð kanna úr hverju kýr hafa látið lífið. ef það þá er mögulegt. En ein- hvern veginn er það nú svo, að kúm hefur tekizt að geispa goi- unni, þótt minna hafi. verið um tilbúna áburðinn. Sá mæti mað- ur, Ólafur Jónsson á Akureyri, hefur sýnt fram á, að meðalald ur kúa í Eyjafirði sé í stórum dráttum hinn sami hin síðustu ár og árið 1939 Engum dettur í hug að halda því fram. að Ey firðingar noti minni tilbúinn áburð en aðrir Eða bendir aukning í nyt til þess. að kýr séu verr fóðraðar nú en áður? Það er sjaldnast eða aldrei leiðin til sannleikans, að skella allri sök á hitt eða þetta og rembast síðan, á misjafnlega viðkunnanlegan hátt, ' við að sanna, að þannig sé málum hátt að. Því miður verð ég að viður- kenna strax, að um leyniþráð tilverunnar treysti ég mér ekki að ræða, en víst furðar mig á því, ef hann rignir burt úr mykjunni, þótt bændur spari sér kostnaðinn við dýrar bygg- ingar yfir hana. Trúmál eru einkamál hvers og eins og hirði ég ekki urn að deila um þau við einn eða neinn, hvort sem um er að ræða trú á kúamykju eða eitt- hvað annað. Hins vegar vil ég freista þess í sem stytztu máli, að gera grein fyrir afstöðu minni og annarra þeirra, sem ekki vita betur eri að verðmæti mykjunnar liggi í efnum þeim, sem hún inniheldur. Þjóðhakslegá séð kann að virðast réttmætt, að vanda sem mest meðferð búfjáráburðarins og hindra þannig efnatap, því að það spari gjaldeyri. Bændur hafa ekki efni á að hugsa þann ig. Ekki nær nokikurri átt að bændur einir stétta fórni hags- munum sínum á þann hátt Þeir eins og aðrir atvinnurek endur og framleiðendur verða að haga rekstrinum þannig, að bú þeirra skili sem beztum arði og ódýrastri framleiðslu. Samkvæmt þessu „kaupa“ bændur áburðinn þar, sem hann er ódýrastur kominn á túnið. Við sjáum á ótalmörgum svið um, að til fellur úrgangur, sem vissulega inniheldur verðmæti, en nýting þeirra er svo dýr. að hún svarar ekki kostnaði. Þetta hygg ég, að gildi um þessi fáu áburðarkíló, sem vinnast með þvaggryfjunni og haughúsinu. Menn skyldu gera sér Ijóst, að ég hef ekki fordæmt mykj- una sem slíka. Ég veit. vel, að í henni eru verðmæti. Til skamms tíma hefur mykjan verið svo til eini áburðuiinn, sem bændur þessa1 lands þekktu. Við slíkar aðstæður var sjálfsagt að hirða mykjuna sem bezt. Nú eru límarnir breyttir, Mykjan uppfyllir eng- an veginn meira en brot af þörfum manna fyrir áburð. Þeir verða að kaupa og dreifa til- búna áburðinum. Og það er auð velt að fá tilbúna áburðinn. Mykjan er orðin eins konar baggi, sem þó er óumflýjanleg- úr Þetta verða menn að skilja, ef um framför á að verða að ræða í islenzkum landbúnaði. Ég hef talið þessá áréttingu nauðsynlega, til þess að koma í veg fyrir að afstaða mín yrði tortryggð með hálfum tilvitn- unum. É.g mun .ekki. hvorki nú eða í framtiðinni, hirða um að deila um yfirnáttúrulegt gildi kúamykju og sízt af öllu. hvort það rigni burt. =é haugurinn látinn standa úti. 16. 8. 1961. EViiiiningarorð: iigurjðn Jóhannsson Hinn 4. ágúst s. 1. andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi Sigur- jón Jóhannsson, Blöndudalshólum. Það hefur löngum þótt sannmæli, að „falls er von að fornu tré“. Sig- urjón hefur um langt skeið verið svo þrotinn að 'kröftum, að sú fregn kom fáum á óvart, þó að hann hafi löngum haft nokkra fótaferð. En hin langstæða bar- áttá hans, sú hin síðasta, sýndi á furðu Ijósan hátt það, sem ein- kenndi liann alla ævi — hið gneist andi fjör, sem sjálf ellin og orku- þrotin viitust trauðla geta lamað svo, að til þess sæist ekki. Auglýsi T - W E i i /í Sigurjóp var fæddur i Mjóadal 6 okt. 1873, og var því tæpra 88 ára að aldri,, er hann lézt. Faðir hans var Jóhann hreppstjóri í Mjóadal Sigvaldason bónda á Ás- geirsá Jónssonar bónda á Vatns- horni Egilssonar. Móðir Jóhanns var Björg Björnsdóttir bónda á Másstöðum Grímssonar. Kona Jó- hanns Sigvaldasonar og móðir Sig- urjóns var Guðrún Jónsdóttir bónda í Sauðanesi Sveinssonar bónda á Hnjúkum Jónssonar. Þessir nánustu ættliðir Sigur- jóns eiga allir traustar stoðir í þekktum húnvetriskum bændaætt- um, þó að ekki verði þær hér rakt ar. Það, sem vitað er um þessa liði, virðist ótvírætt benda til þess, að þar hafi ekki verið um veifiskata að ræða, og fylgdi sú ættarerfð honum til leiðarloka. Sigurjón ólst upp hjá foreldrúm sínum í Mjóadal til tvítugsaldurs. Þarf í engar grafgötur að fara um skólagöngur og 'annað í því sam- bandi, sem nútíminn leggur að fót- um hins 'vaxandi hluta þjóðarinn- ar. í fang hans var færð önn hvers dagslífsins, harðbýl og óvægin, eins og hún var hverju íslenzku barni á þeim árum.’Jóhann faðir hans var enginn fjáraflamaður, en stórhuga framkvæmdamaður. Er það til marks um stórhug hans, að litlu eftir 1880 réðst hánn í það ■ stórræði að kaupa tilhöggvið timb-1 urhús frá Noregi og reisa það í; Mjóadal. Stendur það enn í dag og heldur reisn sinni af ótrúlegri sæmd í hópi þeirra bygginga, er á síðustu árum hafa risið af grunni. Hefur það þó átt margvís- legri vanhirðu að mæta á ýmsum skeiðum. Þetta sérstæða afrek var innt af höndum á hinum ill- ræmdasta harðindakafla, sem gengið hefur yfir Húnavatnsþing á síðustu mannsöldrum, enda mun það hafa orðið Jóhanni slík raun, að jaðraði við 'ijnldþrot Sigurjón flutti því fátækt eina úr föður- garði. I-Iann kvæntist í september 1893 tæplega tvítugur að aldri. Kona 1 hans vár Ingibjörg Jónsdóttir bónda í Hvammi Guðmundssonar bónda á Móbergi. Móðir Ingibjarg- ar var Anna Pétursdóttir bónda á Refsstöðum Jónssonpr, bónda á Snæringsstöðum Jónssonar. Var Pétur albróðir hins þekikta atorku manns Kristjáns hins ríka í Stóra- dal. Ingibjörg var ’alin upp í fá-, tækt, elzt 9 systkina, sem misstu föður sinn, þegar hið yngsta var 1 á fimmta ári. Má nærii geta, að ekki hafi verið um fjárstyrk að ræða úr þeirri átt. Þeir, sem svo var ástatt um, áttu sjaldnast góðra kosta völ úm jarðnæði. Þau hjón náðu því ekki í annað til ábýlis en hin rýrari kotin fyrstu árin, og þó svo mjög á hrakhólum, að þau áttu heimili á fjórum býlum frá 1894 til 1901. Eftir það fækkaði mjög búferlum þeirra. Þó eignuð- ust þau ekki staðfestu, fyrr en þau náðu eignarhaldi á Austurhlíð vor ið 1917. Að Blöndudalshólum flutt- ust þau vorið 1923, er þau festu kaup á þeirri jörð í félagi við tengdason sinn, Bjarna Jónasson kennara og Önnu dóttur sína. Þar dvöldu þau svo til æviloka, og var bú þeirra mága rekið saman meðan Sigurjóni entist orka til að standa straum af sínum hluta. Ingibjörg andaðist 1944. Varð hún Sigurjóni mjög harmdauði, því að hann unni henni hugástum. Þeim varð fjögurra barna auðið. Dóú tvö í æsku. Hin eru Jón S. Taldurs fyrrv. kaupfélagsstjóri á llönduósi og Anna, sem áður er ,iefnd. Sigurjón dvaldi alla ævi í Ból- staðarhlíðarhreppi og unni sveit sinni fölskvalaust. Hann var einn þeirra manna, er lítt hafði sig í írammi urn félagsmál, enda kvaddi hann sér ógjarnan hljóðs, þegar þing var stefnt. í því efni var hann hljóðlátur. Þó var hann flest um betri félagi. Og einni tegund félagsmála sinnti hann af kosl- gæfni, þótt ekki þekktust dæmi þéss, að hann keppti þar til met- orða. Þegar hann var kominn að fjallskilamálum í einhverri mynd, var enginn í vafa um, að hann var með í för, enda löngum hrókur alls fagnaðar og flestum gildari til áræðis og afreka, og svo snarráð- ur, að fæstum var fært að etja við hann kappi í því efni. En fáa hef ég þekkt, er svo annt sem hann gerðu sér um lítilsiglda unglinga, þegar um slíkar ferðir var að ræða, og ' þeim var umönnunar þörf. Og þær ferðir geta oft orðið vos- samar, þegar inn á öræfi er komið. En hitt var líka alkunna, að'hon- um kom það mun betur, að þeir gætu „s-núið sér við oftar en einu sinni á dægri“, svo að notuð séu hans eigin orð. Hann hefði mjög vel getað gert að sínum orðum þessa yfirlýsingu Stephans G. Stephanssonar: Það er að ílestu lítið lið, sem lifir til að hika. Mér er yndi að ýta við öllu, — og sjá það kvika. Sjálfur var hann flestum vask-i ari, hestamaður góður og þv.í löng- um á góðhestum. enda sjálfkjörinn þangað, sem snarræði og viðbragðs hraða var mest börf. Hann var á yngri árum íþróttamaður ágætur, — einkum um hlaup og stökk, enda lék hann að hlaupa yfir Ströngukvísl á hömrum, skammt fyrir neðan'Hofsjökul. Veit ég eitt dæmi þess^ að það hafi verið áður gert, en ekkert síðan. Er það hlaup óbrotgjarn minnisvarði um frækni hans. Hann var gæddur geislandi gleði, sem fylgdi honum til leiðarloka, enda undi hann vel í hópi glaðra vina, og kunni manna bezt að meta, ef slíkt var goldið. lí’ramöaJa s ls siöai i Á víðavangi Emil tvísaga í kkreiíJar- málinu Eins og lesendum blaðsins er kunnugt, birti Tíminn á laugar- daginn fregn um þungar sakir, er sjávarútvegsmálaráðh. var borinn í síðasta tölublaði Frjálsr ar þjóðar. Tíminn hrinigdi til Einils Jónssonar, sjávarútvegs- málaráðh., og spurði hann um sannleiksgildi þessarar fregnar. Hann sagðist' ekkert við málið kannast og vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið. Á sunnudaginn segir Eniil svo í Alþýðublað'inu, að þessar fregn ir séu „hrein ósannindi og upp- spuni frá upphafi til enda“. — Hann hefði ekki fyrirskipað neina breytingu á fiskmatinu. í þessari grein Alþýðublaðsins, þar sem breytingin á fiskmatinu er sögð „hrein ósannindi og upp spuni frá upphafi til enda“, gef- ur Emil eftirfarandi upplýsingar (orðrétt úr Alþ.bl.): „Mati á Afríkuskreið hefur ekki verið breytt. f júnímánuði s.l. fór Skreiðarsamlagið hins vegar fram á, að merki á cinum flokhi skreiðar yrði breytt. Um þetta munu hafa farið fram við- ræður milli samlagsins og fisk- mats ríkisins og féllst fiskmatið á, að merkinu yrði breytt, án þess að nokkur breytinig færi fram á matinu sjálfu (sic!). Um þetta mun sjávarútvegsmálaráðu neytið liafa fengið að vita, en ráðherra var aldrei um það spurður og gaf því engar skip- anir um þetta mái. Leyfið til breytingar á nafni viðkomandi flokks skreiðar var veitt til bráðabirgða, en ákveðið að taka málið til endurskoðunar, ef erfið leikum eða misskilningi ylli. Fyrir nokkrum vikum bárust kvartanir um skreið, ekki með hinu nýja merki, Iieldur skreið með gamla merkinu óbreyttu. Vildi þá fiskmatið endurskoða merkisbreytimguna strax, en RÁÐHERRA ÁKVAÐ (Ieturbr. Tímans) að bíða, unz fréttir bær ust af því, hvernig hinu nýj.a merki ýrði tekið, en sá fiskur cr nú fyrst að koma á markað.“ Svo mörg eru þau orð sjávar- útvegsmálaráðherrans, og þau eru býsna merkileg á margan hátt. Ráðherrann, sem ekkert vissi um málið ,hafði aldrei heyrt getið um heinar breyting- ar á merkingu skreiðar, hafði aldrei verið um það spurður og ekkert fengið um það að vita, ákveður samt, að því er hann sjálfur segir, að „bíða, unz frétt ir bærust af því hvernig HINU NÝ-.TA MERKI yrði tekið.“ — Ráðherrann virtist því þegar flæktur í málið. Én Emil segir líka aðra sögu. Það hafa borizt kvartanir um þá skreið, sem merkt var „OffalI“, þ.e. svört úrgangsskreið. Jafn- vel þó þessi skreið sé tryggilega merkt sem úrgangsskreið og seld sem slík, berast kvartanir yfir því, að hún sé svo léleg, að ekki sé einu sinni hægt að selja hana sem úvgangsskreið, Iivað þá meira. Ráðherrann segir, að fisk- matið hafi viljað endurskoða merkisbreytinguna, þegar þess- ar fregnir bárust, en það var sams konar skreið („OffalI“ — dökk úrgangsskreið), sem merk ið hafði verið tekið af, þ.c. hún var ekki anðkennd sem úrgangs skreið. Ráðherrann segir sjálfur, að þá hafi hann. sjávarútvegs- málaráðherrann (sem að eigin sögn vissi ekkert um þetta mál. hafði aldrei fengið neitt uni það að vita o>g aldrei gefið neinar skipanir í sambandi við það og kannaðist ekkert við það s. 1. föstudagskvöld), ákveðið að bíða unz fréttir bærust af því, hvern- (Framhalo s lo áiðn'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.